Morgunblaðið - 22.05.1959, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 22.05.1959, Qupperneq 11
’östudagur 22. maí 1959 MORGIJISBL 4 ÐIÐ 11 r w- ■ RITSTJÖRAR: HÖRÐUR EINARSSON OC STYRMIR GUNNARSSON Sjöunda ,,heimsmót" kommúnista \ Vínarborg Ráðhúsið í Vínarborg. 1 SUMAR hyggjast kommúnist- ar halda 7. ungmennafestival sitt undir nafninu „7. heimsmót æsku og stúdenta fyrir friði og vin- áttu“. Tvennt gerir þetta festival frábrugðið hinum fyrri: Það er f fyrsta sinn haldið vestan járn- tjalds, og það er haldið gegn vilja heimaþjóúariiinar og í beinni andstoðu við þá er sizt skyldi: æsku eg stúdenta. Um heim allan herða kommún- istar nú mjög áróðurinn fyrir þátttöku ungs fólks og reyna að venju mest til þess að ginna ópóiitísk samtök og hlutlausa að- ila í iið með sér í þeirri von, að þátttaka þeirra verði til að breiða að nokkru yfir raunveruiegt eðli og tiigang mótsins. Að þessu leyti vilja íslenzkir kommúnistar ekki vera eftirbátar erlendra sovét- vina, og hafa því hafið umfangs- mikia baráttu fyrir sem víðtæk- astri þátttöku frá íslandi. Ár- angurinn hefur orðið harla lítill enn sem komið er, og einkum hefur kommúnistum gramizt, að heildarsamtök æsku og stúdenta á Islandi hafa hafnað þátttöku. (Sjá t.d. ályktun Stúdentaráðs Háskóla íslands í Mbl. 3. marz s.l.). Verður nú rakin lauslega baráttusaga íslenzkra kommún- ista fyrir þátttöku í næsta festi- vali. Ititla nefndin með stóra nafninu. 16. jan s.i. sendi svoköiluð „Al- þjóðasamvinnunefnd íslenzkrar æsku“ út bréf til fiestra ef ekki ailra íslenzkra æskulýðssamtaka, þar sem mótið var kynnt frá sjónarhóli nefndarinnar. Nafn hennar er svo glæsilegt, að ó- kunnugir mættu ætla, að hér væri um töiuvert merkilega og veigamikla nefnd að ræða, enda mun sá tiigangur nafngiftarinn- ar. í bréfhausnum er hið virðu- lega heiti tvíprentað á íslenzku, auk enskrar þýðingar þess („In- ternational Committee of Ice- landic Youth“), franskrar og spánskrar, en neðst er prentað með smáu letri: „World Federa- tion of Democratic Youth, Benc- zur Utca 34, Hungary“. þar kem- ur fyrst i ljós, hvað nefndin er fyrir nokkuð, en það er: íslenzkt útibú hinna kommúnistísku al- þjóðasamtaka æskumanna, WFDY. Samtök þessi hafa að sjálfsögðu meginafl sitt og fjár- uppsprettur í austantjaldslönd- um, en eru þó ekki vinsælli þar en það, að þau neyddust til að flýja með skrifstofulið sitt til Tékkóslóvakíu haustið 1956, þeg- ar ungverska þjóðin bylti af sér oki Rússa og innlendra málaliða þeirra. Á þjóðarráðstefnu pólskra aeskumanna í des. 1956 varð WFDY einnig fyrir harðri gagn- rýni. Hiutverk „alþjóðasamvinnu- nefndarinnar" íslenzku virðist ekki annað en snatt og erindis- rekstur fyrir WFDY hér á landi, einkum í sambandi við heims- mótin. Ekki er Ijóst, hvernig nefndin er sett saman, en full- trúar frá Æskulýðsfylkingunni, Félagi róttækra stúdenta, „Æsku- lýðsdeild Dagsbrúnar" (?) og Iðn nemasambandinu virðast kjósa sjálfa sig í hana. Væntanlega upplýsir Þjóðviljinn þetta fljót- lega, svo að enginn þurfi að fara í grafgötur með tilurð, verksvið, skipulag og starfsemi svo nafn- giæstrar nefndar. , í fyrrnefndu bréfi nefndarinn- ar er boðað til „umræðu- og upplýsingafundar, sem yrði und- anfari stofnfundar hinnar ís- lenzku undirbúningsnefndar" fyr ir 7. festivalið. 