Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 2
2
MORGV1VBLAÐ1Ð
Fimmtuðagur 11. júnl 1959
Hret á Norðurlandi
er nú gengið nióur
Olli bilunum á rafmagnslinum og
lambaskaða
XJNDANFARNA daga hefur geng
ið hret yfir Norðurland. Á sunnu
dag snerist til norðaustanáttar og
rigndi og kólnaði. Á mánudag
var hvesst á norðaustan með
slyddu og snjókomu niður undir
sjó á Norðurlandi. Aðfaranótt
þriðjudags var úrkoman víða 8—
10 mm., en það jafngildir 5—10
sm. af jafnföllnum snjó, og sums
staðar snjóaði fram á þriðjudag.
í gær var komið gott veður, og
víðast farið að sjá til sólar. Sums
staðar er enn snjór á jörðu, en
vonir standa til að hann taki
fljótt upp. Frá fréttariturum
blaðsins norðanlands bárust eftir
farandi fréttaskeyti um veðrið.
★
Akureyri, 10. júní: — Undan-
farna daga hefur verið norðaust-
apátt og kalsaveður hér. Hiti hef-
ur verið 2 til 4 stig. Suma morgna
hefur jörð verið alhvít. Fjall-
vegir hafa yfirleitt ekki teppzt,
nema Siglufjarðarskarð, sem lok-
aðist um síðustu helgi.
Fyrir þennan ótíðarkafla var
kominn prýðisgróður og allt að
því slægja á túnum. Hefði tíð
haldizt góð væri sláttur nú byrj-
aður á einstaka stað.
Sauðburði er nýlokið nær alls
staðar og sumsstaðar var búið
að sleppa fé úr heimalöndum. Má
því búast við lambatjóni, en ekki
er vitað um það enn.
í fyrrinótt var stórhríð til
fjalla og var því ekki hægt að
gera við háspennulínuna frá
Laxá, en hún slitnaði á Vaðla-
heiði um kl. 18,30 í fyrradag.
Mjög erfitt var að eiga við við-
gerðir á línunni. Fór tíðindamað
ur blaðsins upp á Vaðlaheiði og
skoðaði skemmdir, sem voru
mjög miklar á línunni. fsingin
var frá 15—30 sm í þvermál og
hliðarlínur miðunarstöðvar flug-
radíósins á Akureyri gjöreyðilögð
ust, staurar brotnuðu og línan
fallin niður. Engin tök voru á að
athafna sig við viðgerðir á þriðju
dagskvöld vegna stórhríðar, en á
miðvikudagsmorgun komust við-
gerðarmenn að línunni og gátu
gert við bilanir, sem voru á þrem
ur stöðum — vig.
★
Siglufirði, 10. júní. — Aðfara-
nótt sunnudags byrjaði að snjóa
hér og snjóaði þangað til um há-
degi á þriðjudag. í>á tók snjóinn
í hné á götum bæjarins.
Siglufjarðarskarð teptist og
festust bílar í skarðinu. Fjöldi
manns teptist vestan skarðsins,
en Goðafoss, sem var staddur á
Siglufirði, sótti á annað hundrað
manns til Akureyrar og kom til
Siglufjarðar með þá um hádegi á
sunnudag.
í gær var byrjað að ryðja snjó
af skarðinu, en ekki er vitað hve
langan tíma það tekur, því snjór-
inn er mikill. í dag er ágætis veð-
ur og sólbráð. — Guðjón.
★
Húsavík, 10. júní. — Frá 4.
maí var hér bezta veður, en um
mánaðarmótin fór heldur að
kólna og nú um síðustu helgi
breyttist veðrið fyrir alvöru til
hins verra og kom slydda. Á
mánudag og þriðjudag var snjó-
koma og allt hvítt niður í sjó.
Svo mikill snjór var að draga
varð fé úr fönn og eitthvað mun
hafa farizt af lömbum. f dag er
komið bjart veður og snjóinn
farið að taka upp niður við sjó-
inn. Laxveiðimenn gátu ekki
stundað veiði í Laxá í hálfan ann
an dag vegna hríða. — Frétta-
ritari.
★
Bæ, Höfðaströnd, 10. júní. —
Hér hefur verið mesta óþverra-
tíð undanfarna daga. Snjóaði á
sunnudag, mánudag og þriðjudag
og var mittisfönn uppi í fjall
inu. Telja menn að lömb hafi
farizt og jafnvel að fé hafi fennt
líka. Mikið hefur fundizt af
lamblausum ám.
Síðastliðna nótt birti upp og
er orðið autt niðri í byggð, en
snjór upp til fjalla. — B.
★
Raufarhöfn, 10. júní. — Hér
var krapahríð í gær og fyrradag,
en aldrei frost. Xnni í Axarfirði
var aftur á móti mikil snjókoma.
Má búast við talsverðu lamba-
tjóni. Veðrið gekk niður í morg-
un og er nú orðið autt hér út við
sjóinn.
Undirbúningur undir síldarver
tíð er í fullum gangi, hvert skip-
ið af öðru kemur hingað með
tunnur o. fl. — Einar.
— Fölsuð
ummæli
Framhald af bls. 1.
tjóns. Fólk í sveitum landsins
gerir sér ljóst það drengskapar-
leysi og óráðvendni, Sem í því er
fólgin, að falsa ummæli manna
og rangsnúa þeim í þeim tilgangi
að hafa af því atferli pólitískan
ávinning. Enginn stjórnmála-
flokkur getur hagnazt á slíkura
málflutningi. Heilbrigð dóm-
greind almennings fordæmi-
hann harðlega og geldur þeim
flokki rauðan belg fyrir gráan. er
honum beitir.
Jarffýta — óvinur sveitanna!
Það er svo eitt gleggsta dæmið
um glórulaust ofstæki Framsókn-
armanna um þessar mundir, að
síðasta tölublað aukaútgáfu Tím-
ans, sem kom út 2. júní sl. lýsir
jarðýtunni, stórvirkasta ræktun-
artæki og vegagerðarvél, sem
þjóðin hefur eignazt, sem óvini
sveitanna!
„Má engu þyrma á þessari
jarðýtuöld“.
Þannig hefst ein forsíðugrein
„Kjördæmablaðsins“ þriðjudag-
inn 2. júní. Jarðýtan er þannig
í augum Framsóknarmanna orð-
inn að óvætt, sem „engu þyrm-
ir“, hvorki þúfunum og órækt-
inni né hinni „fornhelgu kjör-
dæmaskipan“!!
Hvað finnst fólki í sveitum
landsins um þennan málflutning?
Er það ekki nokkurn veginn
augljóst orðið, að barátta Tíma-
liðsins gegn nýrri og réttlátari
kjördæmaskipan á að minnsta
kosti ekkert skylt við hagsmuni
bænda og íslenzks landbúnaðar?
Þaff sætir vissulega engri
furffu þótt falsanir Framsókn-
armanna á ummælum þjóff-
kunnra manna og velmetinna
bænda veki ríka andúff um
land allt. Á slíkum bardaga-
affferðum getur enginn grætt.
Þær hljóta þvert á móti aff
leiffa til tjóns og álitshnekk-
is þeirra, sem beita þeim.
Reykjavíkurstúlka í sveit, aff Hvammi undir Eyjafjöllum.
Trúnoðarmannaiuiidur og vor-
mo't SUS í Keflavík og Vémörk
um síðuslu helgi
FUNDUR trúnaðarmanna SUS í
Gullbringu- og Kjósarsýslu var
haldinn að Hótel Vík, Keflavík
sl. laugardag og hófst kl. 4 síð-
degis. Mættir voru 50 fulltrúar
víðsvegar að úr sýslunni.
Geir Hallgrímsson, formaður
SUS setti fundinn og ræddi fé-
lags- og skipulagsmál félagsins.
Á fundinum voru tvö mál rædd
sérstaklega, kjördæmamálið og
ferill vinstri stjórnarinnar. Rakti
Magnús Óskarsson, varaformað-
ur SUS, feril vinstri stjórnar-
innar, en Jóhannes Árnason
stjórnarmeðlimur SUS ræddi um
kj ördæmamálið.
Að loknu máli framsögumanna
urðu fjörugar umræður og tóku
margir til máls.
í lok fundarins var kosin nefnd
til að gera tillögur um skipulag
samtaka ungra Sjálfstæðismanna
í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Vormót SUS í Keflavík
Um kvöldið héldu SUS og
Heimir, FUS í Keflavík vormót í
samkomuhúsi Njarðvíkur. For-
maður SUS, Geir Hallgrímsson,
setti mótið með nokkrum orð-
um, en formaður Heimis í Kefla-
vík, Kristján Guðlaugsson, stjórn
aði þvL
Múlasýslu var haldinn síðdegis á
laugardag að Vémörk við Egils-
staði. Frá stjórn SUS komu á
fundinn Þór Vilhjálmsson, vara-
formaður sambandsins, Sigurður
Helgason, féhirðir þess, og
Hreinn Kristinsson.
Þór Vilhjálmsson setti fundinn
og flutti ræðu um starf vinstri
stjórnarinnar. Sigurður Helgason
ræddu um kjördæmamálið og
Hreinn Kristinsson um félags-
starf ungra Sjálfstæðismanna á
Austurlandi.
Síðan hófust frjálsar umræður,
og tóku þessir trúnaðarmenn úr
röðum ungra Sjálfstæðismanna
til máls: Arnþór Þórólfsson,
Reyðarfirði, formaður FUS 1
S-Múlasýslu, Guttormur Þormar,
Geitargerði, formaður FUS i N-
Múlasýslu, Jón Karlsson, Nes-
kaupstað, Páll Halldórsson, Nes-
kaupstað, Þráinn Jónsson, Gunn-
hildargerði og Sveinn Björnsson,
Heykollsstöðum. Nokkrir fram-
bjóðendur Sjálfstæðisflokksins í
Múlasýslum voru gestir á fund-
inum og tóku til máls úr þeirra
hópi Sveinn Jónsson á Egilstöð-
um og Axel V. Tulinius, Neskaup
stað. Fundur þessi var vel sótt-
ur og sýndi mikinn baráttuhug
ungra Sjálfstæðismanna á Aust-
urlandi.
Um kvöldið efndu félög ungra
Sjálfstæðismanna á Austurlandi
ásamt SUS til vormóts í Vémörk,
og var þar fjölmenni. Guttormur
Þormar stjórnaði mótinu, en ræðu
menn voru Sigurður Helgason og
efstu menn á listum Sjálfstæðis-
flokksins í Múlasýslum, þeir
Sveinn Jónsson og Einar Sigurðs
son. Lárus Pálsson leikari las
upp og Sigurður Ólafsson söng
við undirleik Skúla Halldórsson-
Mótið var fjölsótt og hið
nægjulegasta í hvívetna.
★
FUNDUR trúnaðarmanna SUS í' ar. Að lokum var stiginn dans.
Vormót SUS í Eyjafirði
og á Akureyri
Fyrsta mótið var haldið í Ólafs
firði, hið næsta að Freyjulundi
og hið síðasta að Laugarborg. Á
öllum mótunum skemmtu _ þeir
Haraldur Á. Sigurðsson, Ómar
Ragnarsson og Hafliði Jónsson
með gamansögum, gamanvísum
og söng. Vormót þessi tókust með
prýði.
