Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 12
MORCVNRTAÐIÐ máí 1959 12 .ntiMðMfr Utg.: H.í. Arvakur Reykj avlk- Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssor Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. .ttargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. // AÐFERÐIR ÞÝZKU NAZISTANNA 44 UTAN ÚR HEIMll Borgari nr. 2.000.000 Nýlega varð það að íbúatala Rómaborgar náði 2 milljónum. I»að varð er fæddist lítil stúlka, sem hlaut við skírn nafnið Patrizia Cedroni. Skírnin átti sér stað við allmikil hátíðahöld, en skírnar- vottur var sjálfur borgarstjórinn, Urbano Cioccetti. Myndin sýnir móðurina halda „hinni frægu“ dóttur sinni undir skírn. Hinn enskumœlandi heimur að gef ast upp á tommukerfinu FRÁ því var skýrt í blaðinu á sunnudag, að kommún- istar hefðu sett blett á hátíðahöldin 1. maí, með því að ganga á gert samkomulag um það sem færi fram á hátíðahöld- unum, bæði varðandi málfrelsi manna, sem töluðu og eins varð- andi borða, sem bornir skyldu, en kommúnistar smygluðu inn borðum andstætt því sem samið hafði verið um og rufu með því samkomulagið að því leyti. Það sem mesta athygli hefur vakið í þessu sambandi er fram- koma kommúnista í sambandi við málfrelsi manna á útifundin- um 1. maí. Frá því var skýrt í blaðinu, að þegar þriðji ræðu- maðurinn á fundinum, Guðni Árnason, formaður Trésmiðafé- lags Reykjavíkur, var kominn nokkuð fram í ræðu sína, þá brutust út öskur og óhljóð frá hópi kommúnista, sem hafði rað- að sér beint framan við ræðu- stólinn og var sýnilega tilbúinn til þess að hleypa upp fundin- um þegar kommúnistum þætti tími til koma. Það var einnig auðséð, eins og rakið var í blað- inu á sunnudaginn, að þessi ösk- urkór kommúnista var undir stjórn ákveðins manns, Snorra Jónssonar, sem er kommúnisti og formaður í einu stærsta verka- lýðsfélagi, sem kommúnistar eiga ráð á. Snorri Jónsson krafð- ist þess af fundarstjóra, að Guðni Árnason fengi ekki að ljúka máli sínu. Einn ræðumaður kommún- ista var eftir, Stefán Ögmunds- son, og er ræða hans birt í Þjóð- viljanum í dag. Mun kommún- istum einhvers hafa þótt við þurfa að Stefán fengi að tala, því Snorri ruddist nú upp í ræðu stólinn og sagði með miklu yfir- læti til sinna manna: „Við skul- um lofa manninum að ljúka máli sínu“, en síðan hnýtti hann því aftan í, í ógnartón, að það mundi, eins og hann orðaði það „gert upp síðar og annars staðar" og öskurkór kommúnista fékk ekki að halda áfram og Guðni lauk máli sínu. Það er athyglisvert að Snorri segir: „Við skulum lofa mann- inum að Ijúka máli sínu“. — Kommúnistar töldu sig hafa það í hendi sér að trufla málfrelsi andstæðinga sinna með skipu- lögðum öskurkór og er það raun- ar ekki í fyrsta sinni sem þeir grípa til slíkra aðferða. En þetta sýnir ofbeldisinnræti þessara manna. Rök mega ekki heyrast, heldur skulu þau kæfð í ópum og óhljóðum. Þjóðviljinn er í gær að tala um að Sjálfstæðismenn hafi lært „áróðursaðferðir þýzku nazistanna". En voru það ekki einmitt öskurkórar, ámóta og sá sem lét til sín heyra á Austur- velli, sem nazistar í Þýzkalandi notuðu svo mjög til þess að trufla mál andstæðinga sinna. Þýzkir kommúnistar kvörtuðu á þeim tíma sáran yfir þessari aðferð nazistannna, sem ruddust fram með óhljóðum og hleyptu upp fundum andstæðinganna. En kommúnistar og nazistar lærðu margt hvor af öðrum, þegar um áróðursaðferðir var að ræða og raunar ýmislegt fleira. öskurkór- inn á Austurvelli nú 1. maí er sönn eftirmynd af þ . , sem gerð- ist svo oft í Þýzkaiandi fyrir valdatöku Hitlers. Með þessu framferði hafa kommúnistar varpað skugga á 1. maí og