Morgunblaðið - 22.05.1959, Side 12
12
MonGuynr/AÐiÐ
Fösíudagur 22. maí 1959
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavllt.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Árni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Ask.riftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
ÞAÐ, SEM UM VERÐUR KOSIÐ
IKOSNINGUNUM 28. júní
nk. verður fyrst óg
fremst kosið um tvennt:
V-stjórnina og kjördæmamálið.
, Allir þrír V-stjórnarflokkarnir
reyna nú hver með sínum hætti
að skjóta sér undan syndabagga
V-st j órnar innar.
Alþýðuflokkurinn gerir sem
mest úr verkum núverandi stjórn
ar. í þeim málflutningi hættir
lionum til að gleyma því, að efna
hagráðstafanir nú eftir áramótin
jvoru neyðarráðstafanir sem gera
varð til bráðabirgða vegna úr-
ræðaleysis og uppgjafar V-stjórn
orinnar. Á þeim ófarnaði öllum
ber Alþýðuflokkurinn ekki siður
ábyrgð en hinir V-stjórnarflokk-
arnir.
Kommúnistar játa umsvifa-
laust, að V-stjórnin hafi svikið
mikið af loforðum sínum og þá
einkum þait, er mestu máli
skiptu. En þeir segja svikin alls
ekki sér að kenna heldur ein-
ungis þeim vondu flokkum, sem
þeir hafi unnið með. Kommúnistar
gera sem allra mest úr þeim sak-
aráburði til að gera hlut fyrri
samstarfsmanna sinna sem
minnstan og eigin veg sem mest-
an. Með setu sinni í ríkisstjórn-
inni tóku þeir hins vegar sjálfir
ábyrgð á öllu sem hún gerði og
lét ógert. Eftir viðurkenndum
þingræðisreglum er einá ~raðið
fyrir ráð.herra til að firra sig
ábyrgð á athöfnum eða athafea-
leysi meðráðherra sinna og ríkis-
stjórnar í heild að biðjast lausn-
ar. Þetta gerðu kommúnistar
ekki. Þvert á móti saka þeir bæði
Framsókn og Alþýðuflokk um
þau svik, að hafa slitið samstarf-
inu að ástæðulausu. Allar skamm
ir kommúnista um samstaxfs-
menn þeirra í V-stjórninni bitna
þess vegna á þeim sjálfum, því
að þeir bera ábyrgð á vömmun-
um ekki síður en hinir.
, Framsóknarmenn segja, að
ekki megi kjósa um neitt annað
en kjördæmamálið. Óhugsanleg-
ur var betri vitnisburður um
skoðun þeirra á vinsældum V-
stjórnarinnar og viðhorfi almenn
ings til hegðunar Framsóknar-
broddanna að undanförnu.
Þetta er skiljanlegt. Ekki er
lengra liðið en síðan í gær, að
einn af kjósendum úr Suður-
Múlasýslu hafði orð á því, hvern-
ig Eysteinn Jónsson hefði á fund-
um þar eystra fyrir síðustu kosn-
ingar brýnt röddina og sagt með
sterkustu orðum, að samvinna
Framsóknar við kommúnista
kæmi ekki til mála. Eftir kosn-
ingarnar gaf Tíminn þá kaldrana
legu skýringu á, að allar þessar
yfirlýsingar Eysteins og annarra
frambjóðenda Hræðslubandalags-
ins hefðu verið að engu hafðar,
að ella hefði sú hætta verið yfir-
vofandi, að Framsókn missti af
völdunum! Þau ósköp máttu með
«ngu móti ske. Þá var betra að
gera sig áð minni manni með
auðvirðilegum svikum.
Framhaldið varð eftir þessu.
■vik ofan á svik. Endaiok þess
#vikaferils heyrðu menn í út-
varpsiunræðunum á dögunum,
þegar þeir Eysteinn Jónsson og
Lúðvík Jósefsson, samþingis-
i mennirnir úr Suður-Múlasýslu,
kepptust frammi fyrir alþjóð að
kenna hvor öðrum um svikin.
Framsóknarmenn hyggjast nú
dylja atferli sitt fyrir almenningi
með því að kenna þeim, er tóku
að sér að bjarga þjóðinni frá
þrotabúi V-stjórnarinnar, um
örðugleikana, sem því uppgjöri
eru samfara. Auðvitað hefði verið
æskilegra að komast hjá þeirri
kjaraskerðingu, sem gera varð
með stöðvunarlögunum í vetur.
Og víst var erfitt að koma saman
fjárlögum að þessu sinni. En allir
þessir örðugleikar voru óhjá-
kvæmilegar afleiðingar viðskiln-
aðar V-stjórnarinnar.
Framsóknarbroddarnir hafa
sjálfir játað að í bjargráðin á sl.
vori vantaði hiriár raunhæfu ráð-
stafanir, sem urðu að fylgja, ef
ekki átti að stefna í beint öng-
þveiti. Þeir höfðu sjálfir ekki
kjark til að gera tillögur um
þessar ráðstafanir, hvorki til Al-
þýðusambandsins né Alþingis ís-
lendinga. í þess stað valdi Her-
mann Jónasson þann kost, að
hlaupa frá öllu saman hinn 4.
desember með kveðjuorðunum:
„Ný verðbólgualda er skollin
yfir“.
