Morgunblaðið - 10.05.1959, Síða 16

Morgunblaðið - 10.05.1959, Síða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. maí 1959 — / fáum orðum sagt Framhald af bls. 6. barði okkur alltaf þegar eitthvað 'var að. En engan eins mikið og xnig. Ég hef víst verið fjarskalega óþekkur. Samt held ég ekki neinn hafi elskað hana eins mikið og ég. Mér var kannski dálítið illa við hana fyrst eftir að hún barði mig, en ég prísaði hana síðar. Það er nauðsynlegt að venja krakka. Ég hef ekki sparað mér fáa aura með því að brúka aldrei tóbak. Ég kann henni þakkir fyrir að hafa barið mig frá tóbakinu strax í upp hafi. Hún var góð kona. Ég verð fijótur að finna hana hinumeginn. Eftir nokkra þögn, sagði ég við Þórarin: — Þín sterka trú hefur auð- vitað hjálpað þér á sjónum. Hann svaraði: — Já það máttu vita. Þegar ég var á Gunnu í Nesi, lágum við eitt haustið á Arnarfirði á lóða- fiskiríi. Karlinn vildi endilega Amerískar Remington Mall. Handsagir 7>/4” Blað Borvélar !4” Slípimaskínur Slippfélagið i Reykjavik Gallahuxur Stærðir: frá 1—14 ára Austurstræti 12 leggja af stað, en ég var á móti því, hafði séð veðrið fyrii. Ég fór niður að sofa til að leggja áherzlu á mótmæli mín, en þá varð skip- stjórinn reiður, kom niður og sagði, að ég hræddi mannskapinn. Ég svaraði: — Þeim veitir ekki af að hafa nægan tima til að biðja fyrir sér. Nokkru síðar gerði vitlaust véður og við lentum í 18 daga hrakningum. Þegar okkur hafði hrakið austur fyrir land og vor- um komnir undan Garðskaga, skall á vestan útsynningsstormur og foráttubrim. Þá sagði skipstjór inn: — Guð hjálpi okkur, eigum við nú að farast hérna! Ég kallaði þá upp með grimmri röddu: — Nei, í guðs nafni upp með seglin og öll rif úr. Þá datt á dúnalogn og ég hef aldrei séð sléttari sjó á ævi minni. Þessi sami skipstjóri fór síðar á mótorbátinn Argo frá Vestmannaeyjum. Ég hitti hann á götu hér i bæ skömmu áður en hann fór til Eyja. Hann var í lág- um stígvélum. Ég sagði við hann: — Þú veður upp fyrir þau þessi í Eyrarbakkabugtinni. — Held- urðu það? sagði hann. — Já, það er enginn vafi, sagði ég. Þetta voru síðustu orðin, sem við töluð- um saman. Hann fórst skömmu síðar með Argo í Eyrarbakka- bugtinni. — Þessi maður hét Jón Árna- son frá Ráðagerði. Ég var lengst af með honum. Hann var dugleg- ur maður, en grallari og stundum kærulaus. Þegar vont var veður, kvað hann alltaf þessa vísu: Það tjáir ei æðrast þó inn komi sjór og endrum o gsinnum gefi á bátinn, en halda sitt strik í hættunni þó og horfa um öxl — það er mátinn — leit svo við og kallaði: — Kemur sjór (!) — Þú hefur séð margt? — Já, ég hef séð margt. — í Örfirisey? —Já, ég hef séð margt í Örfiris ey. Þar beitti ég kindunum í mörg ár. Þar var ég oft á nóttunni. Þá sá ég dauða menn á stjái og elsk- endur undir moldarbörðum. — Mér er líka sagt, að þú sért draumspakur. — Já, mig hefur oft dreymt merkilega drauma. Einn morgun, skömmu fyrir mannskaðaveðrið, kom Guðmundur í Nesi til Reykja vikur, hittir mig og spyr: — Hvernig verður veðrið í kvöld. — Hann rýkur í norðanrok með flóði, svara ég, og bæti við: — Hvert ert þú að fara. — Ég ætla suður í Leiru að sækja fisk, segir hann. — Á hvaða skipi ætlarðu að fara, spyr ég. — Á bátnum hans Gunnars Gunnarssonar þarna í höfninni. segir hann. — Sem er með gatið fyrir ofan stefnið? spyr ég. — Já, segir hann.