Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.05.1959, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. mai 1959 i/ o rt a n n n i. a ð i ð 3 Lífeyrissjóður verkamanna og annara launþega er mesta hagsmunamál stéttanna nú Úr ræbu Magnúsar Jóhannessonn* á skemmtun Óðins I. mai 1 OKKAR þjóðfélagi hefur sú þróun orðið í æ ríkara mæli, að hinar ýmsu stéttir þess hafa valið sér einn dag ársins öðrum fremur sem sinn dag og gert að hátíðisstundu sinna samtaka. íslenzk verkalýðsstétt hefur svo sem verkalýður annarra þjóða tileinkað sér þennan dag, og gert að sínum hátíðis- og bar- áttudegi. Það fer sérstaklega vel á því hér hjá okkur íslendingum, að hátíðisdagur launþeganna skuli einmitt vera þessi dagur, 1. maí. Þá er vetur úr bæ — vor í lofti. „Skammdegisnóttin löng er liðin og lífið er kviknað á ný“. Þessi árstíðaskipti hafa alltaf haft mikil áhrif og verið ríkur þáttur í þjóðlífi okkar íslendinga, og þó sú tíð sé liðin er íslenzkt alþýðufólk þurfti að heyja sína baráttu á hörðum vetri við þröng an kost, þá lifir það enn með þjóðinni, að á þessum árstíma horfa menn björtum augum til framtíðarinnar, setja sér tak- mörk, sem þeir treysta bjartari degi bezt til að leysa. Á slíkum degi er jafnan hollt að renna huganum til baka, líta yfir farinn veg — fagna því, sem hefur áunnizt og minnast þess, sem miður hefur farið. Við slíkar hugrenningar um liðna atburði öðlast menn alla jafnan dýrmæta reynslu er verður síðan það vega- nesti, sem framtíðinni ber að hagnýta sér til varnaðar eða örvunar, hvort heldur sem við á. Ein beztu lífskjör um víða veröld Islenzk verkalýðshreyfing er í dag voldug og sterk. Launþegasamtökin í landinu njóta nú almennrar virðingar og viðurkenningar, sem eina af meg instoðum þjóðfélagsbyggingar okkar unga lýðveldis. Við getum vissulega fagnað því, að samhliða þessu hafa launastéttum þjóðfélagsins verið búin ein beztu lífskjör um víða veröld. En þessa dýrmætu viður- kenningu og þann mikla árangur, sem íslenzk launþegasamtök hafa unnið sér í réttinda-, kjara- og menningarmálum sínum hafa þau fyrst og fremst hlotið vegna langrar ötuilar baráttu liðins tíma. í því sambandi er skylt að minnast þess, að á bernskuskeiði nutu þessi samtök hér á landi, sem annars staðar, lítils skiln- ings þjóðfélagsins og brautryðj- endurnir, sem margir hverjir fórnuðu lífshamingju sinni til þess að skapa samtökunum grund völlinn, sem síðan hefur verið byggt og bætt við, hafa unnið þau gæfuverk, sem seint verða fullmetin. Lífeyrissjóðir aðkallandi „En það skal vanda, sem vel á að standa", segir þar og þ'ess vegna er það einmitt samhliða því, sem við gefum okkur minn- ingunum á vald og gleðjumst yfir ávinningum verkal.ýðsbaráttunn- ar, þá hugleiðum við það um leið, sem til bóta stendur. Launa- stéttirnar eiga ávallt ný og óleyst verkefni á sviði félags-, öryggis- og menningarmála, sem tíminn krefst að leyst verði. En þau verða ekki leyst nema launþeg- arnir sjálfir beri þau fram til sigurs með sameiginlegu átaki. Eitt af þeim málum, sem bráð- ast kalla að nú, er það, að verka- menn og aðrir launþegar komi sér upp sínum eigin lífeyrissjóð- um og sitji þar við sama borð og opinberir starfsmenn og aðrir, sem þessi dýrmætu réttindi hafa hlotið. Það er enginn vafi á því, að þetta er eitt þeirra mála, sem hvað nauðsynlegast er að hrinda í framkvæmd sem allra fyrst. Nokkur félög launþega hér í Reykjavík hafa þegar hrint þessu máli úr vör og sum stofnað líf- eyrissjóði, sem miklar vonir eru tengdar við, og það eftirtektar- verðasta við það er, að þeir menn, sem telja sig einna helzt kosna til