Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 23
F'-nmtudagur 11. júní 1959 MORCVNBLAÐIÐ 23 Hótanir Rússa líklegar til að eyðileggja Genfarfundinn GENF, 10. júní. — f gær setti Gromykó, utanríkisráöherra Sovétríkjanna, fram tillögu, sem á að vera málamiðlunartillaga Rússa í Berlínardeilunni, en er í rauninni ekkert annað en hót- un um nýtt samgöngubann á Vest ur-Berlín. Tillaga Rússa var á þá lund, að Vesturveldin fái 12 mánaða frest til að fara með allt herlið sitt frá Vestur-Berlín, þó með því skilyrði, að þau fækki herliði sínu hið fyrsta niður í 150 manna lið, hafi engin kjarnorku- vopn í borginni né eldflaugastöðv ar, hætti allri njósnastarfsemi þar, eins og hann komst að orði og leggi niður áróðursstarfsemi í borginni. Þá sagði Gromykó enn fremur, að ef Vesturveldin ynnu gegn friðarsamningum við þýzku ríkin, þá yrðu Rússar nauðbeygð- ir til að gera sérsamning við aust- ur-þýzku stjórnina. Utanríkisráðherrar allra vestur veldanna höfnuðu tillögu Gromykós þegar í stað og sögðu að hún væri úrslitakostir og ógn- un, sem ekki væri hægt að fallast á undir neinum kringumstæðum. Þetta væu beinlínis hótanir og til þess eins að eyðileggja Genfar- ráðstefnuna, eins og formælandi Bandaríkjastjórnar, Andrew Berding, sagði í kvöld. Hann sagði, að Gomykó hefði vitað með vissu, áður en hann lagði tillög- una fram, að henni yrði hafnað af vesturveldunum. Þess má geta, að í ræðu sinni sagði Gromykó m. a., að ef vest- urveldin fallast á tillögu Rússa muni þeir sjá um, að samgöngur til Berlínar verði frjálsar, en á- byrgist það ekki að öðum kosti. Einnig, að Sovétstjórnin viður- til að hafa her í borginni, ef til- kenndi ekki rétt vesturveldanna lögunni verða hafnað. Frétta- ménn segja, að hótanir Gromykós séu enn verri en hótanir Krús- jeffs, þegar hann tilkynnti hinn Uthlutun listamanna- launa ÚTHLUTUNARNEFND lista- mannalauna fyrir árið 1959 hefur lokið störfum. Hafa 120 listamenn hlotið laun að þessu sinni. í nefnd inni áttu sæti Helgi Sæmunds- son ritstjóri (formaður), Sigurð- ur Guðmundsson ritstjóri (rit- ari), Jónas Kristjánsson skjala- vörður og Þorsteinn Þorsteins- son fyrrverandi sýslumaður. Listamannalaimin skiptast þannig: Kr. 33.220: Veitt af Alþingi: Gunnar Gunnarsson, Halldór Kiljan Laxness. Veitt af nefndinni: Davíð Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Tómas Guðmundsson, Þórbergur Þórðar- son. Kr. 20.000: Ásmundur Sveinsson, Guð- mundur Böðvarsson, Guðmundur Daníelsson, Guðmundur G. Haga- lín, Gunnlaugur Blöndal, Gunn- laugur Scheving, Jakob Thorar- ensen, Jóhannes úr Kötlum, Jón Engilberts, Jón Leifs, Kristmann Guðmundsson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Páll ísólfsson, Rík- arður Jónsson, Sigurjón Ólafs- son, Snorri Hjartarson. Kr. 12.000: Elinborg Lárusdóttir, Finnur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Guðmundur Frímann, Guðmund- ur Xngi Kristjánsson, Halldór Stefánsson, Hallgrímur Helgason, Jakob Jóh. Smári, Jóhann Briem, Jón Björnsson, Jón Helgason prófessor, Jón Nordal, Jón Þor- leifsson, Júlíana Sveinsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Sigurjón Jónsson, Stefán Jónsson, Svavar Guðna- son, Stefán Þórarinsson, Þor- steinn Jónsson (Þórir Bergs- son), Þorsteinn Valdimarsson, Þorvaldur Skúlason, Þórarinn Jónsson, Þórunn Elfa Magnús- dóttir. Kr. 8.000: Agnar Þórðarson, Árni Krist- jánsson, Eggert Guðmundsson, Elías Mar, Guðrún Ámadóttir frá Lundi, Gunnar Benediktsson, Gunnar M. Magnúss, Hannes Pét- ursson. Hannes Sigfússon, Heiðrekur Guðmundsson, Helga Valtýsdótt- ir, Indriði G. Þorsteinsson, Jón úr Vör, Jónas Árnason, Karl O. Runólfsson, Kristinn Pétursson listmálari, Kristján Davíðsson, Kristján frá Djúpalæk, Magnús Á. Árnason, Nína Sæmundsson, Nína Tryggvadóttir, Óskar Aðal- steinn Guðjónsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigurður Einarsson, Sigurður Þórðarson, Thor Vil- hjálmsson, Vilhjálmur S. Vil- hjálmsson. Kr. 5.000: Ármann Kr. Einarsson, Bene- dikt Gunnarsson, Björn Ólafsson Bragi Sigurjónsson, Bryndís Pét- ursdóttir, Emilía Jónasdóttir. Ey- þór Stefánsson, Geir Kristjáns- son, Gerður HeJgadóttir, Gísli Ólafsson, Guðmundur Pálsson, Guðmundur Steinsson, Guðrún Indriðadóttir, Gunnar Gunaars- son listmálari, Hafsteinn Aust- mann, Halldór Helgason, Halgi Pálsson, Helgi Skúlason, Hjálm- ar Þorsteinsson, Hörður Ágústs- son, Höskuldur Björhsson, Jó- hann Hjálmarsson, Jóhannes Jó- hannesson. Jóhannes Geir Jóns- son, Jón Óskar, Jón Þórarinsson, Jórunn Viðar, Karl ísfeld, Krist- björg Kjeld, Loftur Guðmunds- son, Margrét Jónsdóttir, Ólafur Túbals, Ólöf Pálsdóttir, Rögn- valdur Sigurjónsson, Sigurður Helgason, Sigurður Róbertsson, Stefán Hörður Grímsson, Sverrir Haraldsson listmálari, Valtýr Pétursson, Veturliði Gunnarsson, Vilhjálmur frá Skáholti, Þor- steinn Jónsson frá Hamri, Þórar- inn Guðmundsson, Þóroddur Guðmundsson, Örlygur Sigurðs- 27. nóvember s.l., að vesturveldin hefðu hálft ár til að breyta stefnu sinni í Berlínarmálinu. Herter, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist vona, að Rússar mundu breyta afstöðu sinni og gat þess, að Bandaríkja- menn væru reiðubúnir að vinna að því, að hægt yrði að halda ríkisleiðtogafund, ef Rússar sæju sig um hönd. Hann kvaðst mundu dveljast í Genf, meðan von væri um eitthvert samkomulag. Hins vegar sagði formælandi Banda- rísku sendinefndarinnar, að með úrslitakostum Rússa væri fallin burt forsenda þess, að utanríkis- ráðherrafundinum yrði haldið á- fram. Murville, utanríkisráð- herra Frakka, lét svipuð orð falla á fundi ráðherranna í dag. I dag héldu utanríkisráðherr- arnir formlegan fund og sátu hann utanríkisráðherrar beggja þýzku ríkjanna. Fundurinn stóð yfir í þrjár klukkusthndir. — Erhard Framhald af bls. 1. ekki ætlað að gefa í skyn, að Ludvig Erhard væri ekki fær um að gegna kanslaraembættinu. Þingflokkurinn lýsti einróma trausti sínu á Erhard og harrn- aði ummæli, sem kynnu að hafa skaðað álit hans út á við. Yfirlýs ing þessi var samþykkt einróma á fundinum og greiddi dr. Aden- auer henni atkvæði. Erhard flutti ræðu á fundinum og var ákaft hylltur þegar hann sagði, að hann hefði verið móðg- aðiur undanfarna daga, meðan hann var fjarverandi í Bandaríkj unurn. Hann hefði aldrei gert kröfur til kanslaraembættisins og alltaf verið staðráðinn í að gegna efnahagsmálaráðherraembættinu fram tii kosninganna 1961. Eng- inn gæti leyft sér að efast um hollustu hans við dr. Adenauer og Kristilega demókrataflokkinn. Erhard sagði loks, að móðgandi væri að efast um, að hann væri fær um að framfylgja þeirri stefnu, sem flokkurinn hefði markað og fylgt síðustu tóu árin. Dr. Adenauer sagði, að hann hefði hvorki gagnrýnt Erhard né haldið því fram, að hann væri ekki fær um að halda þeirri stefnu í utanríkismálum, sem hann hefði sjálfur mótað. Sagði Adenauer, að það gleddi sig að eiga samvinnu við Erhard í fram tiðinnL Þakka öllum þeim, sem sýndu mér vinarhug á sjötugs- afmæli mínu 14. maí s.l. Bjarni Bjarnason, Kálfafeili Suðursveit Hjartanlegar þakkir færi ég öllum þeim mörgu bæði innanlands og utan, sem á einn og annan hátt heiðruðu mig með stórgjöfum, heimsóknum og skeytum á sjötugs afmæli mínu Sérstakar ástarþakkir færi ég Flugfélagi Islands og Flugmádastjórninni fyrir þeirra miklu og höfðinglegu gjafir. Sigurður Ólafsson, Höfn Jarðarför, SIGRfÐAR VIGFÚSDÓTTUR, frá Húsatóftum, sem andaðist 6. þ.m. er ákveðin frá Selfosskirkju, föstu- daginn 12. þ.m. Athöfnin hefst með bæn frá heimili hennar, Austurvegi 30 kl. 1,30 s.d. Blóm og kransar afþakkað, en þeim, sem vildu minn- ast hinnar látnu er vinsamlegast bent á líknarstofnarir Eiginmaður, börn, foreldrar og systkini Sonur minn EMIL BJARNASON matreiðslumaður andaðist í fyrrinótt. , Þorsteinn Bjt.rnason Föðursystir mín, JÓNfNA SNORRADÓTTIR SIGURDSON fædd að Litlabæ í Mýrasýslu lézt hinn 21. maí s.l. að heimili dóttur sinnar, Seattle Washington. Jens Stefánsson Útför GUÐRÚNAR jónsdóttur Njálsgötu 22, fer fram frá Dómkirkjunni í dag kl. 1,30. Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Sigurðardóttir, Helgi Sigurðsson GUÐMUNDUR TÓMASSON, Laugavegi 50 A, sem andaðist í Landakotsspítala 31. maí verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, föstudaginn 12. júní kl. 13,30. Athöfninni verður útvarpað. Vandamenn Útför mannsins míns, SIGURBJÖRNS JÓNSSONAR Laxárholti, sem andaðist 4. þ.m. fer fram að Ökrum, laugardaginn 13. júní kl. 3,30 s.d. Jóhanna Jónsdóttir JÓNAS JÓHANNSSON vélsmiður frá Siglufirði til heimilis Flókagötu 27 Reykjavík, andaðist 5. júní sl. Jarðarförin ákveðin föstudaginn 12. júní kl. 10,30 f.h. frá Fossvogskirkju. Athöfninni verður útvarpað Sævaldur Sigurjónsson Þökkum innilega auðsýnda samúð við cmdlát og jarðar- för, GfSLA JÓNSSONAR frá Saurbæ í Vatnsdal Aðstandcndur Hjartanlega þökkum við öllum er auðsýndu samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, JÓNfNU MARGRÉTAR ÞORSTEINSDÓTTUR frá Merkinesi er lézt að Sólvangi 24. fyrra máinaðar. Börn og tengdaböm Þökkum af alhug öllum félögum, einstaklingum og bæjarfélögum, vinsemd og virðingu við andlát og jarðar- för hjartkærs eiginmanns og föður, ARA GUÐMUNDSSONAR verkstjóra, Akranesi Með kveðjum og blessunaróskum til ykkar allra. Ólöf Sigvaldsdóttir, Guðbjörg Aradóttir, Sigvaldi Arason, Guðmundur Auðunn Arason, Unnsteinn Arason, Hólmsteinn Arason, Hreinn Ómar Arason, Jón Ármann Arason. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, SIGRfÐAR B. THEODÓRS Helga og Diðrik Helgason, Torfhildur og Bergþór Ólafsson, Skúli Ó. Theodórs, Þorbjörg og Hjörtur Ólafsson, Sigríður og Ludwig H. Siemsen. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNS GRfMSSONAR, rafvirkja Fyrir hönd aðstandenda. lngunn Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 120. tölublað (11.06.1959)
https://timarit.is/issue/110952

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

120. tölublað (11.06.1959)

Aðgerðir: