Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 1
24 síður <6. árgangur 99. tbl. — Þriðjudagur 5. maí 1959 Prentsmiðja Morgur blaðstns Búast má við valdaráni kommúnista í Irak Kassem hœttulegasta heimsvandamál- ið. — Dulles sagði, að Berlínardeil- an mætti ekki leiða athygli vest- urveldanna frá írak, eins og mál- »un væri nú háttað þar. í íran og Saudi-Axabíu er mikill ótti Mikið að gera BONN 4. maí. — t dag skýrði talsmaður Bonnstjórnarinnar frá því, að Adenauer kanslari hefði hug á því að fara tii Lundúna hið fyrsta til viðræðna við Mac millan, forsætisráðherra, um Þýzkalandsmálin og væntanlegan fund utanrikisráðherranna í Genf. Von Brentano, utanrikisráðherra Vestur-Þýzkalands, verður þá | með i förinni. Debre, forsætisráðherra Frakk lands, fer til Bonn í vikunni að ræða við Adenauer um Þýzka- landsmálin og utanrikisráðherra- fundinn. Verða í Cenf? WASHINGTON, 4. apríl. Banda ríkjastjórn óskar eftir einlægum viðræðum um lausn á alþjóða- málum, ekki sízt öryggismálum Evrópu, sagði talsmaður Banda- ríkjastjórnar við blaðamenn í dag. Hann sagði og, að stjórn einlœgir sín óskaði eftir því, að Sovét- stjórnin hefði einnig einlægan vilja á að ná samkomulagi um vandamálin. En það mun koma í ljós á utanríkisráðherrafundin- um í Genf, sem hefst 11. þ. mán., sagði talsmaðurinn ennfremur. í dag ræddi Herter, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, við Eis- Churdiill var meðal farþega KEFL AVÍ KURFLU G VELLI, 4. maí. — Hér á flugvellinum lenti um kl. 2 í dag, Comet-farþega- þota. — Var hún að koma frá Lundúnum og var á leið til New York. Voru með flugvélinni tæp- lega 50 farþegar. í þeirra hópi var Sir Winston Churchill og kona hans. Þau komu þó ekki í land hér, heldur héldu kyrru fyrir í þotunni þær 30 mín., sem hún stóð hér við. — BÞ. Nehrú ákœrir Kínverja 9 jbt'is. flóttamenn frá Tíbet til Indlands NÝJU DEHLI, 4. maí. — Nehru forsætisráðherra Indlands, hélt ræðu á þingi hér í dag, þegar rætt var um Tíbetmálið. Sagði hann að um 9 þúsund flóttamönn um frá Tibet hefði verið veitt landvistarleyfi í Indlandi. Nehru sagði að stefna kínversku stjórn- arinnar í Tibetmálinu bryti í bága við meginreglur um frið- samlega sambúð þjóða. Hins veg- CSare Booth Luce verður ekki sendiherra í Brasilíu Hneykslismál í uppsiglingu í Washingíon WASHINGTON, 4. apríl. — Eins og kunnugt er, var Clare Booth Luce, sendiherra Bandaríkjanna á Ítalíu um alllangt skeið. Fyrir skömmu skipaði Eisenhower for- seti hana i nýtt embætti: sendi- herraembættið í Brasilíu. Þá upp- hófust mótmælaraddir og gekk einn af öldungadeildarþingmönn- um demókrata, Wayne Morse, enhower, forseta um alþjóðamál. I fram fyrir skjöldu og vildi láta Utanríiksráffherrar Vesturveldanna sem sjást hér á myndinni, hafa komizt að fullu samkomulagi um sameiginlega stefnu og starfsaðferðir á Genfarráðstefnunni. Mynd þessi var tekin í París fyr- ir nokkrum dögum og sjást á hcnni, talið frá vinstri: von Brentano frá Þýzkalandi, Seiwyn Lloyd frá Bretlandi, Christian Herter frá Bandaríkjunum og Couve de Murville frá Frakk- landL deildina fella skipun hennar í sendiherraembættið nýja við at- kvæðagreiðslu. Hann benti á, að frúin hefði einhvern tíma komizt svo að orði, að Roosevelt væri eini Bandaríkjaforsetinn, „sem hefði logið Bandaríkn inn í styrjöld". Mun hún hafa sagt þetta í útvarps viðtali skömmu eftir árásina á Pearl Harbor. Þrátt fyrir málflutning Morses samþykkti öldungadeildin útnefn inguna, en skömmu síðar sagði frúin, að allir sínir erfiðleikar hefðu byrjað, þegar ,hestur spark aði í höfuðið á Wayne Morse öld- ungadeildarþingmanni fyrir nokkrum árum“. Þessi ummæli vöktu mikla reiði í öldungadeild- inni og fregnir herma að forsetan- um hafi einnig mislíkað þau mjög. Sumir eru þeirrar skoðunar, að ef frúin hefði látið þessi ummæli falla fyrir atkvæðagreiðsluna, þá hefði skipun hennar í sendiherra embættið í Brasilíu verið felld. Nú hóf maður frúarinnar, Henry Luce að skipta sér af mál- inu. Hann er mjög áhrifamikill blaðaútgefandi í Bandaríkjunum. Hann lagði hart að konu sinni að draga sig í hlé. Nú hefur frúin gert það. Eftir klukkustundar- Framh. á bls. 23. Fer til Berlínar LUNDÚNUM, 4. maí. — Tilkynnt hefur verið í Lundúnum, að Willy Brandt, borgarstjóri Vestur-Ber- línar, hafi boðið Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Bretlands, að koma í heimsókn til boigarinnar í sumar. Selwyn Lloyd hefur þegið boðið. ar myndi indverska stjórnin halda áfram að fylgja þeim meg- inreglum, sem væru undirstaða friðsamlegrar sambúðar þjóða. Þeir myndu ekki gera neitt, sem gæti verið skaðlegt fyrir sam- búðina við Kína. Indverjar myndu halda fast við hlutleysis- stefnu sína og ekki ganga í neitt hernaðarbandalag, og þeir myndu styðja það að Kínverjar fengju aðild að Sameinuðu þjóð- unum. Nehru sagði, að það hafi valdið sér vonbrigðum að ábyrgir leið- togar í Kina skyldu enn halda áfram ástæðulausum árásum á Indverja vegna Tibets-málsins. Hann vék einnig að tillögu, sem nýlega var borin fram, þess efn- is, að með tilliti til atburðanna í Tibet, ættu Pakistan og Ind- land að taka upp sameiginlega stefnu í landvarnamálúm. Nehru kvaðzt hafna þessari tillögu. Hann sagðist vilja vinna að því, að sambúð Indlands og Pakist- ans yrði góð, en þessi ríki gætu ekki tekið upp sameiginlega stefnu í landvarnamálum. Nehru sagði, að Dalai Lama væri frjálst að dveljast í Ind- landi eins lengi og hann vildi, og hverfa þaðan þegar hann vildi. Peking-útvarpið sakaði í dag Nehru um að hafa farið rangt með staðreyndir í sambandi við Tíbetmálið og að hafa haft af- skipti af innanríkismálum Kína. Flóð í Svíþjóð STOKKHÓLMI, 4..maí. — Mikil flóð hafa verið í Dölunum í Sví- þjóð undanfarið. Nú eru þau að sjatna, en óttazt er, að ný flóð skelli á Varmaland og geri ein- hven usla. □-------------------------n Þriðjudagur 5. maí. Efni blaðsins m.a.: Bls. J. JLífeyrissjóður verkamanna og annarra launþega er mesta hagsmunamál stéttanna. — Úr ræðu Magnúsar Jóhannessonar á skemmtun Óðins. — 6: Frímerkjaþáttur. — 8: „Tengdasonur óskast“ — leik- dómur eftir Sig. Grímsson. — 10: í fáum orðum sagt: Lögmálin i hrúgunni. Spjallað við Jón Leifs. — 12: Ritstjórnargreinin: „Aðferðir þýzku nazistanna'*. — 13: 200. ártíð Jóns Skálholtsrektor* Þorkelssonar í dag. — 22: íþróttir. Nehrú sést á þessari mynd á hestbaki. Það mun vera sjaldgæf sjón. Hann er á leiðinni til Mussoo* ria að ræða við Dalai Lama. Nehrú ríður auðvitað á hvítum hesti. Ótti í nágrannalöndum vegna þróunarinnar í landinu WASHINGTON — Allen Dulles, yfirmaður bandarísku upplýsingaþjónustunnar, hef- ur lýst því yfir á fundi með utanríiksmálanefnd öldunga- deildarinnar, að ástandið í frak um þessar mundir sé vegna þess, hvernig málin hafa þróazt í írak og einkum vegna vaxandi áhrifa kommúnista í landinu. Þá sagði Allen Dulles, að valda rán kommúnista í írak vofði nú yfir og gæti orðið hvenær sem væri. Þó vildi hann ekki full- yrða, að Kassem væri kommún- isti og ekki heldur, að ástandið væri vonlaust, en ekki væri það gott. Rússar réru nú undir alls staðar í landinu og hefðu getað komið af stað ókyrrð í norður- hluta landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.