Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 3
F’mmtudagur 11. júní 1959 UORGUNBLAÐ1Ð 3 Stjórnmálafundir Sjálfstæðis- flokksins hafa ver/ð mjög fjölsóttir UNDANFARIÐ hafa Sjálf- stæðisflokkurinn og Sjálf- stæðisfélögin gengizt fyrir stjórnmálafundum bæði í Reykjavík og einnig víða úti um landið. Hafa fundir þessir verið fjölsóttir og hefur máli ræðumanna verið mjög vel tekið. Er hvarvetna ríkjandi mikill áhugi á að gera sigur Sjálfstæðisflokksins sem glæsilegastan í kosningunum 28. júní nk. 1 Reykjavflt Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efndu til almenns kjósendafund- ar í Sjálfstæðishúsinu að kvöldi þriðjudagsins 2. júní. Formaður Heimdallar, Baldvin Tryggvason. setti fundinn og stjórnaði hon- um, en fundarritari var Magnús Jóhannesson, formaður Óðins. — Ræðumenn á þessum fundi voru Bjarni Benediktsson, ritstjóri, Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, Jóhann Hafstein, bankastjóri, Ól- afur Björnsson, prófessor, og Ragnhildur Helgadóttir, cand. jur. Var fundurinn fjölmennur og máli ræðumanna mjög vel tekið. Flokksráðsfundur Sunnudaginn 4. júní var fundur í flokksráði Sjálf- stæðisfélaganna í Gullbringu- og Kjósarsýslu haldinn í Sjálf- stæðishúsinu í Reykjavík. Fram- sögumenn á fundinum voru Ólaf- ur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Gunnar Helgason, erindreki. Á Snæfellsnesi Sjálfstæðisflokkurinn efndi til almennra stjórnmálafunda í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 5. og 6. júní sl. Var fundur haldinn í Stykkishólmi föstudag- inn 5. júní kl. 8,30 sd. Frummæl- endur á fundinum voru Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðis- flokksins, og Sigurður Ágústsson, alþingismaður, og ræddu þeir stjórnmálaviðhorfið og þau mál, sem nú eru efst á baugi. Var ræðum þeirra mjög vel tekið. Laugardaginn 6. júní kl. 5 sd. var haldinn fundur á Hellissandi og í Ólafsvík sama kvöld kl. 9. Frummælendur á þessum fund- um voru þeir Pétur Benedikts- son, bankastjóri, og Sigurður Ágústsson, alþingismaður. Mánudaginn 8. júní efndi Sjálf stæðisflokkurinn til almenns fundar í Grafarnesi. Hófst hann kl. 8,30. Þeir Pétur Benediktsson, bankastjóri, og Sigurður Ágústs- son, alþingismaður, ræddu stjórn málaviðhorfið, einkum feril vinstri stjórnarinnar og kjör- dæmabreytinguna. Var gerður góður rómur að máli þeirra. Héraðsmót á Kirkjubæjarklaustri Laugardaginn 6. júní kl. 8,30 hófst héraðsmót Sjálfstæðis- manna í Vestur-Skaftafellssýslu, er haldið var að Kirkjubæjar- klaustri. Formaður Sjálfstæðis- félagsins í V-Skaftafellssýslu, Ragnar Jónsson, í Vík, setti mót- ið og stjórnaði því, en alþingis- mennirnir Jón Kjartansson, Ing- ólfur Jónsson, Sigurður Óli Ól- afsson, og Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri, ræddu stjórnmálavið horfin við mjög góðar undirtekt- ir mótsgesta. Skemmtiatriði önn- uðust Haraldur Á. Sigurðsson, Ómar Ragnarsson og Hafliði Jóns son. Að lokum lék hljómsveit Trausta Ármannssonar fyrir dansi. Mótið var fjölmennt og í alla staði mjög vel heppnað. Á Selfossi Sunnudaginn 7. júlí gekkst Sjálfstæðisflokkurinn fyrir al- mennum stjórnmálafundi á Sei- fossi. Var fundurinn haldinn í Selfossbíói og hófst kl. 3 e. h. Alþingismennirnir Bjarni Bene- diktsson, Ingólfur Jónsson og Sigurður Ó. Ólafsson fluttu frarn söguræður um stjórnmálavið- horfið. Var gerður mjög góður rómur að máli þeirra og mikill einhugur ríkjandi á fundinum. 1 Keflavík 1 fyrrakvöld efndu Sjálfstæðis- félögin í Keflavík til almenns stjórnmálafundar í Bíóhúsinu í Keflavík. Hófst fundurinn kl. 8,30 og var Alfreð Gíslason, bæj - arfógeti, fundarstjóri. Frummælendur á fundinum voru formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson. Flutti Ólafur Thors ítarlega yfir- litsræðu um stjórnmálaviðhorfið og ræddi m. a. um viðskilnað V- stjórnarinnar og kjördæmamálið' Bjarni Benediktsson flutti mjög greinargóða og skelegga ræðu um utanríkis-, landhelgis- og varnarmál. Var ræðum beggja frummælenda mjög vel tekið af fundarmönnum. Er frummælendur höfðu lokið máli sínu urðu fjörugar umræð- ur og tóku þessir til máls: Eggert Jónsson, bæjarstjóri, Kristján Guðlaugsson, formaður Félags ungra Sjálfstæðismanna í Kefla- vík, Bogi Þorsteinsson, formaður Mjölnis, félags ungra Sjálfstæðis- manna á Keflavíkurflugvelli, Jósafat Arngrímsson, Helgi S. Jónsson og Karlvel Ögmundsson, útgerðarmaður, Njarðvík. Að lok um mælti fundarstjóri nokkur orð. Fundurinn var fjölsóttur og mikill einhugur ríkjandi með fundarmönnum. Var bíóhúsið fullskipað, en það tekur á fjórða hundrað manns. í Kópavogi f gærkvöldi efndi Sjálfstæðis- flokkurinn til almenns stjórn- málafundar í Kópavogi. Frum- mælendur á fundinum voru Ól- afur Thors, formaður Sjálfstæð- isflokksins og Jóhann Hafstein, bankastjóri. Á Sauðárkróki f gærkvöldi efndi Sjálfstæð:s- flokkurinn einnig til almenns stjórnmálafundar á Sauðárkróki Frummælendur á þeim fundi voru Sigurður Bjarnason, rit- stjóri og séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ. Guðrún Hermanns dóttir frá Breiða- bólsstað látin AÐFARANÓTT 4. júní andaðist í Landakotsspítalanum í Reykja- vík, frú Guðrún Hermannsdóttir frá Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hafði hún veikzt nokkrum dög- um áður að heimili sínu að Fjöln- isvegi 1 í Reykjavík og verið þá flutt í sjúkrahúsið. Fékk hún hægt andlát. Frú Guðrún var ekkja séra Eggerts Pálssonar prófasts á Breiðabólstað og þingmanns Rangæinga um langt skeið, en hann andaðist 1926. Guðrún var 93 ára er hún lézt og all ern fram til hins síðasta. Niu daga preniaraverkfaHi lokib Þekktur tenor- söngvari skemintir 1 Filadelfíu ÞEKKTUR tenorsöngvaji, Sven Björk, syngur í Filadelfíu í kvöld kl. 8,30. Þetta er einasta tækifær- ið til að heyra í þessum ágæta einsöngvara, þar eð hann heldur ferð sinni áfram til Svíþjóðar á morgun. Breytist því samkoman samkvæmt þessti frá því sem annars staðar er auglýst í blað inu. Prentarar tóku kommúnistum Mjólkurfræbingar aflýsa verkfalli, en neita oð vinna meira en dagvinnutima. Hætt við verulegu tjóni SAMKOMULAG náðist ráðin af mánudag milli samninga- nefnda prentara og prent- smiðjueigenda. Var það stað- fest daginn eftir af viðkom- andi félögum og verkfalli því aflýst, sem staðið hafði síðan 1. júní og stöðvaði allar prent smiðjur landsins, um 40 að tölu. Prentarar fengu ekki grunnkaupshækkun, en fram- lög í lífeyrissjóð. Samningar tókust einnig á mánudaginn milli bókbindara og vinnuveitenda, og kom aldrei til verkfallsins, sem boðað haf ði verið. — Hins veg ar hafa ekki náðst samningar um kjör mjólkurfræðinga, en á mánudaginn aflýstu þeir verkfalli, sem hefjast átti næstu nótt. Jafnframt neituðu þeir að vinna meira en til- skilinn dagvinnutíma og skapar það verulega erfið- leika og getur valdið miklu tjóni fyrir mjólkurbúin. Prentaraverkfallið Lausn prentaradeilunnar náð- ist fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartarsonar, á fjórða fundinum, sem hann hélf með deiluaðilum. Samninganefnd irnar skrifuðu undir samningana á mánudag, en gerðu eins og venja er fyrirvara um samþykkt félagsfundar. Hið íslenzka prent- arafélag og Félag prentsmiðju- eigenda héldu bæði fund á þriðj u dag og staðfestu samningana. Samið var um, að stofnaður skyldi lífeyrissjóður prentara. Munu vinnuveitendur greiða í hann sem svarar til 6% af samn- ingsbundnu kaupi, og hefjast þær greiðslur nú þegar. Prentar- ar munu greiða 4% af kaupi sínu í sjóðinn, og kemur það til fram- kvæmda smám saman, að fullu 1963. Þá er ákveðið í hinum nýja samningi, að vinnutíminn í febrúar styttist án kauplækkun- ar, þannig, að prentarar fá frí hálfan daginn á laugardögum í þeim mánuði. Þá var nokkuð breytt ákvæðum um veikinda- daga. Kröfur prentara voru þær, að grunnkaup hækkaði um 15% og þeir fengju styttan vinnutíma á laugardögum þá 5 mánuði árs- ins, sem ekki hafði áður .verið samið um. Verkfall prentara hófst 1. júni eins og áður er sagt. Rétt áður en verkfallið hófst höfnuðu prent arar tillögu um samninga, sem fól í sér sams konar ákvæði um lífeyrissjóð og um var samið og svipuð ákvæði um vinnutíma á laugardögum. Þó mun hafa unn- izt með verkfallinu umfram til- boðið í maílok, kjarabætur, sem svara til launa í 6 klukkustundir á ári. í prentarafélaginu munu vera nokkuð á þriðja hundrað manns, sem vinna við prentiðn. Tilboðinu, sem gert var í mai- lok, höfnuðu prentarar á fundi með 114 atkvæðum gegn 43. Mælti Stefán Ögmundsson, hinn alkunni kommúnisti, þá mest gegn samningum. Hann var einnig á móti samningum á fund- inum á þriðjudaginn og krafðist þess að haldið yrði fast við kröfuna um grunnkaupshækkun, en prentarar tóku ráðin af komm únistum og samþykktu samning- ana með 109 atkvæðum gegn 57, en 2 seðlar voru auðir. STAKSTEINAR Ekki um neitt nema kj ördæmamálið Á fundi, sem Hermann Jónaí*- son hélt fyrir skömmu vestur á ísafirði, töluðu nokkrir Sjálf- stæðismenn og gerðu m. a. harða hríð að vinstri stjórninni og leið- toga hennar. Formaður Fram- sóknarflokksins gat þá engu svax að til öðru en þessu: „Það má ekki tala um neltt nema kjördæmamálið í þessari kosningabaráttu.“ Þetta er óskadraumur Fram- sóknarmanna. Þeir eru sva hræddir við skugga vinstri stjórnarinnar, svik hennar og uppgjöf, að á hana má alls ekki minnast. Þeir vilja hins vegar hafa næði til þess að flytja raka- lausan þvætting um hina nýju kjördæmaskipan og halda fram alls konar firrum um afleiðingar hennar.. Kommúnistar á undanhaldi Af fundum þeim, sem komm- únistar eða hið svo kallaða „Al- þýðubandalag“ þeirra, hafa hald- ið víðs vegar um land undanfar- ið, hemur það greinilega í ljós að miklu