29. jan s.I. var fundurinn haldinn í „MÍR-saln- um í Þingholtsstræti 27. Þar komu um 40 manns og hlýddu á erindi fyrrverandi starfsmanns FYRRI GREIN IUS (hins kommúnistíska „al- þjóðasambands stúdenta") í Prag. — Upplýsingar fengu menn fáar, og umræður urðu engar. Erindi hins húsbóndaholla starfs- manns birtist svo í Þjóðviljanum 19. og 20. febrúar. Stofnun og skipun undirbúnings- nefndar ,f boðsbréfinu frá 16. jan. var tekið fram, að það væri „eðli- legast og æskilegast, að hexldar- samtök íslenzkrar æsku skipu- legðu þátt íslendinga í mótinu", og í Þjóðviljanum stóð: „Þess er að vænta, að sem fyrst verði hægt að stofna undirbúnings- nefnd og sem flest samtök eigi fulltrúa í henni“. Eitthvað virð- ist sköpun þeirrar nefndar hafa gengið erfiðlega, því að nú leið og beið til 9. apríl, en þá til- kynnti blað festivalsmanna, Þjóð- viljinn, loks, að „hin íslenzka undirbúningsnefnd" hefði verið stofnuð. í henni eiga sæti full- trúar fimm fámennra samtaka og auk þess þrír einstaklingar. Samtökin, sem lögðu til fulltrú- ana, eru Æskulýðsfylkingin, Fé- lag róttækra stúdenta (kommún- istar), Iðnnemasamband íslands (í höndum kommúnista), Félag ísl. myndlistamema og „Glímu- deild Ungmennafélags Reykja- víkur“. (Þess má geta innan sviga, að kommúnistar virðast á einhvern hátt hafa náð nokkr- um tökum innan ungmennafé- lagshreyfingarinnar, a.m.k. með- al starfsliðs hennar). Undirbúningsnefnd þessi er því ekki á nokkurn hátt fulltrúi ís- lenzkrar æsku, og ber að fagna því. Áróffur Þjóðviljans í Þjóðviljanum hafa birzt nokkrar heilsíðugreinar auk smærri ritsmíða um heimsmótið. Sumar þeirra eru andsvör við ákvörðunum fulltrúa heildar- samtaka íslenzkrar æsku og stúd- enta (Stúdentaráð Háskóla Is- lands, SHÍ, og Æskulýðssamband íslands ÆSÍ) um að hafna allri þátttöku og aðild að mótinu. í þeim öllum kennir ýmissa mis- sagna og ranghermis, sem ástæða er til að leiðrétta opinberlega, þar eð ósannindi kommúnista og áróður beinist aðallega að hlut- lausum samtökum, sem reynt er að glepja til þátttöku á röngum og fölskum forsendum. Festivalið haldið í Vín gegn vilja austurrískrar æsku Röfuðástæðan fyrir því, áð ísl. stúdentar höfnuðu allri aðild að 7. heimsmótinu, sem kommúnist- ar hyggjast halda í Vín, er sú, að Stúdentasamband Austurríkis (ÖH) og nær öll önnur æskulýðs- sambönd í Austurriki hafa mót- mælt því, að heimsmótið verði haldið í Vínarborg. Æskulýðs- samband íslands hafnaði einnig þátttöku, þar eð Æskulýðssam- band Austurríkis er andvígt festivalinú. Það er sjálfsögð kurteisisskylda í viðskiptum æskuiýðssamtaka hinna ýmsu landa, að virtur sé vilji æsku- iýðs viðkomandi lands, þegar um er að í'æða alþjóðleg mót og ann- að slíkt íslenzkir kommúnistar hafa neitað þvi í Þjóðviljanum, að austurrísk æska sé einhuga um að taka ekki þátt í heimsmót- inu. Hafa þeir t. d. látið að þvi liggja, að Æskulýðssamband Austurríkis sé ekki mótfallið fastivalinu, heldur hlutlaust í afstöðu sinni til þess. Þeim ó- sannindum er bezt svarað með því að vitna í yfirlýsingu sam- bandsins, þar sem segir m. a.: „Hinn kommúnistíski karakter mótanna hefur ekki horfið, þótt Vín, höfuðborg hins hlutlausa Austurríkis hafi nú verið valin fyrir mótsstað . . . Skipuleggj- endur 7. heimsmótsins . . . reyna að forðast hin raunverulegu vandamál æskunnar með vígorð- inu: „ópólitískt æskulýðsmót fyr- ir friði". Þar sem frjáls og óháð æskulýðssamtök eru bönnuð i alþýðulýðveldunum, er þátttaka raunverulegra fulltrúa æskunn- ar frá þessum ríkjum óhugsanleg . . . Meðlimir Æskulýðssambands Austurríkis gera sér fyllilega Ijóst hið kommúnistíska eðli heimsmótanna og hafna því þátt- töku, bæði í heild og einstaklings- lega“. í skeyti, sem Æskulýðssam- band Austurríkis sendi nýverið til Æskulýðsráðstefnu í Afríku og Asíu í Kaíró, segir m. a.: „Æsku- lýðssamband Austurríkis vill upplýsa ykkur um það, að þsgar frá er skilið hið fámenna ung- kommúnistafélag (Freie Öster- reichische Jugend) mun enginn félagi nokkurs æskulýðsfélags 1 Austurríki taka þátt í ungmenna- festivali kommúnista, sem hald- íð verður í Vín í júlí og ágúst 1959. Almenningur í Austurríki er eindregið á