Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 20
20
M O P C V v n r 4 fí 1Ð
Fimmtudagwr 11
1959
J>aS, að hann mætti nefna hana
„fatageymslukonu", og því næst
er þessi framburður hennar bók-
•ður:
„Framburður herra Belle virð-
ist mér ótrúlegur, því gildran
var þar að minnsta kosti í fimmt
án daga, og nokkrir Þjóðverjar
komu reglulega og voru tvo eða
þrjá klukkutíma í kjallaranum.
En Þjóðverjí.rnir voru reyndar
•vallt óeinkennisklæddir".
Pierre Belle: „Ég stend við
það, að ég vissi ekkert um, að
Þjóðverjarnir höfðu útbúið
mannagildruna niðri í kjallara
mínum“.
Gabriellu Giraldon, fata-
geymslukonunni, var sagt að
lýsa því, er hún var tekin föst,
og skýrði hún svo frá, samkvæmt
bókum:
„Ókunnur, óeinkennisklæddur
maður spurði mig í fatageymslu
minni, hvort ég hefði séð Isidor
og Miehel. Ég svaraði því neit-
andi, sem og satt var. Þjóðverji
nokkur fór þá með mig í hótel
við Avenue de l’Opéra, en tveir
lögreglumenn í borgaralegum
fötum urðu eftir þar sem ég
vann. Daginn eftir, um klukkan
tíu, var mér aftur sleppt lausri.
Mér var bannað að segja frá því,
að ég hefði verið tekin föst. Ég
átti að halda áfram að taka á
móti þeim bréfum, sem mér yrðu
afhent“.
Dómarinni spyr: „Gátuð þér þá
ekki varað neinn við, til dæmis
með því að gefa merki og benda
á hinn lokaða veggskáp og gert
hinum grunlausu heimsækjend-
um yðar skiljanlegt, að Þjóðverj
ar sætu bak við dyr veggskáps-
ins“.
Vitnið: „Það var erfitt að vara
við, þar eð Þjóðverjarnir höfðu
borað göt á hurðirnar, bæði til
þess að fá loft í skápnum og til
þess að geta haft stöðugar gæt-
ur á mér. Þó heppnaðist mér það
einu sinni, að gefa sautján ára
gömlum ungling merki, með því
að ég sneri sjálf baki að vegg-
skápnum og benti aftur fyrir
mig með vísifingrinum, sem ég
hélt fyrir framan brjóstið á mér,
þar sem hann hélt, að við vær-
um ein í forsal snyrtiherbergj-
anna, þá spurði hann mig, hvort
ég væri orðin geggjuð, og hvaða
kynleg merki þetta væru, sem
ég væri að gefa honum. Ég leit
þá aftur á hann með ógnandi
augnaráði. Hann benti á ennið
á sér, en fór þó upp stigann. Til
allrar hamingju skildu Þjóðverj-
arnir í skápnum ekki svo mikið
í frönsku, að þeir kæmust að því
af spurningum unga mannsins,
að ég ætlaði að vara hann við.
Annars hefðu Þjóðverjarnir áreið
anlega skotið mig. Þegar ég síð-
an fór heim til miðdegisverðar
klukkan hálf fjögur, þá beið
ungi maðurinn eftir mér við
Boulevard, kom á eftir mér, náði
mér og spurði mig, er hanji gekk
við hlið mér, hvað hefði eigin-
lega gengið að mér áður um
daginn. Ég hvíslaði að honum,
án þess að líta á hann, um leið
og ég hélt áfram: „Hverfið þér
sem fyrst. Það eru hafðar gætur
á okkur öllum“. Ég sá hann
ekki framar. Hann er sá eini, sem
ég gat bjargað".
Kvöldið eftir sátu þau Matt-
hildur Carr.é og Hugo Bleicher í
piparsveinaíbúð hans úti í
Maisons Lafittes. Þau sátu þegj
andi, niðursokkin íhugsanir sín-
ar. „Læðan“ hefði ekki verið
kona, ef hún í raunum sínum
hefði gleymt ánægjunni af því,
að hafa hlýlegt í íbúðinni. Hún
prýddi því litla reykingaborðið
með hvítum dúk, lét á það búnað
inn, er var úr fallegu postulíni.
með nákvæmni og smekkvísi,
en þrjú logandi kerti brugðu á
hann birtu. Nú var ekki lengur
um það að ræða, að fara aftur í
2) Siggi — ég er svo spennt!
Nú sigrar þú áreiðanlega í keppn
inni, þegar Herbert getur ekki
tekið þátt í henni.
hinn ömurlega klefa í „Santé“.
Bleicher hafði þegar um morgun-
inn skýrt fangelsisstjórninni frá
því í síma, að fanginn Matthildur
Carré væri framvegis hjá sér í
eigin geymslu. Yfirstjórn fang-
elsis tók við þeirri vitneskju mót-
mælalaust. Henni var orðið kunn
ugt um hið víðtæka umboð, sem
þessi Bleicher undirforingi hafði
fengið hjá foringja leyniþjónust
unnar. Menn furðuðu sig ekki
lengur á neinu. •
„Læðan hafði kveikt upp eld
í kamínunni og hann bregður
upp flögrandi birtu í stofunni.
1 hinni rauðu og hlýju birtu af
logunum hugsaði hún ráð sitt.
Hún þyrfti að gleyma því, sem
gerðist í dag, hinum óviljandi
svikum sínum og ósveigjanleik
Bleichers. Hún ætlaði ekki að
hugsa frekar um það, hvort það,
sem þá varð til þeirra á milli,
getur í raun og veru kallazt ást,
eða hvort hún, þegar öllu var á
botninn hvolft, var aðeins verk-
færi í höndum meiri máttar út-
sjónarmanns, sem aðeins vann að
því, að gegna hlutverki sínu. En
hvað átti hún að gera? Á hinu
leitinu var aðeins hinn ískaldi,
óþrifalegi fangaklefi, fullur af
veggjalús og yfirvofandi dauða-
dómur yfir henni, handteknum
njósnara. Er hún þá í raun og
veru frjáls? Er dauðadómnum
ekki öllu fremur aðeins slegið á
frest? Getur örlagadómurinn
ekki komið hvenær sem vera
skal?
En — þessi stóri, herðibreiði
maður er gegnt henni. Henni
finnst hann vera varnarvirki,
þegar slíkar hugsanir sækja á
hana, vörn gegn allri órósemi,
öllum ógnum 'og öllum hættum.
Og einhvern veginn finnur hún
það með vissu, að þessi maður
beitir ekki falsi. Vissulega er
hann henni andstæður. Hann
berst gegn landi hennar og þjóð.
En hann berst drengilega og ber
engin böðulseinkenni. Hann vill
ekkert blóð, ekki að neinn sé
deyddur. En getur hann, hinn
stóri veiðimaður þýzku leyniþjón
ustunnar komizt að samkomulagi
við hana, frönsku njósnakon-
una? Hvað verður? Hvað ætlar
hann að gera? Hvað verður hún
að gera?
,„Læðan“ varpar öndinni, hrekur
frá sér allar þessar hugsanir,
hallar sér aftur í stóra hæginda-
stólinn og horfir á vínið í hinu
fágaða glasi sem Ijómar eins og
rúbínsteinn í skini hinna logandi
brennikubba.
„Ró“, segir „Læðan“ dreym-
andi. „En hvað það hefur góð
áhrif — að vera alveg rólegur,
hólpinn og verndaður —“. Hún
lítur ástúðlega á Hugo Bleicher,
en í augnaráðinu er samt sem áð-
ur dálítill sársauki, hik og kvíði.
„Ánægð?“ spyr Bleicher.
Matthildur dreypti á glasinu.
Síðan hristi hún höfuðið.
„Ánægð —? Nei. Það er ennþá
allt of margt óljóst c kkar á
milli.“ Eftir stutta þögn bætir
hún við, eins og við sjálfa sig.
„En hvað um það, þá held ég að
ég hafi aldrei á ævi minni verið
eins hamingjusöm og róleg eins
og hjá þér. chéri —, minn stóri
„herra Jeanö.“
Bleicher brosir við henni,
beygir sig fram, tekur hina fin-
gerðu hvítu hönd hennar, dregur
hana hægt að munni sér og
kyssir á hana. Þvínæst horfir
hann dálítið glettnislega á hana
gegnum stóru gleraugun sín og
spyr:
3) Og ég ætla ekki að dansa
við neinn nema þig.
„Er það alveg satt —?“
„Alveg satt“, hvíslaði hún og
þrýsti hendi hans að vanga sér.
Og Bleicher fann, að þessi
kona sagði satt. Hann var karl-
maður, en samt sem áður sagði
eðlisávísun hans honum oft
meira en skynsemin gat komizt
að. Og hann finnur þess vott á
þessari stundu, ef til vill áður
en hún veit af því sjálf, að þessi
kona er farin að elska hann með
allri þeirri ástúð og ástríðu, sem
frönsk kona getur látið í té.
, Á þessari stundu var „Læð
an“ ekki lengur hin útsmogna
njósnakona og Hugo Bleiher
ekki lengur leyniþjónustumaður
inn, sem reiknar út kalt og ró-
lega. Þau voru blátt áfram tvær
manneskjur, sem undarleg örlög
höfðu leitt saman. Á þessari
stundu hurfu allar hugsanir um
leynistarfsmenn, leynisenditæki;
„bréfakassa“, tilræði, um njósn-
ir og gangnjósnir. Á þessari
stundu töluðu aðeins hjörtu
tveggja, hjörtu þeirra og þau
vandamád, sem þau höfðu alveg
óvænt valdið. Það fer sjóðandi
heit alda um hug Hugo Bleic-
hers. Hann verður hrædur við
þf. ósjálfráðu tilfinningu sína, að
„Læðan“ sé á góðum vegi með
að líta svo á, að hann þýzki
undirforinginn, sé sá, sem hún
ann hugástum.
SHÍItvarpiö
Fimmtudag-ur 11. júní
Fastir liðir eins og venjulega.
— 10.45 Guðsþjónusta í Dómkirkj
unni, í sambandi við setning'U
stórstúkuþings (Biskupinn, hr,
Ásmundur Guðmundss’on, prédik
ar Fyrir altari þjóna dómkirkju-
prestarnir séra Jón Auðuns dóm-
prófastur og séra Óskar J. Þor-
láksson). — 12.50—14.00 „Á frí-
vaktinni", sjómannaþáttur 'Guð-
rún Erlendsdóttir). — 19.00 Tón-
leikar. — 20.30 Erindi: Um kross
ferðirnar (Jón R. Hjálmarsson,
skólastjóri). — 20.55 Tónleikar:
Atriði úr óperunni „Faust“ eftir
Gounod. — 2130 Útvarpssagan:
„Farandsalinn" eftir Ivar Lo-Jo-
hansson; III, (Hannes Sigfússon
rithöfundur). — 22,10 Þýtt og
endursagt: Kínversk ævintýra-
kona segir frá (Jónas St. Lúðvíks
son). — 22.35 Sinfóníuhljómsveit
fslands leikur. Stjórnandi Paul
Pampichler. (Hljóðritað á tón-
leikum í Þjóðleikhúsinu 14. apríl
sl.). a) Sinfóníetta fyrir kamm-
erhljómsveit op. 1 eftir Benja-
min Britten. b) Svíta op. 20 eftir
Arthur Michl. — 23.10 Knatt-
spyrnurabb (Sigurður Sigurðs-
son). — 23.20 Dagskrárlok.
Föstudagur 12. júní
Fastir liðir eins og venjulega:
— 13.15 Lesin dagskrá næstu
viku. — 19.00 Tónleikar. — 20.30
Tónleikar: Fiðlukonsert nr. 2 í
E-dúr eftir Bach. — 20.50 Erindi:
Kaldá (Ólafur Þorvaldsson þing-
vörður). — 21.10 Einsöngur:
Imre Pallo syngur ungversk lög
eftir Béla Bartók (pl.) — 21.25
Úr tónlistarlífinu (Leifur Þórar-
insson). — 22.10 Lög unga fólks-
ins (Haukur Hauksson). — 23.05
Dagskrárlok.
RACNAR JÓNSSON
hæstaréttarlögmaður
Laugavegi 8. — Sími 17752
Lögfræðistörf. — Exgnaumsysla
Málflutningsskrifstofa
B. Cuðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Cuðmundur Péti rsson
Aðalstræti 6, III. hæð.
Símar 12002 — 13202 — 13602.
Gísli Einarsson
héraðsdömslögmajur.
Málflutningsskrifstofa.
Laugavegi 2QB. — Sími 19631.
Nýtt amerlskt hreinsiefni til gólfbvotta og hreingerninga
AÐEINS EIN YFIBFERÐ
★ Ekkert skrúbb, Ekkert skol, Engin þurrkun.
Þér þurfið aðeins að blautvinda klútinn
eða þvegilinn og strjúka einu sinni yfir
og öll óhreinindi strjúkast af á svip-
stundu.
nboiMnn
Bankastræti 7 — Laugaveg 62
a
r
L
á
1) Við verðum að fara að I Jæja þá, Stína . . . bara að ég
tygja okkur, Siggi. Keppnin byrj væri ekki með í keppninni!
ar stundvíslega kl. 7.