Gegn voðanum af þeirri verð-
bólguöld :, kvað Hermann stjórn
sína ekki geta komið sér saman
um nein úrræði. Enginn sannaði
í verki betur sanngildi þeirra
uppgjafarorða Hermanns en Ey-
steinn Jónsson. Hann hafði ekki
einu sinni mannrænu til að
leggja fyrir Alþingi, þegar það
kom saman á sl. hausti, frv. til
fjáriaga með því efni, sem stjóm-
arskrá lýðveldisins segir að vera
skuli í fjárlögum. Frumvarp Ey-
steins var einskis verðar rytjur.
Allur var þessi ferill og upp-
gjöfin að lokum slík, að hinir
seku mega með engu móti sleppa
frá því að standa reikningsskap
gerða sinna.
Reikningsskilin eru óhjákvæmi
leg. Einn þáttur þeirra er að búa
svo um, að önnur eins ógæfa og
viðundur V-stjórnarinnar geti
ekki hent þjóðina á ný. Örugg-
asta ráðið gegn því er að sam-
þykkja kjördæmabreytinguna,
sem Alþingi hefur nú gert. Ein
meginástæða spillingarinnar að
undanförnu er hin skakka mynd,
sem Alþingi hefur verið af þjóð-
arviljanum. Ofurveldi Framsókn
ar á ríkan þátt í því, sem mis-
farið hefur í íslenzkum stjórn-
málum síðustu áratugina.
Nú er færi á að leggja undir-
stöðu hollari stjórnarhátta í fram
tíðinni. Þegar Alþingi er orðin
rétt mynd af vilja íslenzku þjóð-
arinnar, á hún við sig eina um
hvernig til tekst. Auðvitað verð-
ur lengi sitt hvað. sem fer á
annan veg en skyldi. £n engum,
sem þekkir eðli íslendinga, bland
ast hugur um, að þeim vegnar þá
bezt, þegar ómengaður vilji
sjálfra þeirra fær að ráða þeirra
eigin málum.
UTAN UR HEIMI
Starf í 21 ár og 90 milljónir
danskra króna — án árangurs
Danska „oliuævintýrinu" lokib. — Ár-
angurinn — ein mjólkurflaska af oliu!
EINS og skýrt hefir verið frá
í fréttum, hefir nú verið hætt
leit eftir olíu í Danmörku. —
Eftir 21 árs starf, hafandi
fórnað til einskis meira en 90
milljónum danskra króna,
hefir fílagið Danish Amercan
Prospecting Company ákveð-
ið að hætta starfsemi sinni.
Raunar hafa Bandaríkjamenn
irnir leyfi til þess að bora eitt
ár enn eftir olíu á danskri
grund — sérleyfi þeirra renn-
ur ekki út fyrr en í júní 1960
— en þeir hafa í raun og veru
hætt tilraunum sínum nú
þegar, því að fullreynt þykir,
að olía finnist alls ekki í Dan-
mörku. Og þó, það er ekki
fyllilega rétt — á þremur
stöðum í landinu hafa fund-
izt lítils háttar merki um olíu
í jörðu, en alls staðar svo lítið,
að ekki kom til mála að reyna
að vinna hana.
Vonin um, að olía kynni að finn-
ast í Danmörku vaknaði fyrst ár-
ið 1936, en þá stofnaði Banda-
ríkjamaðurinn F. F. Rawlin Dan-
ish American Prospecting Com-
pany. — Við djúpborun í grennd
við Harte hjá Kolding fann hann
þunnt saltlag, og á grundvelli
þess tókst honum að tryggja sér
einkaleyfi um 50 ára skeið til
leitar og vinnslu hráefna í jarð-
lögum Danmerkur. — Skömmu
síðar seldi Rawlin þó hlutabréf
sín í Danish American Company
til Gulf Refining Company, og
Sumaitízkon
Hvítur nælonsiumarkjóll með
dökkum doppum, skreyttur
svörtum satinborffa. Sérlega
klæffilegur fyrir kornungar
stúlkur.
Olía fyrirfinnst engin í Dan-
mörku. — Tími borturnanna
er liðinn — og vonirnar
brostnar ...
enn nokkru síðar keypti Gulf
Oil Corporation þau.
★
Fyrir um tíu árum gerðist svo
það, að danska stjórnin taldi
ástæðu til að ætla, að ekki hefði
allt verið með feldu um saltfund
þann, er varð grundvöllur þess,
að áðurnefnt einkaleyfi var veitt,
og voru sett ný lög um nýtingu
hinna dýpri jarðlaga í Danmörku.
— Með þessum lögum urðu all-
miklar breytingar á hinu upp-
haflegu einkaleyfi Danish
American Prospecting Company,
þannig að það náði hvorki til
Grænlands né Færeyja, og und-
anskildir voru demantar, kol og
hvers kyns málmar. í lögum þess
um segir einnig, að leyfið gangi
úr gildi, ef ransóknir á vegum
félagsins falli niður ákveðinn
tíma, eða ef einhver atriði samn-
ingsins séu brotin. Meðal annars
er tekið fram, að Jarðfræðirann-
sóknarstofnun Danmerkur skuil
hafa frjálsar hendur um eftirlit
með borununum.
★
Tvisvar á fyrrgreindu tímabili
hafa borarnir verið stöðvaðar. f
fyrra skiptið á árunum 1941—’46,
vegna stríðsins, og aftur 1954—
1956, en þá hafði Gulf Oil Corp-
oration misst áhugann á frekari
olíuleit og selt öll hlutabréfin í
félaginu til Standard Oil New
Jersey — móðurfólags Esso-sam-
steypunnar.
Frá því 1938 til 1954 voru bor-
aðar 18 „olíuholur", 40 sinnum
var borað eftir salti og auk þess
87 holur til þess að rannsaka
gerð hinna dýpri jarðlaga. —
Danir bundu miklar vonir við
þessar borunarframkvæmdir, og
hefir verið sagt, að þeir hafi lang-
tímum saman lifað í „olíuvímu".
— Og enn minnast þeir, vons-
viknir, fregna þeirra, er bárust
frá borturninum í Tönder laug-
ardaginn 26. janúar 1952: —
Fyrsta olían fundin í Danmörku!
Tilkynnigin var á rökum reist,
en sá var bara galli á gjöf Njarð-
ar, að olían, sem kom upp úr
Tönder-holunni var ekki meira
en svo, að hún komst fyrir í einni
mjólkurflösku- — Og segja má,
að þetta sé í fyrsta og síðasta
sinn, sem olía hefir náðst úr
danskri jörð. Að vísu hafa tvisvar
að auki fundizt örlítið merki olíu
— en samanlagt langtum minna
en var í Tönder.
★
Þegar Gulf Oli Corporation
hætti borunum árið 1954, hafði
verið eytt um 70 milljónum d. kr.
til þessara rannsókna. Svo kom
Standard Oil til sögunnar. Nær
allt árið 1957 fór til undirbún-
ingsvinnu, en í desember það ár
voru á ný hafnar djúpborarnir
eftir olíu á danskri grund. Hafa
síðan verið boraðar 10 holur. —
Standard Oil flutti risavaxinn
jarðbor frá Bandaríkjunum, sem
auðveldlega átti að geta borað
4000 metra djúpar holur. Drif-
kraftur borsins var 5 diesel-
mótorar, hver 350 hestafla, og
— til öryggis — voru hafðar til
taks dælur, sem áttu að geta
dælt 2800 lítrum af olíu á mín,-
útu.
— Allur þessi mikli útbúnaður
var fluttur til Danmerkur á sér-
stöku skipi, og til flutninga inn-
anlands hefir ekki nægt minna
en heil járnbrautarlest.
Standard Oil var þegar í upp-
hfi reiðubúið að veita 10 millj.
d. kr. á ári til rannsókna Danish
American Prospecting Company,
og nú, þegar borunum er hætt,
hefir félagið varið til þeirra 20
milljónum. Hafa því borarnir
þær eftir olíu, sem gerðar hafa
verið í Danmörku, kostað frá
upphafi rúmlega 90 millj. kr. —
Að meðaltali mun það hafa kost-
að 25.000 kr. á dag að halda born-
um í gangi, en þar við bætist all-
ur lausakostnaður og ýmiss kon-
ar aukaútgjöld vegna bilana og
slits á tækjum.
★
En fátt er svo með öllu illt,
að ekki boði nokkuð gott. —
Enda þótt Bandaríkjamennirnir
hafi ekki riðið feitum hesti frá
olíuborununum í Danmörku, hafa
þessar tilraunir haft mikið gildi
fyrir Dani. Eftir allar þær bor-
anir, sem gerðar hafa verið, í
hinni árangurslausu leit að olíu,
hefir t.d. verið hægt að gera sér
grein fyrir, hvar í landinu salt og
kalí er helzt að finna, og er nú
nokkuð unnið af því. Auk þess
hafa fengizt margvíslegar mikil-
verðar upplýsingar um jarðlögin,
sem annars lægju ekki fyrir.
★
Þótt Bandaríkjamenn hafi
þannig ekki fengið neitt fyrir
núð sinn, verður að hafa það
í huga, að tilraunin var á rökum
þyggð — möguleikarnir voru fyr-
ir hendi, eða svo mátti ætla. —
í Þýzkalandi hefir t.d. iðulega
fundizt olía við svipaðar aðstæð-
ur og fyrir hendi eru í Danmörku
— meira segja er nú unnin olía
að vísu ekki í mjög stórum stíl
___ aðeins fáa kílómetra sunnan
landamæra Danmerkur og Þýzka
lands.
En að hvaða gagni kemur það
— olía fyrirfinnst engin í Dan-
mörku. Þær vonir, sem kvikn-
uðu í Harte, slokknuðu í Harre-
sted, þar sem síðast var borað.
— Draumarnir um „gull og
græna skóga“ í mynd danskrar
olíu eru að engu orðnir.