þeirri skoðun, að heimsmót þetta sé aðeins eitt bragð kommúnista í kalda stríð- inu. Þess má og geta, að Æskulýðs- sambandið gefur út blað, sem eingöngu er helgað baráttunni gegn festivalinu. Svo vilja ís- lenzkir kommúnistar læða þeirri skoðun inn hérlendis, að austur- rísk æska sé ekki andvíg mótinu! Hið fáránlegasta við mót þetta er, að það á að vera „heimsmót æsku og stúdenta í Vín“, en er haldið gegn eindregnum vilja æsku og stúdenta í gervöllu Aust- urríki. Fyrirsvarsmenn festivals- ins höfðu heldur ekki fyrir því að ræða við fulltrúa austurrískrar æsku eða stúdenta, þegar þeim hugkvæmdist að halda það í Vín, heldur sneru þeir sér beint til ríkisstjórnarinnar, sem átti ó- hægt um vik að banna mótshald- ið í Austurríki vegna ákvæða friðarsamninganna 1955. Vitað er þó, að ríkisstjórnin leyfði mótið hálfnauðug, og að tveir ráðherranna, innanríkisráð herrann úr flokki sósialista og menntamálaráðherrann úr Þjóð- flokknum, eru mótinu mjög and- vígír. Þjóðviljinn hélt þeirri firru fram, að með því að hafna aðild að festivalinu hefði ÆSÍ rofið hlutleysisstefnu sína. Hitt er rétt, að um freklegt hlutleysis- brot hefði verið að ræða, ef ÆSÍ hefði tekið þátt i móti, sem æskulýðssamband viðkomandi lands er andvígt eins og hér. er um að ræða. Það er einnig liður í blekkingum ísi. kommúnista, þegar gefið er í skyn, að „austur- rískir kaþólikkar" séu éinir um mótspyrnu við féstivalið. í Þjóðv. 2. apríl stendur t. d. um afstöðu sr. Árelíusar Níelssonar til mótsins innan ÆSÍ: „Það er eftirtektarvert, að mótmælenda- klerlturinn Árelíus Níelsson virð ist hlynntari kaþólskum en evan geliskum i þessu máli“. í fyrsta lagi skal á það bent, að ekki er óeðlilegt, að kaþólsk æskulýðs- sambönd séu áberandi í Austur- ríki, þar eð 89,6% þjóðarinnar játa rómversk-kaþólska trú opin berlega. í öðru lagi eru það ó- sannindi, að „evangeliskir“ í Austurríki hafi tekið jákvæða eða hlutlausa afstöðu til mótsins, því að æskulýðssamtök þeirra (Evangelisches Jugendwerk Öst- erreichs) eru innan vébanda Æskulýðssamtaka Austurrikis, skrifuðu undir yfirlýsingu þá, er að framan greinir, pg taka þátt í útgáfu blaðsins „Voice of Youth“, sem stefnt er gegn haldi festivalsins í Austurríki. Þá reyna áróðurspennar komm únista hérlendis að koma þeirri skoðun inn meðal jafnaðar- manna, að skoðanabræður þeirra erlendis séu festivalinu ekki andvígir. Þeir skulu þá minntir á það, að Alþjóðasamband ungra sósíalista (IUSY) gerði sam- þykkt um það á þingi sínu í Bombay 23. ág. sl., að „IUSY og meðlimafélög þess munu ekki taka þátt í 7. heimsmótinu í Vin 1959, vegna þess að heimsmótin eru stöðugt tæki í höndum utan- ríkisstefnu Sovétríkjanna". Þá hafa æskulýðssamtök sósíalista i Austurriki (sem eru einnig með limir Æskulýðssambands Austur ríkis) lýst yfir því, að þau ætli að nota tækifærið á heimsmót- inu og reka áróður fyrir „lýð- ræðislegum sósíalisma“ meðal væntanlegra þátttakenda. Hin sömu hafa viðbrögð jafnaðax- manna verið hvarvetna um heim, og t. d. má geta þess, aö Sam- band ungra sósíaldemókrata í Danmörku rak nýlega einn fé- laga sinn úr sambandinu, vegna þess að hann hafði þegið sæti í dönsku undirbúningsnefndinni. Það er því eins ljóst og verða má, að öll æskulýðssamtök í Austurríki eru andsnúin mótinu, nema hið kommúnistiska „Sam- band lýðræðissinnaðra stúdenta", öreind, sem telur um 130 með- limi og FÖJ, sem telur um 2600 meðlimi. Samt ákvað miðstjórn- arfundur austurríska kommún- istaflokksins í janúar, að FÖJ skyldi útvega 1000 þátttakendur frá Austurríki. Einnig hafa 11 æskulýðssam- Framh. á bls. 17 Belvedere-höllin í Vín, þar sem gengið var frá friðarsamn- samningum við Austurríki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.