smánað íslenzka verka- lýðshreyfingu. ★ Eins og áður er sagt, er það ekki í fyrsta sinn sem kommún- istar nota svipaðar aðferðir. En þeir eiga líka fleira í pokahorn- inu og verður það ekki rakið hér, hvað af því þeir kunna að hafa lært af nazistunum þýzku og hvað þeir hafa fundið upp sjálfir. Má t. d. benda á kjör- skrárfalsanir kommúnista og aðr- ar aðferðir þeirra við kosningar í félögum, þar sem þeir hafa yfirráð. Allt miðar þetta að því að reyna að knésetja andstæðing- ana með ofbeldi, en kommún- istar ættu að vera farnir að skilja það, að sú leið er ekki lengur fær. Andstæðingum kommúnista hefur vaxið fiskur um hrygg. Þeir hafa færzt í auk- ana og láta ekki öskurkóra kommúnista bjóða sér byrginn. Sjálfstæðisflokkurinn fær með ári hverju sívaxandi áhrif innan hreyfingar verkalýðs og laun- þega, og baráttumenn hans á þeim vígstöðvum láta ekki naz- istaaðferðir kommúnista skjóta sér skelk í bringu. Kommúnistar miðuðu að því frá upphafi að gera samtök laun- þega og verkalýðs að pólitísku tæki sínu. Það hefur margoft komið fram, hvernig kommúnist- ar hafa misnotað íslenzka verka- lýðshreyfingu í póiitískum til- gangi. Þá hefur ekki verið hugs- að um hag verkalýðs og laun- þega, heldur um það, hvað komm únistum hentaði stjórnmálalega í það og það skipti. Sjaldan hef- ur þetta orðið berara en við verkföllin miklu 1955. Þá sáu kommúnistar fram á að hægt og hægt var að skapast jafnvægi í íslenzkum þjóðarbúskap og fram- undan var miklu meira efnahags- legt öryggi en verið hafði áður, ef haldið yrði áfraxn á sömu braut. En þessa þróun vildu kommúnistar umfram allt trufla og hindra og þess vegna stofn- uðu þeir til verkfallanna, þvert ofan í hag verkalýðsins sjálfs. Upp úr þessu spratt svo síðar vinstri stjórnin og verðbólgan, sem varð ákafari en nokkru sinni fyrr, en öllu lauk þessu svo með því að ríkisstjórn sú, sem kenndi sið við vinstri flokkana gafst hreinlega upp, en kommúnistar voru líka aðilar að þeirri upp- gjöf. Þessar og þvílíkar aðfarir kommúnista eru stór háski fyrir verkamenn og launþega. Vita- skuld á það ekki að eiga sér stað að hagsmunum eins og annars hóps manna sé spillt með því að misnota samtök þeirra stjórn- málalega eins og kommúnistar hafa gert. Slíkt kemur heldur ekki eingöngu niður á einhverj- um tilteknum hóp, heldur öllum búskap landsmanna til sjávar og sveita. Hér er um meinsemd að ræða, sem lækna þarf, og ekki má annað eiga sér stað en að þeir sem stjórna tilteknum félög- um eða samtökum hagi sér eftir því, sem hagsmunir samtakanna krefjast en skaði þau ekki bein- línis vitandi vits og alla þjóðar- heildina um leið, með misbeit- ingu, sem stafar af annarlegum sjónarmiðum. LONDON. — Það er nú mjög á dagskrá í Bretlandi, hvort ekki sé kominn tími til að taka upp metrakerfið. Vísindafélag þar í landi hefur beint spurningu til fjölda manna í iðnaði, verzlun og stéttarfélögum, hvort þeir vilji hætta við tommur, pund og gall- on og taka í staðinn upp hið ein- falda metrakerfi. Undirtektirnar hafa komið á óvart, mikill meiri hluti þeirra sem spurðir hafa ver ið telja að sá tími komi, að Bretar verði að taka upp metrakerfið og bezzt sé að gera það sem allra fyrst, því að slík breyting verði æ kostnaðarmeiri með hverju ár- inu sem líður. ☆ Ástæðan til þess, að Bretar telja óhjákvæmilegt að liggja nið ur hinar gömlu mælaeiningar er sú, að gömlu mælaeiningarnar eru nú hvergi notaðar nema í hinum enskumælandi heimi. Ind verjar ákváðu fyrir nokkru að taka upp metrakerfið. Suður Afríkumenn hafa ákveðið að leggja niður sterlingspundið og taka í staðinn upp nýja mynt sem skiptist í