Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNfíL 4ÐIÐ Þriðjudagur 5. maí 1959 Indriði Waage og Kristbjörg Kjeld Þjóð/eikhúsið Tengdasonur óskast Gamanleikur eftir Wilham D. Home Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi s.l. miðvikudagskvöld gaman- leikinn „Tengdasonur óskast“ eftir skozka rithöfundinn Willi- am Douglas Home. Höfundurinn er á miðjum aldri og hefur sam- ið fjölda leikrita, sem njóta mik illa vinsælda í Englandi og víð- ar, en þekktasta leikrit hans og ræðalegur. Aðalhlutverkin þrjú, Jimmy Broadbent, Sheilu konu hans og Jane dóttur þeirra, leika þau Indriði Waage, Guðbjörg Þor- bjarnardóttir og Kristbjörg Kjeld og mæðir þó mest á Guð- björgu í hlutverki Sheilu. — Frú Sheila er ekkert gáfnaljós, vinsælasta mun þó vera leikrit hins vegar „snobbuð" vel og til- það, sem hér er um að ræða, ! gerðarleg með afbrigðum. Minnti enda var það sýnt í London í i hún mig mjög um allt þetta á tvö ár samfleytt, og hefur auk lady Elizabeth í The Confidential Clerk eftir Eliot, sem var frum- sýndur í Edinborg haustið 1953, þess verið kvikmyndað. Leikurinn gerist í London nú með hinum frábæru leikkonu Isa- timum a heimili hefðarfolks. I,__. T„ , , , . , . , ,, , _. _ . , bet Jeans í hlutverki Elizabeth’s Jimmy Broadbent og kona hans, T •, „ _ ,. cu.i,. T„„J'— Leíkur Guðbjargar Þorbjarnar dóttur er afburðagóður, hver hreyfing hennar, svipbrigði og raddhreimur, er í svo fullu sam- ræmi við þá manngerð, sem frú Sheila er, að ég held að á betra verði vart kosið. Guðbjörg hefur oft leikið ágætlega, en varla nokkurn tíma betur en að þessu sinni. Þá er Indriði Waage ekki síðri í hlutverki Jimmy’s. Nýtur sín hér vel hin hljóðláta og nota- lega kímni Indriða og svipbrigði hans og látbragð allt þegar dóttir hans er að yfirheyra hann um af- skpti hans af konum fyrr á ár- um, er hreinasta snilld. — Jane, semKristbjörg Kjeld leikur, er Sheila, eiga eina dóttur, Jane, sem er ung og gjafvaxta stúlka og er þeim mjög hugleikið að kynna dóttur sína i samkvæmis- lífinu og sjá henni fyrir sam- boðnum biðli. Einkum er frú Sheila áköf í þessu efni og leiðir það til hinna skringilegu mis- taka og misskilnings. Biðlarnir láta heldur ekki á sér standa, en það eru tveir ungir og myndar- legir menn, David Bulloch og David Hoylike-Johnston, en ein mitt það, að þessir góðkunningj- ar eru nafnar, veldúr hinum mis skilningi og eru reyndar gáfna- fari frúarinnar ofraun. Hér við bætist að Jane vill hvorki heyra né sjá David Bulloch, en heillast af hinum. Bregst frú Sheila hin versta við þessu, því að David Hoylike-Johnston hefur verið bendlaður við leiðinleg kvenna- mál, að ósekju þó. En úr öllu þessu greiðist þó að lokum. Gunnar Eyjólfsson hefur sett leikinn á svið og annazt leik- stjórnina. Gunnar hefur verið mikilvirkur í leiklistarlífi borg- arinnar á þessu leikári, bæði sem leikari og leikstjóri og leyst hvorttveggja prýðilega af hendi. Honum hefir einnig að þessu sinni tekizt vel sviðsetning og leikstjórn svo að hvergi slaknar á leiknum og staðsetningar allar eru eðlilegar. Hann hefði þó gjarnan mátt laga höfuðburð Brynju Benediktsdóttur, sem leikur ungu stúlkuna Clarissu, því að hann er áberandi vand- fullkomin andstæða móður sinn- ar. Hún er heilbrigð í skoðunum, hefur að engu allan hégóma sam- kvæmislífsins, fer sínar eigin göt- ur og vill sjálf ráða því hver verður tengdasonur Broadbent- hjónanna. Kristbjörg túlkar eink- ar vel þessa ungu stúlku og er mjög aðlaðandi, en hún talar að þessu sinni og í „Húmar hægt að kvöldi“. óþarflega hátt, Mabel Crosswaite, vinkonu Sheilu, leikur Inga Þórðardóttir. Bregður Inga upp glöggri mynd af þessari konu, sem þrátt fyrir alla „vináttuna“ við Sheilu, er full undirhyggju og jafnvel ill- kvittni í garð leikkonunnar þótt fagurt mæli, enda þarf hún líka að koma Clarissu dóttur sinni á