Morgunblaðið - 06.05.1959, Síða 14

Morgunblaðið - 06.05.1959, Síða 14
14 MORCUNBLAfílÐ Miðvikudagur 6. mai 1959 - Var konungkjörið „forn- heilagi"? Úr ræ&u Sigurbar Bjarnasonar Framh .af bls. 13 málum sínum. JÞeir erfiðleikar, sem orðið hefur vart á síðustu árum í finnskum stjórnmálum, spretta ekki af kosningafyrir- komulagi landsins, heldur af ut- anríkispóiitískum ástæðum og xiábýiinu við voiduga einræðis- þjóð. Bretar og Bandaríkjamenn hafa að vísu talið sér henta bet- ur að halda í meiri hluta kosn- ingu í einmenningskjördæmum. En þar gegnir allt öðru máii en hér. Fóiksfjöldi í hverju ein- stöku kjördæmi er þar svo mik- ill, að kostir meirihluta kosning- arinnar njóta sín miklu betur heldur en í örfámennu þjóðfélagi, eins og hinu íslenzka. Framsókn sveik ein- menningskjördæmin Annars fer því víðs fjarri að Framsfl. hafi verið trúr þeirri steínu sinni að vilja skipta land- inu í einmenningskjördæmi. Inn- an Sjálfstfl. hafa einmennings- kjördæmin lengstum átt mikið fylgi. En Sjálfstæðismenn hafa bundið fylgi sitt við þau því Skilyrði, að sama kosningafyrir- kcmulag gilti um allt land, að Reykjavík og hinum stærri kaup Stöðum og þéttbýli yrði þá einn- ig skipt upp í einmenningskjör- dæmi með meirihluta kosningu. En á það hafa Framsóknarmenn aldrei viljað fallast. Sjálfur álít ég, að einmenn- ingskjördæmin með meirihluta kosningu hafi ýmsa kosti, en þau hafa einnig stóra galla, eins og reynsla þjóðarinnar sýnir glögglega á síðari árum. Sýsluskiptingin og kjördæmin Hv. þm. Framsfl. hafa mjög haldið því fram, að núv. kjör- dæmaskipun væri „fornhelg" og byggðist á sögulegri þróun sýslna og héraðastjórna. En þessi staðhæfing er ekki í neinu samræmi við staðreynd- irnar. Kjördæmaskipunin er fyr- ir löngu gersamlega klofin frá sýsluskipuninni. Á það má einn- ig benda, að gamla sýsluskipting- in, er á marga lund miklu lík- ari þeirri kjördæmaskipun, sem nú er verið að lögleiða heldur en núverandi kjördæmaskipun. — Þetta sést greinilega ef litið er á sýsluskipíinguna eins og hún var á 14. öld. En þá skiptist land- ið í 9 sýslur, skv. því sem hinn ágæti fræðimaður, dr. Jón Jó- hannesson prófessor segir í riti sínu: Saga íslendinga. Segir dr. Jón, að þær hafi skipzt skv. eft- irfarandi mörkum: „1) Mílli Hrútafjarðar og Siglu- fjarðar (Húnavatns- og Hegranesþing). 2) Milli Siglufjarðar og Hel- kunduheiðar (Vöðla- og Þingeyjarþing) 2) Milli Helkunduheiðar og Lónsheiðar (Múlaþing) 4) Milli Lónsheiðar og Jökuls- ár (Skaftafellsþing) 5) Milli Jökulsár og Þjórsár (Rangárþing) •) Milli Þjórsár og Botnsár (Árnesþing og Kjalarnes- t>ing) 7) Milli Botnsár og Langár (Þverárþing) 8) Milli Langár og Þorskafjarð- arár (Þórsnesþing) 9) Milli Þorskafjarðarár og Hrútafjarðarár (Þorska- fjarðarþing).