Morgunblaðið - 06.05.1959, Síða 11

Morgunblaðið - 06.05.1959, Síða 11
Miðvikudagur S. mai 1959 MOKCTlNfíL AÐIÐ 11 Hlustað á útvarp KINN af beztu þáttum útvarps- ins í vetur, sem mest hefur verið hlustað á og telja má ágætan, er þáttur Sigurðar Magnússonar fulltrúa Spurt og spjaliað í út- varpssal. f síðasta þætti voru þátttakendur Björn Jónsson læknir, Ingibjörg Jónsdóttir frú, Svava Fells frú og dr. med. Ósk- ar Þ. Þórðarson, yfirlælcnir. Spurningin sem rædd var, var um það hvort ekki mætti neyta hollari fæðu, en nú er almennt gert. — Er þetta mikilsvert efni, sem oft og lengi hefur verið um Ingibjörg Ólafsdótfir — mmnsng Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn. Góð kona er dáin. Stórt skarð er höggvið í samhenta fjölskyldu, sem kunni og kann að koma sam- an og finna til saman á stund- um gleði og sorgar. Tveir síð- ustu sunnudagarnir, sem íja lifði, voru dagar gleði, þar sem fjöl- skyldan sameinaðist til þess að gleðjast yfir fermingu tveggja drengja, systur- og bróður-sona hennar, og þar var hún hrókur alls fagnaðar, gloðust og hressust allra eins og hennar var vandi. Við hefðum ekki trúað þvi þá, þó að því hefði verið spáð, að næst þegar við kæmum sainan, yrði það til að fylgja henni síðasta spölinn. Ingibjörg Ólafsdóttir var fædd hér í Reykjavík 12. águst 1900, dóttir hjónanna Þorgerðar Gunn- arsdóttur og Ólafs Þórarinssonar múrara. Hún giftist þann 28. jan. 1928 Gunnari Jónssyni, og eign- uðust þau 4 börn, Gunnar, Sverri, Þorgerði og Ævar. Einnig tóku þau að sér fósturdóttur, Hrefnu, sem enn er aðeins 7 ára gömul. Ingibjörg var góð kona í fyllsta skilningi þess hugtaks, eins og það sýnir bezt, að hún skyidi taka þessa litlu stúlku að sér, þegar hepnar eigin hópur var kominn upp. Hún átti mjög gott með að gleðjast með glöðum og hryggj- ast með hryggum, enaa var oft leitað til hennar og hennar stóra hjarta rúmaði alla, sem á þurftu að halda, og þeir voru ekki fáir, sem komu við á hennar góða heimli og nutu hinnar elskulegu gestrisni, sem þar ríkti. Manni hennar, börnum, teng.la börnum og barnabörnum votta ég mína innilegustu samúð og bið þeim huggunar. Elsku íja mín, um leið og ég óska þér fararheilla. leyfi ég mér að segja fyrir hönd allrar fjöl- skyldunnar og þinna mörgu vina, að söknuður okkar allra er djúp- ur og sannur. I. M. J. Kristín Stefánsdóttir, Hítarnesi — minning t. 29/5 1892 — d. 30/12 1958. ÞANN 30. desember síðastiiðinn andaðist að heimili sínu að Hítar- nesi í Kolbeinsstaðahreppi, frú Kristín Stefánsdóttir. Hún var bam að aldri, er hún fluttist með foreldrum sínum vestan af Barðaströnd að Hítar- nesi, þar sem hún átti heima til hinztu stundar. Ung að árum giftist hún eftir- lifandi manni sínum Júlíusi Jóns syni frá Einifelli í Stafholts- tungum. Þau bjuggu að Hítar- nesl með miklum myndarbrag, enda bæði orðlögð fyyrir dugnað og hagsýni. Þeim varð ellefu 6arna auðið og náðu tíu fullum ágætis fólk, en eitt misstu þau ungt. Með Kristínu Stefánsdóttur er hniginn í valin einn mesti persónuleiki héraðsins. Hún var kona gjörfileg á vöxt, fríð sýn- um, svipurinn hreinn og mildur. Hún var kvenna prúðust í allri framgöngu, bseði til orðs og æðis, en þó vaktl það kannske mesta eftirtekt, hvað viðmót hennar og handartak var íölskvalaust og hlýtt. Vinátta hennar var hrein og órjúfanleg. Kristín hafði fast- mótaðar skoðanir á trúmálum. Hún efaðist ekki um að nýtt og fullkomnara tilverusvið tæki við af hinu jarðneska lífi, enda bar heimilislífið þess ljósan vott. Hún var góðum gáfum gædd og mótaði afstöðu sína til manna og málefna eftir eigin mati, en án allra hleypidóma og öfga. Heim- iili þeirra hjóna var löngum róm að fyrir gestrisni og