framfæri. — Biðlana þá nafnana, leika Bessi Bjarnason og Rúrik Haraldsson. En þeir báðir hinir gerfilegustu menn og sóma sér vel á biðilsbuxunum. — Sigurlín Óskarsdóttir leikur frú Edgar, lítið hlutverk, sem gefur ekki til- efni til sérstakrar umsagnar. Leiktjöld Lárusar Ingólfssonar eru gerð af mikilli smekkvísi og falla ágætlega við leikinn. Skúli Bjarkan hefur þýtt leik- inn á lipurt og lifandi mál. Leikur þessi er ekki veigamik- ill skáldskapur en hann er léttur og skemmtilegur og oft bráð- fyndinn og þar deilt allneyðar- lega, en þó án illlcvitni á hégóma- hátt brezks samkvæmislífs. Var leiknum tekið með miklum fögnuði og mikið hlegið í leik- húsinu þetta kvöld. Sigurður Grímsson. Jón Guðmundsson í Valhöll Minning JÓN Guðmundssor. fyrrum bóndi á Brúsastöðum og gestgjafi í Val- höll á Þingvöllum andaðist á Landsspítalanum hinn 24 apríl sl. eftir langa vanheilsu. Jón var þekktastur fyrir störf sín sem gestgjafi á Þingvöllum á árunum 1917—1944. Um aldamótin síðustu hafði Tryggvi Gunnarsson bankastjóri gengizt fyrir byggingu gisti- og veitingahússins Valhallar á Þing- völlum. Árið 1917 seldi Tryggvi Jóni veitingahúsið. Rak Jón síðan veitinga- og gistihús í Valhöll, að sumarlagi í 27 ár, jafnframt búskap sínum, fyrst í Heiðarbæ og síðan á Brúsastöðum. í sambandi við Alþingishátíð- ina 1930 var Valhöll flutt af völl- unum austan við Öxará vestur fyrir ána, þar sem hún stendur nú. Fóru þá fram gagngerðar um- bætur á húsekynnum. Fengin voru ný húsgö a og allur búnaður bættur efti því, sem aðstæður leyfðu. Haiði Jón mikinn áhuga á að koma þessum umbótum í framkvæmd og naut til þess at- beina hins opinbera, eins og eðli- legt var. Ekki var hann kröfu- harður fyrir sjálfan sig í þessu efni. Fyrir rás viðburðanna sner- ust þessar framkvæmdir og við- skipti þau, sem Jón átti við- ríkið í því sambandi, honum í hag svo að hann átti Veitingahúsið Val- höll skuldalítið undir lok síðari heimsstyr j aldarinnar. Voru þá komnir nýir tímar og meiri kröfur gerðar til gisti- og veitingahúsa, en áður hafði verið, og orðið erfitt um allt fólkshald við sumarrekstur, Jón sjalíur heilsulítill og kominn á sjötugs- aldur. Vorið 1944 seldi hann hluta- félagi, sem hann átti sjálfur hlut í, veitingahúsið Valhöll.Sjálfur fluttist Jón þá til Akraness um tíma. Keypti hann þar Hótel Akranes og rak það unz hótelið brann til kaldra kola hinn 15. apríl 1946. í starfi sínu í Valhöll kynntist Jón fjölda manna, sem lögðu leið sína til Þingvalla. Tókst kunnings skapur og vinátta milli Jóns og sumra þeirra. Einkum áttu list- málarar, sem dvöldu langdvölum á Þingvöllum við málverkagerð sína, hauk í horni, þar sem hann var. Launuðu þeir Jóni stundum greiðann með því að gefa honum Guðbjörg og Rúrik málverk. Eignaðist hann þannig mörg málverk, sem hann mun flest hafa gefið aftur. En eitt var það málverk í eigu hans, er hann mat öllum listaverkum framar og vildi hvorki gefa né selja. Var það Þingvallamálverk með Val- höll í baksýn. Hafði . meist- arinn Jóhannes Kjarval gefið Jóni það sjálfur að loknu dagsverki, blautt af penslin- um. Hafði Kjarval hafið verkið um óttuskeið og haldið áfram til náttmála og tekizt með afbrigð- um vel. Sagði Jón mér, að Kjar- val hafi sagt við sig er hann afhenti honum málverkið, að það væri ekki fullgert og þyrfti lag- færingar við. Jón bað meistar- ann í guðanna bænum að breyta ekki málverkinu „því að í dag hafa æðri máttarvöld stýrt hönd- um þínum, og getur málverkið ekki betra verið“. Málverk þetta hékk Jengi í einni af veitingastofunum í Val- höll, og telja margir það eitt bezta listaverk Kjarvals. Jón fiutti Þingvallamálverkið með sér til Akraness og þar var það í íbúð Jóns á Hótel Akranesi þegar hó- telið brann 1946. Jón var ekki heima þegar brunann bar að höndum. Fékk hann ekki fregn- ina fyrr en honum var sagt að húsið væri alelda og mannbjörg hafi orðið. Spurði hann þá, hvort Þingvallamálverkið hefði bjarg- ast, og var honum sagt að svo væri. Sagðist hann þá ekki hafa spurt um fleira, því að það eitt hefði honum þótt óbætanlegt að missa. Minntist hann oft þessarar björgunar með barnslegri gleði. Þingvallamálverkið er nú í vörzlu Ásbjarnar Ólafssonar stórkaup- manns. Jón í Valhöll var enginn hávaða maður, eða fyrir að látaásérbera, en hann var hugsjónamaður, sem bar hag fósturjarðarinnar mjög fyrir brjósfi, og sýndi í verki, að hann vildi láta gott af sér leiða. Þegar hann hafði selt Valhöll, lagði hann þrjú hundruð þúsund kr. af andvirðinu í skógræktar- sjóð til fegrunar Þingvalla. en sjóð þann hafði hann sjálfur stofnað áður og einnig líknar- og menningarsjóð. Gjöfina til skógræktarsjóðs gaf hann til minningar um konu sína, Sigríði Guðnadóttur og dóttur þeirra Guðbjörgu. Jón var fæddur 3. september 1883 að Hörgsholti í Hrunamanna hreppi. Foreldrar hans voru Guð mundur Jónsson, sem þar bjó um hálfrar aldar skeið og kona hans Katrín Bjarnadóttir bónda að Tungufelli Jónsonar.^ Jón hóf búskap að Heiðarbæ í Þingvalla- sveit 1908. Þaðan fluttist hann að Brúsastöðum 1919. Hann var lengi hreppsnefndarmaður, og oddviti Þingvallahrepps var hann í 15 ár. Hann var stjórnarnefnd- armaður og deilarstjóri Sláturfél. Suðurlands og gegndi fleiri trún aðarstörfum í byggðarlagi sínu. Jón var fyrstur manna í sinm sveit til þess að raflýsa bæ sion, fyrst með mótor og síðar með vatnsvirkjun. Einnig var hann fyrstur sinna sveitunga til þess að kaupa sláttuvél og síðar drátt- arvél. Dráttarvél Jóns mun hafa verið ein hinna fyrstu af minni gerðinni sem komu til landsins eftir tímabil hinna stóru ,,þúfna- bana“. Árið 1908 kvæntist Jón Sigríði Guðnadóttur Högnasonar. Var hún fædd 11. febrúar 1880 og and aðist 28. september 1935. Þau hjón eignuðust eina dóttur, sem' lézt tveggja ára. Tóku þau hjónin 5 fósturbörn, og ættleiddu tvó þeirra sem kjördætur: Sigrúnu, systurdóttur Jóns, er giftist Gísla Sigurðssyni rafvirkja í Vest- mannaeyjum, og Sigríði, sem giftist Friðþjófi Daníelssyni tré- smið á Akranesi, sem nú er látinn. Hin fósturbörnin eru: Haraldur Einarsson starfsmaður hjá SÍS í Reykjavík, Áskell Einarsion, syst ursonur Jóns, bæjarstjóri á Húsa vík, og Magnús Magnússon blikk smiður í Reykjavík, bróðursonur Jóns. Létu þau hjónin sér mjög annt um fósturbörn sín. Systkini Jóns á lífi eru- Guð- mundur bóndi í Hlíð í Hruna- mannahreppi, Bjarni bóndi í Hörgsholti og Kristín gift Einari Ólafssyni verkstjóra í Keflavík,. Látin eru: Magnús útgerðarmaður í Reykjavík og Guðmann fiski- matsmaður í Keflavík, sem báðir fórust í flugslysi 31. janúar 1951, Ólafía kona Einars Þorkelssonar skrifstofustjóra, Guðrún, sem gift var Skúla Skúlasyni trésmið í Keflavík, Bjarni sem dó í æsku. Hálfbróðir Jóns var Árni Árna- son bóndi í Oddgeirshólum í Flóa. Öll voru þau systkin vel gefin og mörgum að góðu kunn. Jón var lítill maður vexti og heilsutæpur lengst af ævi sinn- ar. Mun heilsuleysið hafa vaidið því, hversu hlédrægur hann var og lítið fyrir að hafa sig i frammi nema nauðsyn bæri til. En með Jóni brann sú andans glóð og áhugi á velferðarmálum lands og þjóðar og hans nánustu, sem allir urðu varir við, sem af honum höfðu veruleg kynni. Kom þá glöggt fram, að hann var greind- ur og góðgjarn. Beindist hugur hans jafnan á þá braut að leita hins betra kostar í mannlífinu og þess, sem horfði til framfara. í þeirri leit var hann óþreyt- andi meðan kraftar entust. Munu ávextir slíkar leitar vera hið bezta vegarnesti, þegar lagt er í hina hinztu för í þessari veröld á leið til æðri og betri heima. Minningarathöfn um Jón fer fram í Dómkirkjunni kl. 10,30 árdegis í dag og útför hans verð- ur gerð samdægurs frá Þingvalla kirkju. Sveinn Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.