verkalýðsforystu, hafa þar hvergi nærri komið. Þeim félögum er öllum stjómað af andstæðingum kommúnista. Magnús Jóhannesson Hættan af kommúnistum En víkjum þá að annarri hlið, sem hér hefur ekki verið rædd, en það er hættan, sem að þess- um stóru og voldugu félögum steðjar, sem eg hygg að við Óð- insmenn gerum okkur manna bezt grein fyrir. Við vitum að hér á landi er harðsvíraður hópur manna, sem brotizt hefir til valda og haslað sér pólitískan völl innan verka- lýðshreyfingarinnar. Ég þarf vart að taka það fram, að hér á ég við þann anga al- heimskommúnismans, sem náð hefur að festa rætur hér í þjóð- félagi okkar. Ég fullyrði það, að sú hætta, sem verkalýðshreyf- ingunni stafar af þessari starf- semi er meiri en það, að nokkur einlægur verkalýðssinni, sem lætur sig einhverju varða hag og heiður sinna samtaka megi loka fyrir henni augum. Þetta kunna að þykja stór orð, og eru það vissulega. En við, sem höfum kynnzt starfsaðferðum kommún- istanna innan verkalýðsfélag- anna erum ekki í neinum vafa um það hvað þessir menn hyggj- ast fyrir. Það vill svo vel til, að þessu til staðfestingar hafa kommúnistar látið talsvert mikið mál á þrykk út ganga, sem tekur af öll tvímæli um það hlutverk, sem þeim er ætlað hér á landi sem annars staðar. Kommúnistar mótfallnir samvinnu stéttanna Við Sjálfstæðismenn teljum það eina af meginstoðum þjóð- málastefnu okkar, að nauðsyn- legt sé, að hinar mörgu stéttir þjóðfélagsins eigi sem bezt sam- skipti hver við aðra. Við trúum því, að stéttarígur sé þjóðfélag- inu hættulegur og engum til góðs. Hvað segja kommúnistar um þetta atriði? í Verkalýðsblaðinu 11. ágúst 1930, er birt starfsskrá 5. þings rauða alþjóðasambandsins í Moskvu, en þar sátu meðal ann- arra gesta þrír „íslendingar". Þar er fyrirskipað meðal ann- ars í 14. grein barátta gegn hvers konar samvinnu milli stéttanna, gegn iðnaðarfriði, borgarafriði, ágóðahluta, gegn því að auka framleiðslumagn vinnunnar í auðveldsfyrirtækjunum. Og hvað segja svo kommún- istar um stéttabaráttunna? Jú, það eru til margar grein- ar um hana. Þeir segja í Þjóðviljanum í rit- stjórnargrein 9. marz 1938: „Hins vegar er það fyrir verka- lýðinn, einmitt eins og nú standa sakir, hvað nauðsynlegast að sýna styrkleika sinn og vald í vinnudeilum. Jafnvel alveg sér- staklega með tilliti til þess að skapa honum virðingu og völd á öðrum vettvangi. Þess vegna mega vinnudeilurnar ekki vera neinn leikur með eldinn, heldur sem alvarlegust átök, aflraunir milli stéttanna, sem hafa sín á- hrif á alla stéttabaráttuna, alla stjórnmálabaráttuna í heild“. Þarna er ekki töluð nein tæpi- tunga og orð og innihald verður ekki misskilið. Virðingarleysi fyrir sjóðum verkalýðssamtakanna Um virðingu þeirra á sjóðum og eignum verka- lýðssamtakanna er einnig til vitn isburður skráður af þeim sjálf- um. I Leninismanum útgefnum á Akureyri 1930, segir á síðu 17: „Hvort hefur ekki byltingin í Rússlandi staðfest það, að póli- tíska allsherjarverkfallið er hinn bezti skóli verkalýðsbylting- arinnar og bráðnauðsynlegt með- al til að vígbúa og félagsbinda sem mestan hluta verkalýðsins áður en sóknin mikla er hafin á vígi auðvaldsins? Og hvað stoða þá allir þessir smáborgaralegu kveinstafir yfir truflun eðlilegs atvinnulífs og eyðslu á sjóðum verkalýðsins? Er ekki auðsætt, að byltingar- starfsemin gerir að gengu þessa kreddu tækifærissinnanna?