hundraðaeiningar. Og þeir eru einnig að undirbúa að taka upp metrakerfið. ☆ Gamla kerfið með tommum, pundum og gallónum er því hvergi notað nema í Bretlandi og nýlendum þess, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Bandaríkjunum. En bæði Ástralía og Nýja Sjáland hafa sýnt áhuga á að breyta hið fyrsta yfir í metrakerfið. Það er nú álitið að Bretar vilji -taka upp metrakerfið, ef Banda- ríkjamenn fást til að gera það samtímis. Áhuginn fyrir breyt- ingunni er meiri í Bretlandi en Ameríku, vegna þess, að verzlu- in við önnur lönd er miklu meiri þar. Um 17% af þjóðarfram- leiðslu Breta er selt til annarra landa, en aðeins 5% af fram- leiðslu Bandaríkjanna. ☆ Þrátt fyrir það, þótt flest lönd heims hafi tekið upp metrakerfið, hefur tommukerfið að ýmsu leyti haft sterkari aðstöðu á heimsmarkaðnum. Stafar það m.a. af hinum víðtæku stöðlunar- samningum milli Bretlands og Bandaríkjanna, meðan enginn heildarstöðlunarsamningur er til milli þeirra landa, sem nota metrakerfið. Þetta veldur því m.a. að mikið af vélaframleiðslu þeirra landa sem nota metrakerf ið byggist á tommu-stöðluninni. Eins og menn vita er stærð eins einfaldra hluta eins og nagla, skrúfnagla, viðarborða, efnis til pípulagninga, enn mæld í tomm- um og það þótt viðkomandi lönd WASHINGTON: — Einn kunn- asti vísindamaður Bandaríkj- anna, Nóbelsverðlaunamaðurinn Harold C. Urey hefur nú komið fram með kenningu um það, að eðli tunglsins sé allt annað en menn hafa álitið fram til þessa. Álitið hefur verið að tunglið væri útdautt, kólnað hraun og margir hafa jafnvel verið þeirrar skoðunar, að hinir miklu „gígir“ á því sem sjást hæstum með berum augum, geti ekki hafa komið fram við eld- gos á tunglinu, heldur séu þeir merki eftir stóra loftsteina, sem fallið hafi þar niður. Urey, sem er einn frægasti stjarn- efnafræðingur heims, kveðst nú vera kominn á þá skoðun, að tunglið sé virkt eldfjallaland og að eldgos séu tíð úr gígunum. Það sem veldur því einkum, að vísindamaðurinn hefur kom- hafi fyrir löngu tekið upp metra- kerfið. Ef síðustu enskumælandi löndin felldu tommukerfið niður má búast við, að smám saman yrði hætt að nota tommumálið við mælingar og stöðlun um víða veröld. ☆ Slik breyting myndi hafa í för með sér óhemju kostnað í sam- bandi við óhjákvæmilegar breyt- ingar á mælitækjum og hvers kyns kvörðum. Er talið að kostn aðurinn myndi nema milljörðum punda í hinum enskumælandi heimi, en kostnaðurinn yrði einnig mikill í öðrum löndum. T.d. hefur verið bent á það, að vegna þess, hve flugvélafram- leiðsla sé langsamlega mest í hin um enskumælandi heimi, sé gamla tommu og pundakerfið notað á mælitækjum næstum allra farþegaflugvéla, sem notað ar eru í heiminum í dag. Það eitt að breyta því hefur í för með sér milljónakostnað og hættur í sambandi við flugöryggi. izt á þessa skoðun, er rannsókn sem rússneski stjörnufræðingur inn Kozyrev gerði á tunglinu s. 1. haust. Virtist honum, að hann sæi undarlega gufu eða reyk stíga upp úr svonefndum Alfons gíg. Brá hann litrófi á ljósgeisl ana frá þessu fyrirbæri og sann- aði litrófið, að kolefni myndi vera í reyknum. Fleiri stjörnu- fræðingar hafa tekið eftir þess- ari þoku í Alfons-gígnum. Árið 1956 urðu stjörnufræðingar við Mount Wilson stjörnuturn- inn í Bandaríkjunum varir við hana og skýrslur eru nú komnar frá sex öðrum stjörnuturnum, öðrum en þeim rússneska, að þeir hafi séð þokuna í nóvember s. 1. Merkilegustu heimildir um þetta eru þó enn ljósmyndir þær og litrófs sýnishorn, sem Rússinn tók. Ný kenning um að eldur sé í iðrum tunglsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.