minni byr er í seglum þeirra en fyrir kosningarnar vor- ið 1956. Þá voru kommúnistar nýbúnir að klæða sig í nýja gæru. Var þá látið í veðri vaka að svo- kallaðir „vinstri jafnaðarmenn" hefðu mikil áhrif í flokknum og væru líklegir til að sveigja hann af Moskvu-línunni. Þá barðist flokkurinn einnig hinni hetjuleg- ustu baráttu „gegnherílandi". Síðan eru aðeins liðin tæp þrjú ár. Kommúnistar sátu tvö og hálft ár í vinstri stjórn, sem samdi um áframhaldandi dvöl varnarliðsins um óákveðinn tíma. Að öðru leyti gerði þessi ríkis- stjórn ekkert annað en að leggja nýja skatta á allan almenning í landinu. Kaupgeta verkalýðs- Bókbindarar Bókbindarar sömdu um sams- konar breytingar á samningum og prentarar. Samkomulagið var staðfest á fundi í bókbindarafé- laginu á mánudagskvöldið með aðeins einu mótatkvæði, og verk- fallinu, sem hef jast átti þá á mið - nætti, var frestað um einn sólar- hring. Iðnrekendur staðfestu samningana á þriðjudaginn, og var verkfallinu þá aflýst. í bók bindarafélaginu eru um 120 manns, þar af iðnlærðir tæplega 50 sveinar. Félagsmenn vinna á um verkstæðum. Mjólkurfræðingar Mjólkurfræðingar sögðu upp samningum frá 1. júní og boðuðu verkfall frá 9. júní. Þeir kröfðust 32,12% grunn- kaupshækkunar, fækkunar vinnustunda úr 43% í 40% á viku, fjölgunar veikindadaga úr 15 í 30 á ári og að lokum þess, að vinnuveitendur létu þá fá vinnuskó ókeypis. Haldn ir hafa verið þrír fundir, þar af tveir með sáttasemjara, en vinnuveitendur hafa algerlega Framh. á bls. 22. ins þvarr og dýrtíðin magnaðist. Afrek kommúnista í vinstri stjórninni voru þá eftir allt sam- an þessi: Áframhaldandi herseta, þverrandi kaupmáttur launa, stórauknir skattar á alþýðuna og hrikaleg dýrtíð, sem bitnaði á hverju einasta heimili. Það er því ekki að furða þótt fámennt sé og dauflegt á stjórn- málafundum þeim, sem komm- únistar hafa boðað til víðs vegar um landið undanfarið. Rifrildið um framboðs- listann í Reykjavík Mikil átök fóru fram meðal kommúnista um framboðslista þeirra hér í Reykjavík. Yfirgnæf andi meirihluti fólks í Sósíalista- félagi Reykjavíkur vildi sparka Hannibal út af listanum, þar sem hann er almennt talinn gersam- lega fylgislaus í bænum. En forystumennirnir bentu þá á það, að nauðsynlegt væri að hafa Alþýðubandalagsgærunavið hún enn um skeið. Án slíkrar gæru gæti flokkurinn ómögulega verið. Niðurstaðan varð því sú, að Hannibal fékk að lafa áfram á listanum, enda þótt flestir af leiðandi mönnum kommúnista geri sér ljóst, að af því hlýtur að leiða sifellt minnkandi fylgi flokksins i höfuðborginni. En yfirleitt munu kommúnist- ar standa höllum fæti um land allt um þessar mundir. Þeir fengu tækifæri til að sýna úrræði sín í vinstri stjórninni. Þjóðin hefir hins vegar séð hvernig þeir not- uðu þau tækifæri. Þrátt fyrir fullyrðingar sínar, um að þeir kynnu ráð við öllum vanda, varð reyndin sú, að þeir stóðu uppi úrræðalausir eins og þvörur og gátu ekkert gert nema hjálpa Ey- ) steini til að leggja á nýja skatta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 120. tölublað (11.06.1959)
https://timarit.is/issue/110952

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

120. tölublað (11.06.1959)

Aðgerðir: