Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 24
VEÐRIÐ Suðaustan kaldi, rigning með köflum. 120. tbl. — Fimmtudagur 11. júní 1959 Fundir úti um land á vegum Sjálfstæðisflokksins og Sjálf- stæBisfélaganna í DAG og næstu daga efnir Sjálf- stæðisflokkurinn til almennra stjórnmálafunda, sem hér segir: í Félagsgarði í Kjós í kvöld heldur Sjálfstæðisfé- lagið „Þorsteinn Ingólfsson" stjórnmálafund í Félagsgarði i Kjós. Fundurinn hefst kl. 9 sd. Frummælendur á fundinam verða: Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins og Birgir Kjaran hagfræðingur. í Skagafirði f kvöld heldur Sjálfstæðis- flokkurinn almennan stjórnmála fund á Hofsósi og hefst fundur- inn kl. S sd. Frummælendur á fundinum verða þeir Sigurður Bjarnason, alþingismaður og séra Gunnar Gíslason. dal lau0a:daginn 13. júní kl. 8.30. Ræður flytja alþingismennirn- ir: Ingólfur Jónsson og Friðjón Þórðarson. Skemmtiatriði ann- ast: Haraldur Á. Sigurðsson, Ómar Ragnarsson og Hafliði Jónsson. Um kvöldið leikur hljómsveit fyrir dansi. Sama dag kl. <j verður fundur ungra Gjálfstæðismanna í sýsl- unni. f Vcstur-Húnavatnssýslu Sjálfstæðisflokkurinn heldur almennan stjórnmálafund á Hvammstanga laugardaginn 13. júní kl. 8.30. Frummælendur á fundinum verða: Jóhann Hafstein, aiþingis- maður og Guðjón Jósefsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokks- ins í Vestur-Húnavatnssýslu. I Barðastrandarsýslu Vormót Sjálfstæðismanna í Barðarstrandarsýslu verður hald ið á Patreksfirði, sunnudaginn 14. júní kl. 8,30. Ræður flytja: 'Sigurður Bjarna s_on, alþingismaður og Jóhannes Árnason, stud. jur. Skemmtiatriði annast: Harald- ur Á Sigurðsson, Ómar Ragnars- son og Hafliði Jónsson. Síðan leikur hljómsveit fyrir dansi. Ungur piltur varð fyrir voðaskoti í Slétfuhlíðinni Á Akureyri f kvöld halda Sjálfstæðisfélög- in á Akureyri almennan stjórn- málafund í Nýja bíó á Akureyri. Fundurinn hefst kl. 9 sd. Frummælendur á fundinum verða þeir Bjarni Benediktsson. alþingismaður, Jónas Rafnar, lög fræðingur og Gísli Jónsson, menntaskólakennari. Á Dalvík Sjálfstæðisflokkurinn heldur almennan stjórnmálafund á Dal- vík, föstudaginn 12. júní (annað kvöld) kl 9. Frummælendur á fundinum verða alþingismennirn ir Bjarni Benediktsson og Magn- ús Jónsson. f Dalasýslu Héraðsmót Sjálfstæðismanna í Dalasýslu verður haldið í Búðar- BÆ, Höfðaströnd, 10. júní. — Um 10 leytið í gær varð hörmulegt slys hér í Sléttuhlíðinni. Ungur piltur, Oddur Tryggvason, varð fyrir voðaskoti er hann var að vinna á mir.k með föður sínum, Tryggva Guðlaugssyni, bónda í Lónkoti og beið hann samstundis bana. Slysið varð í svokallaðri Sand- vík, mitt á milli Höfða og Lón- kots. Höfðu þeir feðgar séð mink skjótast í holu og skaut Oddur á eftir honum með fjárbyssu sinni. Hrökk skotið af steini inni í hol- unni, kom til baka í brjóst pilts- ins. Oddur Tryggvason var 24 ára gamall, einkabarn hjónanna í Lónkoti og ætlaði að taka við búi af þeim. Hann var mjög efnileg- Kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Sjálfstæðishúsið, sími 17100. AÐALSKRIFSTOFUR Valhöll, Suðurgötu 39, sími 18192 — 17100. HVERFASKRIFSTOFUR: 1. Vesturbæjarhverfi: Morgunblaðshúsinu, II. hæð, sími 23113. 2. Miðbæjarhverfi: Breiðfirðingabúð, sími 23868. 3. Nes- og Melahverfi: KR-hús, sími 23815. 4. Austurbæjarhverfi: Hverfisgötu 42, sími 23883. 5. Norðurmýrarhverfi: Skátaheimilinu við Snorrabraut, sími 23706. 6. Hlíða- og Holtahverfi: Skipholti 15, sími 10628. 7. Laugarneshverfi: Sigtún 23, sími 35343. 8. Langholts- og Vogahverfi: Langholtsveg 118, sími 35344. 9. Smáíbúða- og Bústaðahverfi: Breiðagerði 13, simi 35349. Hverfaskrifstofurnar eru allar opnar frá kl. 2 e. h. til 10 e. h. daglega og veita allar upplýsingar varðandi kosn- ingarnar. — Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að hafa samband við kosningaskrifstofur Sj álfstæðisflokksins. ur piltur, greindur og vel að manni. Er þetta í annað skiptið á ör- skömmum tíma sem fólk hár úr Sléttuhlíðinni verður fyrir hörmulegu slysi. Er aðeins lið- lega hálfur mánuður síðan hjón- in á Heiði fórust í flugslysi, en skammt er milli bæjanna Lón- kots og Heiðar. — B. Magnús Pétursson læknir látinn MAGNÚS Pétursson fyrrum hér- aðslæknir hér í Reykjavík er látinn. Lézt hann í Landspítalan- um 8. þ.m., 78 ára að aldri. Hafði hann verið fluttur í Landspítal- ann 2. apríl s.l. Magnús Pétursson sem var Húnvetningur, var fæddur 16. maí 1881 á Gunnsteinsstöðum í Langadal. Hann var stúdent 1904 og embættisprófi lauk hann 1909. Hann varð héraðslæknir héx í Reykjavík 1922 og gengdi því starfi allt til ársloka 1949. Á ár- unum 1914—’23 var hann þing- maður Strandamanna og á Al- þingi var hann m. a. framsögu- maður fjárveitinganefndar. Hann lét mikið til sín taka í félags- og hagsmunamálum læknastéttar- innar. Sjálíboðaliðar SJÁLFBOÐALIÐAR óskast til starfa við skriftir í dag eða í kvöld. Unnið verður í Sjálf- stæðishúsinu (litla sal). Hermann Jónasson fyrir kosningar 1956: Sjálfstæðisflokkurinn er braskaraklíka, sem ekkert vanda- mál er hægt að leysa með. Þess vegna er þjóðarnauðsyn að einangra hann. — Hermann Jónasson fyrir jólin 1958 þegar vinstri stjórnin var fallin og „ný verðbólgualda“ var risin: __ Nú verður Sjálfstæðisflokkurinn að koma með okkur í þjóðstjórn til þess að bjarga þjóðinni. Þetta var eina úrræði Framsóknarflokksins eftir að vinstri stjórn hans hafði skapað fullkomið öngþveiti í efnahagsmál- unum og gefizt upp við að finna nokkurt sameiginlegt úr- ræði til lausnar þeim. Vertíðaraflinn um 3800 tonnum minni en í fyrra í GÆR lét Fiskifélag íslands frá sér fara skýrslu um aflabrögðin eins og þau urðu á tímabilinu 1. janúar til aprílloka, — sem sé yfir vetrarvertíðina. Afli bátaflotans var þá alls 143,7 þús. tonn, en á sama tíma var afli togaranna 49,2 þús. tonn. Síldaraflinn varð rúmlega 1000 tonn. Ef borinn er saman afli báta- flotans á vetrarvertíðunum í ár og í fyrra kemur í jós að hann var nokkru meiri í fyrra, eða 146,1 þús. tonn, og einnig var togara- fiskurinn þá meiri en nú, eða 50,6 þús. tonn. Síldaraflinn var þá einnig meiri eða um 1750 tonn. Heildarniðurstöður verða þá að þorskaflinn var við vertíðarlokin í ár um 3,800 tonnum minni en í lok vertíðar í fyrra. í apríllok var búið að frysta um 111,000 tonn, til herzlu höfðu farið 28,000 og til söltunar 45.000 tonn. Sem menn rekur vafalítið minni til, hömluðu stormar og ótíð veiðum vikum saman í byrj- un vetrarvertíðar. Mjólk á brúsum SÚ ákvörðun mjólkurfræðinga að vinna enga eftirvinnu, en frá því er skýrt nánar á öðrum stað í blaðinu, kemur til með að valda talsverðum erfiðleikum. Þó von- ast Mjólkurstöðin til að geta þrátt fyrir það gerilsneytt nægi- legt magn mjólkur til sölu í Reykjavíkurbæ. Til hægðarauka verður sú breyting þó á, að minna mjólkurmagn verður sett á flöskur en mjólkursala í lausu máli aukin. Kemur þetta til framkvæmda strax í dag. Viðtal sem mjög er rangfœrt í KJÖRDÆMABLAÐINU 2. júní sl., er haft eftir mér viðtal, sem er mjög rangfært. Ég átti stutt tal við tvo menn og mun annar þeirra hafa verið erindreki Framsókn- arflokksins, enda þótt hann forðaðist að tala um það. Það er rétt eftir mér haft, að ég er Sjálfstæðismaður, enda mun ég styðja Sjálfstæðisflokkinn við næstu kosningar, eins og áður, þótt ég sé ekki allskostar ánægður með kjör- dæmamálið. — Það er ástæða til þess að vara fólk við þessháttar mönn- um, sem óska eftir blaðaviðtali við menn og rangfæra svo það sem sagt er, en þannig mun flest vera, sem í Kjör- dæmablaðið er skrifað, samanber viðtal við Ólaf, hrepp- stjóra í Hábæ, sem einnig er rangfært. Borgarholti, 7. júní 1959 Kristinn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 120. tölublað (11.06.1959)
https://timarit.is/issue/110952

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

120. tölublað (11.06.1959)

Aðgerðir: