Morgunblaðið - 01.05.1959, Page 1

Morgunblaðið - 01.05.1959, Page 1
24 síðúr 46. árgangur 97. tbl. — Föstudagur 1. maí 1959 Prentsmiðja MorgunblaSsfnfl Sameinumst í baráttunni gegn fátækt og ofbeldi Ávarp trá AlþjóBasambandi frjálsra verkalýösfélaga ALÞJÓÐASAMBAND frjálsra verkalýðsfélaga sendir verkalýð allra landa innilegar bróður- kveðjur og árnaðaróskir nú, þeg- ar senn eru liðin tíu ár frá stofn- un þess. Við gerum það í þeirri föstu trú, að eining verkamanna og verkalýðsstarfsemi á alþjóða- vettvangi sé jafn þróttmikil nú og þegar Alþjóðasambandinu var fyrst komið upp til þess að fuli- nægja þörfinni fyrir sterka og sjálfstæða alþjóðamiðstöð frjásr- ar verkalýðsstarfsemi. Ásamt verkamönnum um allan heim höfum við gilda ástæðu til þess að hafa áhyggjur, vegna þess hvernig málin horfa við nú í heiminum. í mörgum löndum hef- ur atvinnuleysi geisað, vegna þess að ríkisstjórnir brugðust þeirri skyldu sinni að viðhalda fullri atvinnu og stuðla að fjárhagsleg- um og þjóðfélagslegum framför- um. Um leið og raðir atvinnuleysis- styrkþega hafa stækkað í iðnað- arlöndunum, hafa verkamenn í löndum, sem framleiða helztu nauðsynjavörur, orðið fyrir þungu áfalli vegna lækkandi vöru verðs og minnkandi eftirspurnar og var þó afkoma þeirra hörmu- leg fyrir þvinga Afrikuþjóðir til að gan,.;a Mestar áhyggjur höfum við af hinni hægfara þróun í þeim lönd- um, sem skammt eru á veg komin efnahagslega, og hve afkoma íbú- anna og húsnæðis- og skólamál eru á skelfilega lágu stigi. Þessum ógnunum við daglegt brauð verkamanna hafa frjáls verkalýðsfélög svarað með því að benda mönnum á hættuna og marka leiðina farmundan á ný- afstaðinni alþjóða efnahagsráð- stefnu Alþjóðasambandsins. Verkamenn ósjálfstæðra landa! í baráttunni fyrir rétti allra þjóða að ráða eigin örlögum hef- ur Alþjóðasambandið enn sem fyrr forystu. Síðastliðið ár hafa ekki fáir sigrar unnizt í barátt- unni fyrir frelsi: Kýpur hefur öðlazt sjálfstæði; einræðisherra Kúbu hefur verið rekinn frá völd um; í Afríku miðar mörgum þjóð- um óðfluga áfram á brautinni til sjálfstjórnar. Þó er þetta aðeins upphafið. // Monty" verkar vel á Krúsjeff Fer heim með „vin- gjarnlega orðsend- ingu44 Moskvu, 30. apríl. — MONTGO- MERY marskálkur eða Monty, eins og hann hefur stundum ver- ið kallaður, er kominn tii Moskvu I stutta heimsókn og ræddi í dag við Krúsjeff, forsæt- isráðherra, í tæpa klukkustund. í gær töluðu þeir saman í tvær klukkustundir og segja frétta- menn, að óvenjiulega vel sé tekið á móti hershöfðingjanum og mjög sjaldgæft, að Krusjeff taii jafn- lengi við gest, sem ekki er boð- inn í opinbera heimsókn til Ráð- stjórnarríkjanna. Skömmu áður en Monty fór frá Bretlandi talaði hann í sjón- varpið og hefur hann verið harð- lega gagnrýndur fyrir ummæli sín þar í brezkum blöðum. Hann gagnrýndi Bandaríkjamenn all- harkalega í sjónvarpinu og hef- ur fengið snuprur fyrir í blöðun- um. Sum þeirra segja, að aug- Föstudagur 1. maí 1959. Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: 1. maí-ávarp verkalýðsfélag- anna í Reykjavík. — 6: Ályktun landsfundar um skatta mál. Kvikmyndir. — 8: Jón Leifs sextugur. — 9: Bridgeþáttur. Fjórða hefti kennaratals. — 10: Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík. — 12: Forystugreinin: Fyrsti maí. „Góður kommúnisti“ — (Utan úr heimi.) — 13: 1. maí — hátíðisdarur verka- lýðsins. — 22: íþróttir. ljóst sé, að hann hafi sýnt ábyrgð- arleysi og ummæli hans gætu stefnt í hættu því samkomulagi, sem Vesturveldin hafa náð um stefnu sína með nokkrum harm- kvælum. Þess má geta, að hers- höfðinginn hrósaði Macmillan og sagði, að nú hefði forystan færzt yfir á hans herðar. f dag lýsti Montgomery yfir því, að hann hefði fengið í hend ur „vingjarnlega orðsendingu" frá Krusjeff til Macmillan. Þeg- ar hann var að því spurður, hvað stæði í orðsendingunni, benti hann á höfuðið á sér og sagði: „Hún er hérna uppi“. Annað vildi hann ekki segja. Þá gat Monty þess, að Krusjeff hefði boðið honum í sumarleyfi til Ráðstjórnarríkjanna, en kvaðst ekki geta farið í náinni framtíð. Aftur á móti sagðist hann hafa boðið Malnovskí, landvarnaráð- herra Sovétríkjanna og arftaka Zhukovs, að heimsækja sig í Bretlandi. Um gervalia Afríku heyrast há- værar raddir, sem krefjast sjálf- stjórnarréttar. Dagar nýlendu- stjórnar og kynþáttakúgunar eru augsýnilega taldir. Hve lengi verð ur þessu gagnslausa blóðbaði haldið áfram? Frá öndverðu vör- uðum við gegn þeirri fásinnu að í Rhódesíu- og Nyasalandsbanda- lagið gegn vilja þeirra. Við skulum ekki blekkja sjálf okkur með þeirri trú, að aldrei geti framar glatazt frelsi, sem einu sinni hefur unnizt: bitur reynsla hefur kennt ófáum þjóð- um í Asíu, Mið-Austurlöndum og annars staðar að skilja þennan sannleika. En við skulum heldur ekki gleyma því, að fátækt og efnalegt öngþveiti eru frjósöm gróðrastía fyrir andspyrnu rétt eins og fyrir styrjöld; að eldri lýðræðisþjóðum er skylt að hjálpa þjóðum, sem nýlega hafa öðlazt sjálfstæði, að komast yfir efnahagsörðugleik- ana, ella gætu þær hrapað á ný niður í fen stjórnmálalegs von- leysis. Jafnframt því sem úrelt ný- lendustefna er alls staðar á und- anhaldi, ríghalda of margir óverð ugir einræðisherrar í valdið, sem þeir hafa tekið sér með ofbeldi. Þjóðir hins frjálsa heims bera litla eða enga ábyrgð á kommún- istaeinvöldunum,sem hálf Evrópa og mikill hluti Asíu lýtur. En hvað um Franco? Hve mikið leng- ui munu lýðræðisstjórnir heims halda áfram að styðja hina völtu stjórn hans? Við skuium lyfta þessari byrði af samvizku okkar: þessum ósvífna harðstjóra hefur of lengi leyfzt að drottna yfir spænsku þjóðinni. Framh. á bls. 23. Barizt í N-írak ISTANBUL, 30. apríl. — Undan- farið hefur það ekki verið óal- gengt, að Kúrdar frá frak fari yfir landamærin til Tyrklands og biðji um landvistarleyfi þar í landi, sem pólitískir flóttamenn. í gær sendi stjórn Tyrklands um 500 tjöld til landamærahérað- anna til að flóttamennirnir fái eitthvert „þak yfir höfuðið". f dag var skýrt frá því, að enn hefðu 80 Kúrdar komið yfir landa mærin. Flóttamennirnir upplýsa, að barizt sé á nokkrum stöðum í Nirður-írak. Ingóifur Jónsson Sigurjón Sigurðsson Guðmundur Erlendsson Sigurður Haukda’ Fromboðslfsti Sjúifstæðismanna í Rangárvallasýslu ákveðinn HELLU, fimmtudag. — Nýlega var haldinn fjölmennur fundur í Sjálfstæðisfélagi Rangæinga. Var hann haldinn að Hellu og var hvert sæti skipað í hinum myndarlega fundarsal samkomuhússins hér. — Fundarefni var m. a. að ákveða framboð Sjálfstæðisflokks- ins í sýslunni í alþingiskosningunum í sumar. Samþykkt var með ölium atkvæðum að skora á eftirtalda menn að vera á framboðslista