Morgunblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.05.1959, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FBstudagur 1. maí 1959 Fullfrúarád verkalýðsfélaganna í Reykjavík hefur unnið fjölþœtt störf r þágu launþegasamtaka Fulltrúaráð meðal verkalýðs- íélaga er ekki sérstakt fyrirbæri fyrir Reykjavík eða íslenzka bæi. Um heim allan hafa verkalýðs- félög borga og byggðarlága mynd Jón SigurSsson að svokölluð fulltrúaráð verka- lýðssamtakanna. Þegar lög Alþýðusambands fs- lands voru samin austið 1915, var þegar í upphafi gert ráð fyrir stofnun fulltrúaráðs í þeim bæj- um, þar sem tvö eða fleiri félög væru innan Alþýðusambandsins. Samkvæmt þessum ákvæðum Al- þýðusambandslaganna var Full- trúaráð stofnað í Reykjavík þeg- ar að afloknu stofnþingi A. 'S. í. í þessu sambandi má t. d. geta þess að þegar verkalýðsféiögin í Reykjavík kusu fulltrúa sína á stofnþing Alþýðusambandsins, var fulltrúakosningin bókuð þannig: „Kosning fulltrúa á stofn þing Alþýðusambands íslands og til Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í Reykjavík". í fyrstu lögum Alþýðusam- bandsins var gert ráð fyrir því, að fulltrúaráðip færu með hin sameiginlegu mál verkalýðsfé- laganna í Reykjavík". í fyrstu lögum Alþýðusam- bandsins var gert ráð fyrir því, að fulltrúaráðin færu með hin sameiginlegu mál vekalýðsfélag- anna í hverjum bæ. Fulltrúa- ráðin voru þannig þegar í upp- hafi eins konar samnefnari eða sameiginlegur málsvari verka- lýðsins í sínu byggðarlagi. Guðni H. Árnason Fyrstu verkefnin. Fulltrúaráðið beitti sér í upphafi fyrir ýmsum þegar fram- Ráðskona Ungur bóndi á austurlandi óskar eftir ráðskonu í sumar. Má hafa með sér barn. Tveir í heimili. Upplýsingar í sma 24595 eftir kl. 6 á kvöldin. Lítið hús eða fallegur skúr óskast til kaups nú þegar. Tilboð sendist fyrir n.k. þriðjudag, merkt: „Félagshús", Box 404 Reykja- vík. Glæsilegur bíll T I L S ö L U FORD VEDETTE árg. 1956. — Þetta er lítill sex manna bíll, ekinn aðeins 12 þús. km. Verðið mjög sanngjarnt. Aðal Bílasalan Aðalstræti 16, sími 15.0.14. Bifreiðasýning Sölusýning verður hjá okkur í dag. Notið frídaginn og veljið yður bíl fyrir sumarið. Bifreiðasalan Ingólfsstræti 9. Símar: 19092 og 18966. kvæmdum til hagsmuna fyrir vinnandi fólk. Má þar fyrst og fremst nefna stofnun Alþýðu- brauðgerðarinnar, sem um ára- ttugi var stærsta brauðgerðar- hús landsins. Fulltrúaráðið lét fisksölusmálin einnig mjög til sín taka og beitti sér fyrir endur- bótum á fisksölunni í bænum. Þegar fjöldi botnvörpuskipa var seldur úr landi í lok fyrri heirns- styrjaldarinnar, fékk Fulltrúa- ráðið því framgengt að nokk- ur hluti söluverðs togaranna var fenginn Fulltrúaráði til umráða, en fé þetta var notað til þess að stofna „Styrkt- arsjóð verkamanna og sjómanna- félaganna í Reykjavík, og er sá sjóður ennþá starfandi og stjórn hans kosin af Fulltrúaráðinu. — Sjóður þessi hefur árlega veitt meðlimum verkalýðsfélaganna tugi þúsunda í styrki vegna sjúk- dóma og elli. Fulltrúaráðinu var þegar í upp hafi ljós nauðsyn þess að verka- lýðssamtökin eignuðust húsnæði fyrir starfsemi sína og með það í huga keypti Fulltrúaráðið lóð. Guðjón Sv. Sigurðsson Þar var síðan hafi bygging Al- þýðuhússins, sem síðar varð eign samnefnds hlutafé’.ags, sem verkalýðsfélögin eru langstærsti hluthafinn í. Fulltrúaráðið keypti á sínum tíma Iðnó og rak þar umfangsmikla starfsemi. Þegar hugmyndinni um orlof verkafólks fór að vaxa fiskur um hrygg, festi Fulltrúaráðið kaup á landspildu í Rauðhólum og reisti þar skála. Þar voru um ára- bil haldnar útiskemmtanir á veg- um verkalýðsfélaganna og hug- myndin var að stofna þar til reglulegs orlofs- og hvíldarheim- ilis fyrir verkafólk. Starfsemi þessi lagðist síðar niður með öllu. En nokkru síðan var hafin starfs ræksla barnaheimilis í Rauðhól- um, í nánum tengslum við verka- lýðssamtökin og síðar gaf Full- trúaráðið Barnaheimilinu Vor- boðinn land sitt í Rauðhólum ásamt skálanum, sem á því stóð. Þar er nú rekið myndarlegt barna heimili á hverju sumri. Fræðslustarfsemi Á árum heimsstyrjaldanna herjaði atvinnuleysi mjög á allt verkafólk. Átti Fulltrúaráðið mikinn og giftudrjúgan þátt í því, að koma á atvinnubótavinnu til þess að bæta úr sárustu nevðinni meðal verkafólks, sem iitla eða enga atvinnu hafði. Allt af öðru hvoru hefur Full- trúaráðið beitt sér fyrir fræðslu- starfsemi fyrir verkafólk og á Fulltrúaráðið vísi að bókasafni um verkalýðs- og þjóðfélagsmál. Þegar. eftir 1930 var byrjað að vinna að þvi að Fulltrúaráð verkalýðsféiaganna starfrækti skrifstofu og réði sér fastan starfs mann. En það var ekki fyrr en haustið 1943 að Fuiltrúaráðið kom þessu máli fram. Þá var skrifstofa sett á stofn og ráðinn starfsmaður. Skrifstofuhaldi Fulltrúaráðsins var þegar frá upphafi ætlað það verkefni, að rækja hin sameigin- legu mál verkalýðsfélsganna í Reykjavík, jafnframt því að vera samastaður og aðsetur þeirra verkalýðsfélaga sem ekki höfðu sjálf neitt skrifstofuhald. Það kom þegar í ljós, að þörf- in fyrir rekstur skrifstofu Full- trúaráðsins var mjög brýn. Flest hinna smærri verkalýðsfélaga hér í bæ tóku sér þegar bólfestu hjá Fulltrúaráðinu og nutu þar Þórunn Valdimarsdóttir hvers konar fyrirgreiðslu í starf semi sinni. Margþætt fyrirgreiðsla. Skrifstofa Fulltrúaráðsins hef- ur með höndum margþætt störf og fyrirgreiðslu fyrir verkalýðs- félögin og meðlimi þeirra. Ann- ast bréfaskriftir, samningagerðir, Aðvörun Öll umferð um lönd og eyjar jarðarinnar „Vogs“, í Hraunhreppi í Mýrasýslu, er stranglega bönnuð. Sömuleiðis notkun skotvopna og eggjataka. Brot á banni þessu varðar sektum og skotvopn gerð upp- tæk. EIGENDUR Skrifstúlka óskast strax hálfan eða allan daginn eða hluta af degi eftir samkomulagi. Þarf að kunna vélritun. Tilboð, helzt ásamt mynd, sem verður endursend, sendist afgr. Morgunbl. merkt „Skrifstofustúlka 9761“, fyrir 3. maí næstkomandi. Þorsteinn Pétursson upplýsingaöflun og úrlausn ágreiningsefna fyrir félögin. Inn heimtir vangoldin laun og oriofs fé, greiðir úr ágreiningi um ráðn ingu verkafólks og uppsögnum á vinnu, veitir upplýsingar um kaup og vinnutíma og önnur fríð indi sem samningar viðkomandi verkalýðsfélaga ákveða, hsfur milligöngu um veitingu atvinnu- leyfa til erlendra manna o. m. fl. Þótt mikið hafi áunnizt með skrifstofuhaldi Fulltrúaráðsins, skortir þó enn mikið á það að það sé þess umkomið að sinna öllum sameiginlegum málum verkalýðsfélaganna og vera til leiðbeiningar og ryðja brautina til nánara og sam- ræmdra starfs verkalýðsfélag- anna. Veldur þar mestu um, að fjárráð Fulltrúaráðsins hafa ávallt verið mjög lítil, en ekki það að forráðamönnum Fulltrúa- ráðsins, á hverjum tíma hafi ekki verið ljós þörfin á því, að efla samstarf verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Núverandi stjórn: Núverandi stjórn Fulltrúaráðs- ins skipa: Jón Sigurðsson, for- maður, Guðni Árnason, varafor- maður, Guðjón S. Sigurðsson, ritari, Þórunn Valdimarsdóttir, gjaldkeri og Óli Borgholt Lút- hersson, meðstjórnandi. Fram- kvæmdastjóri Fulltrúaráðsins er Þorsteinn Pétursson. Þá skal þess að lokum getið, að Fulltrúaráðið hefur allt frá 1923, gengizt fyrir hinum árlegu hátíðahöldum verkalýðsins 1. maí og er svo enn. Hátíðahöldin 1. maí eru fyrst og fremst uppskeru hátíð hins vinnandi fólks, þar sem minnst er árangursins af 'Mi B. Lútherssor giftunku starfi samtakanna á liðnum áratugum, 1. maí er einnig dagur hinnar miklu sán- ingar, dagurinn sem markar þær kröfur sem á hverjum tíma eru efst á baugi meðal alþýðunnar, dagur þeirra krafna, vona og óska, sem munu móta afkomu fólksins í landinu á næstu árum og áratugum. í dag minnist alþýða Reykja- víkur þess skerfs, sem hún hef- ur lagt fram til aukinnar vel- megunar þjóðarinnar, andlega og efnislega, og metur þann hlut sem hún hefur borið frá borði með striti sínu og starfi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.