Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 6
f
MORGVlSBLAÐtÐ
Fimmtudagur 11. júní 1959
Thor Thors skrifar New York Times
um landhelgismalið
„The New York 'íimes“ birtir
hinn 4. júní bréf, sem Thor Thors
sendiherra hefur ritað ritstjóra
blaðsins um landhelgisdeiluna. —
Hér fer á eftir bréf sendiherrans
í lauslegri þýðingu:
í blaði yðar 2- . maí birtist
grein eftir ,/alter H. Wagner,
skrifuð í London, undir fyrir-
sögninni „Arekstur endurvekur
íslenzku deiluna".
Það er ekkert undarlegt, að
staður sá, sem greinin er komin
frá, hafi leitt til misskilnings,
sem ég veit, að þér leyfið mér að
leiðrétta. Þar er sagt, að ísland
hafi tekið sér tólf mílna land-
helgi. Þetta er ekki reyndin.
íslenzk landhelgi er enn fjórar
mílur. Við höfum einungis fært
fiskveiðitakmörkin við strendur
okkar út í 12 mílur. Á þessu er
reginmunur. Strandríki fara með
algera lögsögu innan landhelgi
sinnar, en fiskveiðitakmörk af-
marka einungis rétt til fiskveiða.
Þess vegna eiga rök^tmdir eins
og „mjög mikilvægar alþjóðleg-
ar og herfræðilegar ástæður“,
eins og sagt er í London. ekki við
í þessu tilviki. Slík orðtæki eru
engin afsökun fyrir Bretland
vegna óviturlegrar og rislágrar
íhlutunar og ógnana brezkra her
skipa í garð áhafna hinna íitlu
varðskipa okkar, sem fram-
kvæma löglegar skyldur sínar.
Þegar Peking-stjórnin á hinn
bóginn færði landhelgi sína út í
12 mílur hinn 4. september 1958
aðhöfðust Bretar ekkert í októ-
ber 1958 gékk ég tækifæri til þess
að sjá brezk herskip hringsóla í
aðgerðarleysi undan Hong Kong,
nýlendu brezku krúnunnar, og
ekki var brezkum sjómcnnum,
sem þar börðust fyrir daglegu
brauði, veitt nein vernd. Enn-
fremur hefur frá því vérið skýrt,
að kínverskir kommúnistar hafi
gert sig seka um vopnaða íhlutun
innan sjálfrar landhelgi brezku
nýlendunnar án þess að brezki
sjóherinn hafi lyft byssu til þe.-s
að viðhalda brezku fullveldi,
jafnvel innan óvefengjanlegrar
landhelgi Hong ilong (Times 18.
maí).
Öflugur brezkur floti er stað-
settur umhverfis Hong Kong. Ef
satt er, eins og sagt er í Lund-
úna-greininni, að: „Bretland ótt-
ist herfræðilegar afleiðingar út-
færslu landhelginnar í 12 mílur
á útvarðarstöðum sem Singa-
pore, Gibraltar, Hong Kong og
Aden,“ hvers vegna var ekki
gripið til neinna aðgerða af hálfu
ríkisstjórnarinnar hennar hátigr
ar, þegar Peking-stjórnin færði
einhliða út landhelgina í 12 míl-
ur? Þessi spurning mun hvar-
vetna valda nokkrum heilabrot-
um meðal sanngjarnra manna.
íslendingum finnst þetta ein-
faldlega og Ijóslega sýna það sem
kallað er tvöfeldni. f hmu komm
úniska Kína búa um 640 milljón-
Guðrún Þou hjarnardóttir
10. jan. 1915 — 5. júní 1959
GUÐRÚN Þorbjarnardóttir eða
Dúdú, eins og vinir hennar köll-
uðu hana, fæddist á Bíldudal 10.
jan. 1915. Hún var dóttir hjón-
anna Guðrúnar Pálsdóttur, pró-
fasts í Vatnsfirði og Þorbjarnar
Hún bar það með sér, hvar sem
hún fór. Hún var svo hugþekk og
elskuleg kona, að hún vann sér
óafvitandi hylli allra, sem kynnt
ust henni. Eftir að hún giftist
varð heimilið sá vettvangur, sem
hún helgaði alla sína krafta, þar
nutu eðliskostir hennar sín bezt.
Þau hjónin voru ákaflega sam-
hent í öllu, sem tóku sér fyrir
hendur. Það var alltaf skemmti-
legt að koma á heimili þeirra.
Þar ríkti hinn sanni og hógværi
menningarblær, sem reynast mun
börnum þeirra drjúgt veganesti
á lífsleiðinni.
Nú er sár harmur kveðinn að
ungum börnum, eiginmanni, öldr
uðum foreldrum, systkinum og
tengdamóður. Vinahópurinn
drúpir höfði og vottar þeim
samúð.
Við kveðjum þig, Dúdú mín,
en gleymum þér ekki.
Bagna Jónsdóttir.
ir manna. Á fslandi erum við
aðeins 170 þúsund. Þar að auki
er Peking-stjórnin í bandalagi
við Ráðstjórnina. fsland er enn
bandalagsríki Bretlands, sem vill
láta kalla sig Síora-Bretland.
Með tilliti til hinnar viðkvæmu
umhyggju Breta fyrir verndan
fiskveiðiréttinda jafnvel innan 12
mílna markanna af „alþjóðleg-
um ástæðum" vekur það sérstaka
athygli, að Bretar nafa nú ný-
lega gert samning við dönsKu
stjórnina varðandi fiskveiðirétt-
indi umhverfis Færeyjar. í þeim
samningi viðurkenndu Bretar í
raun réttri 12 mílna landhelgina,
aðeins með þeim undantekning-
um, að brezkum togurum er ein-
um heimilað að veiða að sex
mílna mörkum. Hin „alþjóðlegu“
vandamál Breta eiga því bæði
upphaf sitt og endi heima fyrir.
íslendingar mundu aldrei gera
slíkan „alþjóða“-samning við
Breta. Margar aðrar þjóðir eiga
hér hagsmuna að gæta enda þótt
engin þeirra hafi talið sér sæma
að ógna okkur með valdbeitingu
og ofbeldi.
Nú þegar hafa yfir 25 þjóðir
12 mílna landhelgi eða meira.
ekki er vitað til þess, að neinni
þeirra hafi verið ógnað af brezka
flotanum.
Aðeins ein lausn er á þessari
ógæfulegu deilu. Sú, að Bretar
fari með herskip sín frá okkar
ströndum. Því fyrr því betra,
fyrir þá. Við á íslandi vonum,
að ófræging Breta verði ekki svo
mikil, að aldrei grói um heilt.
Afli Stykkishólms-
báta
mmni en 1
fyrra
STYKKISHÓLMI, 28. maí. —
Vertíð lauk hér fyrir miðjan maí
á vertíðinni gengu héðan 6 þil-
farsbátar og var heildarafli
þeirra 2897 tonn í 366 róðrum eða
tæplega 8 tonn í róðri. í fyrra-
voru gerðir héðan út fimm bát-
ar og var heildarafli þeirra held-
ur meiri en bátanna sex, sem
nú voru, eða 3034 tonn í 374 róðr-
um.
Á þessari vertíð voru aflahæst-
ir Tjaldur SH 175 með 658 tonn
í 71 róðri og var meðalaflinn hjá
honum tæplega 9,3 tonn. Hann
varð einnig aflahæstur á vertíð-
inni í fyrra með 762 tonn í 84
róðum. Skipstjóri og eigandi báts
ins er Kristján Guðmundsson. —
Nokkrir trillubátar eru á hand-
færum og er aflinn sæmilegur.
— Árni.
„BETLISTÚDENTINN" í Þjóðleikhúsinu.
Óperettan „Betlistúdentinn“ er nú sýnd við geysilega hrifningu
í Þjóðleikhúsinu. Húsfyllir hefur verið á öllum sýningum. —.
Sérstaka athygli vekur frábær og listræn sviðsetning prófessors
Adolfs Rott. — „Betlistúdentinn“ verður sýndur í kvöld og
annað kvöld. — Myndin er af Guðmundi Jónssyni í hlutverki
Olíendorfs og hefur hann lilotið mikið lof leikhúsgesta fyrir
túlkun sína á þessu hlutvcrki.
