Morgunblaðið - 06.05.1959, Page 1
24 síður
44. árgangur
100. tbl. — Miðvikudagur 6. maí 1959
PrentsmiSja Morgrunblaðsina
Mótmæli gegn atferli Breta
samþykkt á Alþingi i gær
ÞINGSÁL YKTUN ARTILL AG A
utanríkismálanefndar um land-
helgismál var tekin til umræSu í
sameinuðu Alþingi í gær. Gerði
formaður utanríkismálanefndar,
Gísli Goiðmundsson, grein fyrir
tillögunni, sem er á þessa leið:
Alþingi ályktar að mótmæla
harðlega brotum þeim á íslenzlcri
fiskveiðilöggjöf, sem brezk stjórn
arvöld hafa efnt til með stöðug-
um ofbeldisaðgerðum brezkra
herskipa innan íslenzkrar fisk-
veiðilandhelgi, nú nýlega hvað
eftir annað jafnvel innan f jögurra
mílna landhelginnar frá 1952.
Þar sem þvílíkar aðgerðir eru
augljóslega ætlaðar til að knýja
íslendinga til undanhalds, lýsir
Alþingi yfir, að það telur Island
eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna
fiskveiðilandhelgi, að afla beri
viðurkenningar á rétti þess til
landgrunnsins alls svo sem stefnt
var að með lögunum um vísinda-
lega verndun fiskimiða land-
grunnsins frá 1948, og að ekki
komi til mála minni fiskveiðiland
helgi en 12 mílur frá grunnlínum
umhverfis landið".
Gísli Guðmundsson kvað flutn-
ing tillögunnar tákna þjóðarein-
ingar fslendinga í landhelgismál-
inu. Þá rakti hann aðdraganda
tillögimnar og gang landhelgis-
málsins síðasta ár, setningu reglu
gerðarinnar um 12 sjómílna fisk-
veiðilandhelgi og ofbeldisaðgerð
ir Breta hér við land.
Ríkisstjórn íslands hefði marg-
sinnis mótmælt því ofbeldi. Nú
þætti hlýða að Alþingi mótmælti
því einnig pg sýndi fram á, að ís-
lendingar væru enn sem fyrr
staðráðnir í að láta ekki hrekja
sig á undanhald í málinu. Yrði
það væntanlega gert með einróma
samþykki þessarar þingsályktun-
artillögu.
Lúðvík Jósefsson kvaddi sér
hljóðs. Kvað hann kjarna þess-
arar tillögu þá yfirlýsingu, að ís-
lendingar muni halda fast við 12
mílna landhelgi og ekki taka upp
neina samninga við Breta eða
aðra um hana. Auk þess væru
hörð mótmæli gegn yfirgangi
Breta, en slík mótmæli væru ekki
mikils virt og yrðum við því að
gera aðrar ráðstafanir, sem kæmu
að betra gagni. En við mundum
aldrei víkja frá 12 mílunum.
Bjarni Benediktsson tók næstur
til máls. Kvaðst hann hefði talið
betur fara á því, að formaður Ut-
anríkismálanefndar hefði einn
rætt tillöguna við þessa umræðu.
Ræða hans hefði verið ágæt og
við hana hefði engu verið að bæta
Hins vegar vildi hann að það
kæmi fram, að þessi tillaga væri
ein heild. Hún væri hugsuð sem
ein heild og flutt þannig. Hver
sem hana læsi gæti auðvitað talið
eitt atriði í henni meira virði en
annað, en það væri undir mati og
skilningi hvers og eins komið. Af
hálfu utanríkismálanefndar lægi
ekkert fyrir um að eitt atriði til-
lögunnar væri öðru veigameira.
Alþingi notaði hér tækifærið til
að láta ofbeldismennina vita, að
ofbeldið væri ekki líklegt til að
stuðla að því að við íslendingar
hyrfum frá okkar setta marki.
Við mundum halda áfram að
berjast fyrir réttindum okkar og
aldrei láta ofbeldið verka á okk-
ur til undanhalds heldur láta það
vera okkur hvöt til að fylgja rétt
um málstað fram til sigurs.
Benedikt Gröndal tók til máls.
Kvaðst hann hafa verið sömu
skoðunar og síðasti ræðumaður,
að hann hefði talið eðlilegt, að
formaður utanríkismálanefndar
gerði einn grein fyrir tillögunni.
