Morgunblaðið - 06.05.1959, Síða 22
22
MORCUHBLAÐIÐ
Miðvikudagur 6. maí 1959
F.H. mætir Þjóðverjum í kvöld
f KVÖLD fer fram að Háloga j er leikur þeirra gegn fslands-
landi næstsíðasti leikur þýzku meisturum FH.
handknattleiksmannanna frá Leikur Þjóðverjanna við KR
Hamborg, en sennilega sá sem I var afar tvísýnn, Þjóðverjarnir
áhorfendur að Hálogalandi bíða
með mestri eftirvæntingu. Það
Knattspyrnudóm-
arafélag
Suðurnesja
Kiattspyrnudómarafélag Suð-
u -nesja var stofnað í Keflavik
í gærkvöldi. Þeir Grétar Norð
fjörð og Guðbjörn Jónsson frá
Knattspymudómarafél. Rvík-
ur komu til Keflavíkur og
7»eittu sér fyrir stofnun félags
þessa. Meðlimir félagsins eru
allir starfandi knattspyrnudóm
arar á Suðurnesjum.
í stjóm voru kosnir Magnús
Gíslason form., Hörður Guð-
mundsson og Sigurður Stein-
dórsson meðstjórnendur, Bogi
Þorsteinsson varamaður. Að
kosningum loknum flutti Guð
björn Jónsson mjög fróðiegt er
indi um störf knattspyrnudóm
ara og reynslu sína í þeim efn
um. Ennfremur svöruðu þeir
Grétar og Guðbjörn fyrirspurn
um og útskýrðu knattspyrnu-
lögin. — B.Þ.
urðu þá að láta í minni pokann
fyrir því ísl. liði, sem áðeins tap-
aði einum leik í fslandsmótinu
nýafstaðna. Er KR fyrsta ísl. lið-
ið sem vinnur erlent lið í fullum
leik að Hálogalandi.
í leikjum sínum í hraðkeppn-
inni ollu Þjóðverjarnir nokkrum
vonbrigðum. En gangur hrað-
keppna er oft þannig að sterk lið
falla snemma út. Það sama kom
fyrir t.d. KR og ÍR.
Öllum er í fersku minni hinn
glæsilegi sigur Hafnfirðinga á ís-
landsmótinu — og hraðkeppninni
á dögunum. Víst er að þeir munu
einskis láta ófreistað til að ná
ekki síðri árangri en KR — og
það er einmitt það sem tryggir
að leikurinn í kvöld verður án
efa skemmtilegur.
Sigurvegararnir í I. flokki Páll Eiríksson, Steinar Erlendsson
og Einar Sigurðsson.
Víðavangshlaup F.H.
Víðavangshlaup Hafnarfjarð,ar 1
VÍÐAVANGSHLAUP Hafnar-
fjarðar var haldið sumardaginn
iyrsta, en til slíks hlaups hefur
ekki verið efnt síðastliðin 20 ár.
Hlaupið hófst við Barnaskóla
Hafnarfjarðar, hlaupið var upp
Tjarnarbraut inn á Reykjanes-
braut eftir henni niður hjá íshúsi
Reykdals, niður Lækjargötur og
og endað við Barnaskólann. Leið
in var alls um 1800 m.
Frjálsíþróttadeild FH stóð
fyrir hlaupi þessu. Keppt var í
3 aldursflokkum. 1. flokkur 17
ára og eldri. II. flokkur 14—16
ára og III. flokkur 13 ára og
yngri. Þátttakendur voru 55, og
er þvílíkur fjöldi óvenjulegur í
víðavangshlaupi. En það, að gefa
hinum yngstu tækifæri til að
spreyta sig eykur áhugann mjög
og er þetta gott fordæmi. Von-
andi verður þessu fram haldið og
þátttakendur mun örugglega
ekki vanta. Áður en hlaupið
hófst lék Lúðrasveit Hafnarfjarð
ar nokkur lög. Úrslit í einstök-
um flokkum urðu þessi:
Elzti flokkur 17 ára og eldri:
1. Steinar Erlendsson FH 5:07,2.
2. Páll Eiríksson FH 5:21,2.
3. Einar Sigurðsson FH 5:28,1.
4. Erling Georgsson SH 5:47,7.
Steinar sigraði þarna örugg-
lega og leiddi allt hlaupið utan
fyrstu 100 m. enda í góðri þjálf-
un, og nær efalaust góðum ár-
angri í sumar. í þessum flokki
flokki var keppi um bikar er
Stefán Jónsson, forstjóri, gaf.
