Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1959næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.06.1959, Blaðsíða 8
8 MORGUIVBLAÐIÐ Fimmtudagur 11. júní 1959 Gehnaparnir voru hressir að fluginu loknu. — Það var sá stærri, sem drapst. Erlenf fréttayfirlit í stuttu máli: Hughvarf Auenauers vatn á myllu jafna&armanna Adenauer verður áfram kanslari — Deilt um kjarnorkuvopn í Frakklandi — Mýs og apar í geimflugi — Blóðbað í Tíbet Finnar harðir — Krúsjeff í Albaníu — Brúðkaup í Belgíu. SÍÐLA fimmtudags i síðustu viku tilkynnti Adenauer kansl- ari, að hann mundi hætta við framboð sitt til forsetakjörs í sumar af hálfu kristilega demó- krataflokksins en gegna kansl- araembættinu áfram enn um skeið. Fregn þessi vakti heims- athygli og miklar deilur — bæði I V-Þýzkalandi og erlendis og háværar óánægjaraddir heyrðusl í herbúðum flokksmanna Aden- auers sjálfs. Kanslarinn hafði sem kunnugt er ákveóið að verða við óskum flokksmanna sinna um að gefa kost á sér í forsetaembætti við kosningar á þessu ári, því að kjörtímabil Theodors Heuss er nú brátt á enda. Hin skyndilega ákvörðun Adenauers um að fara áfram með kanslaraembættið kom flokki hans því mjög illa bæði inn á við og út á við, en helztu ástæðuna fyrir ákvörðun sinni sagði Adenauer vera þá, að nú færu í hönd tímar mikillar óvissu fyrir Þýzkaland og brýna nauðsyn bæri til þess, að haldið yrði á málunum með festu og hvergi yrði hvikað frá markaðri utanríkisstefnu. Taldi hann sig bezt færan um að stýra hina réttu leið, halda vinsamlegum sam- skiptum við bandalagsríki V- Þýzkalands. Óttaffist linkind við Rússa Því hefur ekki verið mælt i ínót, að Adenauer óttaðist mjög, að efnahagsmálaráðherranum, Ludwig Erhard, yrði falið kansl- araembættið, en Adenauer hefur róið að því öllum árum, að fjár- málaráðherrann, Franz Etzel, verði arftaki embættisins. Skoð- anamunar mun hafa gætt hjá Adenauer og Erhard — og sagt er, að kanslarinn hafi óttazt að Erhard yrði of sveigjanlegur við Rússa, ef hann tæki við stjórn- artaumunum — og þess vegna hafi hann riðið á vaðið og óskað eftir að halda embætti enn um sinn, er hann hafði fullvissað sig um að meirihluti flokksmanna hans studdi Erhard til embætt- isins. Adenauer hlaut stuffning þrátt fyrir óánægjuna Það eitt, að Erhard var stadd- ur í Bandaríkjunum, þegar Adenauer tilkynnti ákvörðun sína, vakti strax athygli. Erhard hélt heimleiðis fyrr en áætlað var og ætlaði að koma í tæka tíð til þess að sitja fund mið- stjórnar þingflokks Kristilegra demókrata þar sem endanlega átti að gera út um málið. En vegna ýmissa tafa, m. a. bilunac á flugvélinni, sem hann ferðað- ist með frá New York, var fund- urinn afstaðinn, þegar Erhard kom heim — og þingflokkurinn féllst á ákvörðun Adenauers eft- ir miklar umræður og harðar. Aff vísu ætlaði Erhard ekki að beita sér gegn Adenauer, en hann sagði viff brottförina frá New York, aff til væru fleiri Þjóffverjar en Adenauer, sem hlynntir væru vestrænu sam- starfi. Kristilegir demókratar í hættu Jafnaðarmenn hafa notað tækifærið óspart til áróðurs og brigslað Adenauer um einræðis- tilhneigingu. Og þrátt fyrir mikla gagnrýni úr röðum kristi- legra demókrata var það litt hugsanlegt að flokkurinn sýndi helzta forystumanni sínum van- traust og ræki hann úr embætti. Slíkt hefði orðið Kristilega demo krataflokknum þungt áfall — og jafnaðarmenn hefðu hagnazt enn meira á málinu. Þrátt fyrir aff Adenauer hafi nú hlotiff stuðning þingmanna flokksins er langt frá, aff deil- um út af þessu máli innan flokks- ins sé lokiff. Erhard er kominn heim — og enn má búast við tíð- indum. Útlitið er mjög tvísýut hjá flokknum. Situr viff sama í Gcnf Því var fleygt í sambandi við stefnubreytingu Adenauers, að efst í huga hans væri ríkisleið- togafundurinn, sem almennt var búizt við að boðaður yrði að loknum utanríkisráðherrafundin- um í Genf. Ekki er ólíklegt, að Adenauer telji sig sjálfsagðan fulltrúa V-Þýzkalands á slíkum fundi. En hins vegar er síður en svo fullvissa fengin fyrir því að slíkur fundur verði haldinn. Eisenhower hefur margsinnis tekið fram, að hann muni ekki sækja ríkisleiðtogafund, ef utan- ríkisráðherrarnir komist ekki að neinu grundvallarsamkomulagi. Þá sé með öllu gagnslaust að þinga frekar um málin að sinni. Og eftir tæplega 5 vikna funda- höld í Genf eru utanríkisráð- herrarnir sagðir engu nær sam- komulagi en þeir voru í u^phafi. Vesturveldin segjast hafa gengið eins langt í samkomulagsátt og unnt sé, en Rússar vilia hvergi slaka til. Rússar ósveigjanlegir Umræffur hafa að mestu snúizt um Þýzkaalndsmálin, þá aðallega Berlínardeiluna — og Vestur- veldin hvika ekki frá kröfu sinni um aff Rússar viffurkenni rétt þeirra til þess að hafa her- liff í V-Berlín á meðan samein- ing . Þýzkalands er óleyst mál. Þá er krafizt, aff Rússar geli tryggingu fyrir því, aff sam- gönguleiffunum milli V-Þýzka lands og V-Berlínar verffi ekki lokaff, en Rússar hafa ekki orffið viff þeim kröfum. Ótal fundir, bæði fyrir opnum og luktum tjöldum, hafa veriff haldnir, en árangur er ekki sýnilegur og ó- víst hve lengi ráðstefnan getur dregizt á langinn. Deila innan NATO Þær fregnir hafa komizt á kreik, að Norstad, yfirherforingi Atlantshafsbandalagsins, ætli að flytja allar sveitir bandarískra herflugvéla úr Frakklandi vegna ágreinings við Frakka út af kjarnorkuvopnum. Frakkar munu hafa krafizt jafnra yfir- ráða við Bandaríkjamenn og Breta í yfirstjórn NATO hvað kjarnorkuvopnum í Frakklandi viðkemur. Bæði Bretar og Banda ríkjamenn framleiða nú kjarn- orkuvopn og hafa gert með sér samning um gagnkvæm viðskipti á því sviði. Bandaríkjamenn láta þessi vopn hins vegar ekki af hendi við neina þjóð og gæta þeirra sjálfir þar sem þau eru geymd í útlöndum. Vegna kjarn- orkusamvinnunnar við Breta gegnir þó öðru máli hvað þeim viðvíkur. Frakkar hafa nú kraf- izt jafnréttis við Breta á þessu sviði, en Bandaríkjamenn hafa enn ekki talið heppilegt að verða við óskum þeirra, fyrst og fremst vegna þess að Frakkar framleiða enn ekki þessi vopn af eigin ramleik. Ef gerff yrffi undanþága hvað Frökkum viðkemur telja Banda ríkjamenn, aff stór og smá banda- lagsríki teldu sig einnig eiga rétt á aff fá kjarnorkuvopn frá Banda- ríkjunum. Máliff er enn óútkljáff, en mikið rætt bak viff tjöldin. Api drapst — mýsnar týndust Bandaríkjamenn sendu tvo apa með eldflaug út í geiminn ekki alls fyrir löngu — og náðu þeim aftur lifandi. Hafði þeim ekki orðið meint af fluginu. Fyrir flugferðina hafði kviðrista verið gerð á báðum öpunum og smáum rannsóknartækjum og mæli- tækjum verið komið fyrir í kvið- arholi þeirra. Þegar aparnir voru skornir upp eftir geimflugiff og fjarlægja skyldi tækin drapst annar þeirra, hinn stærri. Ekki vegna eftir- kasta eftir flugiff, heldur sakir þess, aff hann þoldi ekki svæf- ingúna. Bandaríkjamenn reyndu og í síðustu viku að skjóta eldflaug Danska flutningskipiff „Inge Toft“ er bundið t höfn í Port Said. Egyptar stöffvuffu þaff á leiff um Súez-skurff