Það hefði ríkt einhugur um þetta
mál í utanríkismálanefnd. Við
gerðum okkur ljóst, að mótmæli
væri ekki nóg, en þau væru eigi
að síður nauðsynleg. Væri það
von okkar allra, að tillaga þessi
hefði ekki aðeins áhrif út á við,
heldur yrði samþykkt hennar
einnig hvatning íslendingum til
að berjast til fullnaðarsigurs í
þessu máli.
Tillagan var samþykkt með 37
samhljóða atkvæðum allra við-
staddra alþingismanna og af-
greidd til ríkisstjórnarinnar sem
ályktun Alþingis, en nokkrir þing
menn höfðu boðað veikindaforföll
í gær.
Indónesar uggandi út
af atburðunum í Tíbet
maí. (Reuter). —j Merdeka lætur einnig í ljós að
heyrst um það í þörf sé að endurskoða afstöðuna
til kínversku kommúnistastjórn-
arinnar. Indónesar hafi viljað láta
hana njóta sannmælis, en komm-
únistar svari með ofbeldisverk-
um og með svívirðingum í garð
heiðarlegs stjórnmálamanns eins
og Nehru.
JAKARTA,
Raddir hafa
Indónesíu, að tími sé kominn til
eftir atburðina í Tíbet að endur-
skoða afstöðu Indónesíu til kin-
verskra kommúnista. Hið vin-
veitta hlutleysi gagnvart komm-
únistum beri lítinn árangur. Með
því séu Indónesía aðeins að aia
snák við brjóst sitt.
Hið óhóða blað „Times of Indo
nesia“ birtir í dag forustugrein
þar sem það lætur í fyrsta skipti
í ljós grun um að stuðningur Indó
nesíu-stjórnar við kínversku kom
múnistastjórnina sé varhugaverð
ur. Dregur blaðið m. a. í efa,
hvort Indónesía eigi að styðja
upptöku kínverskra kommúnista
í Sameinuðu þjóðirnar.
Blaðið bendir sérstaklega á það,
að hinar ósvífnu árásir Kínverja
á Nehru forsætisráðherra Ind-
lands sýni, að kínverskir komm-
únistar vilji ekki frið í Asíu.
Nehru hafi reynt að sá hveiti
í akur friðsamlegrar sambúðar
Asíu-þjóða. Nú uppskeri hann að
eins illgresi.
Stuðningsblað stjórnarinnar,
MMl
íbúar Suður-Asíu vöknuðu upp við vondan ðraum, þegar þeir
sáu nýlega hið rétta andlit kommúnismans, er frelsisbarátta
smáþjóðarinnar í Tíbet var bæld grimmdarlega niður. Þjóð-
höfðingi Tíbeta, Dalai Lama, varð að flýja land og leita hælis
sem flóttamaður í Indlandi. Mynd þessi var tekin fyrir nokkru
við bústað hans í Mussoorie og er hann hér með Nehru for-
sætisráðherra Indlands. Hafa kinverskir kommúnistar ráðizt
með hrópum og svívirðingum á Nehru og segja að hann stefnl
að yfirráðum Indverja í Tíbet. Finnst Indverjum þessar árásir
vera ósvinna, því að Nehru hefur lagt sig allan fram um að
eiga aðeins friðsamleg viðskipti við Kínverja.
Sir Farndale lýsir
byssuskofhríð" og
ar stœrri verndarsvœði
Jall-
heimt-
Krabbamein arfgengur
sjúkdómur?
KAUPMANNAHÖFN, — Kaup-
mannahafnarblaðið Dagens . Ny-
heder, segir í frétt um helgina,
að sænskir sérfræðingar vefengi
þá kenningu sumra bandarískra
krabbameinssérfræðinga, að tó-
baksreykingar valdi lungna-
krabba. Víisndamennirnir segjast
hafa rannsakað 118 tvíbura og
allt bendi til, að krabbamein sé
erfðasjúkdómur. Einnig segja
þeir, að þörfin á að reykja liggi
í ættum. Að því leyti megi kann-
ski segja, að reykingar standi
í einhverju sambandi við lungna-
krabba.
Svíarnir, sem hafa sett þessa
kenningu fram, eru prófessor
Lars Friberg í Stokkhólmi, dr,
Lennart Kaj og dr. 'Sven J. Den-
cker í Lundi og Erland Jonsson.
Danskir sérfræðingar segja, að
þessi kenning Svíanna sé vísinda-
mönnum ekki framandi en hún
hvorki afsanni, að reykingar geti
valdið krabbameini í lungum né
sanni, að krabbameinið sé arf-
gengur sjúkdómur eingöngu. Þeir
benda á eins og bandarískir vís-
indamenn sumir, að miklar reyk-
ingar séu oft samfara lungna-
krabba.
Biskupinn fœr lausn
HINN 29. apríl 1959 veitti for-
seti fslands herra Ásmundi Guð-
mundssyni lausn frá embætti
biskups íslands frá 1. júlí 1959
að telja.
Sama dag veitti forseti fslands
Sigurbirni prófessor Einarssyni
biskupsembættið á íslandi frá 1.
júlí 19 59 að telja.
LUNDÚNUM, 5. maí. (Reuter).
— Sir Farndale Phillips, forseti
sambands togaraeigenda, hélt því
fram í dag, að íslenzkur fall-
byssubátur hefði síðastliðinn
fimmtudag hafið fallbyssuskot-
hríð á brezka togarann Arctic
Viking frá Hull af 20 metra færi.
Sagði Sir Farndale að fallbyssu-
báturinn Þór hefði skotið 12
skotum að togaranum og hefðu
sum skotin fallið mjög nærri hon
um. Skýrði hann frá þessu á
fundi með blaðamönnum, en
hann er nýkominn heim eftir að
hafa dvalizt á brezkum togurum
og herskipum á íslandsmiðum.
Phillips sagði að þessar upp-
lýsingar væru ekki opinberar, en
hann hefði þær frá einkaaðilj-
um. Bætti hann því við, að það
hefði áður komið tvisvar fyrir,
að skotið hefði verið á brezka
togara, 1. sept. á sl. ári og 14.
apríl sl.
Taldi Phillips, að Bretar sýndu
íslendingum of mikla tillitssemi
í fiskveiðideilunni. Hann sagði
t. d. að hann teldi ,að fslending-
ar fengju of mikið svæði fyrir
brezku togaraskipstjórarnir væru
sömu skoðunar, en héldu sig fyr-
ir utan íslenzku netjasvæðin.
Þá kvaðst Phillips vera þeirr-
ar skoðunar, að það ætti að gera
íslendingum lífið erfiðara með
því að stækka „verndarsvæðin",
sem nú væru 30 mílna löng.
Ef þau væru stækkuð þá þýddi
það að gæzlu íslendinga yrði
erfiðari, en með góðu talstöðvar-
sambandi gæfu brezk herskip
komið nógu fljótt til að hindra
töku togara.
Sir Farndale Phillips sagði að
íslendingar hefðu tekið undir sig
8000 fermílur af opnu hafi með
því að stækka landhelgi sína úr
4 í 12 sjómílur. Hann sagði að
fiskveiðideilan væri fásinna og
mikil hætta væri samfara henni.
Hann bætti því við, að íslend-
ingar gætu ekki framfylgt á-
kvörðun sinni um 12-mílna land-
helgi, en hætta væri á því að
einhverjir yrðu fyrir slysum fyrr
eða síðar.
Taldi Phillips að það væri
skynsamlegast fyrir ríkisstjórnir
Bretlands og íslands að semja
um bráðabirgðalausn fyrir ráð-
stefnuna í Genf um landhelgis-
mál.
þorskaneetjaveiðar sínar og 1 Samband brezkra togaraeig-
enda tilkynnti í dag, að togarinn
Ashanti hefði nú snúið heimleið-
is til Englands samkvæmt fyrir-
skipun útgerðarinnar.
Vegna veikinda
harna sem hera blaði'S til kaup-
enda9 má búast vi‘ð að úthurði
blaðsins seinki nú um tíma.
Miðvikudagur 6. maí
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Óperan Rigoletto flutt í Aust-
urbæjarbíó.
— 6: Sókn Rússa til suðurs.
— 8: Spænska borgarastyrjöldin fyr-
ir 20 árum.
— 10: Kaupmannahafnarbréf frá P.J.
— 11: Hlustað á útvarp.
— 12: Forystugreinin: „Á skammrl
stundu".
„Nassers-æskan“ (Utan úr
heimi).
— 13: Áhugi Framsóknar á hagsmun-
um strjálbýlisins. — Ræða Sig-
urðar Bjarnasonar um kjör-
dæmamálið á Alþingi.
— 22: íþróttir.
-□