II. flokkur, 14—16 ára:
1. Þórarinn Ragnarss. FH 5:34,2.
3. Guðm. Kristjánsson FH 5:42,5.
3. Rögnv. Hjörleifss. FH 5:49,5.
4. Viðar Símonarson FH 6:00,6.
Þórarinn leiddi allt hlaupið.
Keppt var um bikar er Hafsteinn
Sveinsson langhlaupari, gaf.
III. flokkur 13 ára og yngri:
1. Trausti Sveinbj.ssT FH 4:24,6.
2. Geir Hallsteinsson FH 4:27,3.
3. Ingvar B. Friðleifss. FH 4:32,9.
Vegalend þessa flokks var
nokkru styttri, eða um 1400 m.
Mest þátttaka var í þessum
flokki. Margir hlupu og þarna
meira af áhuga en mætti. En
þessi flokkur var skemmtilegast-
ur, og yngsti þátttakandinn að-
eins 5 ára. Keppt var um verð-
launagrip er íþróttamennirnir
Ragnar, Bergþór og Ingvar gáfu.
Þetta víðavangshlaup Hafnar-
fjarðar var um margt til fyrir-
myndar og stjórn þess góð.
Hlaupið hófst á auglýstum tíma
og hvergi dauðir púnktar, en líf
og fjör allan tímann. Þetta mætti
taka til athugunar á öðrum stöð-
Eldur íverksmiðju
VESTMANNAEYJUM, 5. maí': —
Það hafði litlu munað í nótt, að
illa færi í fiskmjölsverksmiðj-
unni hér við Vestmannaeyjahöfn.
Olíurör við olíukyndingu hafði
sprungið, eldur komizt í oliuna
og virtist sem stórbruni væri yf-
irvofandi. Dæla sem var nærtæk
í verksmiðjunni, kom í veg fyrir
að allt færi í bál, og litlu síðar
kom slökkviliðið á vettvang og
tókst fljótlega að ráða niður-
lögum eldsins. Bj. Guðm. !
um. Þetta sýndi og, að ekki þarf
endilega að hafa einhverja af-
reksmenn til að gera mót
skemmtileg, heldur góða stjórn,
áhuga og að gefa sem flestum
tækifæri að keppa. Til hamingju
með þetta framtak frjálsíþrótta-
menn í FH og haldið svo fram
stefnunni.
Margir ætla að ferðast
með Páli í sumar
FERÐASKRIFSTOFA Páls Ara-
sonar mun efna til margra ferða
um hina ýmsu hluta landsins í
sumar. Þann 23. maí verður m.a.
lagt upp í 10 daga ferð umhverfis
landið. Farið verður til Horna-
fjarðar, yfir Jökulsá á Breiða-
merkursandi, e.t.v. út í Papey,
en þar er mjög skemmtilegt að
koma á þessum tíma árs, um
Fljótsdalshérað, Möðrudal, Mý-
vatn og til Akureyrar — og sem
leið liggur til Reykjavíkur.
• ★ •
Á uppstigningardag verður far
ið í Krýsuvík, Ögmundarhraun
— til Grindavíkur og út á
Reykjanes. Er hér um að ræða
nýja leið, sem sjaldan hefur ver-
ið farin áður.
Hópferð hesta-
maima á uppstign-
ingardap;
REYKJUM, 5. maí. — Hópferð
hestamanna úr Reykjavík verð-
ur að Hlégarði á Uppstigningar-
dag, og ef að líkum lætur, má
búast við fleiri hundruð hesta-
mönnum í þeirri ferð. Kvenfélag
Lágafellssóknar hefir kaffiveit-
ingar í félagsheimilinu fyrir gest-
ina, en hestamenn héðan úr
sveitum fara til móts við hópinn
og fylgja komumönnum úr hlaði.
Þessi fasti liður í starfi hesta-
manna er ákaflega vinsæll og
jafnan verið mjög mikil þátt-
taka. — Þennan sama dag mun
kvenfélagið halda bazar og eru á
honum fjöldi ágætra muna, aðal
lega handavinna félagskvenna.
Verður því þarna margt eigu-
legra muna, sem m.a. gestirnir
munu hafa ríkan hug á að eign-
ast. — J.
Um Hvítasunnuna ráðgerir
ferðaskrifstofa Páls þrjár ferðir:
Á Snæfellsjökul, til Stykkis-
hólms og Breiðafjarðareyja og á
Eiríksjökul og í Surtshelli.
Þegar blaðið átti tal við Pál
Pál Arason í gær skýrði hann svo
frá, að þegar hefðu margir pant-
að far í Snæfellsnesferðina áður
en hún var auglýst. Allt benti til
þess, að óvenjumikið yrði ferðast
út á land og um óbyggðir í sum-
ar, e.t.v. sumpart vegna þess hve
lítil gjaldeyrisyfirfærzla hefur
verið fáanleg undanfarin ár til
ferðalaga erlendis. Benti hann á,
að í Öræfaferðinni um páskana
hefði verið 121 þátttakandi.
Banialeikvöllur
á Hvolsvelli
HVOLSVELLI, 3. maí. — Fyrir
forgöngu nokkurra áhugasamra
manna á Hvolsvelli var hafizt
handa um á sl. sumri að afgirða
svæði í miðju þorpinu er ætlað
skyldi til barnaleikvallar. Jafn-
framt hét hreppsnefndin stuðn-
ingi sínum með fjárframlag til
efniskaupa varðandi girðingar og
leiktæki. Sl. mánuð var unnið
af kappi við smíði á leiktækjum,
svo sem rólum, hringjum, „vega-
söltum“, sandkössum og að ó-
gleymdri rennibraut. Eru flest
þessara leiktækja komin á sinn
stað og verið tekin í notkun. Er
barnaleikvöllur þessi til hins
mesta sóma fyrir forystumenn
hans og hreppsnefndina. Geta
skal þess að öll vinna hefur verið
unnin af sjálfboðaliðum er sýnt
hafa framúrskarandi ósérhlífni
og dugnað.
— Fréttaritari.
Blaðagreinar Jóns Sigurðssonar
gefnar út á 150 ára afmœli hans
Þáltill. þess efnis á Alþingi
í GÆR var tekin til umræðu í
sameinuðu þingi þingsályktunar-
tillaga um útgáfu á blaðagrein-
um Jóns Sigurðssonar. Tillaga
þessi er flutt af formönnum þing
flokkanna, þeim Emil Jónssyni,
Bjarna Benediktssyni, Eystelni
Jónssyni og Einari Olgeirssyni.
Er tillagan á þessa leið:
Alþingi ályktar, að gefið skuli
út safn blaðagreina eftir Jón Sig
urðsson forseta, er komi úr árið
Áfta firmu berjast um
bikar í handknattleik
Á UPPSTIGNINGARDAG verð-
ur efnt til ,,firmakeppni“ í hand-
knattleik. Er það HSÍ sem stend-
ur að keppninni og gerir það í
fjáröflunarskyni við utanferð ísl.
landsliðsins í kvennaflokki sem
fer utan til þátttöku í Norður-
landamóti í handknattleik í sum-
ar. —■
Átta firmu taka þátt í þessari
ekppni, sem hefst kl. 8 síðdegis
og lýkur um kl. 11 það kvöld.
Er aðeins keppt í karlaflokki —
— en stúlkurnar fá að njóta á-
góðans sem fyrr segir.
Þegar hefur verið dregið hvaða
lið leika fyrir hvert firma og
Haraldur Árnasonar (ÍR) gegn
Samvinnutryggingum (Valur).
3. leikur Dairy Queen (Víking-
ur) gegn Sindra h.f. (Fram) og
4. leikur Álafoss (Afturelding)
gegn Teiknistofunni Tómasar-
haga 31 (KR).
Leiktími í þessari keppni er
2x10 mín. og stendur keppni
milli firmanna um bikar sem
gefinn hefur verið.
Hraðkeppni er alltaf óútreikn-
anleg — eins og ýmsir leikir í
nýafstaðinni hraðkeppni sýndu.
Það félag, sem veikast er talið
getur á stuttum leiktíma „staðið
í“ eða sigrað það sem jafnvel
hvernig fyrsta umferðin verður. | sterkast er talið. Sjón er alltaf
1. leikur er H. Benediktsson sögu ríkari í slíkum keppnum og
& Co. (Ármann) gegn Hörpu h.f. þar við bætist að ágóðinn renn-
(Þróttur). 2. leikur Heildverzl. . ur til góðs málefnis.
1961, á 150 ára afmæli hans. Fel-
ur Alþingi ríkisstjórninni að
leita samninga við Menntamála-
ráð íslands um, að Bókaútgáfa
menningarsjóðs standi fyrir út-
gáfunni gegn ríkisstyrk, er nemi
kr. 100000.00 á ári í þrjú ár. Hagn
aður sá, er verða kann af útgáfu
þessari, renni óskiptur í sjóðinn
„Gjöf Jóns Sigurðssonar".
Bjarni Benediktsson fylgdi til-
lögunni úr hlaði í veikindafor-
föllum Emils Jónssonar. Sagði
hann, að eins og kunnugt væri,
yrðu 150 ár liðin frá fæðingu
Jóns Sigurðssonar árið 1961,-
Hefði verið til athugunar, með
hverjum hætti þessa merka'
manns yrði minnzt á verðskuld-
aðan hátt á þessu afmæli. Hefði
nú komið upp sú hugsun, að minn
ast hans með því að gefa út blaða
greinar, sem Jón Sigurðsson rit-
aði, ekki eingöngu í íslenzk blöð,
heldur einnig í erlend.
íslenzkur almenningur hefði
ekki aðgang að þessum greinum,
sem bæði fjölluðu um íslenzk og
erlend málefni. Væri því stór-
mikill vinningur að því að fá
þetta gefið út svo íslendingar
gætu kynnzt enn einni hlið á
þessum afburðamanni. Mundi
þegar ákveðið, að Menntamála-
ráð og Bókaútgáfa menningar-
sjóðs tækju þessa útgáfu að sér
ef tillagan yrði samþykkt.
Bjarni Benediktsson lagði að
lokum til, að tillögunni yrði vis-
að til 2. umr. og fjárveitinga-
nefndar.
Aifreð Gíslason kvaddi sér
hijóðs og kvaðst vilja koma á
framfæri persónulegri athuga-
semd frá sér. Á 100 ára afmæli
Jóns Sigurðssonar hefði Háskóli
íslands verið stofnáður og því
væri lítilmótlegt að gefa nú að-
eins út blaðagreinar eftir hann.
Væri nær að leggja hornstein að
væntanlegu Listasafni ríkisins á
afmælisdegi hans 1961.
Bjarni Benediktsson kvaðst
ekki sjá að það væru nein rök
á móti þessari tillögu þó lagt
væri til' að afmælisins yrði
minnzt frekar. Á 100 ára afmæli
Jóns Sigurðssonar hefði einnig
verið gefið út bréfasafn hans í
tilefni afmælisins og hefði það
þótt merk og góð bók á sínum
tíma. Hefði það ekki skyggt á
útgáfu hennar þó Háskóli ís-
lands væri stofnaður sama dag.
Þá hefði verið mikil þörf á að
gefa út bréf Jóns Sigurðssonar
og eins væri nú mikil þörf á að
gefa út blaðagreinar hans og mik
ill fengur að fá þær útgefnar.
Færi vel á að það væri gert við
þetta tækifæri. Skipti ekki máli
í því sambandi hvort menn vildu,
gera annað og meira í tilefni
dagsins.
Jóni Sigurðssyni hefði mak-
lega verið sýndur margháttaður
sómi eins og þegar lýðveldið var
stofnað á afmælisdegi hans.
Hvort menn vildu nú binda
stofnun einhvers þjóðþrifafyrir-
tækis við minningu hans væri
svo annað mál, en það kæmi
þeirri tillögu, sem hér um ræddi,
ekki við.
Tillögunni var vísað til 2. umr.
og fjárveitinganefndar með sam-
hljóða atkvæðum.