MeóoHúnslærS I S.-I-kg. 9,5 ha
Þórðarsonar, læknis. Hún ólst
upp á rausnarheimili í stórum
systkinahóp og átti margar glað-
ar bernskuminningar frá Bíldu-
dal. Haustið 1931 settist hún í
2. bekk Menntaskólans á Akur-
eyri og lauk gagnfræðaprófi vor-
ið 1933. Næsta vetur var hún
óreglulegur nemandi í 4. bekk en
hélt síðan til Englands til frek-
ara náms. Eftir heimkomuna
vann hún við Atvinnudeild Há-
skólans, þar til hún giftist eftir-
lifandi manni sínum dr. Brodda
Jóhannessyni, 25. jan. 1941. Þau
eignuðust 6 mannvænleg börn,
s?m öll eru á lífi.
Það er maigs að minnast, þegar
Dúdú er ekki lengur á meðal
okkar. Hugurinn reikar til skóla-
áranna norður á Akureyri, þar
sem leiðir okkar lágu fyrst sam-
an. Glaður og samstilltur var
hópurinn, sem lauk gagnfræða-
prófi frá menntaskólanum vorið
1933. Þar tengdust margir órjúf-
andi vináttuböndum. Við, sem
höfum átt samleið með Dúdú
öll þau ár, sem síðan eru liðin,
erum innilega þakklát, þó að okk
ur finnist samverustundirnar
hefðu átt að vera enn þá fleiri.
Dúdú var af góðu bergi brotin.
Um þær mundir, sem prent-
araverkfallið hófst, barst Vel-
vakanda eftirfarandi bréf frá
Ferðaskrifstofu rikisins, sem svar
við bréfi frá „Ferðalang", sen*
hér birtist:
Um gjaldeyri
til utanferða
VIÐ pistil þann, sem birtist í
dálkum Velvakanda laugar-
daginn 30. maí, vill Ferðaskrif-
stofa ríkisins gera eftirfarandi
athugasemd:
í öll þau ár, sem Ferðaskrif-
stofa ríkisins hefur skipulagt hóp
ferðir til útlanda, hefur það verið
föst venja, að þátttakendum
þessara ferða hefur verið veittur
gjaldeyrir til eigin afnota, auk
þess sem Ferðaskrifstofa ríkisins
hefur annast allan ferðakostnað.
Síðastliðið sumar varð hins vegar
sú breyting, að gjaldeyrisveiting
varð til mima af skornari
skammti en áðui hafði verið.
Þetta leiddi til þess, aö Ferða-
skrifstofan gat ekki veitt ferða-
fólkinu neina vasapemnga i er-
lendum gjaldeyri.
Þegar hafinn var undirbúning-
ur undir hópferðirnar í sut/iar,
var ekki búizt vð því, að neitt
rættist úr þessu gjaldeyrisvanda
móli, og var ferðafóikinu því
sagt, að það gæti ekki búizt við
að fá neinn gjaldeyri til eigin
afnota. Nú getum við hins veg-
ar glatt „Ferðalang“ tneð því, að
úr þessu hefur nú ræxzt, og verð-
ur ferðafólkinu veittur gjaldeyr-
ir til eigin afnota, eins og áður
var.
Með þökk fyrir birtinguna.
Ferðaskrifstofa ríkisins.
x plús y skrifar:
VELVAKANDI góður!
Mig langar til að biðja þig
að koma á framfæri nokkrum
spurningum viðvíkjandi blóð-
flokkunum í mannfólkinu. Mér
finnst alltof lítið gert að því, að
upplýsa almenning um þessi mál
og vona ég, að einhver góður
læknir taki sér penna í hönd og
veiti nokkra fræðslu um þessi
efni í dálkum þinum.
Væri það úr vegi, að t. d. bíl-
stjórar o fl., sem stöðugt eru
í hættu fyrir umferðarslysum,
nautur, flutti yfirlitsskýrslu um
framkvæmdir á félagssvæðinu á
sl. ári. Höfðu byggingar orðið
svipaðar og árið 1957, en jarð-
rækt nokkrn meiri, eða alls 305,3
ha á móti 220,7 ha 1957.
Reyndist ræktun 0,9 ha á bónda
að meðáltali, og er þá meðaltún-
stærð á svæði sambandsins 9,52
ha á býli. Mest var ræktunin í
Aðaldal, eða um 2 ha á -bónda.
Átti hin stóra félagsræktun á
Hvammsheiði sinn þátt í því, en
þar voru ræktaðir 63 ha í sam-
feldri ræktun, sem er hin stærsta
sinnar tegundar hér norðanlands.
Niðurstöðutölur fjárhagsáætl-
unar BSSÞ fyrir árið 1959 voru
áætlaðar kr. 188,200,00. Helztu
tekjur voru: Frá Búnaðarfélagi
Islands kr. 70,000,00, frá Búnað-
armálasjóði kr. 60,000,00 og fra
félagsdeildum kr. 22,000,00. —
Helztu gjöld voru: Laun og ferða-
kostnaður ráðunauts kr. 81,000,00,
væru skyldaðir til að hafa það! búfjárræktar kr. 25.000,00, til
ÁRNESI, 10. maí: — Sunnudag-
inn 3. maí var aðalfundur Bún-
aðarsambands S-Þingeyjarsýsla
haldinn á Húsavík.
Á fundinum voru mættir 14
fulltrúar af sambandssvæðinu
ásamt stjórn sambandsins og hér-
aðsráðunaut.
Á fundinn vantaði nokkra full-
trúa vegna inflúensufaraldurs
þess, er gengið hefur um héraðið
að undanförnu.
Fundarstjri var kjörinn Her-
móður Guðmundsson, en fundar-
ritari Baldur Baldvinsson. Her-
móður Guðmundsson flutti starfs
skýrslu stjórnar fyrir liðið ár og
Skafti Benediktsson, héraðsráðu-
skrifar úr
dagEego tifsnu
stimplað á ökuskírteinið sitt
hvaða blóðflokki þeir tilheyra?
Mér finnst það gæti varðað miklu
ef hægt væri að gefa slösuðum
manni blóð samstundis sam-
kvæmt blóðflokkamerki á öku-
skírteini hans. í stað þess að
þurfa fyrst að taka blóðsýnis-
horn úr hinum slasaða til þess að
rannsaka hvað blóð megi geía
honum.
Raunar vildi ég hafa þetta
miklu víðtækara, t. d. að á viss-
um aldri (14 til 16 ára) væru
allir skyldaðir til þess að láta
rannsaka hvaða blóðflokki þeir
tilheyra, og bera á sér skilríki
með upplýsingum um þ að.
Margt fleira vildi ég nú sagt
hafa, m. a. hef ég heyrt, að viss-
ir blóðflokkar karls og konu eigi
ekki saman og geti slíkt orsakað
fósturlát eða skipta þurfi um
blóð í nýfæddu barni þeirra inn-
an 24 stunda frá fæðingu o. s.
frv.
Um þetta finnst mér fræða
mætti ungt og áhugasamt fólk.
Með þökk fyrir birtinguna.
x plús y.
sandgræðslu kr. 10,000,00 og til
búnaðarsögu héraðsins kr. 20,-
000,00. í sambandi við þennan
síðasta lið fjárhagsáætlu'nar,
ákvað fundurinn að gefa út bún-
aðarsögu héraðsins í tilefni ald-
arafmælis búnaðarsamtakanna í
héraðinu, í nokkuð breyttu formi
frá því sem áður var ráð fyrir
gert. Skyldi til útgáfunnar vand-
að eftir föngum, m. a. með því að
láta taka og prenta myndir í bók-
ina af öllum býlum í héraðinu og
húsráðendum þeirra, ef fært
reyndisí.
Á fundinum mættu fulltrúar
frá Kvenfélagasambandi S-Þing.
og óskaði samvinnu við búnaðar-
sambandið um fjárhagsstuðning
til þess að koma á fót leiðbein-
ingastarfsemi í garðrækt á sam-
bandssvæðinu. Mætti þetta mal
skilningi og velvild fundarins.