“ Þá hafið þið það. Það eru kreddur tækifærissinna að láta sér annt um sjóði og eignir sam- takanna og hafa skilning á nauð- syn þess, að atvinnulífið sé sem ótruflaðast. Handafliff skal ráða Ég vil svo ljúka þess- um tilvitnunum í rit kommún- ista með því að hafa yfir orð Verkalýðsblaðsins 21. júní 1932. „Byltingahugur verkalýðsins magnast, unz- hámarki baráttunn- ar er náð með áhlaupi verkalýðs- ins undir forystu Kommúnista- flokksins á höfuðvígi auðvalds- ins í Reykjavík og valdaráni hans. Það áhlaup tekst því að- eins, að meirihluti verkalýðsins, áð minnsta kosti í Reykjavík, fylki sér bak við flokkinn. Að slík tímamót muni ekki falla saman við venjulegar kosningar, þingsetu eða þess háttar, nema fyrir tilviljun eina, mun flestum l.jóst — svo það, sem úrslitum ræður, verður meirihluti hand- anna — handaflið". Með þessum fáu tilvitnunum í rit kommúnista, meðan þeir þorðu að tala hér af hreinskilni og drógu ekki dul á hvert hlut- verk verkalýðssamtökunum er ætlað í því þjóðfélagi sem þeim er ætlað að koma á hér, hygg ég að menn séu ekki í neinum vafa um það, að sú hætta, sem sífellt vofir yfir verður seint metin til fulls. Og þessi hætta var raunar minni meðan komm- únistar þorðu að tala opinskátt og opna sína sál eins og þeir gerðu þegar þessi boðskapur var gefinn út, sem ég hefi hér að litlu lýst. Breytt kjördæmaskipan mun treysta hornsteina lýffræðisins. Góðir áheyrendur. Ég sagði áðan, að vorhugurinn hefði ávallt átt ríkan þátt í eðli okkar Is- lendinga. Og það er einmitt nú á vormánuðum, sem eitt mesta réttlætismál launþeganna, jöfn- un kosningaréttarins til alþingis, er á verkefnalistanum. Það er sérstök ástæða til þess að minna á það hér á þessari stundu, að með gifturíkum framgangi þess réttlætismáls á komandi sumri hefur alþýða manna unnið einn af sínum stóru sigrum, sem mun treysta hornsteina lýðræðisins í þjóðfélaginu. Það misrétti, sem viðgengizt hefur í þessum efn- um hefur alla skaðað og engum verið til góðs. Ég vil svo að lok- um óska ykkur öllum til ham- ingju með þennan hátíðisdag okk ar launþeganna, hann hefur ver- ið bjartur og fagur. Við treystum því, að svo muni einnig verða vegur íslenzkra verkalýðssamtaka, að þau megi eflast að virðingu og þroska og beri ávallt bjartan skjöld. Við Sjálfstæðismenn heitum því á þessum degi að vinna fyrst og fremst í þeim anda, að efla þau öfl innan verkalýðsfélag- anna, sem skilja sitt hlutverk og vita það, að þessum stóru og miklu hagsmunasamtökum er ætl að meira verk með þjóðinni en að vera pólitískt bitbein stjórn- málaflokka. Við munum vera sívakandi á verðinum gegn hættum þeim, sem að steðja og að endingu þetta: Það mun verða hér eftir sem hingað til okkar helgasta mál, að leggja fram alla okkar krafta til þess að forða því, að íslenzk- um verkalýð verði fórnað á alt- ari alheimskommúnismans. Kort með íslenzk- STAKSTEINAR Misbeiting forsetavalds Eins og kunnugt er, var kjör- dæmamáliö til 1. umræðu í Efrl deild sl. laugardag. Var ætlunin aff ljúka umræðu um máliff þann dag og vísa því til nefndar. En þá gerðist þaff, að varaforseti deildarinnar, Páll Zóphaníasson, sem var í forsetastól vegna veik- inda Bernharðs Stefánssonar, neitaði aff halda umræffum á- fram eftir kl. 4 síðdegis á laug- ardag. Var þessari ákvörffun varaforsetans harðlega mótmælt og þess krafizt að umræðunni yrffi haldið áfram. En Páll Zóph- aníasson sat viff sinn keip, frest- aði umræðunni um kjördæma- frumvarpið og tók málið út af dagskrá. Engum dylst, aff hér er um freklega misbeitingu á forseta- valdi aff ræða. Framsóknarmenn hafa fjölyrt mjög um þaff, aff Alþingi hafi setiff affgerðarlitiff siffari hluta vetrar. En nú láta þeir flokksmann sinn misbeita forsetavaldi til þess aff draga þingið á langinn. Þaff er vissulega aff bæta gráu ofan á svart, ef Framsóknar- menn ætla nú aff fara aff beita hreinu ofbeldi i skjóli forseta- valds á Alþingi til þess aff tefja framgang máls, sem mikill meiri hluti Alþingis stendur á bak viff og jafnframt til þess aff draga þinghald á langinn. um nytjaíiskum sjAvarafurðadeild s.í.s. hefir látið gera kort með íslenzk um nytjafiskum. Fiskamyndirnar teiknaði Jör- undur Pálsson, en prentun fór fram í Skotlandi. Skrifstofur sambandsins er- lendis hafa þegar dreift kortum þessum meðal kaupenda ís- lenzkra sjávarafurða í viðskipta- löndum íslendinga, svo og meðal islenzkra sendiráða, konsúla og ræðismanna erlendis. Fræðslumálaskrifstofan fær til umráða nokkurt magn og mun því dreift meðal barna og ungl- ingaskóla. Fiskimálasjóður veitti nokk- urn styrk til útgáfu þessarar. Hef ir gerð þessara korta tekizt með ágætum. Málarameistara- félag Rvíkur AÐALFUNDI Málarameistarafé- lags Reykjavíkur er nýlokið. For maður félagsins, Jón E. Ágústs- son, flutti skýrslu félagsins. Gat formaður þess meðal annars, að þetta starfsár hefði verið eitt- hvert umsvifamesta í sögu félags ins. Á árinu opnaði félagið skrif- stofu fyrir starfsemi sína í húsi Múrarafé'lagsins við Freyjugötu 27. Stjórn félagsins skipa nú: Jón E. Ágústsson formaður, Sæmundur Sigurðsson varafor- maður, Kjartan Gíslason ritari, lÓafur Jónsson gjaldkeri, Valdi- mar Hannesson aðst.gjaldkeri. Félagsmenn eru nú 100 að tölu. Leiðrétting í 1. maí ræðu Guðna Árnason- ar, form. Trésmiðafélagsins, sem birtist hér í blaðinu sl. sunnu- dag, varð meinleg prentvilla. — Neðst í öðrum dálki átti að standa: Ríkisstjórn og Alþingi eiga að bera ábyrgð á stjórn hins íslenzka lýffveldis, og standa eða falia með sínum gjörðum. Átti að st'anda lýðveldis en ekki verkalýðs. Með öllum hækkunum Sú staffreynd, aff Framsóknar- emnn greiddu atkvæði meff svo aff segja hverri einustu breyt- ingartillögu, sem miðaffi aff hækkun fjárlaganna, en á móti öllum sparnaðartillögum Sjálf- stæðisflokksins og Alþýffuflokks- ins, sýnir mjög greinilega hiff einstæða ábyrgffarleysi, sem mót- ar alla afstöðu og framkomu þessa flokks um þessar mundir. Eysteinn Jónsson, sem veriff hef- ur fjármálaráðherra um langt skeiff, hefur jafnan látiff svo sem sér væri þaff sérstakt áhugamál, aff fjárlög væru afgreidd greiðslu hallalaus. En um leið og hann er farinn úr stól fjármálaráðherra gerir hann allt, sem hann getur til þess aff hindra þaff, aff fjár- lög verffi afgreidd án greiffslu- halla. Hann flytur sjálfur hverja hækkunartillöguna á fætur ann- arri, lætur flokksmenn sína flytja slíkar tillögur unnvörpum og greiffir loks atkvæði sjálfur meff hækkunartillögum komm- únista. Svik FramsoKnarmanna í raforkumálunum Út yfir tekur þó, þegar Fram- sóknarmenn telja sig bæra um þaff, aff halda uppi hörffum árás- um á Sjálfstæðisflokkinn fyrir þaff aff skorin hafa veriff niffur framlög til framkvæmda 10 ára raforkuáætlunarinnar í sam- bandi viff afgr. fjárl. fyrir yfir- standandi ár. Þær staffreyndir blasa nefnilega viff, aff í tíff ríkis- stj. undir forystu Framsókn- armanna var svikizt um aff framkvæma verulegan hluta af þeim framkvæmdum, sem 10 ára rafvæffingaráætlunin gerffi ráff fyrir. Á árunum 1957 og 1958 vanræktu Framsóknarmenn lagn ingu rafveitna til 232 bænda- býla, sem áttu aff hafa fengiff raf- magn fyrir árslok 1958 skv. fyrr- greindri áætlun. Nú, þegar Sjálfstæffismenn hafa tryggt þaff aff hægt verffur aff halda áfram framkvæmd raf- væðingaráætlunarinnar af full- um krafti og bæta úr vanrækslu vinstri stjórnarinnar, þá ráffast Framsóknarmenn á Sjálfstæðis- flokkinn og tala um „svik í raf- orkumálunum“!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.