Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 5. maí 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 11 mennirnir taka ekki þátt í henni. Ríkið gerir aldrei stóra hluti. Hvernig hefði farið fyrir Beet- hoven, ef ríkið hefði átt að ráða örlögum hans. Þá hefði ekki kom- ið neinn Liehnowsky fursti til Bonn að sækja hann og fara með hann til Vínar í þá aristókratísku Salona, sem þar var. Ef Beet- hoven hefði lifað núna, þá hefði hann aldrei skrifað annað en filmmúsik „fyrir aiþýðuna". Beethoven er mesti iistamaður sem uppi hefur verið og það voru vitanlega sálarraunirnar, hans innra stríð, sem þroskuðu hann, en ekki fátæktarbasl. Fátækt þroskar engan. Fátækt og list eru andstæður. Eftir stutta þögn: — Takmark allrar sannrar list- ar er að gefa mönnum þrek til að þola raunir lífsins, — gera menn sterkari. — Svo fórum við að taia um ástina: — Konan inspírerar ekki fyrr en maður er hættur að elska hana. Við höfum ekki vald á efninu, fyrr en það hefur verið yfirunnið. Þetta gildir um allt. — Landið líka? — Nei. Landið heltekur okkur ekki eins og ástin, og þess vegna þarf ekki að yfirvinna það. Það eina, sem hefir eitthvert gildi í lífinu, er ástin og listin. Allt annað eru hiiðarbásar. Lífið væri ekki þess virði að lifa því, ef þetta tvennt væri ekki til. En listin og ástin eru ólílcar gyðjur á margan hátt. Listina getur maður alltaf átt og haft vald á. En ástin er eins og veðrið. Annars ættu listamenn aldrei að vera giftir og þó geta þeir senni- lega ekki verið án þess. — Af hverju ættu þeir ekki að giftast? — Það er tvöfalt átak og tvö- föld sköpun að heiga sig bæði listinni og konunni. Ástin er sköpun líka. Konur listamanna eiga ekki sjö dagana sæla, vegna þess að þær eiga svo sterkan keppinaut. — En af hverju geta listamenn þá helzt ekki verið ógiftir? — Ja, manneðlið er svona sterkt. Bach var tvígiftur og átti 20 börn. En það var auðvitað rólegra þá en nú á dögum. Leip- zig var lítill bær. Hann fór á fætur kl. 5 á morgnana að vekja strákana i skólann. Svo byrjaði hann að vinna. Ég vil líka helzt vinna á morgnana, ef ég vinn á annnað borð, en ég fæ orðið aldrei neinn frið til að vinna. Ég eiska einveru. Hún er uppspretta allrar listrænnar sköpunar. Bæ- irnir eru skolpræsi, en þau eru líka nauðsynleg, eins og þú veizt. Það er ósk mín að fá frið. Ég bið ekki endilega um viðurkenn- ingu eða frægð, ég bið um frið. Sú viðurkenning, sem maður fær í lifanda lífi, verður aldrei ann- að en aukaatriði. Ég sagði áðan, að listin væri aristókratísk. Ef almenningur viðurkennir mann, er það aldrei nema í einhverjum parti eða aukaatriðum. Hver vill hlusta á seinustu kvartetta Beet- hovens? Þeir eru samt það bezta, sem eftir hann liggur. Nei, Beet- hoven varð frægur á röngum for- sendum. Það var ævisaga hans en ekki músikin, sem gerði hann frægan. Það var heyrnarleysið. Heyrnarlaust tónskáld hlýtur að vera ákaflega „intressant per- sóna“. En tónskáld með gleraugu vekur ekki meiri athygli en kýr með hala. — Hvernig stendur þú að vigi i þessum efnum? — Ég nota gleraugu. — Þá getur víst ekkert komið þér til hjólpar? — O, ég veit það ekki. Nema Rússinn komi. Og þö efast ég um það myndi duga. Þegar ég kom heim með Esjunni 1945, var ég handtekinn. Þá svelti ég mig í 24 tíma. Það dugar sennilega ekki heidur. Það þarf að vera eitthvað meira. Þegár ég var í Berlín á stríðsárunum, lá ég á maganum heilu sólarhringana til að missa ekki höfuðið í loftár- ásum. En það var víst misskiln- ingur. Höfuðlaust tónskáld fengi sennilega viðurkenningu. —En til hvers „að fá viður- kenningu"? — Ég veit það ekki. — Er nokkurs virði að verða frægur eftir dauðann? — Nei. En það er landið og for- feðurnir á bak við okkur, ekki sízt þeir sem dóu úr hungri. Þetta er kannski hefnd, upp- reisn. Trú. Þetta gamla, sem hef- ur reynt að gera úr okkur menn. Allt þetta stóra, sem eggjar okk- ur. Zarathústra, Brandur Ibsens. Ég minntist á þjóðlögin áðan. Einar Benediktsson hafði mikla trú á þeim, ekki síður en ég. Við hittumst í Berlín veturinn 1924—25. Hann trúði mér fyrir því, að rímnakveðskapurinn og þjóðlögin yrðu undirstaða ís- lenzkrar tónlistar. Hann sagði mér, að Benedikt, faðir sinn, hefði slegið taktinn með svip- unni sinni á hnakkinn og kveð- ið við raust, þegar hann var á yfirreið um landið. Það þarf músík í marga liði, til að jafn virðulegir menn og Benedikt Sveinsson taki upp á slíkum hé- góma. Ég hef aldrei efast um, að þarna sé lögmálið og trúi því, að ég þekki það. Það hefur ýtt undir trú mína og öryggi, að ég hef aldrei misst neitt af verk- um mínum, ekki einn einasti taktur hefur glatazt. Þó nótna- skrifararnir misstu allt sitt sumir hverjir, og húsin brynnu ofan af þeim í loftárásunum á Berlín, þá fundust alltaf mín handrit. Ég er dálítið hiátrúarfullur. Og mér finnst þetta bending um, að eitthvað af verkum mínum eigi að iifa. — Verkin þín já, Edda? — Ég byrjaði að semja hana í Viðey 1935. Þá vann ég við útvarpið, ótti að heita tónlistar- stjóri. En ég vildi ekki koma nema annan hvern dag í vinn- una og fyrir bragðið rak Jónas Þorbergsson mig. Sigfús Sigur- hjartarson var formaður útvarps- ráðs og hann var líka afskaplega hneykslaður á hegðun minni. Það er dálítið erfið stofnun út- varpið. Ég held það sé bara verra heldur en dagblöðin. Hér á landi er menningin ekki ræktuð nógu vel. Menn hafa ríka tilhneigingu til að setja arfann í blómstur- pott í stofunni hjá mér, en fleygja rósunum. Listin er ekki nógu mikill þáttur af þjóðlífinu. Hún I er ekki virt eins og áður. For- ystumenn þjóðarinnar leggja hana til hliðar og segjast ekki nenna að hugsa um hana. Og svo er henni fleygt í einhvern Jónas frá Hriflu. En þú varst að spyrja um verk mín. Hefurðu heyrt Gretti og Glám úr Söguhljóm- kviðunni? Hún var samin í Þýzka landi og Danmörku á árunum 1941—42. Þá höfðu nazistar sett mig í bann. Sinfónían var eins konar mótmæli gegn Hitlers- stjórnihni og átti að sýna hið þrjózkufulla einstaklingseðli nor- rænna manna. En svo stendur fólk hér heima gapandi framan í manni og hrópar: — Þú varst nazisti! Undarlegir íslendingar. — Þeir segja þú notir potta og pönnur og allan fjandann í Sögu- sinfóníunni. — Jæja, segja þeir það. Nei, en ég nota steina og skildi, þar sem ég fjalla um Stiklastaða- orustu, og svo nota ég trjádrumb í Gretti og Glámi til áð mark- era viðureignina sterkar og gera tóninn haraðri. I tónlistinni er rúm fyrir allan hávaða. En sá er bara gallinn á, að eyrað skynjar ekki allan hávaða. Hljóðbylgjur, sem hægt er að drepa með dúf- ur og lækna gigt er t. d. ekki hægt að nota í músík. Þær heyr- ast ekki. — Og hvað á ég að spyrja þig um að lokum? Hefur þér liðið vel hér heima? — Nei, ekki get ég sagt það. En samt vil ég hvergi annars staðar búa. Mér leið vel nokkra daga á Þingvöllum, þegar ég var barn með föður mínum. Ég hef aldrei haft frið hér siðan. — Hvað gerðirðu á Þingvöll- um? — Ekkert. Ég gekk um hraun- ið með pabba og skoðaði fjöilin. — En fólkið? Hvernig líkar þér það? — Það hefur ekki eins mikið af karakter landsins og áður. Það er reisn yfir landinu. Það er stolt í þessum línum. Handel á þessa reisn stundum. Hann hefur norrænt yfirbragð. Ég er þjóðernissinni. Ég álít, að Island hafi hlutverki að gegna í list- inni. Það er að koma ný kynslóð, sem betur fer. Ég held það sé töggur í henni. Ég var á list- kynningu í Menntaskólanum um daginn. Þegar ég horfði á þessi fallegu, skörpu andlit, fékk ég trú á framtíðina. Þetta fólk hlust- ar. Það vill fræðast. Það er for- dómalaust. Það vill kynnast því nýja í listinni. Það er sagt við drekkum of mikið. En drykkju- skapur okkar er að mestu leyti afleiðing af of fábreyttu lista- lífi. Listhvötin hjá okkur er af- skaplega sterk, en hún fær ekki útrás. Auðugra listalíf mundi draga úr drykkjuskapnum. En það er líka nauðsynlegt að dreypa á áfengi. Við höfum létt vín um hönd í Listamannaklúbbn um svo menn segi stundum, það sem þeir ætluðu ekki að segja. — Við töluðum um ástina áð- an. Hvað um dauðann? — Mér finnst ég vera að byrja að skilja dauðann sem jákvætt og eðlilegt fyrirbrigði. Ég held menn yfirvinni dauðann í fram- tíðinni, þegar sálfræðin hefur út- rýmt hysteríunni og gert okkur andlega heilbrigða. Kirkjan hef- ur gert of mikið úr dauðanum, notað hann til að ráða yfir fólkinu. En kirkjan og eilíft líf eru tvennt ólíkt. Ég held framtíðinni muni takast að milda dauðann, draga úr honum vígtennurnar. Sjáðu Japana. Þeir fagna dauðanum. Það er ekki heldur neitt að óttast. Samvizk- an i mínu eigin brjósti og stirndur himinn yfir höfði mér — það er lögmál minnar trúar, sagði Kant. Og forfeður okkar? Þeir voru ólmir í að komast í geimið í Valhöll, svínasteikina og bjórinn. Svo vildu þeir höggv- ast hvarjan dag. Það er miðalda- úrkynjun að óttast dauðann. Þegar við yfirvinnum þennan ótta, höfum við líka unnið bug á miðöldunum og r yrkrinu í sál okkar. Það eru einu ellimörkin, sem ég finn á mér, að ég þýkist vera byrjaður að skilja dauð- ann. Reynsla, þroski? Auðvitað er það. Já, og sorg. Ég missti dóttur mina snögglega fyrir 12 árum. Hún var 17 ára. Hún drukkn' ði : Svíþjóð. M. Haffar // Moores" og ,fTress H A T T A R 44 Nýkomið mjög smekklegt úrval aJlar stærðir GEYSIR H.F. Fatadeildin Verzlufiaratvinna Ungur maður með verzlunarskólamenntun frá Eng- landi óskar eftir góðri vinnu hálfan eða allan daginn Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 8. maí n k. merkt: „Verzlunaratvinna—9775“. Málverkauppboð ve«rður í Sjálfstæðishúsinu n.k. föstudag — Sýnt kl. 2—6 fimmtudag (Uppstigningadag) ogkl. 10—4 á föstudag. Usfmunauppboð Sigurðar Benediktssonar Austurstræti 12 — Sími 13715. Happdrætti Háskóia ísiands: Dregið verður á mánudag í 5. flokki um 896 vimiinga að upphæð kr.1, 155,000. Aðeins þrír heilir endurnýjunardagar eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.