Sjálfstæðisflokksins: Ingólf Jónsson kaup- félagsstjóra og alþingismann, Hellu, Sigurjón Sigurðsson, bónda, Raftholti, Guðmund Erlendsson, bónda, Núpi og séra Sigurð Hauk- dal, Bergþórshvoli. Hafa þeir samþykkt að taka sæti á listanum. Sjálfstæðis-aðs síns og jafnframt verið einn Framboðslisti manna í Rangárvallasýslu verð- ur þá þannig skipaður: 1. Ingólfur Jónsson, 2. Sigurjón Sigurðsson, 3. Guðmundur Erlendsson, 4. Sigurður Haukdal. Ingólfur Jónsson er þjóðkunn- ur maður. Hann hefur verið þing maður Rangæinga síðan árið 1942 með stöðugt vaxandi fylgi. Hann hefur haft farsæla forystu um fjölmörg hagsmunamál hér- Algert samkomulag í París Stefna vesturveldanna á Genfar- fundinum mörkuð París, 30. apríl. í DAG lauk hér í borg utan- ríkisráðherrafundi Vestur- veldanna um stefnuna, sem fylgja ber á væntanlegum Genfar-fundi utanríkisráð- herra stórveldanna, sem hefj- ast á 11. maí næstkomandi. í yfirlýsingu að Parísarfundin- um loknum segir, að ráðherr- arnir hafi náð algeru sam- komulagi á fundum sínum. Yfirlýsing þessi var gefin út þegar að fundinum loknum, en hann var óvenju stuttur, stóð aðeins yfir í hálfan annan sólar- hring. Er það mun styttri tími en búizt var við og segja frétta- menn, að Herter, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, muni fara heim til Washington sólarhring áður en ráð var fyrir gert. Að loknum fundinum í dag, sagði Herter, að árangurinn væri ágætur og Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Bretlands, tók í sama streng. Talsmaður ráðherranna sagði í dag, að ekki yrði skýrt frá sam- komulaginu í smáatriðum, því við „búumst við alvarlegum samningaviðræðum við Sovét- ríkin“, sagði talsmaðurinn. Tals- maður Bandaríkjastjórnar sagði, að samkomulagið hefði verið „framar öllum vonum“. Árangur- inn af utanríkisráðherrafundin- um í París hefði verið prýðileg- ur. —• ★ í yfirlýsingu ráðherranna, sem gefin var út í dag, er m. a. sagt, að Vesturveldin muni standa við allar skuldbindingar sínar gagn- vart Berlín og verja frelsi íbú- anna, eins og komizt er að orði. Niðurstaða ráðherrafundarins verður nú lögð fyrir fastaráð Atlantshaf sríkj anna. af ötulustu málssvörum landbún- aðarins á Alþingi. í síðasta ráðu- neyti Ólafs Thors var hann ráð- herra viðskipta-, iðnaðar-, heil- brigðis-, flug- og póst- og síma- mála við góðan orðstír. Er óhætt að fullyrða að Rangæingar kunni vel að meta störf hans og að fylgi hans standi því traustum fótum í héraðinu. Sigurjón Sigurðsson er merkur bóndi, sem tekið hefur mikinn þátt í félagsmálastarfi fyrir bændastéttina. Hefur hann m. a. um langt skeið átt sæti í verð- lagsnefnd landbúnaðarafurða. Einnig á hann sæti á Búnaðar- þingi, í sýslunefnd og gegnir mörgum öðrum trúnaðarstörfum í héraði sínu. Guðmundur Erlendsson hefur lengi verið meðal fremstu bænda á Suðurlandi og tekið mikinn þátt í stjörnmálum og félagsmál- um bænda. Hann átti sæti á Búnaðarþingi um 20 ára skeið og hefur verið viðriðinn fjöl- mörg framfaramál Rangæinga. Séra Sigurður Haukdal er merkur kennimaður og dugandi bóndi. Hann er oddviti og sýslu- nefndarmaður hreppsfélags síns og nýtur mikils trausts og vin- sælda. Hefur hann sýnt mikinn áhuga á landbúnaðarmálum, m. a. með því að stórauka ræktun á prestssetrinu að Bergþórs- hvoli. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.