Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 22
22 MORCV1SBLAÐ1Ð Fimmtudagur 11. júní 1959 Dómar kveðnir upp í Vatneyrarmálinu Heimsmót stúdenta í skák í Búdapest Övíst um þátttöku íslenzkra stúdenta VALDIMAR Stefánsson sakadóml ari, sem settur var setudómari í svonefndu „Vatneyrarmáli”, —| rannsókn er beindist að fyrir- taekjum þeirra Vatneyrarbræðra Garðars og Friðþjófs Jóhannes- sona, hefur nú lokið málinu með sakfellingu beggja bræðranna. Mál þetta var mjög yfirgrips- mikið, endurrit af prófum máls- ins er rúmlega 400 fólíósíður og framlögð skjöl í því 235 taisins. Setudómarinn skýrði blöðun- um úrslit málsins í fyrradag og gerði hann þá eftirfarandi grein fyrir rannsókn þess og úrsiitum. í árslok 1954 hófst að fyrir- mælum dómsmálaráðuneytisins og samkvæmt kæru gjaldeyris- eftirlits Landsbanka fslands rann sókn um meint gjaldeyrisbrot hinna svonefndu Vatneyrarfyrir- tækja á Patreksfirði og þá eink- um togaraútgerðarfyrirtækjanna Gylfa h.f. og Varðar h.f. og einn- ig Verzlunar Ó. Jóhannesson h.f. Forstjóri þessara fyrirtækja hafði um langt árabil verið Garðar Jóhannesson, en Friðþjófur, bróð ir hans, hafði þá um sumarið tek- ið við forstjórastarfi í þeim öll- um. Hafði Friðþjófur einnig áður verið forstjóri tveggja Vatneyrar fyrirtækjanna, Grótta h.f. og Sindra h.f. BANDARÍSKIR íþróttamenn sátu ekki auðum höndum um síð- ustu helgi. Lítt þekktur banda- rískur spjótkastari, A1 Cantello að nafni, setti nýtt heimsmet á íþróttamóti sem haldið var í borg inni Compton í Kaliforníu. Can- tello kastaði 86.04 metra. Gamla metið átti Norðmaðurinn Egil Danielsen, en það var 85.71 og sett á Ólympíuleikunum í Mel- bourne 1956. Hinn 28 ára Cantello (1,71 sm á hæð), sem er í herþjónustu og lætur sig detta fram á hendurnar eftir að hann sleppir spjótinu hverju sinni, er óvæntur heims- methafi því bezti árangur hans til þessa var 75.95 sl. ár, en 75.06 í ár. Köstin mældust 68.89, 85.06, 86.04, sleppti, sleppti og 71.02. Bud Held, sem keppti hér í Reykjavík fyrir nokkrum árum, var annar og kastaði 74.77. Af öðrum glæsilegum íþrótta- afrekum á þessu móti má nefna: 440 yards: Larrabee 46,1 sek. Kúluvarp: Parry O’Brien 19.06, Bill Nieder 18.91, Dallas Long 18.60, C. Butt 18.47. Stangarstökk: B. Gutowski 4.66, D. Bragg 4.59. Kringlukast: J. Silvester 56.03 og Inn £ rannsóknina um hin meintu gjaldeyrisbrot fléttuðust brátt önnur atriði og þá einkum ásakanir nefndra bræðra hvors á hendur öðrum um ýmsar yfir- troðslur og fjárdrátt og voru þó ásakanir á Garðar að þessu leyti yfirgnæfandi. Rannsókn stóð mjög lengi yfir, einkum vegna yfirgripsmikillar bókhaldsrannsóknar hjá fyrir- tækjunum og ítrekaðra athugana gj aldeyrisef tirlitsins. Að rannsókn lokinni voru út- gefin ákæruskjöl hinn 8. desem- ber 1958. Hvorugur bræðranna var á- kærður fyrir fjárdrátt, en báðir fyrir gjaldeyrisbrot auk þess sem Garðar var ákærður fyrir bók- haldsóreiðu og fyrir að hafa gef- ið gjaldeyisyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar um gjald- eyrisöflun og gjaldeyrismeðferð fyrirtækj anna. Ákært var fyrir fjölmörg sak- aratriði, sem gerzt höfðu á löng- um tíma, allt frá 1939 og fram á árið 1954. Dómur í máli Garðars Jóhannes sonar var kveðinn upp í saka- dómi Reykjavíkur hinn 22. maí 1959 og var hann sakfelldur fyr- ir brot gegn gjaldeyrislöggjöf- inni, fyrir bókhaldsóreiðu og fyr- ir rangar og villandi upplýsingar R. Babka 55.06 metra. Sleggju- kast: Connolly 64.59. Hástökk: Dumas 2.04. KR vann Þróit ÍSLANDSMÓTINU í knattspyrnu var haldið áfram í gærkvöldi. Þá sigraði KR Þrótt með 5 mörkum gegn 0. Frá þeim leik og öðrum knattspyrnuleikjum, sem fram hafa farið síðan blaðið kom