—Þetta verð- ur þín líkkista, segi ég, það er eng inn vafi á því. — Þeir koma á eftir mér Dabbi í Nesi og Gvend- ur á Bakka, segir hann. Það voru vinnumenn hans. Samtalið féil svo niður. Skömmu síðar fór Guð mundur í Nesi á stað suður í Leiru með fjögurra manna far í eftirdragi og á því voru Dabbi og Gvendur. Þegar þeir komu suður í Leiru, hitta þeir formann Guð- mundar, Einar i Nesi og hann segir við Guðmund nákvæmlega sömu orðin og ég hafði sagt við hann áður: — Þetta verður þín líkkista, Guðmundur, sagði hann. En Guðmundur hlustaði ekki á hann frekar en mig, fyllir skipið af fiski og leggur svo af stað heim aftur. Áður en hann fór, sagðist hann vilja fá Einar, son sinn, með sér, en hann var há- seti hjá Einari skipstjóra í Nesi. — Það er nóg þú farir sjálfur í sjóinn, þó þú takir ekki drenginn með þér. sagði Einar, og bætti við: — Drengurinn verður hjá mér til loka. Þegar þeir eru svo komn- ir af stað, skellur hann á með norðan stórviðri, bátur vinnu- mannanna slitnar tvisvar aftan úr og í síðara skiptið kallaði Guð- mundur til þeirra, að þeir skyldu reyna að ná landi. Það er það síðasta, sem til hans heyrðist i þessum heimi. Guðmundur var hár maður og sver og ákaflega gjörvilegur. Hann var ágætismað- ur. Nokkru eftir slysið var ég ti lsjós á Clarinu. Þá dreymir mig, að Guðmundur kemur til mín og biður mig að hjálpa sér. Ég var svo vondur í svefninum, að ég hrópaði: — Nei. Þá segir hann: — Ég er með höfuðið og hand- legginn fastan í Keilisnesi. Ekki aliöngu síðar rak lík upp á Mýr- ar, höfuð — og handleggslaust. — Eftir þetta hætti ég að segja frá því, sem ég sá um borð, en fór þegjandi og hljóðalaust af skip- unum. Þegar ég var farinn frá Guðmundi í Nesi, var ég á Karo- línu hjá Rúnka í Mýrarhúsum. Vorið 1903 fékk ég 100 krónur hjá honum fyrir fram, svo við hefðum eitthvað að éta. Þegar ég ætlaði um borð, höfðu orðið skip- stjóarskipti á skipinu og Sigur- jón á Bakka tekið við því. Ég geng niður að skipinu, en sé þá hvar nokkrir menn eru að fara í sjóinn á bakborða. Ég sný þá við og fer til Rúnka og segi hon- um ég fari ekki á skipið: — Þú ert ráðinn á skipið, segir hann. — Það kemur ekki rnalinu við, segi ég. — Geymdu samt pening- ana segir hann. — Nei, hafð þú peningana, segi ég, þetta eru allt ókunnugir menn um borð, og ég fer ekki eitt einasta fet. Hann tók við peningunum og ég fór aldrei á útveg hans eftir þetta. En í næstu ferð Karólinu, tók hálfa vaktina útbyrðis í aftöku- veðri á Eyrarbakkabugtinni og fóru þeir allir í sjóinn á bak- borða. Einn þeirra var Sigur- jón skipstjóri, annar Ólafur Bald- vin, bróðir konu minnar og var hann kornungur maður. Mér þótti þetta merkileg saga og hugsaði um hana stundarkorn, sagði svo til gamans. — Ég sá þig oft á HofsvallagötT unni þegar ég var strákur, Þá varstu alltaf með poka og hljópst við fót. — Já, þá var ég að sækja hey handa kindunum. — Ég var hálf smeykur við þig, Þórarinn. — Jæja, já. Hálf smeykur? Ég var oft dálítið grimmur við krakkana, svo ég segi eins og er, sérstaklega þegar þeir köstuðu skít inn á túnið. Ég hristi þá stund um til, en barði aldrei. E nu sinni kom ég að strákum uppi á fjár- húsþaki og einn þeirra varð svo hræddur, að hann sprændi vist niður úr sér. En krakkarnir eru ágæt, greyin. Það þarf bara að venja þau ekki síður en skeppn- urnar. Já, það þarf bara að venja þau. — Segðu mér að lokum: Hef- urðu verið ánægður með lífið. — Já, ég er ánægður, meðan ég er ekki upp á aðra kommn. En nú fer þetta að styttast. — Kvíðirðu fyrir? — Nei-nei, ekki vitund. Það verður nóg að starfa hinumegin. Og þá hitti ég sumar kindurnar mínar aftur. — Heldurðu þær þekki þig? ■— Já, ég held nú það, þær koma einhverjar á móti mér. Vænst þótti mér alltaf um Gránu og ég veit hún kemur hlaupandi til að borða úr lófa minum. Ég á mynd af henni, sem á að setja í kist- una mína. Og þá skaltu sjá, hvort hún kemur ekki að vitja um tugg- una, sem ég hef lofað að færa henni í dálitium poka. M. s LESBÓK BARNANNA LESBÖK BARNANNA 9 arinnar. Þorpurunum skyldi ekki takast að vinna skemmdarverk á henni. —o— Lögreglustjórinn hafði getið rétt. Rauði-Bill og flokkur hans var fljótur að forða sér til fjalla, þar sem þeir höfðu bækistöð sína. Enginn þorði að ávarpa foringjann, allir sáu að hann var ofsareið- ur yfir því, að ráðagerð- in hafði misheppnazt. Nú sat hann og starði þung- búinn inn í eldinn, meðan hann hugsaði upp ný þorparabrögð. Allir voru þögulir og í illu skapi, þar til illmannlegt glott lék um varir Rauða-Bills og hann sagði: „Nú veit eg, hvernig við eigum að ná tangarhaldi á Jóni og „Eidingunni“. Gullið skal verða okkar. Jón skal fá að kynnast hefnd Rauða- Bills, því að enginn skal slá mig niður án þess að fá makleg málagjöld. Á hestbak aiiir saman! Við eigum langa ferð fyrir höndum. Við sólaruppkomu morg uninn eftir var „Elding- in“ dregin út úr flug- skýlinu. Mikil leynd hvíldi yfir ferðinni og við statt var aðeins starfsfólk flugfélagsins. Jón var dá- lítið þreytuiegur eftir við- burði gærdagsins, þegar hann settist upp í flugvél- ina. Samt var hann í ágætu skapi, þegar hann var kominn í flugmanns- sætið og renndi vélinni af stað. „Eldingunni“ og mér er óhætt“, kallaði hann um leið og hann veifaði í kveðjuskyni, „sjáumst aftur í kvöld“. Skömmu síðar sáu þeir, sem eftir stóðu á flug- vellinum, Jón og „Eld- inguna" hverfa í fjarsk- ann. Ferðin til námasvæðis- ins gekk vel. Hreyfillinn hafði verið athugaður vandlega og gert við allt, sem lagfæra þurfti. Nú gekk hann jafnt og ör- uggt, og eftir tveggja tima flug kom Jón á áfanga- stað. Gullsandurinn var nú fluttur í flugvélina undir nákvæmu eftirliti Jóns, sem kvittaði fyrir mót- töku farmsins. Síðan kvaddi hann gullgrafar- ana, hóf vélina til flugs og tók stefnuna til Ár- bæjar. Nú, þegar vélin var fullhlaðin, reyndist henni erfiðara að komast í næga hæð til að sleppa yfir hæstu fjallstindana. En Jón var samt í bezta skapi og söng hástöfum, rétt *eins og hann vildi með því örfa hreyfilinn til að taka á allri sinni orku. Til að byrja með virtist þetta bera góðan árang- ur, hægt og hægt tókst honum að hækka flugið. En brátt kom í Ijós, hversu ‘erfitt vélinni reyndist að lyfta hinum þunga farmi. Framundan styttist bilið til fjallanna óðfluga. Uppi í þunnu loftinu fór hreyfillinn að ganga hraðar og upp- streymi loftsins undir vængina minnkaði. „Eld- ingin“ gat ekki hækkað flugið meira. Nú voru aðeíns nokkur hundruð metrar eftir yfir að fjallsbrúninni og enn- þá gat Jón ekki gert sér grein fyrir, hvort flugvél- in slyppi yfir eða ekki. A síðasta andartaki tók flug vélin samt að stíga, þegar uppstreymi loftsins neðan úr dalnum greip hana og lyfti henni yfir brúnina. Jóni létti og þótti sem nú væru allir erfiðleikar yf- irunnir. En hvað var þetta? Framundan, í daln um hinum megin fjalls- ins, blasti við stórt, svart reykský. Kofi Samma veiðimanns stóð í björtu báli. Meira Greta bauð nokkrum leiksystrum sínum í afmæl- ið sitt og nú hafa þær farið í feluleik og falið sig hér og þar á myndinni. Getur þú fundið þær og komist að því, hvað margar voru í boðinu? Kæra Lesbók. Ég ætla að senda þér tvær skrítlur. — Hvað viljið þið nú helzt? spurði Skoti um leið og hann gekk inn á veitingahús. En þegar hann sá, hvað hann átti marga kunningja þarna inni, flýtti hann sér að bæla við: — Rigningu, hríð eða kulda? ★ Gunna og Sigga voru tvíburar og svo nauða- líkar, að erfitt var að þekkja þær í sundur. Amma gamla háttaði þær og baðaði þær svo. Eftir baðið fór Gunna að skellihlægja, þar sem hún lá í bólinu. Amma: — Það er ekki gráturinn í þér núna, Gunna mín. Af hverju ertu að hlægja? Gunna: — Að þér, amma min! Amma: — Að mér? Hvers vegna? Gunna: — Þú ert búin að baða hana Siggu tvisv- ar. — E. B. G. ★ Kæra Lesbók. Mig langar til að senda þér þessar gátur: 1. Hvað er það, sem hest og skip, hagkvæmlega prýðir, en á mönnum all- an svip, afskræmir og níðir? 2. Hver kann hlaupa hafs á bárum og yfir þær komast, svo ei sig væti? 3. Ég er barin, brennd og gegnum rekin. Fótum troðin úti æ, en ómiss- andi á hverjum bæ. Ilrönn Antonsdóttir, 8 ára. Vilt þú skrifa mér? Ásrún Hauksdóttir, Bergstaðastræti 59, Rvík, vill skrifast á við dreng eða stúlku 11—12 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.