VORMÓT ungra Sjálfstæðis-
manna í Eyjafirði og á Akureyri
voru haldin föstudaginn 29. maí,
laugardaginn 30. maí og sunnu-
daginn 31. maí. Á vormótunum
fluttu þau ræðu Ragnhildur
Helgadóttir, alþingismaður, Magn
ús Jónsson, alþingismaður og
Jónas G. Rafnar, lögfræðingur.
lendinga,
LUNDÚNUM, 10. júní. — Atlants
hafsráffstefnunni, sem haldin hef-
ur veriff hér í borg undanfarið,
lauk í dag. í sameiginlegri yfir-
lýsingu segir m. a., aff Atlants-
hafsríkin verffi aff stefna aff því
aff auka áhrif NATO, ekki sizt
■o * ,, . meff affstoff viff ríkin í Asíu og
Ræður fluttu: Matthias Mat- . .
, . . , . . - .. c Afriku. I yfirlysmgunm er emn-
hiesen, frambjoðandi Sjalfstæð- .„ 4 nato
isflokksins í Hafnarfirði og Olaf-
ur Thors, formaður Sjálfstæðis-
flokksins, og var gerður mjög
góður rómur að máli þeirra.
Harma her fjarveru ís-
Fens
Kosningaskrifstofa
S jálfstœðisflokksins
er opin frá kl. 10—22 alla daga
Athugið hvort þór eruð á kjörskrá
í síma 1-27-57
Gefið upplýsingar um fólk, sem verður
fjarverandi á kjördag
Þeir, sem fara úr bænum fyrir kjördag eru
minntir á að kjósa strax
Símar skrifstofunnar eru:
1-35-60 og 10-4-50
ig skoraff á affildarríki NATO
aff vinna í bróðurlegri einingu aff
framgangi þeirra hugsjóna, sem
NATO berst fyrir, og slíffra sverff
in í innbyrffisdeilum sínum, því
slíkar deilur séu affeins vatn á
milli kommúnista.
Það var forseti ráðstefnunnar,
hollenzki þingmaðurinn J. J.
Fens, sem sleit ráðstefnunni, sem
staðið hefur yfir . tæpa viku. í
lokaræðu sinni sagði hann m. a.,
aff harma bæri það, að fimm-
tánda NATO-ríkiff ísland skyldi
ekki liafa tekiff þátt í ráðstefn-
unni. Fens sagði, að fjarvcra ís-
lendinganna minnti bandalags-
þjóðirnar á, að þær yrðu að
jafna ágreining sín á milli, en
ýmiss konar deilur innan Atl-
antshafsbandalagsins hefðu „skað
aff mjög og veikt samstarf okk-
ar“, eins og hann komst að orði.
Loks sagði Fens, að NATO-ríkin
yrðu að leggja meira að sér til
að þær gætu verið sameinaðar.
Á ráðstefnunni voru uppi há-
værar raddir um nauðsvn þess
að gera bandalagið meira en
hernaðarbandalag og kom það
sjónarmið m. a. fram í ræðu
Erics Johnstons frá Bandaríkjun-
um. Lewis Douglas, fyrrum sendi
herra Bandaríkjanna í Lundún-
um, ræddi m. a. um þjóðernis-
stefnurnar og þröngsýni formæl-
enda þeirra. Hann varaði við
þeim og sagði, að þjóðernisstefn-
urnar væru meinsemd, sem þjáir
okkur, eins og hann komst að
orði. Hann sagði ennfremur, að
þjóðernisstefnurnar „eyðileggðu
þá menningu, sem við viljum
varðveita".
Hafliði frá Mýrar-
holti látinn
LÁTINN er í hárri elli Hafliði
Jónsson frá Mýrarholti, bróðir
séra Bjarna Jónssonar vígslubisk
ups. Lézt Hafliði í Elli- og hjúkr-
unarheimilinu Grund, en þar
hafði hann dvalið í 2Y2 ár.
Hann var blindur síðustu
10 árin en allt fram til hinztu
stundar var Hafliði andlega hress
og fylgdist vel með því, sem gerð
ist og minni hans var ótrúlega
gott um gömlu Reykjavík. Haf-
liði var við verzlunarstörf, síðan
í siglingum og við sjómennsku en
síðustu árin, sem hann var við
störf, starfaði hann við innheimtu
Landssímans. Gamli maðurinn
átti fjölda vina hér í bænum.
«