myndarskap og þaðan gekk enginn bónleiður, sem einhvers þurfti með. Ég, sem þessar línur skrifa, var á heimili þeirra tíður gestur hjá frændum og vinum, ég mun ávallt minnast þeirra stunda með þakklæti og virðingu. Ég tel það hafi verið mér mikil gæfa að hafa notið langrar vináttu svo göfugrar heiðurskonu, sem Krist ín var. En eiginmanni hennar, börnum hennar og öðrum vin- um, sem nú saka hennar, stafar líka birta og ylur frá minning- um góða eiginkonu og móður. Ég vil votta manni og börn- um hennar einlæga samúð í þeirra djúpu sorg, sérstaklega hinum aldraða manni hennar, sem varð fyrir því áfalli að missa son sinn, Aðalstein, sem fórst með togaranum Júlí, þann 8. fe- brúar síðastliðinn, 27 ára að aldri, var hann mesti myndarmaður, duglegur og reglusamur og drengur góður, eins og vænta mátti um grein af svo góðum stofni. Ég vil svo að endingu færa hinni látnu mína hjartans þökk fyrir einlæga vináttu og tryggð á lífsleiðínni. Vinur. rætt og mun svo verða fram- vegis. — Læknarnir tveir voru fjarri því að vera sammála um mikilsverð atriði. Björn telur, að fólk eigi að eta jurtafæðu, þ. e. grænmeti og ávexti en forðast sem mest kjöt og fiskát. Fæða úr dýraríkinu sé óholl og óeðli- leg, þar sem telja megi liklegast að mannskepnan hafi í upphafi verið jurtaæta. En einkum telur hann óhæfu og afaróhollt að eta hvítan sykur og hvítt (þ. e. af- hýtt) hveiti, en við íslendingar borðum mikið af þeirri fæðu. Dr. Óskar taldi ekki skaðlegt að eta kjöt og fisk í hófi, maður- inn væri sennilega rándýr í upp- hafi á það bentu vígtennur og sterkir kjálkar í hauskúpum er fundist hafa af frummönnum. Hann taldi óhentugt og nær ó- mögulegt fyrir okkur hér að gerast jurtaætur eingöngu, enda þótt grænmeti og ávextir væru holl og góð fæða. Taldi hann fæðu þá er íslendingar borða nú holla og góða, aðeins yrðu þeir að forðast að eta of mikið og safna þannig offitu, sem væri hættulegt og óþægilegt. Frú Svava var algerlega með því, að nota aðeins, jurtafæðu og deyða enga skepnu til mann- eldis. Óneitanlega væri þetta, siðferðilega æskilegast. Frú Ingibjörg taldi fæðu þá er nú er notuð hér ágæta, ef hún væri vel tilbúin, hæfilega soðin og hæfilega blönduð. Mjög margt fleira athyglisvert kom fram í þessum útvarpsumræðum en þó fátt, sem maður hefur ekki heyrt áður um talað eða lesið. — Ég er hræddur um að mörgu þurfi að breyta hér á landi, — þessu kalda og gróðurlitla landi — áður en við getum lifað á græn- meti og ávöxtum eingöngu og þurfum ekki að leggja á okkur það leiðinlega og ógeðslega verk að aflífa skepnur til þess að éta þær. Mjólk töldu allir nauðsynlega til manneldis. En til þess að fá mjólk þarf að hafa kýr og með er spurn: Hvað á að gera við alla kálfana? Það yrði fljótt að fjölga í fjósunum, ef engan kálf mætti deyða. Leikritið „Stúlkan og her- mennirnir" eftir Gino Pugnetti, sem er ítalskt skáld, hafði marga góða kosti sem útvarps- leikrit. Það var vangaveltulaust og vel samið og lýsti vel fólkinu er um fjallaði. Auk þess var það stutt, stóð aðeins klukkutíma. Þýðandi þess er Helgi J. Hall- dórsson, leikstjóri Helgi Skúla- son og var ágætlega með leik- ritið farið af færum leikurum. Stefán Jónsson fréttamaður útvarpsins talaði um daginn og veginn. Kvað hann blöðin nú þegar farin nota ljótt orðbragð vegna komandi alþingiskosn- inga Þetta væri bagalegt, því nú þyrftum við á samheldni að halda. Við ættum I rauninni í stríði við stórveldi, þ. e. land- helgisstríði við Breta. Fannst ræðumanni furðulegt að tala um friðsamleg skipti við þá þjóð er bryti landslög vor þar eð lög vor um 12 mílna landh. séu fullk,- lega réttmæt. (Mig langar til að skjóta þvi hér inn í: Af hverju tókum við þá ekki allt land- grunnið með einhliða lögum?) Ræðumaður vill láta báta okkar (varðskip) taka eða reyna að taka landhelgisbrjóta, þrátt fyrir hótanir Breta um að skjóta þá niður. Sjálfsagt myndu Bretar fá andúð margra þjóða ef þeir dræpu nær varnarlausa ísl. lög- reglumenn, en gæta ber þess, að slíkar fórnir yrðu aldrei að eilífw bættar. Ég hef ekki trú á mann- fórnum né blóðugum bardögum, slíkt er siðlaust framferði þótt það vofi enn þá yfir mannkyn- inu. Við verðum að reyna að sigra í landhelgismálinu að lög- um með því að sanna réttmætar kröfur okkar en ekki, eins og Stefán Jónsson virðist vilja, með því að hrekja okkar dugmiklu og djörfu varðskipsmenn út í opinn dauðann. Slíkt tjón væri hörmulegt; langt um verra en allur fiskifloti Stóra-Bretlands innan landhelgi okkar enn um hríð. „Bretar í landhelgi“ nefnist erindi er Júlíus Havsteen, fyrr- um sýslumaður flutti í útvarp 29. apríl. Hefur Havsteen jafnan látið landhelgismál okkar mikið til sín taka og verið manna á- kveðnastur í því að heimta rétt okkar til aukinnar fiskilögsögu. Þetta útvarpserindi var hvöss og ákveðin ádeila á Breta fyrir framkomu þeirra og ásælni fyrr og síðar, einkum nú eftir að stjórn vor ákvað landhelgina 12 sjómílur. Mál þetta er nú kom- ið áþaðstig að við verðum að drepa eða drepast í því, getum aldrei snúið aftur. Verðum að berjast fyrir því að allt land- grunnið verði friðað fyrir er- lendum fiskiskipum. Bretar hafa komið verr og hrokalegar fram í þessu máli en nokkurn gat grunað að óreyndu. Viðtal vikunnar, \ ar í síðasta sinn sama dag. Sig. Benediktsson talaði við frú Sigríði Björnsdótt- ur, 78 ára konu, er lífið hefur leikið grátt. Hún talaði af still- jngu og rólega um sína miklu harma og var ræða hennar lær- dómsrík að mörgu leyti. Hún hefur unglega rödd og virðist ó- brotin og vongóð, þrátt fyrir allt. Hefur sjálfsagt verið gefið mikið þrek og rólyndi. í tilefni af 60 ára afmæli Jóns Leifs tónskálds var útvarpað á- varpi dr. Hallgrims Helgasonar og tónlist eftir Jón. Sagði dr. Hallgrímur að Jón Leifs væri fyrsti maður er samið hefði al- íslenzkt tónverk og bar mikið lof á hann fyrir afrek á því sviði. Um tónlist er ég ekki fær að dæma, enda hafa aðrir gert það hér í þessu blaði. Ég vil aðeins árna honum allra heilla og þakká honum góðan kunnings- skap. Hannes J. Magnússon skóla- stjóri las upp úr bók sinni fal- lega og hugljúfa minningu um vornótt í Skagafirði, er hann í bemsku vakti yfir túninu heima á æskuheimilinu, Torfmýri í Blönduhlíð. Ég þekki þessar ó- gleymanlegu nætur þar nyrðra, þær gleymast engum, og eins og Hannes sagði, dásemdum þeirra verður ekki lýst með orðum. Þorsteinn Jónsson. Hvort sem bifreiðin er ný eða gömul stuðlar regluleg smurning að auknu öryggi í akstri og minni viðhajdskostn- aði. Smurstöðvar vorar við Reykjanes- og Suðurlandsbraut, eru búnar fullkomn- ustu tækjum til smurninga á bifreið- um. Þar fáið þér vandaða smurningu á öllum slitflötum og samviskusam- lega athugun á ýmsum öðrum hlutum bifreiðarinnar, er þurfa eftirlits við. Látið ekki bifreiðina falla í verði sök- um vanhirðu. Látið því smyrja hana að staðaldri á smurstöðvunum við Reykjanes- og Suðurlandsbraut. 'SHELLl KsWÍ/zJI OLÍUFÍLACID SKLLJUNCUR H.F. MIR FYRIRLESTUR MIR í kvöld flytur prófessor DMITRIJ MARTYNOV fyrirlestutr með skuggamyndum um: Cerfihnetti og geymfarir Fyrirlesturinn verður fluttur í samkomusaLnum að Þingholts- stræti 27, kl. 20,30. Fyrirlesturinn verður túlkaður á íslenzku. Á eftir fyrirlestrinum verður sýnd stutt kvikmynd um „spútníkana“. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis M.Í.R. Reykjavíktwdeild

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.