Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 5. maí 1959 Einhleypur maður óskar eftir forstofuher- bergi. Helzt sem næst mið- bænum, en ekki skilyrði. Get látið símaafnot í té. Tilboð merkt: „Forstofuherbergi — 9716“ sendist Mbl. fyrir föstu- dagskvöld. ____________ Samkomur Fíladelfía Almennur Biblíulestur kl. 8,30 Ailir velkomnir. K.F.U.K. kristniboðsflokkurinn heldur samkomu til ágóða íyrir kristni- boðið í kvöld kl. 8,30 í húsi K.F.U.M. og K. Kristniboðsþáttur, segulband frá Konsó. Bjarni Eyjófsson lit- stjóri sér um þáttinn. Blandaður kór syngur. Einsöngur fröken Helga Magnúsdóttir kennari. Hug leiging, Felix Ólafsson kristni- boði Komið og styrkið kristniboðið. Allir velkomnir. Félagslíi Frá Kóðrafélagi Reykjavíkur: Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8,30 e.h. í Naut hólsvík. Tekið á móti nýjum fé- lögum. Æfingastjórinn 3 ferðir um Hvítasunnuna 1. Snæfellsjökull, Rif og Ólafs- vík. 2. Breiðafjarðareyjar og Stykkishólm. 3. Eiríksjökull og Surtshellir. Ferðaskrifstofa Páls Arasonar Hafnarstræti 8. Ferðafélag íslands Ferðafélagið fer tvær skemmti ferðir á firnmtudaginn (Uppstign ingardag) Önnur er í Raufarhóls- helli og hin ferðin um Brenni- steinsfjöll. Lagt af stað í báðar ferðirnar kl. 9 á fimmtudags- morguninn frá Austurvelli. Far- miðar seldir við bílana. Sunddeild KR. Æfingar í Sundlaugunum byrja á morgun, miðvikudag ki. 8,30 e.h. — Stjórnin. Æfingatafla Knattspyrnufélags Hafnarfjarðar í sumar: Meisarar og 2. flokkur: Mánud., miðvikud. og föstud. kl: 7,30. 3. og 4. flokkur: Þriðjud. og fimmtud. kl. 7,30, laugard. kl. 2,30. 5. flokkur: Mánud., þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstud. kiukkan 5. 6. flokkur: Þriðjud., miðvikud., fimmtud. og föstudag kl. 4. Old boy’s laugardag kl. 5. Þjáifarinn. I. O. G. T. Stúkan íþaka. Fundur í kvöld. Kosning full- trúa til umdæ*nisstúku o.fl. . &_________________________ SKIPAUTGCRB RIKISINS HEKLA austur um iand til Akureyrar og Siglufjarðar hinn 10. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsf jarð ar, Reyðarf jarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Mjóafjarðar, Seyðis fjarðar, Þórshafnar, Raufarhafn- ar, Kópaskers, Húsavíkur, Akur- eyrar, Daivíkur og Siglufjarðar í dag og árdegis á morgun. Farseðl ar seldir á föstudag. „ESJA“ vestur um land til Isafjarðar 10. þ.m. Tekið á móti flutningi til á- settunarhafna í dag. Farseðlar seldir árdegis á laugardag. SKJALDBREIÐ vestur um land til Akureyrar 11. þ.m. Tekið á móti flutningi til Tálknafjarðar, Húnaflóa og Skagafjarðarhafna og ólafsfjarð Ar í d«g Farseðíar seldir árdegis 4 laugardag. Qddný Guðnumdsdáitir Minning ÞANN 26. apríl lézt í Landakots spítala frú Oddný Guðmunds- dóttir eftir langa æfi og erfiða og erilsama en um leið árangurs- ríka, hún var fædd í Gröf í Bitra í Strandasýslu 25. júlí 1875. Um tvítugsaldur fluttist hún að Laugabóli við ísafjörð þar sem hún kynntist sínum lífsföru • naut Jóhannesi Guðmundssyni, ungum og dugmiklum afburða verkamanni til sjós og lands, þaðan fluttust svo unghjónin til Bolungarvíkur þar sem þau byrj uðu