Morgunblaðið - 06.05.1959, Page 23
23
Miðvikudagur 6. maí 1959 MORGUNBLAÐIÐ
Bréf sent Mbl.:
Kafarar á skipum
Reykjavík 23/4 1959
Herra ritstjóri.
Nýlega birtist í blaði yðar svar-
grein félags ísl. kafara við grein
eftir Sigrurjón Sigurbjörnsson, um
nytsemi þess að hafa sundköfun-
artæki um borð í öllum skipum.
Sjá kafarar í grein þeirri ógn-
un við hagsmuni sína og vilja
verja þá, svo sem auðskilið er.
Grípa þeir til þess að mála fjand-
ann á vegginn og lýsa sundköf un
sem svo hættulegu háttalagi sem
„falllhlífarstökk í myrkri yfir ó-
kunnu landi“. Mikið að þeir
skyldu ekki líkja því við falthlíf-
arlaust stökk). Sannleikurinn er
sá, að sundköfun er mjög hættu-
laus íþrótt, sem stunduð er af þús
undum manna um víða veröld.
Rétt er að taka fram, að um
tvenns konar tæki til sundköfunar
er að ræða, lofttælci og súrefnis-
tæki. Súrefnistækin eru þannig,
að kafarinn notar alltaf sama
loftið. Það er hreinsað í tækjum
'hans og bætt í það súrefni. Notk-
un slíkra tækja mátti sjá í kvik-
myndinni um Crabb, sem nýlega
var sýnd hér í Reykjavík. Þessi
tæki eru mjög hættuleg, vegna
þess að súrefnið verkar sem eitur
á mannslíkamann, þegar niður
fyrir 11 metra dýpi er komið.
Enda eru slík tæki ekki notuð
nema á stríðstímum, því kostir
þeirra eru fólgnir í því, að engar
loftbólur, sem gætu komið upp um
kafarann, myndast. Hin tegundin
er þannig, að lofti er þrýst á
kúta, eða brúsa, og ber kafarinn
þá á bakinu. Liggur svo slanga í
munn hans og á henni er hemill,
sem sjávarþrýstingurinn verkar
á, og skammtar kafaranum loft-
ið með réttum þrýstingi. Einnig
er hægt að losna við að nota kút-
ana, með því að láta kafarann fá
loftið gegnum slöngu frá loftdælu
í skipi eða landi. Með slöngu er
hægt að kafa á allt að 20 metra
Nart Tímans
í þingmann
Snæfellinga
VIÐ afgreiðslu fjárlaga fyrir ár-
in 1957 og 1958, á þeim árum
sem þjóðin naut handleiðslu
vinstri stjórnarinnar, undir for-
ustu formanns Framsóknar-
flokksins, fluttu þeir þingmenn-
irnir Friðjón Þórðarson, Sigurð-
ur Ágústsson, Ásgeir Bjarnason
og Pétur Pétursson tillögu um
hækkun á framlagi til Heydals-
vegar fyrra árið úr 1550 þús. kr.
í 350 þús. kr. og seinna árið úr
150 þús. kr. í 300 þús. kr. Bæði
árin var tillagan felld — og auð-
vitað með atkvæðum allra þing-
manna Framsóknarflokksins,
nema þingm. Dalamanna Ásgeirs
Bjarnasonar.
Á yfirstandandi þingi kom
fram breytingartillaga við afgr.
fjárlaganna, um hækkun á fram-
lagi til Heydalsvegar úr 150 þús.
kr. í 300 þús. kr. Tiliagan var
felld með 25 atkv. gegn 19. Átta
þingm. voru fjarverandi, þar á
meðal þingm. Snæfellinga, sem
var einn flutningsm. tillögunnar.
Dagblaðið Tíminn sá ástæðu til
að narta í þingm. Snæfellinga
(ekki í fyrsta skipti) með því að
birta rammagrein í blaðinu í
gær, þar sem segir að þingm.
hafi ekki látið sjá sig í þinginu
fyrr en búið var að fella tillög-
una — og hafi það hvorki sýnt
heilindi eða skörungsskap.
Svo mörg eru þau orð. Þeir
sem þekkja þingm. Snæfellinga
vita að hann mundi síðastur
manna ganga gegn því máli, sem
hann hefir flutt eða heitið stuðn-
ingi. Hins vegar er ekki óeðli-
legt að Tíminn álykti þannig —
og mun blaðið þá hafa í huga
vinnubrögð þau, sem forustu-
menn Framsóknarmanna oft og
einatt beita flokksmenn sína —
og sem hvorki vitna um skör-
ungsskap eða heilindi.
dýpi, en athafnasviðið takmarkast
auovitað af lengd slöngunnar.
Auðvitað verður að fylgja fyrir-
mælum framleiðenda tækjanna
nákvæmlega og einnig verður að
hafa allar varúðarreglur í huga
og ætla sér ekki um of. Er sund-
köfun í engu frábrugðin öðrum
íþróttum hvað það snertir. Eða
myndi nokkrum detta í hug að
kalla skíðastölck lífshættulegt, af
því að byrjandi væri líklegur til
að hálsbrjóta sig, ef hann stykki
fram af stökkpallinum á Holmen
kollen eða öðrum sambærilegum?
Það má vera, að kafarar í félagi
ísl. kafara telji sundköfun hættu-
lega, og það er rétt, ef menn eru
ekki gætnari en sá meðal þeirra,
sem slyngastur er talinn í sund-
köfuninni. Hann segir nefnilega
frá því í viðtali, sem birtist í Vik
unni, hvernig hann var nærri kom
inn yfir til hinna eilífu veiði-
landa. Var hann að kafa á 28 m.
dýpi, þegar loftið þraut. Segir
svo í viðtalinu: „Hann hafði átt
von á því, þ.e. að loftið, þryti, en
treysti því að hann yrði dreginn
upp. Ekki var hægt að komast
hjálparlaust upp, því svo hafði
hann þyngt á sér“. Leturíbr. mín.
Þarna segir hann blákalt frá því,
að hann hafi vísvitandi brotið að-
alboðorð sundkafara, en það er, að
aldrei megi festa þannig á sig
sökku, að ekki sé hægt að losa
hana með einu handtaki. Þetta
vita allir áhugamenn, enda líta
þeir ekki sömu augum á sundköf-
un og fél. ísl. kafara. i eir, þ.e,
áhugamennirnir, vita, að sundköf
un er skemmtileg og þroskandi
íþrótt, sem einnig getur verið til
mikils gagns Má nefna rannsókn-
ir á sjávarbotninum, rannsóknir á
dýralífi, fornminjarannsóknir,
botnhreinsanir skipa og báta, smá
viðgerðir allskonar á skipum og
fjölmargt annað.
Virðingarfyllst,
Björn Gigja.
Síðustu hljómleik-
ar Five Keys
í kvöld
AMERÍSKI söngkvintettinn Five
Keys syngur í síðasta sinn í
Reykjavík í kvöld kl. 11,15 í Aust
urbæjarbíói. Gert hafði verið ráð
fyrir að söngvararnir færu út á
land til hljómleikahalds í dag, en
það verður ekki fyrr en á morgun
og því gefst tæki til að halda
kvöld. í fyrramálið fara Five
þessa síðustu hljómleika hér í
Keys til Akureyrar og munu
syngja þar annað kvöld.
Five Keys ásamt KK sextettin-
um, Elly Vilhjálms og Ragnari
Bjarnasyni fóru til Vífilsstaða í
gærdag og skemmtu þar fyrir
sjúklinga hæhsins, sem fögnuðu
þessum góðu gestum vel.
Nefndarálit um
stjórnarskrárírv.
í efri deild
Á FUNDI sameinaðs Alþingis í
gær var frestað laust fyrir kl. 4
og fram haldið kl. 9 í gærkvöldi.
Þá var útbýtt nefndarálitum frá
stj órnarskrárnefnd efri deildar
um kjördæmafrumvarpið.
Eins og vænta mátti klofnaði
nefndin um málið. Meirihlutinn,
Gunnar Thoroddsen, Eggert Þor-
steinsson og Björn Jónsson, leggja
til að frv. verði samþykkt, en
minnihlutinn, Karl Kristjánsson
og Hermann Jónasson, leggja til
að því verði vísað frá með rök-
studdri dagskrá, en bera fram til
vara sömu tillögur og framsókn-
armenn báru fram í neðri deild.
Stjórnarskrárfrv. verður tekið
til 2. umr. í efri deild í dag.
Samiiingar undir-
ritaðir um togara-
srnioi
HAFNARFIRÐI. — Nú hafa verið
undirritaðir samningar um smíði
á nýjum togara fyrir Bæjarútgerð
ina, en það var gert hinn 1. maí í i
Bremerhaven í Þýzkalandi. Gerðu
það forstjórar útgerðarinnar og
Gísli Jónsson, sem verið hefir
ráðunautur hennar um kaupin.
Eins og fyrr hefir verið getið,
verður þetta stærsti togari ís-
lendinga eða um 1000 brúttólest-
ir, 210,7 fet á lengd og á að geta
borið 550 lestir af ísfiski í lest.
Verður hann búinn öllum nýj-
ustu öryggistækjum og mjög
traust skip í hvívetna. Til dæmis
verða í því tæki til að verjast ís-
ingu. Þá verður það með skipti-
skrúfu, en við það nýtist vélar-
aflið miklu betur en ella. Verður
togarinn afhentur 20. apríl árið
1960. — G. E.
Bandarískur ráð-
herra í Reykjavík
1 GÆR um kl. 6 síðdegis kom
aðstoðarflugmálaráðherra Banda
ríkjanna, James Douglas, við í
Reykjavík á leið sinni frá Ev-
rópa til Bandaríkjanna. Sat hann
í gær kvöldverðarboð íslenzku
ríkisstjórnarinnar en hafði næt-
urgistingu í bandaríska sendiráð-
inu. Var búizt við að hann héldi
för sinni áfram til Bandaríkj-
anna í dag.
Mr. Douglas hefur áður komið
hingað til»lands. Var hann for-
maður bandarísku sendinefndar-
innar, sem kom hingað haustið
1956 til að semja við vinstri
stjórnina um endurnýjun her-
verndarsamningsins og áfram-
haldandi setu varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, þrátt fyrir
ályktun vinstri flokkanna um
brottrekstur varnarliðsins.
Inflúenzufaraldur
fer hratt yfir
í Eyjnm
VESTMANNAEYJUM, 5. maí: —
Fyrir um það bil þrem dögum,
tók á því að bera hér í bænum
að infúenzan var tekin að breið-
ast út. Síðan hefur hún farið
ákaflega hratt yfir, og fólk strá
fallið. í verbúð Fiskiðjunnar lá
allmargt fólk rúmfast í dag vegna
veikinnar. Kemur þessi farald-
ur eðlilega hart niður á fiskíram
leiðslunni, því þó vertíð sé senn
lokið, eru framundan mikil verk-
efni, t. d. við fiskpökkun. Telja
verður það þó lán í óláni, að
veikin skyldi ekki herja hér þeg-
ar aflahrotan var mest, því slíkt
hefði komið afar hart niður á
fiskframleiðslunni. —Bj. Guðm.
BLÓM
Afskorin blóm og pottaplönt-
ur. —
Gróðrarstöðin við Miklatorg
Simi 19775.
Málflutningsskrifstofa
Einai- B. Guðmundsson
Cuðlaugur Þorláksson
Cuðmundur Pcti rsson
Aðalstræti 6, III. hæð.
Símar 12002 — 13202 — 13602.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstarcttarlögmaður.
Aðalstrætj 8. — Sím? 11043.
KetiII í soðviimslu
í GÆRMORGUN kom skip til
Siglufjarðar með stóran gufu-
ketil á.þilfarL Höfðu Síldarverk-
smiðjur ríkisins keypt ketilinn
á Hjalteyri af Kveldúlfsverk-
smiðjunni, en þar hafði hann
staðið lengi ónotaður. Verður
hann settur upp í sambandi við
soðvinnslu verksmiðjanna. Soð-
vinnslustöðin við SR var reist
í fyrra og var til bráðabirgða
notazt við gufu frá kötlum þeim,
sem eru í verksmiðjum SR. Það
var þó ekki framkvæmanlegt ef
vinna þurfti síld í öllum verk-
smiðjum samtímis soðvinnslunni.
Soðvinnslustöð SR mun geta
unnið úr soði frá 10 þús. mála
vinnslu á sólarhring.
Vandræðaástand
vegna inílúenzu
á Ðalvík
DALVÍK, 5. maí. — Hér er hið
mesta vandræðaástand ríkjandi,
því svo miskunnarlaust hefur
inflúenzan herjað hér í kaup-
túninu, að heita má að annar
hver maður sé frá vinnu vegna
faraldurs þessa.
Hingað kom vélskipið Björgvin
í gær með 63 tonn af smáum
fiski eftir 12 daga útivist. Er
hugmyndin .að vinnsla fisksins
fari fram í hraðfrystihúsinu, en
það er þó undir því komið að
hægt verði að fá hægilegt vinnu-
afl.
Á sumum heimilanna hefur
inflúenzan lagt h'ærn einasta
fjölskyldumeðlim. Þó eru ekki
nærri eins mikil og alvarleg
brögð að inflúenzunni fram í
sveitinni.
FéS á Þórodds-
stöðum atliugað
SELFOSSI, 5. maí. — Sýslumað-
ur Árnesinga, skýrði frá því í
dag, að fram hefði farið athugun
á sauðfénu að Þóroddsstöðum í
Laugardal. Er hér um að ræða fé
það sem menn úr Reykjavík
kærðu út af slæmri meðferð á.
Við athugun kom í ljós að hið
dauða fé sem komumenn fundu
og töldu hafa fallið úr hor, hafði
drepizt í fyrrahaust er veiki kom
upp í því. Seinna kom svo upp
ormaveiki í fénu og einnig drap
hún nokkrar kindur. Kvað sýslu-
maður fjárbú þetta vera mjög
vanhirt, og af þeim sökum væri
útlit fjárins slæmt, en um dauða
af völdum hors virtist ekki að
ræða. — GG.
Hugheilar kveðjur og þakkir til allra ,sem mundu
mig á 70 ára afmælinu, 27. aprjl s.l.
Lifið heil.
Lilja Samúelsdóttir, Garðaveg 11, Keflavík.
Hjartans þakkir færi ég öllum vinum og vandamönnum
sem glöddu mig með gjöfum, heillaóskaskeytum og kveðj-
um í tilefni af 70 ára afmæli mínu 3. maí.
Drottinn blessi ykkur öll.
Guðrún Elíasdóttir, Sörlaskjóli 9
Konan mín
INGIBJÖRG ÓLAFSDÖTTIR
Hverfisgötu 69,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn
6. maí kl. 3,30. Blóm afþökkuð.
Gunnar Jónsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og fósturdóttir.
Útför
HÖLMFRlÐAR GUÐRÚNAR BJARNADÓTTUR
sem andaðist 26. apríl fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju
miðvikudaginn 6. maí.
Athöfnin hefst kl. 1,30 með húskveðju að Hólum I
Stokkseyrarhreppi.
Magnús Hannesson
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför móður okkar
NlELSlNU KRISTJÁNSDÓTTUR
Óslandi.
Kristján Jónsson, Gestur Jónsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför
RANNVEIGAR LILJU SKARPHÉÐINSDÓTTUR
Sérstaklega þökkum við Kjartani Ólafssyni, héraðs-
lækni, fyrir veitta hjálp í veikindum hennar.
Anna Jónsdóttir,
Skarphéðinn Njálsson,
Rannveig Jónsdóttir,
Jón Jóhannesson.
Við þökkum innilega samúð og vinarhug við fráfall
og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
BJARGAR ISAKSDÓTTUR FINNBOGASON.
Borghildur Jónsdóttir, Jalcob Frímannsson,
Rannveig og Vilhjálmur Þór
Nora og Oscar J. Finnbogason,
Margrét Benediktsdóttir, Aibert J. Finnbogason
og barnabörn