Morgunblaðið - 10.05.1959, Side 13
Sunnuðagur 10. maí 1959
MORGUNBLAÐ1Ð
13
Nú líður að vertíðarlokum. — Þessi mynd er frá Vestmannaeyjum.
(Ljósm. Ól. K. M.)
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 9. maí
Ofbeldisfálm
Breta
Á það var drepið í síðasta
Reykjavíkurbréfi, hversu ofbeldi
Breta hér við land hefur verið
fálmkennt. Svo er að sjá sem það
sé komið undir kunnáttu og hátt-
vísi hvers einstaks skipherra
Breta, hvort óvefengjanlegar
mælingar íslenzkra varðskips-
manna eru teknar gildar eða
ekki. Þá virðist algjört handa-
hóf ráða, hvaða fyrirskipanir eru
gefnar af stjórnarvöldum í Lond-
on um meðferð þeirra skipa, sem
staðin eru að veiðum innan fjög-
urra mílna markanna gömlu.
Ákvörðun þessi sýnist fara eftir
því, hvaða skrifstofumaður er við
þá og þá eða gefur sér tima til
að sinna málunum. LTrslitaráðin
eru m. a. s. stundum á skrifstofu
einstakra útgerðarfyrirtækja. Tjá
ir ekki að segja, að þau kveði
einungis á um, hvert þeirra eig-
in skip skuli halda, því að það
er herskipaverndin, sem sker úr,
hvert þau raunverulega sigla.
Ábyrgðin hvílir því óumdeilan-
lega á brezku stjórninni. En orð-
sendingarnar, sem sendar eru ís-
lenzku stjórninni í hennar nafni,
brjóta svo gersamlega gegn sam-
tímis framkvæmd Breta sjálfra,
að furðu gegnir.
Bretar hæla sér oft af því, að
þeir hafi meiri reynslu í meðferð
utanríkismála en flestir eða allir
aðrir og séu þess vegna þar sér-
staklega til forustu fallnir. Fram-
koman gegn okkur íslendingum
bendir ekki til mikilla forustu-
hæfileika, hvort sem það eru elli-
glöp eða annað, er ræður. Að
vísu hefur löngum verið vitnað
til þess, að sænskur stjórnmála-
maður sagði fyrir 2—3 öldum,
að ótrúlegt væri, af hvílíkri
heimsku heiminum væri stjórn-
að. Hvorki elliglöp né heimska
nægja þó til að skýra framferði
Breta hér. Sönnu nær er, að hin-
ir vitrari ábyrgu menn, hafi
aldrei sett sig nógu vel inn í mál-
ið, né gert sér grein fyrir, til
hvílíkra vandræða hér er verið
að stofna.
Ekki öll tækifæri
notuð
íslendingar geta ekki unnið
þessa deilu frekar en aðrar með
valdi, því að yfir því ráðum við
ekki, heldur eingöngu með mála-
fylgju, með því að sannfæra aðra
um rétt okkar og nauðsyn. í
sjálfu sér þarf engan að undra,
þó að það taki nokkurn tíma, og
aldrei megum við grípa til ör-
þrifaráða, sem einungis gera mál
stað okkar veikari. Hitt er lak-
ara að látið hefur verið undir
höfuð leggjast að nota öll þau
tækifæri, sem gefast til að fylgja
máli okkar eftir. Á þetta benti
Morgunblaðið hvað eftir annað á
sl. sumri, enda voru þá verstu
mistökin í meðferð málsins gerð,
þegar V-stjórnin hafði að engu
tillögu Sjálfstæðismanna um að
kæra Breta strax í ágúst fyrir
Atlantshafsráði vegna fyrirhug-
aðrar ógnunar við íslenzkt land-
svæði. Ef þeirri kæru hefði ver-
ið fylgt eftir með kröfu um ráð-
herrafund þegar í stað og þar
hefðu máett forsætisráðherra Is-
lands og utanríkisráðherra og
flutt mál íslenzku þjóðarinnar,
svo sem efni standa til, eru allar
líkur til, að komið hefði verið í
veg fyrir herhlaup Breta hing-
að. —
Því er svarað til, að málið hafi
verið tekið upp í Atlantshafs-
ráði, einnig á ráðherrafundum,
bæði í desember í París og nú í
apríl í Washington. Alþýðublað-
ið segir t. d. frá því hinn 5. maí
eftir ameríska stórblaðinu New
York Times fyrir rúmri viku, að
Hans G. Andersen, fastafulltrúi
íslands í Atlantshafsráði, hafi á
Washingtonfundinum krafizt
þess, að Bretar hættu herskipa-
ferðum sínum innan 12 mílna
fiskveiðilandhelgi íslands. Hal-
vard Lange hafi og á sama fundi
skorað á Breta að hætta flota-
aðgerðum sínum í íslenzkri land-
helgi, að minnsta kosti þar til
ráðstefna Sameinuðu þjóðanna
um þessi mál komi saman í Genf
næsta ár. Selwyn Lloyd hafi
hins vegar neitað en boðið fram
það, sem hann kallaði „sann-
gjarna miðlun.“
Fregjn frá íslandi
Auðvitað er það betra en ekki,
að fastafulltrúi íslands, Hans G.
