Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 1
24 síðuv
»
M. irgransmr
120. tbl. — Fimmtudagur 11. júní 1959
PrentsmiSja Morg^mblaðstas
Örþrifaráð Framsóknarmanna:
Láta málgögn sín falsa ummœli
þjóðkunnra manna um kjör-
dœmamálið
Ódrengskapur, sem vekur
ríka andúð um land allt
IRAMSÓKNARMENN hafa nú gripið til þess örþrifaráðs að falsa
ummæli ýmsra vel metinna bænda og þjóðkunnra manna um
kjördæmamálið. Varð þetta m. a. ljóst af aukaútgáfu Tímans, er
nefnir sigr „Kjördæmablaðið", sem kom út 2. júní sl., eða daginn
eftir að prentaraverkfallið hófst. I skjóli þess birti þetta mál-
gagn Framsóknarflokksins rúmlega 30 ára gömul ummæli eftir
Sigurð Nordal fyrrverandi sendiherra, ásamt ummælum ýmsra
hænda, sem blaðið taldi andvíga kjördæmabreytingunni. Nú
hefur Sigurður Nordal birt yfirlýsingu, þar sem hann Iýsir yfir
cindregnu fylgi við hina nýju kjördæmaskipan, er hann hyggur
„muni verða til verulegs ávinnings fyrir strjálbýlið“, eins og hann
kemst að orði í yfirlýsingu sinni, sem birt er á öðrum stað i
blaðinu. —.
hefur einnig birt yfirlýsingu, þar
sem hann mótmælir þeim um-
Kristinn Jónsson, bóndi í
Borgarholti í Rangárvallasýslu,
Yfirlýsing Sigurðar Nordal:
Ekkert tœkifœri til að
leiðrétta þegar í stað
Mun styðja fyrirhugaða breytingu
1 3. TBL. KJÖRDÆMABLAÐSINS frá 2. júní eru (með
feitu letri!) prentuð ummæli eftir mig um „strjálbýlið og
íslenzka menningu". Ég hefi orðið þess áskynja úr ýmsum
áttum, að svo er litið á sem ég hafi skrifað þetta handa
blaðinu og það eigi að vera andmæli gegn þeirri lausn
kjördæmamálsins, sem samþykkt var nýlega á Alþingi.
Hvort tveggja er eðlilegt. Blaðið hefur ekki sýnt þá ráð-
vendni að skýra frá því, hvaðan þessi ummæli séu tekin.
Það er svo einsýnt í öll-
um málflutningi sínum, að
engum getur dottið í hug að
þar sé neitt prentað nema
í einum og sama tilgangi,
hvers efnis sem það annars
er. Og þetta tölublað þess
kom einmitt út um leið og
öll önnur blaðaútgáfa stöðv-
aðist, svo að ég hafði ekkert
tækifæri til þess að leið-
rétta þennan misskilning
þegar í stað.
Fyrrnefnd ummæli eru,
vitanlega að mér forn-
spurðum, sótt í 32 ára gamla
grein, sem var prentuð í
Vöku árið 1927. í þeim er
ekkert, sem ég er ekki fús
að standa við enn í dag. En
eins og hver maður getur
séð, sem nennir að lesa þau, koma þau kjördæmamálinu
ekki lifandi vitund við. Ef ég hefði ætlað mér að styðja
málstað Kjördæmablaðsins, mátti ekki minna vera en ég
hefði minnzt eitthvað á það, sem nú er deilt um. Eins og
allir vita, voru þeir þrír flokkar, sem stóðu að samþykkt
síðasta þings, sammála Framsóknarflokknum um að hafá
rétt kjósenda í strjálbýlinu áfram meiri en kjósenda í
þéttbýlinu, og Framsókn aftur þessum þrem flokkum um
hitt, að ekki væri lengur stætt á svo miklu misrétti sem
átt hefur sér stað upp á síðkastið. Eini raunverulegi ágrein-
ingurinn er þá um það, hvort gera skuli rétt einstakra
hluta dreifbýlisins og kjósenda þar jafnari en hann er nú.
Að þessu stefnir einmitt hin fyrirhugaða breyting á kjör-
dæmaskipuninni. Ef nokkurum manni gæti verið forvitni
á að vita, hvernig einn óbreyttur reykviskur kjósandi ætlar
að verja sínu léttvæga atkvæði, er mér sönn ánægja að
lýsa yfir því, að ég mun neyta þess til að styðja þessa fyrir-
huguðu breytingu, — meðal annars vegna þess, að ég hygg
hún muni verða til verulegs ávinnings fyrir strjálbýlið.
Sigurður Nordal.
Slgurður Nordal.
mælum, sem Framsóknarmál-
gagnið hafði eftir honum um
andstöðu við kjördæmamálið.
Loks. hefur Ölafur Sigurðsson,
hreppstjóri í Hábæ í Rangár-
vallasýslu, sent hinu svokallaða
„Kjördæmablaði" Framsóknar
bréf þar sem hann krefst leið-
réttingar á ummælum sem blað-
ið hafði eftir honum haft.
Lágkúruleg vinnubrögð
Engum hugsandi manni getur
dulizt að vinnubrögð Framsókn-
armanna í baráttunni gegn nýrri
og réttlátari kjördæmaskipan eru
hin lágkúrulegustu. En þau eru
jafnframt einkar ódrengileg.
Margra áratuga gömul ummæli
eftir Sigurði Nordal, þar sem
hvergi er minnst einu orði á það,
sem nú er deilt um, eða kjör-
dæmamálið yfirleitt, eru dregin
fram og notuð til stuðnings við
afturhald Framsóknarflokksins,
sem alltaf hefur ríghaldið í rang-
læti úreltrar kjördæmaskipunar.
Þá hika Tímamenn heldur ekki
við að ráðast inn á heimili Sjálf-
stæðismanna í sveitum landsins
undir fölsku yfirskini og birta
síðan „yfirlýsingar" frá þeim
um, að þeir séu mótfallnir kjör-
dæmabreytingunni og muni I
greiða atkvæði gegn Sjálfstæði*-
flokknum í kosningunum.
Um þetta atferli kemst Krist-
inn bóndi í Borgarholti m. a. aS
orði á þessa leið:
„Það er ástæða til þess að
vara fólk við þessháttar möna
um, sem óska eftir blaðavið-
tali við menn og rangfæra svo
það sem sagt er, en þannig
mun flest vera, sem í Kjör-
dæmablaðið er skrifað, sam
anber viðtal við Ólaf hrepp-
stjóra í Hábæ, sem einnig ei
rangfært“.
Bardagaaðferð, sem hefnir sín
Þessi bardagaaðferð Framsókn-
armanna mun vissulega hefna
sín og verða þeim sjálfum til
Framh. á bls. 2.
Jón
Sigurðsson.
Einangrun eðn
dyggilegt samstori
A F S T A Ð A þeirra sem í sveitunum
búa til kjördæmamálsins verður á viss-
an hátt prófsteinn á það hvort sveita-
fólkið kýs að einangra sig í vonlausri
baráttu eða kýs drengilegt samstarf við
þær stéttir sem í þéttbýlinu búa.
Tómas Guðmundsson.
Jóhannes S. Kjarval.
Jón Stefánsson.
Tómas, Kjarval og Jón Stefáns
son fá réttmæta viðurkenningu
ÚTHLUTUNARNEFND lista-
mannalauna fyrir árið 1957 hefur
lokið störfum. 120 listamenn
hlutu laun að þessu sinni, en það
sem mesta athygli vekur er, að
Tómas Guðmundsson skáld og
málararnir Jóhannes S. Kjarval
og Jón Stefánsson hafa nú í
fyrsta sinn verið settir í efsta
launaflokkinn og skipa hann
ásamt skáldunum Davíð Stefáns-
syni og Þórbergi Þórðarsyni. Auk
Erhard og Aden-
auer sættust í gær
BONN, 10. júnf. — í dag hefur
Heinrich Krone, formaður þing-
flokks Kristilega demókrata,
reynt að jafna ágreininginn milli
Adenauers kanslara og Erhards,
efnahagsmálaráðherra og vara-
kanslara. Hann átti fund með
þeim sitt í hvoru lagi og fékk þá
til að ræðast við. Viðræður Aden
auers og Erhards tóku tvær klst.,
en ekki var gott í þeim hljóðið,
að þeim loknum og talsmaður
Erhards sagði eftir fundinn, að
málin hefðu lítið breytzt.
En eftir lokaðan fund Kristi-
lega demókrataflokksins seinni-
partinn í dag komu þeir út sam-
an Adenauer og Erhard, báðir
brosandi og augsýnilega í góðu
skapi. f kvöld létu þeir svo taka
ljósmyndir af sér og lá þá vei á
báðum. Adenauer sagði þá, pegar
hann var að því spurður, hvort
þeir hefðu jafnað ágreining sinn
og sætzt: — Já, auðvitað, við
hverju bjuggust þér?
Þannig er úr sögunni ágreining
urinn milli þessara tveggja leið-
toga Kristilega demókrataflokks-
ins og friður hefur verið sam-
inn. Einingunni innan flokksins
virðist borgið, en aftur á móti er
ómögulegt að segja um, hver á-
hrif sættir leiðtoganna muni hafa
á alþýðu manna.
★
Að loknum þingflokksfundi
kristilegra demókrata var gefin
út yfirlýsing um það, að þing-
flokkurinn fagni þeirri yfirlýs-
ingu dr. Adenauers, að hann hafi
Framhald á bls 23.
þeirra var Ásgrímur Jónsson 1
þessum flokki í fyrra. Þess má og
geta, að skáldin Gunnar Gunn-
arsson og Halldór Kiljan Laxness
fá sérstök heiðursverðlaun frá
Alþingi.
Mbl. birtir myndir af lista-
mönnunum, sem nú eru komnir
í fyrsta flokk. Það er áreiðanlega
skoðun allra, að þeir hafi nú
hlotið verðskuldaða viðurkenn-
ingu, enda hafa þeir um langt
skeið verið í hópi beztu lista-
manna okkar.
Listinn yfir úthlutunina er birt
ur í heild á bls. 23.
Fimmtudagur 11. júni
Efni blaðsins m.a.:
Bls. 3: Stjórnmálafundir Sjálfstæðis-
flokksins hafa verið mjög fjöl-
mennir. «
— 6: Thor Thors skrifar New Yorfc
Times um landhelgismálið.
— 8: Erlent fréttayfirlit.
— 10: Innlent fréttayfirlit.
— 12: Forystugreinarnar „SkylduF
frjálsra blaða“ — „Lausn prent
araverkfallsins“ og „Hvenær
sjá Bretar að sér?“
Utan úr heimi: — Nýtt vopn
gegn afbrotamönnum.
— 13: Samtöl við tvo Rangæinga un
kjördæmamálið o. fl.
— 22: íþróttir.
Þ