sína sambúð. Lífsbaráttan var hér oft hörð fyrir 60 árum Guðm. Kristjánsdóttir Minningarorð f GÆR, 4. maí var til moldar borin Guðmunda Kristjánsdóttir frá Arnarnúpi í Dýrafirði. Munda, eins og hún daglega var köiluð, var fædd í Höfn, sem er næst yzti bær vestan Dýrafjarð- ar, 24. nóv. 1921 og var því að- eins á 38. aldursári er hún dó. Nokkru eftir að hún fæddist fluttist hún að Arnarnúpi með foreldrum sínum. Þar ólst hún upp og var næst elzt sinna ágætu systkina. 18 ára að aldri fór hún til Reykjavíkur stundaði kjóla- saum og fleiri kvenlegar mennt- ir. 1945 giftist hún svo eftirlif- andi manni sínum Óskari Magn- ússyni frá Seyðisfirði. Tvo drengi eignuðust þau, Guðmund 13 ára og Kristján 7 ára. Þannig er í fáum orðum æfiferill Mundu. Hún var af mesta sæmdarfólki komin í báðar ættir. Miðaldra og eldri. Dýrfirðingar þekktu bæði Hafnar og Arnarnúpsheim ilin og vissu að frá þeim stofn- um hlaut gott eitt frá að koma. Hún var sérstakt prúðmenni í öllu dagfari. Mjög vel verki far- in eins og heimili hennar bar vott um, og sýndi það eitt að þar var engin meðalmennska að verki. Um það leyti að yngri dreng- urinn fæddist fór að bera á þeim sjúkleika er varð hennar bana- mein. Það mátti heita að þegar hennar elskaði og dugmikli eig- inmaður hafði reist þeim sitt eig ið hús í Hamarsgerði væri þrekið að mestu búið, og síðustu 3 árin var hún meirihlutann á sjúkra- húsum sérþjáð. Það var því löngu Sigurgeir Sigurjónsson hæstarétlarlögmaður. Aðalstræti 8. — Simi 11043. Sigurður Ölason Hæstaréttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómslögniaður Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14. Sínii 1-55-33 INMANMSl CIVCOA ,4 ► f FNISBEE'0Ы---- p- VlNDUTjf-LD Oúkur—Pappfr Framleiðd eftir máli Margir litir og gerðir Fljót afgreiðsla Kristján Siggeirsson Laotavegi 13 — Simi 1-38-78 vitað að hverju stefndi. Að sögn var þó ekki kvartað. Lífsgleðin, sálarþrekið og vonin um að geta annast sína gaf henni styrk til að bera þjáningarnar. Enginn, sem ekki hefur reynt skilur hvaða þrekraun það er ungri sál að vera kölluð burt frá heimili sínu og starfi og þá ekki sízt eiginkonu og móður, jafnvel þó treysta megi á góðsemd sinna nánustu ættingja, sem hún var þó svo lánsöm að geta gert af heilum hug. Ástvinir, ég veit að sárt er að sjá á bak ástkærri dóttur, móðir og eiginkonu, sár- ara þó að horfa upp á þjáningar árum saman og geta ekki hjálp- að. Um leið og ég flyt ástvinum samúð mína og minnar fjölskyldu bið ég ykkur blessunar guðs og geri orð skáldsins að mínum: Þér, ástvinir, eyðið nú hörmum og afþerrið tárin af hvörmum, við endalok útlegðar nauða hið algjöra líf vinnst í dauða. í guðs friði látna vinkona. Þ. J. E. og brátt hlóðst ómegð á hin ungu hjón, sem eignuðust 13 börn og varð því fátæktin þeirra fylgi- kona, en aldrei bilaði kjarkur né þrek þessa dugmikla fólks, sem alla tíð bjargaðist af án opin- berrar hjálpar en oft gat öðrum veitt gleði og andlega uppörfun. Suður á Barðaströnd fluttust þau hjón og bjuggu þar um skeið en fluttust svo aftur að Djúpi og voru lengst í Hnífsdal og ísa- firði, að lokum fluttust þau á gamalalari til Reykjavíkur. Árið 1919 til 20 voru þau hjón með yngstu börnum sínum hjá mér í Hafnardal við ísafjarðar- djúp. Kynntist ég þá þeirra hög- um og var þeim æ kunnur síðan. Þau hafa verið mörg skáldin á Þröm í íslenzku þjóðfélagi og það fram á þriðja tug þessarar aldar en fá hafa borið sína byrði með slíkri dæmafárri þolinmæði | og andlegum styrkléika sem frú ! Oddný Guðmundsdóttir því frá I hennar munni kom aldrei æðru [ orð. Fyrir fáum árum missti hún mann sinn og elztu dóttur og svo að lokum í hárri elli mátti hún þola þá raun að missa annan fótinn en söm var þolinmæðin, andlegur styrkur og kærieiks- lund til hinztu stundar. Nú þegar þessi gamla vinkona mín verður í dag borin til hinztu hvíldar í Fossvogsgarði dettur mér í hug að hún var sannarlega ein í hópi þeirra mörgu mann- kosta kvenna, sem með fórnar- lund og kærleika hafa átt drýgst an þátt í mótum þeirrar kyn- slóðar mánnúðar og mildis, sem nú ber hita og þunga dagsins. Við sem mun 50 til 60 ár aftur í tímann vitum og skiljum hve undraverðum árangri í andleg- um þroska hefur verið náð. Eigi nú áfram að halda á sömu braut er hætt við að þurfi að gefa gaum þeim ungdómi er nú vex úr grasi. Vertu svo blessuð góða vin- kona. Börnum þínum 10, sem eft ir lifa svo og barnabörnum votta ég mína hlýjustu samúð. Með göfgri breytni gafstu mér góða endurminning, af öllu hjarta ég þakka þér þína góðu kynning. Jón M. Signrðsson. Þrír stœrstu vinning- arnir fáru út á land í GÆR var dregið í 1. fl. Happ- drættis DAS og að þessu sinni um 20 vinninga. 1. vinningur 3ja herbergja Pétur Jónsson frá Dag- verBarnesi sjötugur SJÖTUGUR var í gær 4. nóv. Pétur Jónsson frá Dagverðarnesi í Dalasýslu. Hann er nú búsett- ur að Sólvöllum í Vogum á Vatns leysuströnd. Pétur fæddist að Geirmundarstöðum í Skarðs- hreppi 4. maí 1889. Seyíján ára fór hann úr for- eldrahúsum og gerðist sjómaður og var það fimmtán vertíðir, oft ast við Vestfirði og Breiðafjörð. Árið 1915 kvæntist Pétur Elisa betu Finnsdóttur frá Hnjúki. Bú- skap hófu þau hjón fyrst að Geir mundarstöðum, föðurleifð Pét- urs, en árið 1920 fluttust þau að Dagverðarnesi í Klofningar- hreppi. Þar hóf Pétur búskap fyrst, sem leiguliði síðar eigandi. Jörðin var kostajörð í lítilli rækt. Með sérstökum dugnaði tókst þeim hjónum að gera þessa jörð að höfuðbóli á skömmum tíma. Með því að hlúa að æðarvarpinu stór jókst túntekja og með auk- inni ræktun fimmfaldaðist töðu- fengur. Á Dagverðarnesi var kirkja og fundarstaður hreppsins og þangað fluttist með Pétri flest þau embætti sem hægt er að fela einum manni í sömu sveit. Eftir þriggja ára setu í hreppsnefnd var Pétur kosinn oddviti Klofn- ingshrepps, og nokkru síðar hreppsstjóri. Bæði þessi störf hafði hann á hendi í 16 ár, oft samtímis, auk annara minnihátt- ar starfa. Árið 1947 fluttust þau hjónin að Sólvöllum í Vogum á Vatns- leysuströnd og hafa búið þar sið- an. Fljótlega eftir að Pétur flutt- ist hingað suður fór hann að grennslast eftir hvort til myndi vera erlendis fullkomnar dún- hreinsunarvé'lar. En það kom í Ijós að svo var ekki, fór hann þá sjálfur að fást við að finna upp vél til að hreinsa með dún. Þetta tókst á um það bil hálfu ári. Þar sem Pétur var ekki smiður sjálfur fékk hann hag- leiksmann til að framkvæma hug mynd sína. Og þar með var fund- in upp fyrsta og fullkomnasta dúnhreinsunarvél sem enn í dag hefur verið fundin upp, og tífald að hefur afköst mannshandar- innar við þetta starf. Pétur er maður greindur vel, minnugur og víða heima. Aldrei hefir hann verið í skóla, en er sjálfmenntaður vel, enda kröfð- ust fyrri störf hans meiri mennt- unar en alþýða manna hafði þá almennt. Þau hjónin Pétur og Elísabet eignuðust fjórar dætur, sem allar eru á lífi. Ein þeirra, Finndís er gift og búsett í Vogum, en Ragna, Magðalena og Sólveig búa í Reykjavík. Ég óska Pétri og fjölskyldu hans til hamingju með þessi merku tímamót. J. K. Kuldaveður HÖFÐASTRÖND, 1. maí. — Hér er nú kuldaveður á degi hverjum, þó sólskin sé um hádeginn, og í í forsælu tekur vanalega ekki klaka af pollum. Gróður er sama og enginn kominn. Heybirgðir vonar maður að verði nægar, þó fénaður taki geypimikið upp, ef kuldar verða lengi. Sæmilegt heilsufar er í fén- aði, en kveffaraldur og in- flenza í mannfólkinu. Reitingsafli hefur verið i net undanfarið, en er nú að taka fyrir það. Vertíðarfólk er að byrja að koma heim, misjafnlega fjáð eins og gengur, en hefur þó ekki haft verra en venjulega. —B. íbúð að Hátúni 4 2. hæð kom á nr. 6110 í umboðinu Vestmanna- eyjum. Eigandi er Stefán Helga- son, verkstjóri, Bogaslóð 23, V estmannaeyjum. 2. vinningur Opel Rekord. fólks bifreið kom á nr. 18783 í aðal- umboðinu Vesturveri. Eigandi er Svavar Benediktsson, stýrimaður á m.s. Júní frá Hafnarfirði, Brekkugötu 14, Hafnarfirði. 3. vinningur Moskvitch fólks- bifreið kom á nr. 20317 í umboð- inu Seyðisfirði. Eigandi er Jó- hann Jónsson, kennari, Seyðis- firði. Fjórði til tuttugasti vinningur eru húsbúnaður eftir eigin vali vinnenda. Kr. 20.000,00, nr. 37789. Aðal- umboð Vesturveri. Kr. 15.000.00, nr. 44162. Aðal- umboð Vesturveri og nr. 5497. Umboð Hafnarfjörður. Kr. 12.000.00, nr. 16541. Umboð Akureyri, nr. 43105. Aðalumboð Vesturveri, nr. 7947 Aðalumboð Vesturveri og nr. 49178. Umboð Hreyfill. Kr. 10.000.00, nr. 35679. Aðal- umboð Vesturveri, nr. 17000. Um- boð Sauðárkrókur, nr. 29971. Að- alumboð Vesturveri, nr. 19333. Aðalumboð Vesturveri, nr. 50519. Umboð Hvannstangi, nr. 48833. Umboð Hella, nr. 13053. Umboð Hafnarfjörður, nr. 11638. Aðal- umboð Vesturveri, nr. 30934. Um boð Grenivík og nr. 52154. Aðal- umboð Vesturveri. Eigendur minni vinninganna verða látnir vita í dag. Allir miðar í happdrættinu seldust upp, eins og ætíð hefur verið frá því happdrættið tók til starfa. Þeir miðar, sem losn- uðu á seinasta happdrættisári seldust víðast hvar upp á örfáum dögum, og er enn mikil eftir- spurn eftir miðum, sem ekki er unnt að fullnægja fyrr en e. t. v. í 2. flokki. (Birt án ábyrgðar). Málflutningsskrifstofa Eiiiui B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétcrsson Aðalstræti 6, III. hæð. Símar 12002 — 13202 — I3fi02.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.