“ Af þessari upptalningu sést það greinilega, að væntaplegt Vestfjarðarkjördæmi og bæði Norðurlandskjördæmin samkv. frv. sem hér liggur fyrir ná yfir nákvæmlega sömu svæði og hin- ar gömlu sýslur náðu á 14. öld. Siðan hafa margvíslegar breyt- ingar orðið á sýsluskiptingunni. Var konugkjörið „fornhelgt“? En kjarni málsins er, að það er hið erlenda konungsvald, sem ræður hinni fyrstu björ- dæmaskipun hins endurreista Alþingis. í samband við tal Framsókn- armanna um hin „fornhelgu" kjördæmi, sem konungsvaldið ákvað með tilskipuninni um end- urreisn Alþingis, má benda á það, að þegar konungkjörið var afnumið og landskjörið tekið upp árið 1915, minntist enginn á að konungkjörið væri „fornheilagt“, enda þótt það hefði verið ákveð- ið um leið og Alþingi var endur- reist árið 1845. Enginn minntist heldur á það þá, að réttur karl- manna til þess að neyta kosn- ingaréttar einir væri „fornhelg- ur“ og af þeirri ástæðu mættu konur ekki öðlast kosningarrétt. En með stjórnskipunarlögunum frá 1915 var konum veittur kosn- ingaréttur og þar með náð merkum áfanga á þróunarbraut íslenzks lýðræðis. Af þessu sést það enn, hversu orðræður Framsóknarmanna um að kjördæmaskipunin frá 1845, sem byggðist á konunglegri til- skipun sé „fornhelg" og að við hornsteinum hennar megi ekki hrófla eru rakalitlar. Réttur strjálbýlisins Framsóknarmenn segja, að sú kjördæmaskipun, sem lagt er til að verði upptekin, í þessu frv. feli í sér ranglæti gagnvart strjál býlinu. í þessu sambandi við ég benda á það, að þegar athuguð er kjós- endatalan á bak við hvern þm. í hinum væntanlegu kjördæmum, miðað við síðustu kosningar, kemur það í Ijós, að í strjálbýl- inu verða fæstir kjósendur um hvern þm. 1 Austurlandskjör- dæmi verða t. d. 1143, Vestfjarða kjördæmi 1167, Norðurlands- kjördæmi vestra 1175 og Vestur- landskjördæmi 1256 um hvern þingmann. Hins vegar verða 1425 kjósendur um hvern þm'. I Suðurlandskjördæmi og í Norð- urlandskjördæmi eystra 1815, en í því kjördæmi er Akureyri. 1 Reykjaneskjördæmi verða 2180 um hvern þm. og í Reykjavík 3133 kjósendur um hvem þm. Af þessum tölum verður það ljóst, að því fer svo fjarri að gengið sé á hlut strjálbýlisins með hinni nýju kjördæmaskip- an. Þvert á móti er gert ráð fyr- ir, að fólkið i strjálbýlustu hlut- um landsins hafi allt að því þre- faldan atkvæðisrétt á við kjós- endur í Reykjavík. Er það einn- ig mín skoðun að réttlátt sé og eðlilegt að strjálbýlið hafi hlut- fallslega fleiri fulltrúa en þétt- býlið, sem hefur að mörgu leyti betri aðstöðu. Er sú stefna einn- ig viðurkennd í þessu frv., Sú staðreynd liggur nú einnig fyrir að Framsóknarmenn hafa sjálfir lagt til að Reykjavík fái jafnmarga þm., eins og gert er ráð fyrir í því samkomulagsfrv., sem hér liggur fyrir frá þremur stjórnmálaflokkum. Eftir það, að Framsóknarmenn hafa sjálfir flutt till. um sömu fulltrúatölu höfuðborgarinnar, geta þeir naumast haldið því fram, að með slíkum tíll. sé verið að ganga stórkostlega á hlut fólksins í strjálbýlinu. Sannleikurinn um st j órnarskráirnefnd Hv. þm. Strandamanna deildi mjög á starfsháttu stjskrn., sem skipuð var eftir stofnun lýðveld- isins árið 1944. Taldi hv. þm. að allir flokkar hefðu verið sam- mála um endurskoðun stjórnar- skrárinnar og henni hefði átt að geta verið lokið fyrir löngu. — Kenndi hann formanni nefndar- innar hv. 1. þm. Reykvíkinga, Bjarna Benediktssyni, um það að nefndin hefði gefizt upp við hlut verk sitt. Hv þm. Strandamanna hefur í þessari