Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐ1Ð Þrlðjudagur mal 1959 Páll j>egir og hugsar málið á- kaft. Það mun ekki verða staðar numið við þá tuttugu og einn njósnara, sem þýzka leyniþjónust- an hefir þegar tekið fasta. Af þessum tuttugu og einum munu margir leysa frá skjóðunni til þess að kaupa sér líf eða vegna hrœðslu við pyndingar. Þá verða fleiri handtökur og áframhald- andi yfirheyrslur. Og þar munu ekki ávalt verða svo drengiegir andstæðingar, eins og þessi Bleioh- er virðist vera, til þess að koma í veg fyrir það, sem illt er, pynd- ingar, skjóta dauðadóma .... Er hann. Páll, í raun og veru •vikari, ef hann bjargar mörgum samlöndum sínum frá dauða og í öruggar styrjaldar-fangabúðir. Hefir hann ekki sjálfur sloppið út úr þýzku gaddavírsgirðungunni? Að vísu með erfiðleikum, en samt sem áður —.... Ef til vill er hægt að skipueggja slíkan flótta „Interalliée“-félaganna. Og þessi Bleioher, mælir hann atf drengskap og alvöru? Aftur virðir Páll fyrir sér Þjóð verjann, sem situr á móti honum, hirfir á alvarlegt andlit hans og einbeittnislega höku. Páll er góð- ur mannþekkjari, enda þótt þess- um búlduleita, þrekvaxna manni væri ekki til þess trúandi. Páll hefir álit á Bleicher, hreinlyndi hans og góðum vilja. . Og á þessari nóttu kemst á hinn kynlegi samningur miUi þessara tveggja manna, sem Bleidher hef- ir stungið upp á. Veitingahúsið „Monte Carlo“ í Avenue de Wagram er í sams konar húsakynnum og hundrað önnur slík í borginni við Signu. Það er langur skáli með löngum bekkjaröðum og borðaröð þar framan við. Það er sambland af matarvagni og biðsal, og skortir það sem Þjóðverjar kalla „Gem- iitlichkeit“, eða hlýleik. Við borð nokkurt situr maður að drykkju, djarfmannlegur á svip, með dökk, greindarleg augu og í stutt- um leðurjakka. Það er Páll Kiff- er. Við næsta borð situr Hugo Bleicher niðursokkinn í að lesa dagblað. Hugo Bleicher er nú kominn til Parísar. Borchers höfuðsmaður hefir skýrt frá „uppgötvun hans“ á stöðvum yfirboðaranna í hern- um og borið mikið lof á hann. Hann hefir sagt frá því, með hví- líkum dugnaði þessi ungi undir- fóringi hefir leyst úr erfiðustu vandamálum. Þegar Bleicher skýrði frá því á leyniþjónustustöðvunum í St. Germain, hvernig hægt væri að komast að miðstöð „Interalliée, var honum og Barchers höfuðs- manni gefið fullt umboð til að gera það, sem nauðsynlegt væri til að framkvæma þessa fyrirætl- un. Því situr Hugo Bleicher nú í fallegum borgarafötum við lítið borð í veitingahúsinu „Monte Carlo“ í París og er að lesa í dag- blaði. Hann lítur aðeins við og við yfir til Páls, mannsins, sem hann hafði gert þennan kynlega samning við í hraðlestinni milli Cherbourg og Parísar. í því skyni að standa við þennan samning, hefir Páll nefnt herbergið, þar sem þeir geta hitt dularfullan „meðstjórnanda“ með dulnafn- inu „Orsival". Þessi „Orsival" er eini maðurinn, sem veit um heim- ilisfang Walentys sá eini, sem þar með veit líka, hvar leyni- sendirinn er, sendirinn, sem velg- ir þýzku leyniþjónustunni undir uggum, og sendir kvöldsendingar sínar til Lundúna. Þær byrja með þessum orðum: „Læðan tilkynn- ir“. Páll sýnir trúmennsku í því að standa við samninginn, enda þótt það sé honum þvert um geð og hafi kostað hann mikla baráttu við sjálfan sig. Hann hefir skýrt frá því, að hann sé reiðubúinn að gerast agn og ginna ,Orsival“. Þannig var hann, Hugo Bleich- er, kominn í „Monte Carlo“, hann fyrst og Páll Kiffer fimm mínútum síðar. Þeir bíða þess, sem muni gerast, bíða eftir „Ærsi val“, sem Páll hefir lýst mjög nákvæmlega. Skyndilega situr þessi maður við borðið hjá Páli. Hann hefir dregið hattinn nokkuð ofan á and litið og er í hrukkaðri regnkápu. kom inn um hverfidyrnar eða inngöngudyr að baki. Hann horf. ir stöðugt í kring um sig í herb- erginu á meðan hann talar við Pál. Augnaráðið kynlega sting- andi og órólegt, eins og hjá veiði- dýri, sem er á flótta. Bleicher rís hægt úr sæti sínu. Hann hefur höndina á skamm- byssunni í vasa sínum. Hann gengur að borðinu og eldsnöggt beinir hann skammbyssunni að báðum mönnunum, sem eru nið- ursokknir í samræður sínar. „Þýzka lögreglan, upp með hendurnar", segir Bleicher. „Orsival“ virðist skyndilega missa allt viljaþrek, en það er hægt að sjá, að hugsanirnar þjóta um höfuð hans. Báðir Frakkarn- ir rétta upp hendurnar sitjandi í sætum sínum og rétt á eftir hefir Bleicher sett á þá handjárn- in. Þvínæst þýtur hin dökka Mercedes bifreið með báða fang- ana til aðalstöðva leynilögreglu hersins í París. Þær eru í hótel „Edvard VIIvið hina breiðu Avenue de l’Opera, og þaðan er farið með þá til þýzka hermanna. fangelsins „Cherche Midi“. Því auðvitað var Páll handtekinn aft- ur til þess að sýnast, eins og Emile á sínum tíma. Yfirheyrsla „Orsivals" veldur miklum erfiðleikum. Hann er Pól verji eins og flestir félagarnir í „Interalleé". En hann þykist aldrei hafa haft neitt saman við þann félagsskap að sælda. Ar- mand? „Interallée"? „Leynisendi stöð“? „Heimilisföng?“ Hann hef- ir aldrei heyrt um þessi nöfn og félagsskap getið. í „Monte Carls“ var hann að tala við Pál um svartamarkaðsbrask og alls ekk- ert annað, fullyrti hann. Páll er sóttur og þeir eru látn- ir hittast. „Orsival" er æstur og segir þegar í stað óðamála, að Páll geti vottað það með honum, að þeir hafi verið að tala um svartamarkað og alls ekkert ann- að. Og Páll þegir. Hann er önnur manngerð en Emile. Páll er her- maður. Hann er maður, sem er nokkuð annt um heiður sinn og hann vildi helzt vera sokkinn ofan í gólfið af skömm, vegna þess að hann hefir gjörzt svikari. Páll mælir ekki orð af munni og þrátt fyrir hinn dökka horunds- lit hans er auðséð, hve fölur hann er orðinn. • „Burt með þá!“ skipar Borc- hers höfuðsmaður að lðkum von- svikinn. Þeir höfðu að vísu„ Orsi- val“ undir höndum, manninn, sem hlaut að vita heimilisfang Walentys. En hvernig átti að koma honum til þess að segja frá? Þessa nótt hefir fanginn Páll enga ró og hann getur ekki sofið. Hann situr í næsta klefa við „Orsival“ í Parisar-fangelsinu „Cherche Midi“. Hann er í dimm- um, þröngum klefa þar sem er myglulykt og raki. Það er mygla og raki eftir svita og tár þeirra mörgu, sem hafa verið hér fang- ar á undan honum, sekir eða sak- lausir, þráir, örvæntingarfullir eða hafa sætt sig við örlög sín. Smellirnir og marrið í lokunni Forstöðukona óskasf á hótel Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: 399—4188“ nú þegar Afgreislustarf Stúlka eða unglinspilt vantar til afgreiðslustarfa. VERZL. AXELS SIGURGEIRSSONAR Barmahlíð 8. (Ekki svarað í síma) Verzlunaratvinna Ungur reglusamur maður með verzlunarskóla eða hliðstæða menntun getur fengið góða framtíðar skrifstofuvinnu. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist Morgunblað- inu fyrir 5. maí n.k., merkt: „Verzlunaratvinna — 9621“. Afgreiðslusfúlka óskast Uppl. eftir kl. 6 í Mokka-kaffi Skólavörðustíg 3 A Sími 23760. BAZAR Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjusafnaðar heldur bazar í Góðtemplarahúsinu nk. þriðjud. 5. maí kl. 2 e. h. Á boðstólum er mikið af úrvals varningi: prjónavara og smekklega unninn barnafatnaður. Komið og gjörið góð kaup. Nefndin. a r L á 6 WHV DON'T VOU GO SHOPPING WITH /rfX US. CHBIS ? SURE IS NICE OF VOU TO HELP ME WITH MV DUCK CALLS, CHRIS. s.__„ l'P KINPA LIKE TO WIN, ©sRyffi-ii vou know/ THEN WE OUGHT TO PRACTICE EVERY DAY SCOTTV/ tlTv;' OH, UNCLE BOB ^ BUYS HER CLOTHES, SCOTTV...AT THE SPORT- INÖ GOOPS STORE/ Tm SOLLV, I ^ m FORGOT WE WERE " SOING TO PICK UP THAT EVENING DRESS, LVNDA/ 1) ,Hvað það er fallegt af þér að hjálpa mér að æfa andakvak- ið, Stina. Ég hefði svo gaman af því að vinna, skal ég segja þér“. „Þá ættum við að æfa okkur á hverjum einasta degi, Siggi.“ 2) „Ég er til, Siggi“, segir Linda. „Æ, ég var búinn að stein- gleyma því að við ætluðum að sækja ballkjólinn". 3) „Viltu ekki koma með okkur í búðir, Stína „kallar Siggi. „0-0, Róbert frændi kaupir á hana föt- in, Siggi. Hann kaupir þau í sport vöruverzluninni", segir Linda. á klefahurðinni vekja hann upp frá hugsunum hans. Hurðin opn- ast og Hugo Bleicher stendur fyr- ir framan hann, maður sá, sem Páll hafði samið við. Það var sá maður, sem hinn hugrakki, djarfi fraski orrustuflugmaður, hinn of- stækisfulli baráttumaður í and- spyrnunni Páll Kiffer hafði beygt sig fyrir. „Orsival þegir“, segir Bleicher og sezt á bálkinn við hliðina á Páli. „Vitið þér, hvað það hefir að þýða?“ Páll kinkar kolli. Hvort hann veit það. „Orsival" er eini mað- urinn, sem veit um felustað Ar- mants Walenty, veit hvar for- ingi „Interalliée" leynist, hvar leynisendirinn stendur, sem send- ir tilkynningar sínar tl Lundúna kvöld eftir kvöld. Ef „Orsival" þegir, þá ná Þjóðverjar aldrei i Walenty.......,Ef Orsival" þegir, þá getur enginn bjargað lífi yðar Páll, lífi yðar, lífi frú Bouffet og hinna tuttugu og eins leynistarfs- manna, sem við tókum fasta í fyrradag. Þá er samningur okkar gagnslaus og þá get ég ekki fram- ar hjálpað ykkur. Það er yður sjálfsagt ljóst“, segir Hugo Bleich er, eins og hann hefði lesið hugs- anir fangans. Páll ypptir öxlum vandræða- lega. „Hvað á ég að gera?“ spyr hann Þjóðverjann. „Takið þér nú vel eftir, Páll“ segir Bleicher al- varlegur. „Við verðum að fá heim ilisfang Walentys og meira að segja í nótt. Ef „Orsival" hefir ekki látið hann fá skýrslu fyrir fyrramálið, þá fær Walenty grun- og breytir aftur um íbúð sína. Þá munu líða margar vikur, þangað til við þefum hann upp aftur. En svo lengi get ég ekki verndað yð- ur og vini yðar fyrir Gestapo og SD. Þá verða það aðrir menn, sem yfirheyra yður og öðruvísi en við gerum hérna .... “ Páli rennur kalt vatn milli skinns 'og hörunds. Hann sýgur í ákafa vindlinginn, sem Bleicher hefir boðið honum. Það er kökk- ur í hálsinum á honum. Það er angist, hrein og bein angist. Hann fer að hugsa um sögurnar, sem mennirnir í andspyrnuhreyfing- unni hafa í hvíslingum um yfir- heyrsluaðferðir Gestapo, um hýð- ingar, um „þriðja stigið", um fangabúðir þar sem fólki er þjapp að saman o gum pyndingar. í fyrsta skipti á æfinni missir hinii hugprúði hermaður Páll Kiffer kjarkinn. Hann horfir hræddur á Bleicher meðan hann er að tala. giíltvarpiö Fastir liðir eins og venjulega. 20,30 Daglegt mál (Árni Böðvars son kand mag). 20,35 Minnzt 200. ártíðar Jóns Þorkelssonar rektors í Skálholti: Ávörp: (Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðh. og Gunnar T’horoddsen borgarstjóri). Erindi (Egill Hallgrímsson kenn ari). Upplestur: Kafli úr bókinni „Jón Skálholtsrektor" eftir Gunn ar M. Magnúss (Höfundur les). Kórsöngur.: Fjórir barnakórar syngja. 21,45 íþróttir (Sig. Sig.) 22,10 Upplestur: „Á strandsigl- ingu“, 9másaga eftir Jóíhann Hjaltason. (Höfundur les). 22,30 Islenzkar danshljómsveitir: Svav ar Gests og hljómsveit hans leik- ur). 23,00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 6. maí. Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna": Tón- leikar af plötum. 20.30 Erindi: Alexander Humbolt, — hundrað- asta ártíðarminning (Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur). 21.00 Frá tónleikum austurríska píanó- leikarans Walters Klien í Þjóðleik húsinu 26. apríl. 21.45 fslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson kand. mag.). 22,10 Erindiskorn: Sveitasumarið og þéttbýlisbörnin, eftir Þorbjörn Björnsson bónda á Geitaskarði (Gísli Kristjánsson ritstjóri flytur). 22.25 Á léttum strengjum (plötur). 23.00 Lýsing á handknattleikskeppni: FH og þýzkt lið keppa; Sigurður Sig. lý* ir). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.