síðast út verður nánar sagt frá á morg- un. — Evrópumet EVRÓPUMETIÐ í kringlukasti hefur þrívegis verið bætt í vor. Sl. sunnudag bætti Ungverjinn Joseph Szecenyi enn metið með 58,33 metra kasti á íþróttamóti í Gyor. Fyrra metið, sett af Pól- verjanum Piatkowski nýlega, var 57,89. Aðeins einum manni hefur tekizt að kasta kringlu lengra en Szecenyi, en það er Fortune Gordien frá Bandaríkjunum, með heimsmetkasti sínu 59,28 metra. til gjaldeyrisyfirvalda. Mikill fjöldi brota hans var þó fyrndur þegar rannsókn málsins hófst. Dæmdur var hann í 6 mánaða varðhald, skilorðsbundið, og 75000,00 kr. sekt til ríkissjóðs auk greiðslu málskostnaðar. Máli Friðþjófs Jóhannessonar lauk með réttarsætt 23. maí 1959. Hlaut hann 15000,00 kr. sekt til ríkissjóðs fyrir brot gegn gj aldeyrislögg j öf inni. UNDANFARNA daga hefur lítil, pólsk seglskúta legið í Reykja- víkurhöfn, en í gær var aftur látið úr höfn og haldið áleiðis til Póllands, sennilega með við- komu í Vestmannaeyjum og Sví- þjóð. ★ í óvenju hröðu 1500 m hlaupi í Frankfurt, V-Þýzkalandi, sigr- aði A-Þjóðverjinn S. Valentin á 3.40,2 mín., annar varð S. Her- mann 3.40,9 og þriðji H. Grodot- sky 3.43,2. Þrír aðrir fengu tíma undir 3.45,0! Vilhjálmur og Svavar farnir til Póllands I DAG halda utan frjálsíþrótta- mennirnir Vilhjálmur Einarsson og Svavar Markússon. Er ferð þeirra heitið til Varsjá í Póllandi, en þangað hefur frjálsíþrótta- samband Póllands boðið þeim til þátttöku í miklu móti sem haldið er til minningar um hinn fræga pólska hlaupara Kusowski. Hafa íslenzkir íþróttamenn oft verið boðnir til þess móts, en Pólverjar greiða allan kostnað fararinnar. — Fararstjóri í förinni er Stefán Kristjánsson. Vígsluhátíð Laugardalsvallar ÁKVEÐIÐ hefir verið hvaða greinar verða i frjálsíþrótta- keppni vígsluhátíðar Laugardals vallarins hinn 17. júní n.k. Keppl verður þá í þessum greinum: 100 m hlaup — 800 m hlaup — 5000 m hlaup — 110 m grinda- hlaup — stangarstökk — lang- stökk — kúluvarp — kringlukast — hástökk — 4x100 m boðhlaup. Síðari hluti 17. júní mótsins verður 18. júní og verður keppt í þessum greinum: 200 m hlaup — 400 m hlaup — 1500 m hlaup — 400 m grinda- hlaup — þrístökk — spjótkast — sleggjukast — 1000 m boðhlaup. Tilkynningar um þátttöku skulu hafa borizt skrifstofu f.B.R. Hólatorgi 2 fyrir sunnudags- kvöift. SJÖTTA heimsmót stúdenta í skák verður haldið í Búdapest í Ungverjalandi dagana 30. júní til 14. júlí n.k. Fréttamaður og ljósmyndari Mbl. brugðu sér niður að höfn til þess að skoða hinn snotra far- kost áður en hann fór, taka af honum mynd, og spjalla ofurlítið við áhöfnina. — Raunar gekk samtalið heldur stirðlega, þvi að eini maðurinn, sem staddur var um borð, talaði aðeins móður- málið og — rússnesku, en hvorki er fréttamaðurinn * í ijósmynd- arinn vel heima í tungum þeim. Þó fengum við þá vitneskju, með aðstoð ungs túlks, sem þarna var staddur og reyndist vera sonur pólska sendifulltrúans hér, að á skútunni væru fjórir ungir kandidatar þar af ein kona. Þeir hafa allir stundað hóskóla nám undanfarið í borginni Szcz- ecin í Póllandi, sem íslendingar munu betur kannast við undir nafninu Stettin. — Kvað Pól- verjinn mikinn áhuga ríkjandi á siglingaíþróttinni meðal háskóla nema, sem og öðrum íþróttum. Starfandi væri sérstakur sigl- ingaklúbbur við háskólann og væri hann eigandi skútunnar. Sagði hann, að venja væri, að fara a. m. k. eina slíka langsigl- ingu á ári hverju á vegum klúbbs ins. Pólverjarnir lögðu af stað í fs- landsferðina frá Stettin hmn 13. maí sl. Sigldu þeir hingað án viðkomu og voru 25 daga í hafi, komu til Reykjavíkur 6. júní. — Hrepptu þeir slæmt veður um tíma á leiðinni, en annars mun ferðin hafa