Morgunblaðið - 11.06.1959, Side 12
12
MORGVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 11. júní 1959
Utg.: H.f. Arvakur Reykjavllc.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viffur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innaniands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
SKYLDUR FRJALSRA BLAÐA
FRJÁLS blaðaútgáfa er eín
af forsendum lýðræðis.
Nú á dögum er þetta
regla, sem ætíð gildir en þó
aldrei fremur en þegar kosning-
ar eru í nánd.
Verkfallsréttur er heimill í
frjálsu þjóðfélagi og verða allir
að una afleiðingum þess. En
verkfallsvopninu verður ætíð að
beita með varúð, ekki sízt þegar
jafnmikið er í húfi og hér fyrir
öryggi sjálfs lýðræðisins. Að vísu
má segja, að þegar stöðvunin
gengur jafnt yfir alla, þá sé veru-
lega úr hættunni dregið.
Rétt er það. En kosningabar-
áttan á meðan blaðaútgáfa al-
mennt lá niðri sýnir, að hér er
sitt hvað að varast. Þess varð
skjótt vart, að Framsóknarmenn
neyttu færis til að magna marg-
háttaðan munnlegan söguburð út
um byggðir landsins.
En Framsóknarmenn létu sér
ekki nægja hinn munnlega slúð-
urburð. Eftir áð prentaraverk-
fallið var hafið, sendu þeir frá
sér dreifiblað, þar sem ranglega
var farið með orð og skoðanir
nafngreindra Sjálfstæðismanna
austur í Rangárvallasýslu og dr.
Sigurðar Nordals, fyrrum sendi-
herra. Þar var beinlínis skákað í
því skjóli, að leiðréttingum yrði
ekki komið við um ófyrirsjáan-
legan tíma. Menn eru ýmsu van-
ir í íslenzkri stjórnmálabaráttu.
Þó sker þetta drengskaparleysi
sig úr. Framkoman gegn herra
Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta ís-
lands, ber þó keim af hinu sama,
þegar staðfastlega er vitnað í
gömul orð hans, sem slitin eru
úr samhengi í því trausti, að hann
geti ekki gert grein fyrir skoð-
unum sínum nú.
Þessi atvik og önnur slík munu
lengi verða til varnaðar ,en þau
sýna hættuna, sem stafar af því,
þegar hömlur eru lagðar á blaða-
útgáfu af hvaða orsökum sem er.
En um leið og viðurkennd er
nauðsyn á frjálsri útkomu blaða,
verða þau að vera skyldu sinnar
minnug. Þýzka kommúnistablað-
ið Der rote Fahne sagði hinn
19. ágúst 1923: „Að nota lýgina
sem baráttutæki, eins og komm-
únistar gera í dagblöðum, það er
ekki að ljúga, það er bláköld
nauðsyn."
íslendingar þekktu því miður
þessa baráttuaðferð áður en
kommúnistar létu hér að sér
kveða. Tíminn hefur frá upp-
hafi verið undir alltof miklum
áhrifum þeirra, sem tileinkuðu
sér þessa stjórnmálafræði.
Öllum verður á, því að enginn
er alfullkominn. Um það er ekki
að sakast, né heldur þó að skoð
anir séu skiptar, því að enginn
veit allan sannleikann. En við -
leitnin verður ætíð að vera sú,
að halla hvergi réttu máli held-
ur skýra hvarvetna svo satt og
rétt frá sem fremst er unnt.
LAUSN PRENTARAVERKFALLS
IPRENTARAVERKFALL -
INU var um það deilt,
hvort nota skyldi mátt
þessa forystufélags til að brjóta
skarð í stöðvunarvegginn, er
reisa tókst gegn verðbólguöld-
unni. Strax í upphafi samninga
mun hafa komið í ljós, að prent-
smiðjueigendur buðu fram
greiðslur í lífeyrissjóð, sem
lengi hafði verið ráðgerður og
fleiri og fleiri stéttarfélög eru nú
að afla sér, og lítilsháttar breyt-
ingar á vinnutilhögun. Fyrstu
tillögur um þetta náðu þó ekki
samþykki prentara. Kommúnistar
hugðust þá taka forystuna og
höfðu ekki áhuga fyrir neinu
öðru en beinum kauphækk-
unum, sem ætlað var að
fleyga stöðvunarlögin frá því í
vetur. Af þessum sökum dróst
deilan mun lengur en ella. Að
lokum urðu kommúnistar þó al-
gerlega undir. Þær breytingar,
sem gerðar voru á vinnutilhög-
un hafa ekki verulegan kostnað
í för með sér. Að öðru leyti var
samið um lífeyrissjóðinn, svo
sem frá upphafi hafði verið boð-
ið. Kommúnistar ætluðu að ær-
ast og beittu sínum gamalþekktu
ráðum til að reyna að koma í
veg fyrir að samið yrði. Yfir-
gnæfandi meirihluti prentara var
þó þar á annari skoðun. Þeir
sýndu heilbrigt mat á því, að
engum er fremur gerður óleikur
en sjálfum launastéttunum, ef
efnahagsráðstafanirnar frá því í
vetur verða að engu gerðar.
HVENÆR SJÁ BRETAR AÐ SÉR?
THOR THORS sendiherra
hefur nýlega ritað at-
hyglisverða grein um
Iandhelgismálið í bandaríska
stórblaðið New York Times.
1 grein sinni hnekkir Thor
rækilega þeim fyrirslætti Breta,
að þeir geti ekki fallizt á 12
mílna fiskveiðitakmörk, af því að
það mundi óhjákvæmilega hafa í
för með sér samþykkt á 12
mílna landhelgi í öllum sam-
böndum. Thor sýnir fram á, að
þó að Bretar beiti valdi á ís-
landsmiðum til að hnekkja á-
kvörðun okkar um 12 mílna
fiskveiðilandhelgi, þá sætti þeir
sig aðgerðarlausir við stækkun
Kínverja á landhelgi sinni í 12
mílur. Á þetta reynir þó daglega
við bæjardyr Breta í nýlendu
þeirra Hong Kong. Þar taka
Bretar aðgerðalaust hinu meira,
þó að þeir beiti vopnavaldi við
okkur til að hindra hið minna.
Skýringin á hinum mismun-
andi aðförum Breta getur ekki
verið önnur en stærðarmunurinn
á Kínverjum og íslendingum.
Hann er að vísu mikill en vegur
Breta sjálfra verður óneitanlega
þeim mun minni, sem þeir láta
þvílíkan stærðarmun ráða meira
um gerðir sínar.
Bretar hafa nú þegar sýnt, að
þeir vilja ekki viðurkenna rétt
okkar til 12 mílna fiskveiðitak-
marka. Eru þeir ekki búnir að
undirstrika þá synjun sína nægí-
lega til að geta látið þar við
sitja, þangað til séð verður, hver
verða úrslit fiskveiðiráðstefnunn
ar nýju? Bretar mundu auka
veg sjálfra sín og tryggja sam ■
heldni Atlantshafsríkjanna, ef
þeir sæu nú að sér og skildu,
að þeir hafa nú þegar minnkað
virðingu sjálfra sín meira en nóg.
Nýtt vopn gegn afbrotamönnum —
svonefndar ,,robotmyndir44
PARÍSARLÖGREGLAN hefir
fyrir nokkru tekið upp nýja að-
ferð við að hafa uppi á afbrota-
mönnum, Lögreglumenn nefna
fyrirbærið „robotmyndina". Að-
ferð þessi er t.d. fólgin í því, að
lögreglan fær teiknara í lið með
sér, sem teiknar andlitsmyndir
af hinum grunaða eftir lýsingu
vitna. Stundum er ljósmynda-
tækni einnig notuð á svipaðan
hátt.
Fyrir skömmu tókst Parísar-
lögreglunni að hafa hendur í hári
Guy nokkurs Treberts, sem tal-
inn er hafa myrt unga konu- í
St. Germain-hverfinu í apríl s.I.
— en auk þess grunar lögreglan
hann um að hafa fleiri kvenna-
morð á samvizkunni.
Við fyrstu eftirgrennslan við-
víkjandi morðinu í St. Germain
fékk lögreglan upplýsingar nokk-
urra vitna um mann, sem sézt
hafði hraða sér burt frá morð-
staðnum. — Payan, lögreglufor-
ingi , sem stjórnaði rannsókninni,
kallaði þá sér til aðstoðar ungan
ítalskan listamann. Hann spurði
öll vitnin í þaula til þess að fá
sem Ijósasta lýsingu á hinum
flýjandi manni og teiknaði síðan
andlitsmynd eftir lýsingu hvers
þeirra. Er hann hafði þannig feng
ið allgott safn mynda — sem raun
ar bar alls ekki saman í mörgum
atriðum — tók hann eins konar
„meðaltal“ af þeim, þ.e.a.s. dró
saman þau atriði, sem honum
þóttu sennilegust í lýsingu hvers
og eins og gerði lokamyndina —
„robotmyndina“. — Þetta var
raunar ekki fullkomin andlits-
mynd, en teiknarinn vænti þess,
að hún sýndi að nokkru helztu
drætti í svipmóti mannsins, sem
lögreglan leitaði að.
Myndin var síðan birt í öllum
dagblöðum borgarinnar og sýnd
í kvikmyndahúsunum. — Og ár-
angurinn lét ekki á sér standa.
Innan tíðar símuðu nokkrir ná-
granna Treberts til lögreglunnar
— og brátt var hann kominn und
ir lás og slá.
Þetta var raunar ekki fyrsta
handtakan, sem framkvæmd var
að tilvísan „robotmyndar". Það.
var einmitt slík mynd, sem leiddi
París, 28. maí. (Reuter). —
SKRIFSTOFA Dior-tízkuhússins
í París skýrði í dag frá því, að öll
sæti væru gersamlega uppseld á
tízkusýningar, sem Dior ætlar að
efna til í Moskvu, höfuðborg
Rússlands dagana 12.—16. júní.
Rúmlega 12 þúsund miðar hafa
þegar selzt og um 10 þúsund
fleiri hafa skrifað sig á lista, ef
hægt væri að fjölga tízkusýning-
unum.
Tízkusýningarnar eiga að fara
fram í Verkalýðshöllinni í
Moskvu. Þar verða tvær sýningar
til handtöku Roberts Avril fyrir
hálfu öðru ári, þess er myrti
ensku ferðakonuna Janet Mars-
hall.
daglega og sýndir alls um 120
mismunandi kvenklæðnaðir. Tólf
fallegar sýningarstúlkur hafa ver
ið valdar til fararinnar, 7 eru
franskar, þrjár enskar, ein kana-
dísk og ein argentínsk.
Algert innflutningsbann er 1
Rússlandi á klæðnaði frá Frakk-
landi, en búizt er við að einmitt
þeir meðal hinna rússnesku yfir-
stétta, sem hafa efni á því að
kaupa Dior-klæðnaði hafi einhver
ráð til þess að koma honum inn í
landið, m.a. með því áð láta líta
út fyrir að klæðnaðurinn sé keypt
ur í París.
Allt uppselt á Dsor
tízkusýningu í Moskvu
TÆKNIN nemur sífellt ný lönd
— og þægindin aukast. — Margir
garðeigendur munu kannast við
bakverk og eymsl í herðum og
handleggjum, sem oft fylgja því
annars svo ánægjulega verki að
slá „blettinn“ sinn. — í framtíð-
inni mun garðeigandinn geta losn
að við þessi óþægindi, en það
kostar þá jafnframt það, að hann
nýtur minni hreyfingar en áður.
Nýlega var haldin mikil sýn-
ing á hvers konar garðyrkjutækj
um í Englandi. Þar var m.a.
kynnt ný vél, sem margur garð-
eigandinn leit hýru auga til —
„straumlínulöguð“, sjálfvirk garð
sláttuvél. — Unga stúlkan á
myndinni sýnir, hvernig hin nýja
sláttuvél vinnur. — Maður fleyg-
ir sér bara makindalega út af
á garðbekk eða í hengirúm og
hefir við höndina lítinn stutt-
bylgjusendi. Með því að styðja á
hnapp á sendinum setur maður
sláttuvélina af stað — og hún
byrjar að slá af miklum móði.
Með því að styðja á aðra hnappa
má svo stýra vélinni til hægri og
vinstri, áfram og aftur á bak og
stöðva hana.
Þú liggur í sólbaði — og slærð
„blettinn" þinn um leið!