Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 13
F!’r>mtudagur 11. júní 1959
MORCUNBLAÐIÐ
13
wx-xi»»íW'»Ht»x
Þykkvibær.
Friðrik Friðriksson, kaupmaður, Þy'kkvabæ:
Samband kjósenda og þing-
manna verður ekki lakara eftir
kjördæmabreytinguna
FRIÐRIK Friðriksson kaupmað'
Ur í Þykkvabæ er harðduglegu)
maður og hefur unnið sveit sinni
mikið gagn með öflugri verzlun.
Hann fékk verzlunarleyfi 1920,
en þá var í Þykkvaöænum rek-
ið útibú frá Kaupfélagi Hallgeirs
og eru 300 manns í föstum við-
skiptum við verzlun mína. Þó að
ég telji að ég hafi fyrir löngu
sigrazt á mestu erfiðleikunum,
þá finnst mér ég enn vera að
vinna mig upp, eins og sagt er.
Og Friðrik hélt áfram:
— Ég er Þykkbæingur í húð
og hár, fæddist hér í Hábænum
og er hér upp alinn. Hér var
stundum erfitt í gamla daga, enda
var mikil fátækt í sveitinni. Eg
man jafnvel eftir hungri. Þá var
um litla björg að ræða, engir
kálgarðar og enginn fénaður. Þá
var stundum reynt á veturna,
þegar allar bjargir voru bannað-
Friðrik Friðriksson
eyjar. Friðrik sagði íréttamönn-
um blaðsins, að við ýmsa byrjun-
arörðugleika hefði verið að
glíma, eins og oft vill verða, en
þess má geta að hann sigraðist
á þeim öllum með miklum glæsi-
brag og hefur nú öll viðskipti í
plássinu.
Friðrik sagði:
.— Hér í sveitinni eru 40 býli
Vortónleikar
ÍSAFIRÐI, 29. maí. — Vortónleik
ar Tónlistarskóla ísafjarðar voru
í Alþýðuhúsinu hér í gærkvöldi
og fyrrakvöld. Var aðsókn bæði
kvöldin mjög góð og undirtektir
ágætar. Alls komu þarna fram 65
nemendur með einleik, dúett, tríó
og kvartett og léku á píanó, org-
el, fiðlu og ýmiskonar blásturs-
hljóðfæri.
Auk þess lék skólalúðrasveit
ísafjarðar undir stjórn fsaks Jóns
sonar. í henni eru 29 nemendur.
Þá voru tveir blokkflautuflokkar
með 32 nemendum.
Skólastjórinn, Ragnar H. Ragn-
ar, flutti ávarpsorð og gat þess,
að nokkur forföll væru vegna
inflúenzu. f fyrsta skipti í vetur
voru í skólanum nemendur í fiðlu
leik. Kennari var Nanna Jóns-
dóttir frá Reykjavík. Nemendur
Tónlistarskólans eru á aldrinum
sex til sextán ára. Ætlað var að
slíta skólanum á morgun, laugar-
daginn 30. maí, en vegna veik-
inda bæði kennara og nemenda
mun skólaslitunum verða frest-
að. — G. K.
ar, að fá ugga úr sjó, en nú er
aldrei róið héðan. Nú er orðinn
ágætur búskapur hér og kartöflu
ræktin hin mesta á landirtu, 8—
10 þúsund tunnur í meðalári.
Maður þarf ekki að vera lengi
í Þykkvabænum til að sjá, að
Þykkbæingar búa við beztu skil-
yrði, sem gerast í sveitum, en
þau hafa ekki fengizt fyrirhafn-
arlaust, heldur með dugnaði og
framtaki. Friðrik sagði, að öll
afkoma sveitarinnar hefði breytzt
upp úr 1923, þegar hlaðið var í
Djúpós, því áður var sveitin um-
flotin vatni úr Þverá og Safamýr-
in eitt fúafen. I\ú hefur þetta
Á MEÐAN prentaraverkfallið i
stóð gerðu Framsóknarmenn •
lævíslega tilraun til þess að ;
dreifa því um landið, að Sjálf- '
' stæðismenn stæðu nú höllum •
fæti í Rangárvallasýslu, hrein i
ræktaðasta bændakjördæmi s
landsins. Svo stóð á, að um •
þær mundir áttu tveir blaða- i
menn Morgunblaðsins leið s
austur þangað. Þeir áttu tal ^
við kjósendur i öllum hrepp- (
um sýslunnar um málefni s
þeirra og stjórnmálin yfirleitt. •
Viðtöl þessi munu birt í blað-;
inu næstu daga. Þau sýna sann s
an hug almennings í þessu J
kjördæmi og sýna, að hann er ;
allur annar en Framsóknar- S
menn skrökvuðu til. Hinar •
sömu fregnir berast víðs veg- ^
ar að, en viðhorf Rangæinga S
eru sérstaklega lærdómsrík, J
vegna tilraunar Framsóknar- ;
manna til að rangfæra þau. S
Fyrstu viðtölin birtast hér \
í blaðinu í dag. ^
breytzt til stórra bóta. Viðskipt-
in hafa mikið aukizt samfara
stækkandi búum, aukinni ræktun
og vélanotkun. f sveitinni er raf*
magn, en Friðrik kaupmaður
sagði, að helzt vantaði einhvern
smáiðnað til að halda í fólkið,
sem þar er að vaxa upp: — Ég
hef ásamt öðrum kómið upp vísi
að vinnufatagerð, sagði hann, og
hefur hún veitt allmörgum at-
vinnu.
Eins og fyrr getur, er hagur
manna orðinn góður í Þykkva-
bænum og þar lifir fólkið aðal-
lega á mjólkursölu og kartöflu-
rækt. Vegna hagstæðra viðskipta
við verzlun Friðriks Friðriksson-
ar hafa bændurnir í Þykkvabæn-
um látið hana annast sölu á öll-
um afurðum sínum. Sýnir það
bezt traust það, sem Friðrik nýt-
ur í fæðingarsveit sinni.
Að lokum röbbuðum við stund-
arkorn um pólitík við Friðrik,
m.a. kjördæmamálið. Taldi hann
að sambandið milli þingmanna
og kjósenda verði ekki lakara,
þegar breytingin hefur komizt
á, en verið hefur. Ég held, sagði
hann, að stækkun kjördæmanna
muni hafa litlar sem engar breyt
ingar í för með sér fyrir okkur
Rangæinga, eða gera aðstöðu
okkar erfiðari. Margt af því sem
um kjördæmamálið hefir verið
rætt og skrifað eru öfgar.
Verzlunarhús Friðriks Friðrikssonar.
Haialdur Halldórsson, bóndi:
Mér líst ágætlega á kjördæma-
breytinguna
HARALDUR Halldórsson er
bóndi á Efra-Rauðalæk í Holta-
hreppi. Hann hefur rekið sitt bú
af miklum myndugleik, en vildi
sem minnst um það ræða í blaða
samtali. Hann er ekki myrkur 1
máli, þegar kjördæmamálið ber
á góma: — Mér lízt ágætlega á
kjördæmabreytinguna, sagði
hann. Ég held það verði betra
fyrir þingmenn hinna einstöku
landshluta að koma málum kjör-
dæmisins fram, þegar þeir eru
orðnir 6—8. Við Rangæingar töp-
um áreiðanlega ekki á kjördæma
breytingunni. Við fáum aðgang
að 6—8 þingmönnum í stað
tveggja áður og einn þeirra verð-
ur okkar duglegi þingmaður,
Ingólfur Jónsson. Framsókn er
að reyna að koma því inn hjá
mönnum, að við fáum bara einn
þingmann, en það er út í hött.
Ef nokkur breyting verður, þá
verður hún til batnaðar. Og það
verður engin breyting á samband
inu milli þingmanna og kjós-
enda, því allir frambjóðendur
vilja auðvitað hafa sem nánast
samband við sem flesta kjósend-
ur til _að fylgi þeirra verði sem
mest. Ég hitti Sigurð Óla á Hellu
í dag. Ef hann hefði verið minn
þingmaður, hefði ég haft beinan
aðgang að honum um áhugamál
mín í sýslunni.
Svo er eitt: Framsóknarmenn
hafa ekki mátt heyra minnzt á
að hafa einmenningskjördæmi á
öllu landinu. Það er ekki hægt að
hlaupa eftir duttlungum eins
flokks og hafa einmenningskjör-
dæmi, þar sem hann er sterkast-
ur, en hlutfallskosningar, þar
sem hann er veikastur. En það er
þetta, sem Framsóknarmenn
vilja. Einhverjar breytingar varð
að gera á kjördæmunum og þá
fæ ég ekki séð, að þær hefðu
Haraldur Ilalldórsson
getað orðið mikið betri. Svo er
eitt, sem Framsóknarmenn gætu
haft í huga: Ætli hin nýja kjör-
dæmaskipan komi ekki til með
að bjarga þeim frá algjöru hruni.
Viðskilnaður þeirra í vinstri
stjórninni var með þeim eindæm-
um, að full ástæða er til að ætla,
að þeir tapi nú fylgi í sveitun-
um. Og fylgistapið mundi halda
áfram, þangað til það væri orðið
svo mikið, að þeir fengju fáa
þingmenn kjörna í einmennings-
kjördæmunum. Þá verða stóru
kjördæmin haldreipi þeirra, svo
ég sé ekki betur en þeir ættu
að standa um kjördæmafrum-
varpið sem einn maður. Ég hef
engan Framsóknarmann heyrt
mæla vinstri stjórninni bót og
er þá langt gengið. Þeir skamm-
ast sín svo fyrir hana, enda er
hún versta stjórn, sem hér hefur
verið í 20 ár. Það er því ekki
að undra, þótt þeir segist bara
vilja tala um kjördæmamálið.
— í tíð vinstri stjórnarinnar,
hélt Haraldur áfram, stórversn-
aði hagur bændastéttarinnar. Allt
hækkaði nema afurðir okkar
bændanna: vélar, varahlutir og
áburður. Ménn hafa keypt fóður-
bæti fyrir 25—40 þús. krónur á
ári, en eftir bjargráðin hækkaði
hann um hvorki meira né minna
Horft heim að Efra-Rauðalæ.
en 35%. Þetta er aðeins lítið
dæmi. Sumir bændur minnkuðu
fóðurbætisgjöfina svo á sl. hausti,
að það hefur orðið til stór-
skemmda.
Svo fór Haraldur bóndi á Efra-
Rauðalæk að tala um Mjólkurbú
Flóamanna. Hann sagði, að sumir
teldu það mundi verða fullkomn
asta mjólkurbú í heimi. Það er
gott og blessað, bætti hann við,
ekki stendur á okkur bændum
að byggja gott mjólkurbú. En ég
fæ ekki annað séð en þetta sé
mikið óhóf. Það má stækka mjólk
urbúið eins og með þarf og byggja
það þá þannig, að við bændur
ráðum svona nokkurn veginn við
það. Fyrir um það bil 3 vikum
gefur Flóabúið út tilkynningu um
mjólkurlækkun. Ég held þetta
hafi átt að vera pólitískt bragð
hjá Framsóknarmönnum, svo
bændur héldu, að lækkunin staf-
aði af ráðstöfunum núverandi
stjórnar. En það er ekki rétt.
Mjólkin hefur hvergi lækkað ann
ars staðar, enda hefir Mjólkur-
samsalan ekki lækkað mjólkina.
Ástæðan til þessarar lækkunar
er sú, að þá skortir fé í bygging-
una, bæði í stofnkostnað og vaxta
greiðslur. Undanfarin ár hafa
verið teknir 9—10 aurar af hverj-
um lítra, sem við höfum selt og
hefur það farið í bygginguna.
Eftir síðustu lækkun eru tekn-
ir af okkur 24—26 aurar. Þetta
jafngildir því, að ég greiði um
12 þús. krónur til byggingarinnar
á ári hverju. Er ekki ofreiknað
að segja, að þetta verði upp und-
ir 100 þús. króna baggi á hvert
meðalheimili á mjólkurbúsvæð-
inu. Það er ekki svo lítið. Nú
þegar hafa verið lagðar 50 millj.
króna í bygginguna, en áætlað
er, að hún kosti um 60 millj.
króna. Hér á svæðinu eru 1100
bændur og mun þá hvert meðal-
heimili leggja franu 90 þús. kr.
til byggingarinnar, þegar vextir
og vaxtavextir eru teknir með.
Við viljum stórt og gott mjólk-
urbú, en ég er ekki viss um, að
við þurfum fullkomnasta bú f
Evrópu eða heiminum. Það á að
geta tekið við 300 þúsund litrum
á dag, en nú er framleiðslan um
100 þús. lítrar. Hefði ekki verið
ráðlegra að byggja í áföngum?