frásögn sinni hallað sann- leikanum mjög. Sannleikurinn er sá, að fulltrúar Sjálfstfl. lögðu í nóv. 1952 fram till. í stjskrn. um breytingar á stjórnarskránni og þar á meðal tjáðu þeir sig fúsa til samninga um nýja kjör- dæmaskipun, hvort heldur væri á grundvelli einmenningskjör- dæma um land allt eða hlutfalls- kosninga í nokkuð stórum kjör- dæmum. Þegar Sjálfstæðismenn höfðu lagt þessa till. fram varð um það samkomulag í nefndinni, í samráði við ríkisstj. Steingríms Steinþórssonar, sem þá fór með völd, að áframhaldandi starf nefndarinnar væri þýðingarlaust, á meðan ekkert samkomulag fengist um kjördæmaskipunina. Var þá ákveðið að nefndin skyldi koma saman til fundar, jafnskjótt og einliver einn nefnd- arm. óskaði. Engin ósk hefur allt til þessa dags borizt um það að kvatt yrði til fundar \ stjórnar- skrárnefnd. Samkomulagið um að nefndin skyldi hætta störf- um var staðfest af Steingrími Steinþórssyni, þáv. forsætisráðh. með því að hann tilnefndi engan mann í stað Ölafs prófessors Jó- hannessonar, sem sagði sig úr nefndinni um áramótin 1952 og 1953. Frá þessu er greinilega skýrt í nál. meiri hl. stjskrn. Nd. um þetta frv. og sé ég ekki ástæðu til þess að rekja þá sögu þessa máls frekar hér. Annars má benda á það, að þegar vinstri stjórnin var mynd- uð undir forystu hv. þm. Stranda manna í júlí 1956, ákváðu stuðn- ingsílokkar hennar að þeir skyldu reyna að leysa rnálið með samningum sín á milli, en ekki innan stjskrn. undir forystu vara formanns Sjálfstfl. En einnig þetta loforð sitt sveik síðasta ríkisstjórn hv. þm. Stranda- manna. Framsókn þvældist fyrir Kjarni málsins er auðvitað sá, að samkomulag um endurskoðun stjórnarskrárinnar hefur ekki náðst vegna þess að við Framsfl. hefur ekki verið hægt að ná neinum samningum um kjör- dæmamálið. Hann hefur jafnan reynt að þvælast fyrir réttlátri lausn þess máls og þá ekki hirt um, þó að það bitnaði á heild- arendurskoðun stjórnarskrárinn- ar. Það situr því vissulega illa á hv. þm. Strandamanna að fár- ast nú yfir því að andstöðuflokk- ar Framsfl. hafi hindrað endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Fram sóknarfl. ber þar langsamlega mesta ábyrgð. Hv. þm. Strandamanna lét einn ig liggja á því, að stækkun kjör- dæmanna og upp.aka hlutfalls- kosninga hafi fyrst og fremst það markmið að draga úr opinberum framlögum til framkvæmda í strjálbýlinu. Þetta sögðu hv. Framsóknar- menn líka, þegar hlutfallskosn- ingarnir voru teknar upp í tvímenningskjördæmunum árið 1942. Þá sögðu þeir að lækka ætti framlög til vega, brúa, og annarra verklegra framkvæmda í þágu landbúnaðarins, strax og búið væri að koma á hlutfallskosn- ingunum. En hvað segir reynslan í þess- um efnum? Ég minntist á það hér áðan. Almenningur í tvímenn ingskjördæmunum mun nú yfir- leitt sammála um það, að aldi'ei hafi verið haldið betur á málum héraða þeirra en einmitt siðan hlutfallskosningarnar voru tekn- ar upp. Framlögin til verklegra framkvæmda f framhaldi af fullyrðingu sinni um það, að kjördæmin væru stækkuð og hlutfallskosningar teknar upp til þess að draga úr f j árframlögum til verklegra fram kvæmda í sveitunum, endurtók hv. þm. Strandamanna svo full- yrðingu sina og annarra Fram- sóknarmanna um það, að núv. ríkisstj. og þeir aðrir sem staðið hafa að afgreiðslu fjárlaga, hefðu beitt sér þar fyrir stórfelldum niðurskurði á fjárveitingu tii verklegra framkvæmda. Ég hélt að Framsóknarmenn mundu láta sér nægja að halda þessari blekk- ingu fram, áður en fjárlög voru afgreidd, áður en þjóðin sæi fram an í svip fjárlaganna. En jafnvei nú, eftir að alþjóð veit, hvernig fjárlögin líta út, og hvernig hag- að er fjárveitingum til einstakra framkvæmda, halda Framsóknar - menn áfram að halda fram ger- samlega ósönnum fullyrðingum um það, að dregið hafi verið stór- kostlega úr framlögum til nauð- synlegra framkvæmda í sveitum landsins. Allir hv. þm. vita, að fjárfram- lög til vega og brúa hafa t. d. ekki verið skorin niður um einn eyri, fjárframlög til hafna og lendingabóta hafa verið hækkuð og þar að auki tryggt lán til þess að vinna að hafnarframkvæmd- um á skipulegri hátt og í stærri stíl en unnt hefur verið undan- farin ár. Allir hv. þm. vita líka, að tryggt hefur verið lán til þess að halda í horfinu með raforku- framkvæmdir og tryggja fram- kvæmd 10 ára rafvæðingaráætl- unarinnar, sem fyrrv. ríkisstj. undir forystu hv. þm. Stranda- manna vanrækti mjög. Kom sú vanræksla m. a. fram í því, að Játið var undan fallast að leggja raforku til 232 sveitabýla, sem áttu að hafa fengið rafmagn skv. rafvæðingaráætluninni fyrir árs- lok 1958. Það gefur svo góða hugmynd sem andlegt ástand Framsóknar- manna um þessar mundir, að háttv. þm. Strandamanna, hélt því einnig fram, að það sýndi „þrælslund" að hv. 2 þm. Skagf. Jón Sigurðsson skyldi leyfa sér að minnast á það í útvarpsum- ræðum í Nd. um dagir.n, að ís- lenzkum bændum gæti verið gagn leg samvinna við fólkið í strjál- býlinu í stað þess að láta ein- angra sig og fá þannig miklu verri aðstöðu til þess að koina málum sínum fram. Ég er sannfærður um það að mikill meirihluti bænda í öll- um landshlutum vill eiga góða samvinnu við fólkið við sjávar- síðuna, og telur það miklu væn- legra til þess að skapa nauðsyn- legan skilning á þörfum og hags- munum sveitanna. En Framsókn- armenn hafa alltaf reynt að ala á úlfúð og illindum milli sveita fólksins og almennings í sjávar- þorpum og kaupstöðum landsins. Slíkt er vissulega síður en svo til þess fallið að bæta aðstöðu þess. Ummæli Jóns á Reynistað í útvarpsumræðunum áttu því við fyllstu rök að styðjast. — Það sýnir líka seka samvizku Fram- sóknarmanna, að þeir hafa undan farnar vikur látið Tímann halda uppi taumlausum árásum á þenn- an merka bónda og héraðs- höfðingja fyrir hina rökföstu út- varpsræðu hans við 1. umræðu kjördæmafrv. Hefur þetta gengið svo langt að forystugrein Tímans hefur verið nokkurs konar fram- haldssaga um Jón á Reynistað og ræðu hans. Mun það enn sanna það, sem flestir vissu að vísu áður, að hann er einn raunsæjasti for- ustumaður íslenzkra bænda í dag. Fyirri afstaða til hlut- fallskosninga Þá fjölyrti hv. þm. Btrand. mjög um það, að Sjálfstæðismenn hefðu, á undanförnum árum lýst því yfir að hlutfallskosningar i stórum kjördæmum kæmu ekki til greina. Þessi ummæli hv. þm. hafa við lítil rök að styðjast. Ýms ir af þm. Sjálfstfl. hafa í ræðu og riti rætt um kosti stórra kjör- dæma með hlutfallskosningu, þ. á. m. hv. þm. A-Húnv. Jón Pálmason, sem fyrir mörgum ár- um ritaði um þetta greinar í víð- lesnustu blöð landsins. Enginn hefur orðið var við það að Jón Pálmason tapaði fylgi, hvorki í Austur-Húnavatnssýslu né í öðr- um landshlutum, enda þótt hann hafi rætt þetta mál af fullri hreinskilni og lýst sig fylgjandi þvi kosningafyrirkomulagi fyrir mörgum árum, sem nú á að lög- taka. Svipuðu máli gegnir um hv. 7. þm. Reykv. Gunnar Thorodd- sen, sem einnig hefur í ræðu og riti mörg undanfarin ár haldið mjög fram kosti hlutfallskosning- anna. Breytt afstaða Hermanns til Alþýðuflokksins Hitt er svo annað mál, að auð- vitað breytist afstaða manna til einstakra þjóðmála oft á skemmri tíma en liðinn er síðan 1942, er kjördæmaskipuninni var síðast breytt. Síðan hefur það m. a. sann azt áþreifanlega, að ómögulegt er að ná neinu samkomulagi við Framsóknarflokkinn um heil- brigða og réttláta kjördæmaskip- un, hvorki um að skipta öllu land inu í einmenningskjördæmi né aðra skipan. Mér heyrðist einr.ig á ræðu hv. þm. Strand. hér á laugardaginn, sem afstaða hans til manna og málefna í íslenzkum stjórnmál- um, hefði af ýmsu leyti breytzt ekki óverulega, jafnvel á skemmri tíma en 17 árum, sem liðin eru síðan síðasta kjördæma- breyting * var samþykkt. Hann talaði allt öðru vísi um sam- starfsflokk sinn og bandalags- flokk frá kosningunum 1956, Alþfl., í ræðunni á laugardaginn, en hann talaði um hann vorið 1956. Árið 1956, þegar Framsfl. var að hefja samvinnu við Alþfl. um kosningaundirbúning og rík- isstj., var Alþfl. heilbrigður og góður flokkur, málsvari alþýð- unnar og jafnvel „frjálslyndur umbótaflokkur“. f ræðn hv. þm. Stranð. á laugard. var þessi sami Alþfl. orðinn „vondur“ flokkur, flokkur sem var að deyja og sem flutti þetta ljóta mál inn á Alþ. „til þess að geta lifað“. Hv. þm. Strand. endurtók það, að það ætti ekki að ráða svip stjóraskipunarlaga að „flokk- ur væri að deyja". En það skyldi þó aldrei ráða neinu um afstöðu Framsfl. i kjördæmamálinu að hann sjáU ur vilji lifa, og það góðu lífi með miklu þingfylgi, þrátt fyr ir takmarkað traust mcðal ís- lenzkra kjósenda? Hv. þm. Strand. kallaði Sjálf- stfl. í ræðu sinni „kaupmangara- flokk“. Það er naumast ástæða til þess að svara þessum ummælum hv. þm. En ástæða er þó til þess að vekja athygli á því að þau eru mælt af manni, sem telur það helgustu skyldu sína að standa trúan vörð um mesta auðfyrir- tæki landsins. Það er víst enginn hætta á því að þessi hv. þm. og flokkur hans verði kenndur við „kaupmang", „brask“, eða „her- mang“, jafnvel ekki með olíu á Kef la víkurflugvelli.! Hv þm. Barðstrendinga sagði í sinni ræðu hér á laugardag að ekki væri hægt að gæta hags- muna fólksins í litlu kjördæm- unum, eftir að hlutfallskosning hefði verið tekin upp i stórum kjördæmum og það fólk, sem nú á heima í einmenningskjördæm- Frh. á 17. Ræða Jóns á Reynistaðj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.