Morgunblaðið - 22.05.1959, Side 15

Morgunblaðið - 22.05.1959, Side 15
Föstudaerur maí 1959 M o n r_ T1 iy b L A Ð1Ð 15 Sigurður Á. Björnsson frá Veðramóti 7 5 ára HANN hefir haft á hendi fram- færzlufulltrúastarf hjá Keykja- víkurbæ síðan 1935 — í 24 ár — og tók við yfirfulltrúastarfinu þegar Magnús V. Jóhannesson lézt skyndilega fyrir hálfu ári. Að sjálfsögðu hefur margt á dagana drifið við svo vandasamt starf, öll þessi ár, og er ég ekki fær um að rekja neitt af því, en mér er kunnugt um að allt hefir starfið verið af hendi leyst með mestu prýði og samstarfið við náungann verið hið ákjósanleg- asta. Fyrst nú fimm árum eftir aldurstakmarkið fær Sigurður lausn frá starfinu. Er þó þrekið, áhuginn og starfsgleðin í góðu lagi. Mörg fleiri trúnaðarstörf hafa mætt á Sigurði hér í Reykjavík en framfærzlan. Hann hefir um fjölda ára starfað í framfærszlu- nefnd ríkisins, verið 1. sáttamað- ur, formaður safnaðarstjórnar Dómkirkjunnar, og formaður í stjórn hf. Ofnasmiðjunnar í 20 ár. Fyrir aldarfjórðungi gerðist Sigurður Björnsson og fjölskylda hans hinir ágætustu Reykvíking- ar, komu frá Veðramóti í Skaga- firði. Sigurður er bæði Skagfirð- ingur og Húnvetningur langt fram í ættir. Fæddur er hann á Heiði í Gönguskörðum 22. maí 1884. Björn Jónsson faðir hans, hreppstjóri á Veðramóti var ætt- aður úr Húnavatnssýslu, en Þor- björg móðir hans Stefánsdóttir úr breiðbyggðum Skagafjarðar. Fjögurra ára fluttist Sigurður með foreldrum sínum að Veðra- móti og ólst þar upp ásamt 9 syst kinum. Frábært þrek og glæsi- mennska mun fljótt hafa komið í Ijós, enda greri félagslíf og heil- brigð gleði hjá þeim Veðramóts- systkinum í uppvextinum. Ung- mennafélagsandinn, íþróttir og félagslíf mótaði Sigurð og gerði hann að þeim trausta og heil- steypta fyrirmyndarmanni sem hann hefir ætíð verið. Tvítugur kom Sigurður úr Hóla skóla. Gerðist hann þá önnur hönd föður síns um búrekstur- inn á Veðramóti. En stuttu fyrr hafði Björn misst Þorbjörgu konu sína frá stórum barnahópi. Fljót- lega seyddi Sigurður til sín hún- verzka og ágætlega ættaða heima sætu, Sigurbjörgu Guðmunds- dóttur frá Holti í Svínadal. Brúð- kaupið stóð 1912, og litlu síðar hófst búskapur á Veðramóti. Var þá syskinahópurinn uppkominn og faðirinn orðinp þreyttur. Ungu hjónin tóku föstum tök- um á verkefninu. Enda búnaðist þeim blessunarlega á stórri og erfiðri fjallajörð sem þeim tókst að kaupa af íslenzka ríkinu eftir fárra ára búskap. Börnin fæddust hvert af öðru. Það yngsta, ljós- hærð Ijómandi telpa var á fyrsta ári 1921, þegar ég fyrst kom að Veðramóti og vingaðist við fjölskylduna. Veðramótshjónunum varð fljótt Ijóst að hugur barnanna lá ekki að búskap, og að þau þurftu meiri skólavistar en hægt var að láta þeim í té frá fjallajörð sunnan við Tindastói. Því tók Sigurður bóndi sér ferð á hendur, landveg um hávetur og hugðist kaupa litla jörð í nánd við Reykjavík. En landrýmið var harla lítið, og ekkert varð úr þeim kaupum. Ei að síðúr bar ferðin mikinn ár- angur. Eftir nokkra leit að góðu húsi, keypti Sigurður nýlega byggt steinhús, Fjólugötu 23, í Reykjavík. Greiddi helming- inn í peningum út í hönd. — Og til Reykjavíkur flutti Veðra mótsfjölskyldan 1934, eftir að hafa selt 300 ær og annan bústofn á lágu verði en látið Veðramót af hendi í skiptum fyrir aðra jörð í Skagafirði. f Fjólugötu 23 hefir fjölskyldan búið síðan. Þaðan menntuðust öll börnin svo sem bezt varð á kosið fyrir þjóðfélagið. Mun það sjald- gæft að svo fjölþættir vísinda- og athafnakraftar streymi frá bændahjónum á íslandi, sem gert hefir frá þeim Sigurði og Sigur- björgu. Elztur er dr. Björn læknir, for- stöðumaður og stofnandi tilrauna stöðvar Háskólans á Keldum. Dr. Jakob stofnsetti og stjórnar Fisk- iðjuveri ríkisins í Reykjavík. Dr. Magnús var um mörg ár fulltrúi Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna í Evrópu og konsúll íslands í Tékkóslóvakíu en hefir nú gerzt Reykvíkingur á ný með tékk- neskri konu sinni, tveim börnum og tengdaforeldrum. Björgvin er héraðsdómslögmaður og fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam bands íslands. Guðrún valdi sér verzlunarnám, en gerðist fljót- lega húsfreyja, og er nú með manni sínunl, Sigurði Benedikts- syni, tengd mikilsverðum sölu- og dreyfingarstörfum fyrir íslenzk- an landbúnað. Eftir ársleit í höfuðstaðnum fann Sigurður fátækrafulltrúa- starfið. Það hentaði honum vel, hann var þaulæfður í félagsmál- um, kunni vel með fé að fara, þekkti basl og bágindi annarra, og var fús til að greiða úr vand- ræðum fólks, eftir því sem við varð komið. Samtímis því sem bú skapur hjónanna blómgaðist á Veðramóti, höfðu hlaðist á Sig- urð margskonar störf fyrir hrepp og hérað. Hann var lengi oddviti, hreppstjóri og sýslunefndarmað- ur, formaður búnaðarfélagsins og skólanefndar, í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga og Sláturfélagsins á Sauðárkróki. Það var því eng- inn venjulegur bóndi sem kom með barnahóp sinn til menntun- ar í Reykjavík 1934, og gerðist starfsmaður bæjarins í vanda- sömu fulltrúastarfi. Það hefir lát- ið honum vel, allt gengið mjög ánægjuiega. Iðnfyrirtæki eins og Ofnasmiðjunni hefur komið mjög vel lífsreynsla Sigurðar, og eigin- leikar. Hann hefur traust allra sem kynnast honum. Og sjálfur segist hann hafa Guði og mönnum mikið að þakka. Sex- tugum þakkaði íslenzka ríkið honum margháttuð trúnaðar- störf, með því að sæma hann fálkaorðunni. Innan skamms mun Sigurður hætta störfum hjá Reykjavíkur- bæ, eftir langan og farsælan starfsdag. Þrekið er þó enn óbil- að og óvenjulegt. Vafalaust finn- ur Sigurður sér hugljúf verkefni hin síðustu æfiár sem framundan eru. í tilefni af afmælinu brugðu hjónin sér í smáfrí austur í sveit- ir til að rifja upp gamlar minn- ingar um hið gróandi vor í Skaga- firði. Vinir og frændalið mun vafalaust taka hlýtt í hönd þeirra við næstu vinamót. Sveinbjörn Jónsson. Aðalfundur fél. isl. rithöfunda AÐALFUNDUR Fél. ísl. rithöf- unda var haldinn þriðjudaginn 12. maí síðastl. Stefán Júlíusson var endurkjörinn formaður fé- lagsins. Aðrir í stjórn félagsins eru: Ingólfur Kristjánsson, gjald- keri, Indriði G. Þorsteinsson, ritari og meðstjórnendur Þór- oddur Guðmundsson og Sigurjón Jónsson. í stjórn Rithöfunda- sambands Islands voru endur- kjörnir þeir Guðmundur Gíslason Hagalín, núverandi forseti þess og Stefán Júlíusson og til vara Indriði Indriðason, núverandi gjaldkeri þess. Á fundinum var skýi-t frá ný- afstöðnum samningum Rithöf- undasambandsins við Ríkisút- varpið, en þeir voru undirritaðir í apríl síðastl. Nýju samningarn- ir kveða á um allverulega hækk- un, eða fimmtíu af hundraði, á greiðslum fyrir flutning á bundnu og óbundnu máli í út- varp. Samkvæmt framkomnum tilmælum Félags ísl. rithöfunda var sett nýtt ákvæði inn í samn- ingana, sem kveður á um sér- staka greiðslu fyrir útvarps- flutning á sögum, sem hefur ver- ið breytt í leikritsform. Þá fékkst hækkun á árlegu fram- lagi í Rithöfundasjóð Ríkisút- varpsins. Framlag útvarpsins nam áður fimm þúsund krónum, en hefur nú verið hækkað um helming. Á fundinum var samþykkt áskorun á stjórn Rithöfundasam- bands Islands, um að hún beiti sér fyrir því, að Menntamála-- ráðuneytið veiti árlega verðlaun fyrir tvær beztu barna- og ungl- ingabækurnar, sem út koma eftir íslenzka höfunda. Slík verðlauna veiting hefur tíðkazt um árabil annars staðar á Norðurlöndum og þótt gefa mjög góða raun. Margir vegfarendur skoðuðu með’ eftirvæntingu þennan fal- lega Opel-bíl, meðan hann stóð úti á Hótel Islands grunninum og ekki var búið' að draga um hann í happdrætti DAS. Svo var dregið í fyrsta flokki «g nýlega var vinnandanum, Svavari Benediktssyni, 1. stýrimanni á togaranum Júní, og konu hans afhentur bíllinn, sem komið hafði upp á númer þeirra. — Er myndin tekin við það tækifær' Revýan „Frjálsir fiskar“ hefir undanfarið verið sýnd í Fram- sóknarhúsinu. — Myndin er af Einari Guðmundssyni og Har- aldi Björnssyni. Gestur á vegum Guðspekifélagsins FORSETI Guðspekifélagsins, Ind verjinn N. Sri Ram, frægur fyrir lesari og rithöfundur, er væntan- legur til íslands seinnihlutann í júní. Hann mun halda opinberan fyrirlestur í Reykjavík og verða aðalfyrirlesari á Sumarskóla Guðspekifélagsins, sem haldinn verður í Hlíðardalsskóla í ölfusi dagana 20.—25. júní. Skóíinn er þegar nálega fullskipaður, en varðandi umsóknir ber að snúa sér til frú Guðrúnar Indriðadótt- ur, sími 13476, eða frú Önnu Guð mundsdóttur, sími 15569. Rauðakrossdeild stofnuð í Kópavogi ÞANN 12. maí var stofnuð Kópa- vogsdeild RauðaKross íslands. Stjórnina skipa: Ari Jóhannes- son verkstj., formaður; Georg Lúgers og Ingvi Guðmundsson, meðstjórnendur. Varastjórn: Ingi bergur Sæmundsson lögreglu- þjónn, Sigríður Soffía Sandholt, kennaraskólanemi og Pétur Guð- mundsson bifreiðastj. Endurskoð- endur: Brynjólfur Dagsson hér- aðslæknir og Árni Sigurjónsson, fulltrúi. — Stofnendur voru 81. Auglýsendur! er helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt dagblað. ☆ Blaðið er nú sent öllum þeim, er áður fengu „ísafold og Vörð‘' og er því lesið á flest öllum bæjum dreifbýlisins. ☆ |JI®r@wiil»Iffl&*& er blað alira landsmanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.