Andersen, hreyfi þessu máli á
fundum Atlantshafsráðs. Hann
er prýðismaður, mikils virtur af
öllum þeim, sem hann þekkja.
En einmitt þessi frétt og hvernig
hún er til komin, sýnir veikleika
okkar í meðferð málsins. Hinn
umræddi fundur var haldinn í
Wasþington í byrjun apríl. Al-
þýðublaðið segir nú:
„Fundir Atlantshafsráðsins eru
að jafnaði lokaðir og hefur því
ekki verið frá þessu skýrt“.
Allir kunnugir vita, að stór-
blöðin skýra nokkurn veginn
jafnóðum frá öllu því, sem mark-
vert þykir gerast á þessum fund-
um. Fregnin um að landhelgis-
málinu hafi verið hreyft á Was-
hingtonfundinum birtist hins
vegar ekki frá fregnriturum
blaðsins í Washington, heldur
nokkrum vikum seinna frá fregn-
ritara blaðsins, sem staddur er í
Reykjavík. Með einhverjum
hætti hefur hann fengið fregnina
hér, þó að hún þætti á sínum
tíma ekki frásagnarverð fyrir
vestan.
Ástæðan til þessa er fyrst og
fremst sú, að utanríkisráðherra
íslands sjálfur, fylgdi málinu
ekki eftir. Vegna stjórnarkrepp-
unnar í desember og aðkallandi
starfa hér í byrjun apríl, treysti
utanríkisráðherra sér hvorki til
að fara á Parísarfundinn né Was-
hingtonfundinn. Fyrir þeirri á-
kvörðun eru frambærilegar á-
stæður, en afleiðingin er sú, að
undirmaður er látinn bera fram
kvartanir vegna yfirtroðslu á
lífshagsmunum íslands, kvart-
anir, sem ekki fá fullan þunga
nema þær séu fluttar af utan-
ríkisráðherra sjálfum. Ef hann
hefði sjálfur flutt mál íslands
eru miklu meiri líkur til, að það
hefði þótt frásagnarvert í hinum
stóra heimi. Mikið er talað um
fund hinna æðstu manna og sagt,
að ekki gagni samtöl þeirra, sem
ekki hafi úrslitaráðin. Alveg á
sama veg er það lagað til þess
að draga úr nauðsynlegum krafti
málafylgju okkar, að sjálfur
utanríkisráðherra lætur ekki sjá
sig, heldur sendir undirmann
sinn, þótt ágætur sé. Það er al-
ger misskilningur, að hótanir
gagni okkur íslendingum í þessu
máli, en sjálf málsmeðferðin
verður að vera á þann veg, að
allir sjéí, að okkur sé full alvara.
Drengskapur
Lange
Athyglisvert er, að utanríkis-
ráðherra Norðmanna, Lange,
hefur bæði á Parísarfundinum og
Washingtonfundinum stutt mál
íslendinga. Á Parísarfundinum
benti hann á ósamræmið í fram-
komu Breta, að þeir skuli virða
12 mílna fiskveiðilandhelgi
Rússa, — þó að með fyrirvörum
sé og sérsamningum að vísu —
en beita herskipavaldi gegn okk-
ur. Þessi mismunandi framkoma
gegn hinum volduga og veika er
e. t. v. Bretum hættulegust af
öllu £ málinu og er mikils vert,
að slíkur maður sem Lange skuli
einmitt hafa brýnt Breta á því.
Á Washingtonfundinum benti
Lange svo á, að Bretar ættu að
láta af valdbeitingu sinni, a. m. k.
þangað til hin nýja landhelgis-
ráðstefna kemur saman. Hér er
að því vikið, að þessari ráðstefnu
var beinlínis frestað fyrir til-
verknað Breta sjálfra. í upphafi
héldu þeir því fram, að þeim
væri nauðsynlegt að senda her-
skip sín hingað til þess að stað-
festa £ verki, að þeir teldu sig
eiga rétt, sem við hefðum rang-
lega tekið. En nú eru þeir
búnir að staðfesta þetta, svo
hönduglega sem þeim hefur farið
það út hendi, og kominn sá tími,
að það er beinlínis fyrir þeirra
sjálfra tilverknað, að ný ráð-
stefna er ekki þegar saman kom-
in. Islendingar óskuðu eftir að
hún yrði strax í febrúar/marz á
þessu ári. Bretar réðu því að
hún dróst. Ef góðvild og íhug-
un allra málsatvika réði gjörðum
þeirra hefðu þeir nú haft full
rök til að hverfa frá valdbeiting-
unni hér, þangað til sýnt er hvað
ráðstefnan gerir, eins og Lange
benti á. Svo er að sjá sem sum-
ir hér haldi, að ef íslendingar
ræði málið við andstæðinga okk-
ar, sé gefinn hlutur, að við hljót-
um að láta í minni pokann. En
einmitt rökfærslur Langes í Par-
ís og í Washington sýna hversu
sterkt við stöndum í málflutn-
ingi gegn Bretum, þegar komið
er fram af fullu jafnræði og hik-
laust sagt það, sem segja þarf.
Traust á réttinum
kiðir til sigurs
Við íslendingar verðum sjálfir
að treysta rétti okkar og æðstu
menn þjóðarinnar mega ekki láta
neitt tækifæri ónotað til þess að
hamra á rétti okkar og fordæma
ranglætið í viðurvist þeirra, sem
því beita. Þjóðviljinn birtir að
vísu sl. þriðjudag kafla úr síð-
asta Reykjavíkurbréfi, þar sem
vikið var að því, að ísland sé
réttarríki, þar sem dómstólar en
ekki valdhafar ákveða refsingar,
og telur Þjóðviljinn þar koma
fram „úrtölutón".
í þessu lýsir sér einmitt það,
sem ber á milli í skoðunum inn-
anlands um meðferð landhelgis-
málsins. Sjálfstæðismenn efast
alls ekki um, að kommúnistar
vilji eins og aðrir Islendingar,
sem allra stærsta landhelgi. En
kommúnistar vilja annað í leið-
inni. Þeir vilja nota tækifærið
til að skapa sem mestan ófrið
um málið, beita því sem fleyg,
er sprengi ísland úr samtökum
lýðræðisþjóða. Landhelgismálið
er nógu erfitt og skiptir okkur
svo miklu, að ærið starf er að
hugsa um að ná sigri í því einu,
þó að öðrum atriðum sé ekki
blandað þar inn í til að gera allt
málið enn erfiðara. Út yfir tæki,
ef kommúnistum heppnaðist sú
ráðagerð, að íslendingar hættu í
meðferð þessa máls að vera rétt-
arríki, yfirvöld færu að skipta
sér af meðferð dómsmála með
óviðurkvæmilegum hætti, og
meinuðu málum að ganga sinn
venjulega og löglega gang. Sann-
ast að segja er ótrúlegt að nokkr-
um manni geti slíkt til hugar
komið, og ekkert væri vísari veg-
ur til ósigurs í sjálfu landhelgis-
málinu en einmitt þetta. En
sum skrif og stóryrði Þjóðviljans
er erfitt að skilja á annan hátt en
þann, að þetta vaki fyrir hon-
um.
Kommtmistar
hegsa öðru vísi
cn aðrir
Menn verða að minnast þess,
að kommúnistar þjálfa sjálfa sig
í að hugsa öðru vísi en annað
fólk. Það er einn þáttur hinna
kommúnísku fræða. Eftir þeirra
kenningum eru hugtök eins og
réttarríki hreinn hégómi og hlut-
leysi dómstóla alls ekki til. Dóm-
stólar eiga eftir þeirra kreddu
eingöngu að vera tæki í höndum
valdhafanna, sem beiti þeim að
eigin geðþótta, en ekki eftir lög-
um og rétti, sem þeir segja að-
eins vera til í ímynd úrelts hugs-
unarháttar borgaranna.
Kommúnistar telja það t. d.
síður en svo nokkuð varhuga-
vert að svíkja gerða samninga,
eins og um fyrirkomulag 1. maí
hátíðahalda. Þeim finnst beinlín-
is lofsvert, að æsingamenn
þeirra skjóti inn kröfuspjöldum
öðrum en þeim, er ráðgerð höfðu
verið. Og mennirnir, er mest tala
um einingu verkalýðsins, og að
hann megi ekki láta stjórnmála-
fjötra binda sig, svífast þess
ekki að auglýsa frammi fyrir
þúsundum manna, að forystu-
menn þeirra mæta með talkór,
sem þeir ýmist segja að æpa og
öskra, eða þagna. Þetta sannaði
Snorri Jónsson og öskurlýður
hans á Lækjartorgi 1. maí. ís-
lendingar kunna ekki slíkum að-
ferðum. Áheyrendur greindi eins
og gengur á um þærskoðanir,sem
Guðni Árnason setti fram í ræðu
sinni, sem og það, er aðrir sögðu.
En allir sanngjarnir menn við-
urkenndu rétt Guðna til að flytja
mál sitt og dáðust að stillingu
hans meðan öskuræfingin stóð.
Raunar er vitað að yfirgænfandi
meiri hluti Reykvíkinga í öllum
stéttum er Guðna sammála. En
einnig flestir hinna fordæma til-
raun kommúnista til að varna
honum máls. Sami ofbeldishug-
urinn lýsti sér hjá Hannibal
Valdimarssyni, sem neitaði að
tala í útvarp 1. maí, nema hann
og hans kumpánar réðu einir
allri kvölddagskránni. Slíkur
yfirgangur og frekja er ekki að
skapi íslendinga.
Mútuþegar og
heimskingjar ?
Þegar menn hugleiða starfs-
aðferðir kommúnista, er von að
þeir spyrji sjálfa sig, hvernig
flokkur jafn gjörólíkur eðli ís-
lendinga skuli þó hafa fengið
svo mikið fylgi hér sem raun
ber vitni. Við þeirri spurningu
er ekkert eitt svar. Feluleikur
og hamskipti kommúnista er ein
af ástæðunum. Önnur kom fram
í grein Skúl,a Guðjónssonar, sem
drepið var á í síðasta Reykja-
víkurbréfi. Tíminn og Framsókn-
arflokkurinn hafa eitrað svo hugi
ýmissa, að þegar augu þeirra
ljúkast upp fyrir spillingu Fram-
sóknar, eru þeir haldnir slíkri
örvæntingu, að kommúnisminn
heltekur þá. Þetta eru nú fleiri
og fleiri að skilja. Áróður Tím-
ans hefur minnkandi áhrif og
Framsókn hefur aldrei verið jafn
einangruð og nú. Glöggur maður,
sem víða hefur farið um landið
síðustu tvo mánuðina, telur, að
kjördæmaskrif Tímans hafi haft
Frah. á bls. 14