gengiö að óskum. — Hinn ungi Pólverji, sem við „töl- uðum“ við, kvaðst ánægður með komuna hingað — hér væri fall- egt, en svalan þætti sér hann blása í norðanáttinni. Skútan litla er hin rennilegasta og snotur á að líta, en íslenzkir sjómenn, sem voru að störfum í skipum þarna í kring höfðu orð á því, að ekki virtist hún sérlega traust. RÚSSNESKI stórmeistarinn Mik- hail Tal bar sigur úr býtum á skákmótinu í Zurich. Var keppni á mótinu geysihörð, enda þar saman komnir 8 stórmeistarar auk alþjóðlegra meistara og meðal stórmeistaranna voru 4 (af 8) sem hafa öðlazt rétt til þátt- töku í „kandidatamótinu", þ. e. móti því sem sker úr um hver fær að skora á heimsmeistarann. Endanleg röð skákmannanna var þannig: 1. Tal 11% vinning. 2. Gligoric, Júgóslavíu, 11. 3.—4. Fischer, Bandaríkjunum, Ágreiningur milli sovézkra og ungverskra aðila að mótinu mun haf« valdið því, að endanlegar ákvarðanir um keppnina voru ekki teknar fyrr en nýlega. Óvíst er, hvort íslenzkir stúd- entar taka þátt í heimsmeistara- mótinu að þessu sinni, eins og þeir hafa gert um allmörg und- anfarin ár, síðast 1 Búlgaríu i fyrra. Liggja einkum til þess þær tvær ástæður, að mjög skammur tími er til undirbúnings og eins að fyrirgreiðsla sú, sem íslenzku þátttakendunum var í té látin austan járntjalds í fyrra, var með þeim endemum, að skákmennina fýsir lítt að eiga slíkt yfir höfði sér öðru sinni og eru því tregir til fararinnar. — Frestur til að tilkynna þátttöku er annars til 15. þ.m. Það er Skáksamband Ungverja lands og fþróttaráð Alþjóðasam- bands stúdenta (IUS), sem sjá um mótið, með stuðningi íþrótta- ráðs ungverskra stúdenta og full tingi FIDE, alþjóðaskáksambands ins. — Prentaraverkfall Framh. af bls. 3 neitað að ganga til móts við kröfurnar. Á síðasta samningafundin- um, sem haldinn var 8. júní, var verkfallinu aflýst, enda mun almenningi þykja kröfu- gerð mjólkurfræðinga hóf- laus. Meðaltekjur mjólkur- fræðinga — aukavinna með- talin — hjá Mjólkursamsöl- unni i Reykjavík hafa verið um 89.000 kr. á ári, en hjá Mjólkurbúi Flóamanna um 94.000 kr. á ári — og að auki framlög í lífeyrissjóð. Hins vegar tilkynntu mjólkurfræð- ingar, að þeir myndu aðeins vinna tilskilinn dagvinnutíma. Mun það skapa mjög mikla erfiðleika. Er nánar skýrt frá þeim málum annars staðar í blaðinu. Ekki hefur verið boðaður nýr viðræðufundur, og mun málið vera úr höndum sátta- semjara. í mjólkurfræðingafé- laginu eru um 35 menn. Önnur félög Nokkur önnur félög hafa sagt upp samningum, og standa við- ræður yfir um samninga þeirra, en Morgunblaðinu er ekki kunn- ugt um, að nein verkföll hafi verið boðuð. Ekki kosið í Los Angeles ATHYGLI skal vakin á því, að utankjörfundarkosning getur ekki farið _ fram í ræðismanns- skrifstofu íslands í Los Angeles, eins og gert var ráð fyrir í frétta tilkynningu utanríkisráðuneytis- ins frá 21. maí sl. Keres, Rússlandi, 10%, 5.—6. Larsen, Danmörku, Unzicker, V-Þýzkal., 9%. 7. Barcza, Ungverjal., 8%. 8. Friðrik Ólafsson 8. 9.—10. Kupper, Sviss, Donner, Hollandi, 7. 11. Bhend, Sviss, 6%. 12. Keller, Sviss, 6. 13.—14. Duckstein, Austurríki og 15.—16. Blau, Sviss, Nievergelt, Sviss 2%. Úrslit í einstökum umferðum mótsins, sem ekki hefur verið get ið í blaðinu áður, verða birt á morgun. Cantello „svífur“ fram á hendurnar eftir vel heppnað kas'. Lítt þekktur BandaríkiamaSur setti heimsmet í spjótkasti Pólsk skúta i Reykjavík (Frá utanríkisráðuneytinu). Tal, Rússl. sigraSi í skákmótinu í Zurich

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 120. tölublað (11.06.1959)
https://timarit.is/issue/110952

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

120. tölublað (11.06.1959)

Aðgerðir: