Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 6
e MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur maí 1959 Á SÍÐASTL. vetri bættust marg- ir í hóp þann, er safnar frímerkj- um og mikill áhugi ríkir í félagi frímerkjasafnara, en tala með- lima þessa unga félags er nú orð- in 150. Félagið hefur á prjón- unum ýmsar nýjungar og mun einnig á næstunni opna skrif- stofu á Amtmannsstíg 2, þar sem félagarnir geta komið saman og rætt áhugamál sín og skipzt á frímerkjum. Næsti fundur fé- lagsins verður haldinn 11. þ. m., en , að honum loknum verður gjört hlé á starfsemi þess, og hefjast fundir að nýju í septem- ber n. k. Jón Þorkelsson 1759—1959 Eins og getið var í síðasta þætti, verða gefin út i dag minn- ingarfrímerki um Jón Þorkelsson rektor í Skálholti og er upplag þeirra í hóf stillt og litir þeirra smekklegir og má vænta þess, að þau gangi fljótlega til þurrðar og verð þeirra hækki í líku hlut- falli og t. d. minningarfrímerki Sveins forseta Björnssonar og Hannesar Hafstein. Frá einum nefndarmanni Thorkillii-nefndar, Agli Hallgrímssyni fv. kennara, hefur þættinum. borizt bréf, sem segir frá ýmsu er varðar þann merka mann, sem frxmerkjaút- gáfa þessi er helguð. Það er nauðsynlegt og fróðleikur fyrir safnara, að vita í hvaða tilefni hin ýmsu merki eru gefin út og þeir sem eiga erlenda skipti- vini, fá oft beiðnir um nákvæm- ar upplýsingar varðandi hverja einstaka útgáfu, t. d. hver mað- urinn er sem minningarfrímerk- ið er helgað o. s. frv., og gef ég því Agli orðið og fer bréf hans hér á eftir: „Svo sem tilkynnt hefur verið, verða gefin út frímerki til minn- ingar um 200 ára ártíð Jóns Skál- holtsrektors Þorkelsssonar og verður á þeim mynd sem gerð er eftir teikningu Ríkharðs Jóns- sonar myndhöggvara, af fyrir- huguðum minnisvarða um skóla- meistarann. Því miður gat póststjórnin ekki fallizt á, að hafa nema tvö ártöl á frímerkjunum, dánarárið 1759 og minningarárið 1959, og vantar þá þriðja ártalið, fæðing- arárið 1697. Með þessu er gefið til kynna, að merkin séu gefin út í tilefni af 200 ára fæðingar- afmæli Jóns, í stað 200 ára dánar- afmæli hans. Þar eð póststjórnin sá sér því miður ekki fært að gefa út frímerki í tilefni 200 ára afmælis Thorkilliisjóðsins, hinn 3. apríl sl., eins og lagt var til og átt hefði vel við, er mér það ljúft að hafa fengið tækifæri til þess að benda á, að láta prenta sérstök fyrstadags-umslög, sem svo eru nefnd, og gefin eru út í sambandi við þessa frímerkjaút- gáfu og eru með mynd af eigin- handarundirskrift Jóns Þorkels- sonar og fyrsta skóla Thorkillii- sjóðsins, Hausastaðaskóla á Álfta nesi (pennateikning eftir Egg- ert Guðmundsson, listmálara) ásamt tilheyrandi nöfnum og ár- tölum þeim er að framan getur. Umslög þessi eru hin smekkleg- ustu, prentuð í þrem litum og verða þau góð kynning í tilefni ártíðarinnar og afmælisins, með því að innlendir og erlendir frí- merkjasafnarar sækjast eftir að eignast þau með hinum nýju frí- merkjum, stimpluðum á útgáfu- degi þeirra. Ennfremur er í þessu sambandi ástæða til að minna á, að það er Thorkilliisjóðurinn, sem haldið hefur á loft minningu gefandans, Jóns Þorkelssonar, frumherja alþýðufræðslunnar á íslandi, þau 200 ár, sem liðin eru frá stofnun sjóðsins. Þeim sem hefðu huga á, að kynna sér ævi Jóns Þorkelsson- ar, sögu Thorkilliisjóðsins og Hausastaðaskóla, skal bent á minningarrit það, sem Gunnar M. Magnúss rithöfundur hefur tekið saman um Jón Skálholts- rektor og Bókaútgáfa Menning- arsjóðs gefur út. Egill Hallgrímsson". 1X1 Erlend frímerki. í athugun er að gefa út ný dönsk frímerki með mynd af Friðrik IX., og að þau verði prentuð í tveim litum eða eins og íslenzku og dönsku konunga- merkin voru fyrr á árum. Þá mun hið langþráða og umdeilda danska ballettfrímerki koma út þann 16. þ. m. Holland og Lux- emborg gáfu út ný frímerki í til- efni NATO afmælisins og birtist hér mynd af hoUenzka merkinu. Blómafrímerki virðast vera vin- sæl, því mörg lönd halda áfram að gefa þau út og má þar nefna ísrael og Luxemborg og er þetta fengur fyrir „motiv“ safnara. Finnland gaf nýlega út merki, sem minna eiga á skórækt lands- ins og þótt íslenzku skógræktar- Nýtt blómamerki frá ísrael merkin þyki ekki fögur, þá veit ég ekki hvort þau finnsku eru fegurri að útliti, sbr. mynd. ixi Frímerkasýningar. Margar athyglisverðar frí- merkjasýningar hafa verið haldn ar að undanförnu og má þar m. a. nefna INTERPEX ’59, sem hald- Úr einu horni frímerkja- sýningarinnar INTERPEX in var í New York nýlega og sýnir meðfylgjandi mynd hluta af einum hinna þriggja sýning- arsala, en þarna gat að líta mörg af dýrmætustu frímerkjasöfnum sem til eru. En sýning sú er einna mesta athygli vekur er INTER- POSTA, sem hér var getið í síð- asta þætti og haldin verður í Hamborg dagana 22. og 31. þ. m., og er hún ein af þeim stærstu sem haldnar hafa verið fram til þessa. Undirbúningi og uppsetn- ingu sýningarinnar er senn lok- ið og vönduð sýningarskrá hefur verið gefin út. Á sýningu þessa koma gestir víðs vegar að úr heiminum og er tala þeirra áætl- uð um 100 þús. og þar verða sýnd frímerki sem nú eru talin ófáan- leg og aðeins í eigu örfárra safn- ara. Meðan INTERPOSTA stendur yfir, verður haldið frímerkja- uppboð í Hamborg og er þar sér- staklega á boðstólum fágæt og dýr frímerki og má þar á meðal nefna, að boðnar verða upp sjö „seríur" af hinum þekktu ís- lenzku Balbo-frímerkjum, sem nú eru orðin lítt fáanleg og marga íslenzka frímerkjasafnara vantar í söfn sín. Fyrirtæki það, sem uppboð þetta heldur heitir Edgar Mohrmann & Co., og er kunnugt frímerkjasöfnurum víða um heim, sem ein af áreiðanleg- ustu frímerkaverzlunum í Ev- rópu auk þess sem að frímerkja- uppboð þeirra ávallt vekja mikla athygli, vegna þess hve gömul og sjaldgæf frímerki eru þarna á boðstólum. 1X1 Notuð eða ónotuð frímerki Á ég að safna notuðum eða ónotuðum frímerkjum? Slík spurning hefur oft verið fyrir mig lögð, en því er til að svara, að hver einstakur safnari verð- ur að ákveða með sjálfum sér hverju hann safnar, en til eru þeir frímerkjasafnarar, sem safna bæði notuðum og ónotuð- um merkjum. En það skal tekið fram, að ef safna skal eingöngu ónotuðum merkjum, þá er það erfiðara að ná settu marki, þ. e. að eignast öll þau frímerki sem út hafa komið í hverju landi, því flest öll ónotuð merki af elztu útgáfum eru mun dýrari og fyrirhafnarmeira að eignast held ur en merki þau sem eru póst- stimpluð ,sbr. dönsku skildinga- jffwwwimi Skógræktarfrímerki Finn- lands. frímerkin en þess ber vel að gæta þegar safnað er ónotuðum frímerkjum, að lím þeirra sé al- Hollenzka NATOmerkið gjörlega óskaddað og að ekki sjáist á þeim, að þau hafi verið marglímd inn í albúm og til þess gerður límpappír hafi ónýtt þau, því að til eru þær tegundir frí- merkjalímpappírs, að ekki er hægt að losa hann frá merkinu nema að það missi hið uppruna- lega útlit sitt og um leið rýri verðmæti þess. Til þess að forð- ast þetta tvennt, hefur sú að- ferð að láta frímerki í „klemmu- vasa“ eða að nota albúm, þar sem ekki þarf að nota límpappír, rutt sér mjög til rúms á síðari árum. Hér verður gert hlé á skrif- um þessum, en þátturinn mun birtast aftur þegar haust tekur og frímerkaáhuginn eykst að nýju eftir sumarfrí og laxveiði- ferðir, en það fer oft saman ,að góður laxveiðimaður á gott frí- merkjúasafn um leið og hann safnar laxaflugum. J. Hallgr. Samkeppni um beztu greinina um norrœna samvinnu NORRÆN samkeppni um beztu greinina um norræna samvinnu, sem birt er í blaði eða tímariti á þessu ári. Norræna félagið efnir til sam- keppni í samvinnu við dagblöð- in í Reykjavík, Ríkisútvarpið og Blaðamannafélag íslands um beztu grein ársins um norrænt samstarf, sem birtist í blaði eða tímariti á þessu ári í tilefni þess að nú eru liðin 40 ár síðan Nor- rænu félögin í Danmörku, Noregi og Svíþjóð voru stofnuð. Skilyrði samkeppninnar: Samkeppnin nær til greina um norrænt samstarf í dag og fram- tíðarverkefni norrænnar sam- vinnu. Engin ákveðin lengd greinanna er tilskilin. Greina- flokkar koma einnig til greina. Til þátttöku í samkeppninni er heimilt að senda greinar sem hafa verið birtar í íslenzkum dag blöðum, vikublöðum eða tíma- ritum á árinu 1959. Greinarnar \ !3i ^ skn’far úr daglega lífirau , Dálkurinn úr skorðum DÁLKUR Velvakanda fór allur úr skorðum á sunnudaginn. Átti hann að byrja á þeirri klaus- unni, sem kom á eftir, og jafnvel þó lesendur áttuðu sig á því, var niðurlagið vel falið á röngum stað. Það átti að vera svona: „Já, maður sem kemur úr slíkum fiski bæ og scjt að í íslenzku fiski- þorpi verður blátt áfram að breyta öllum sínum lífsvenjum.“ Loks var svo prentvilla. í stað „Þegar stundin nálgast“, átti að standa „Þegar ströndin nálgast, rísa upp hinir háu Dinaralpar .. “. Eru lesendur beðr.ir velviiðing- ar á þessu. Gömul þingvís-x BJÖRN gamli skrifar: Þegar ég sá þess getið að Gísli Jónsson yrði á ný í kjöri við væntanlegar þingkosningar í Barðastrandasýslu, rifjaðist upp fyrir mér þingvísa, sem víst var kveðin þegar hann sat síðast á þingi, en ekki man ég lengur til- efnið, og enginn hefir sagt mér hver vísuna kvað: Þó að margur þingx.törf við þyki sæmdaringur, góðu máli greiðir lið Gísli Barð^trendingur. Satt er það, sæmd var Barð- strendingum að þessum þing- manni sínum, og er ég ekki þar með að segja að ekki sé vel um þann, er við tók af honum, en skömm var það, að hafna Gís!a.“ Bretinn til andskotans“ EG leit út um gluggann hjá mér 1. maí um það leyti sem von var á skrúðgöngunni eftir göt- unni. Nokkrir vegfarendur biðu niðri á næsta horni. Allt í einu heyrðust undarleg trommuslög. Þama voru auð- heyrilega ekki neinir atvinnu- trommarar á ferð. En slögin voru hávær og rytmisk. Upp götuna kom þrammandi fylking rösk- legra ungra stráka. Fyrstur fór einn með tóman dunk framan á sér, og barði hann ákaft. Hinir þrömmuðu á eftir, einbeittir á svip, og báru kröfuspjöld. „Bret- inn til andskotans", „Niður með kommana" og „Niður með SÍS“ las ég, um leið og þeir marseruðu fram hjá. Þeir hinkruðu við á horninu fyrir framan gluggann minn, til að láta bilið yíir að hinni fylk- ingunni ekki breiklca of mikið. Þó þeir hefðu enga lögreglufylgd, þá gættu þeir þess að ekki væri langt í lögregluþjóninn á mótor- hjólinu, sem fór fyrir skrúðgöngu hinna fullorðnu. Sú fylking hafði öllu myndarlegri lúðrasveit og fleiri kröfuspjöld. Þýtur enn í þeim sltjá SN. J. skrifar Velvakanda: „Ennþá koma þeir með eina nýjung í móðurmálinu, aulabárð- arnir sem helzt geta aldrei mælt eða skrifað á því skammlausa setningu, en svo er um þorra blaðamanna. Ekki hefi ég núna undanfarna daga heyrt í útvarpi eða séð í Morgunblaðinu orðið kjölfar, en þeim mun meira hefir á báðum stöðum verið af „kjöl- vatni“, sem ætla mætti að væri úr kilinum. Nýtt er þetta í mál- inu, en vera má að það greiði eitthvað fyrir dönskunámi, og munu þó fæstir notendanna færir um að kenna þá tungu. Nei, það mun vonlaust að leiðrétta þessa bjálfa.“ þurfa að hafa borizt Norræna fé- laginu pósthólf 912, Reykjavík, sem úrklippa eigi síðar en 15. jan. 1960. Norræna félagið áskilur sér birtingarrétt þeirrar greinar, sem verðlaun hlýtur. Verðlaun: Bezta greinin, sem borizt hef- ur fyrir tilsettan tíma, hlýtur 5.000,00 króna verðlaun. Þær greinar, sem hlotið hafa fyrstu verðlaun í hverju Norðurland- anna um sig verða svo sendar sameiginlegri norrænni dóm- nefnd og hlýtur bezta greinin 3.000,00 sænskar krónur í að verðlaunum. Dómnefnd: íslenzku dómnefndina - skipa fulltrúar frá dagblöðunum í Reykjavík, Ríkisútvarpinu, Blaða mannafélagi íslands og Norræna félaginu. Síðar verður tilkynnt, hvern- ig norræna dómnefndin verður skipuð. Tónlistarfélag Arnessýslu TÓNLISTARFÉLAGIÐ í Árnes- sýslu hefur nú starfað í 4 ár og hefur rekið Tónlistarskóla jafn lengi. í Tónlistarskólanum er kennt á orgel, píanó, fiðlu og blásturshl j óðf æri. Skólastjóri og um leið aðal kennari skólans er Guðmundur Gilsson, organleikari við Selfoss- kirkju, Með honum starfa þrír aðrir kennarar, þeir Ásgeir Sig- urðsson, Árni Arinbjarnarson og Jón Sigurmundsson, sem nú dvelst við framhaldsnám erlend- Is. Skólinn heldur uppi kennslu á Selfossi og á Laugarvatni. Guð- mundur Gilsson annast einnig alla kennslu við Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli. Nem- endur Tónlistarskólanna eru nú á annað hundrað. Auk kennslunnar við Tónlistar skólnnn hefur skólastjórinn einnig kennt og æft kirkjukóra í fimm sóknum í Árnessýslu. Tónlistarfélagið hefur notið nokkurs styrks frá opinberum að ilum, en þar sem sá styrkur hrekkur hvergi til, leggur félag- ið mikla áherzlu á að efla sér styrktarfélaga. Styrktarfélagar geta allir orðið, sem vilja, og hef- ur félagið haldið nokkra hljóm- leika fyrir styrktarfélaga sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.