meff útflutningsvarning frá ísrael. Nasser hefur ákveðiff aff gera varninginn upp- tækan og ætlar ekki aff sleppa skipinu fyrr en öllu hefur veriff skipað upp úr því. Hann segir, aff Israelsmenn muni aldrei fá aff flytja neitt um skipaskurðinn, hvorki á eigin skipum né ann- arra. — Myndin er af danska leiguskipinu í Port Said. — með fjórum músum út í geiminn — og var ætlunin að þær kæm- ust heilu og höldnu til jarðar. Þetta fór á annan veg. Þær urðu að vísu geimfarar, en heimferð- in gekk ekki samkvæmt áætlun. Skeytið fannst aldrei. 65.000 drepnir Á vegum alþjóðasamtaka lög- fræffinga hefur farið fram rann- sókn á Tíbetuppreisninni og sam- kvæmt framburði flóttamanna hcfur verið áætlaff, aff 65.000 Tíbetbúar hafi falliff í viffureign viff hersveitir kínverskra komm- únista síffan 1956. Þar aff auki hafa um 20 þús. Tíbetbúa veriff fluttar nauðugar úr landi. 2 milljónir Kínverja hafa veriff fluttar til búsetu í Tíbet, en Tíbetbúar sjálfir eru affeins um 3 millj. Tveir sigrar Finnar hafa unniff tvo „diplomatiska“ sigra á Rússuna undanfarna daga. Krúsjeff krafð- ist þess að fá að koma í opinbera heimsókn til Finnlands áður en hann heimsækti hin Norðurlönd- in í sumar, en Finnar neituðu. Sögðu hann velkominn eftir heimsóknina til hinna landanna. I öðru lagi barst finnska þinginu boðsbréf undirritað af Kuusinen um að sendir yrðu þingmenn 1 heimsókn til Rússlands í sumar. Finnar endursendu bréfið og sögðust ekki svara neinu bréfi, sem Kuusinen skrifaði undir. Rússar skrifuðu þá aftur og lof- uðu jafnvel, að Kuusinen yrði ekki í Moskvu samtímis finnsku þingmönnunum, ef þeir kæmu. Kuusinen er gamall finnskur kommúnisti, sem flúði til Rúss- lands, eins og kunnugt er. Flugskeytastöffvar í Albaníu A-þýzkir kommúnistaleifftog- ar fjölmenna nú í Moskvu til viffræffna viff Krúsjeff, sem ný- lega er kominn úr langri heim- sókn til Albaníu. Eftir dvölina á Balkanskaga sagffi Krúsjeff, að Rússar mundu setja upp flug- skeytastöffvar í Albaníu, ef Vesturveldin settu upp slíkar stöðvar í Grikklandi og á ítalíu. Leopold fluttur úr höllinnl Til tíðinda hefur borið í Belgíu. Leopold, fyrrum konungur og kona hans eru flutt úr konungs- höllinni, en þar hafa þau búið síðan Leopold varð að fá Baud- ouin syni sínum konúngsvöld i hendur. Óánægjuraddir verða sí- fellt háværari um að Leopold hafi allt of mikil áhrif á Baudoin — og komi það m. a. fram í þvi, að hagsmunir Belgíu séu oft létt- vægari í konungshöllinni en alis kyns dekur við önnur lönd. Var talið', að þetta hafi m. a. komiff greinilega fram í tilkynn- ingu um fyrirhugaðan hjúskap Alberts Belgíuprins (bróffur Baudoin) og ítölsku prinsessunn- ar Paola Ruffa di Calabri. Vígsl- an var ákveffin í Péturskirkjunn! í Róm hinn 1. júlí, en ekki í Belgíu samkvæmt hefðbundnum venjum konungsfólks Belgíu. Sauff þá alvarlega upp úr og ótt- uffust menn jafnvel stjórnar- kreppu af þessum sökum. En þá flutti Leopold úr höllinni og skömmu síðar var tilkynnt, aff borgaralegt brúffkaup hjónaefn- anna færi fram í Belgíu, en kirkjulegt brúðkaup í Róm á hin- um ákveðna degi. Kosningarnar á Sikiley Samfylking kommúnista og vinstri arms kristilegra á Sikiley sigraði í kosningunum á sunnu- daginn og mun því engin breyt- ing verða á stjórn eyjarinnar. Atlantshafsráffstefnan hefur staffið í I.ondon. Þaff kom m. a. fram á ráffstefnunni, aff Rússar eru taldir hafa yfirburffi yfir Vesturveldin í áróffri. Sagffi i nefndaráliti um þetta efni, aff ósigur fyrir Rússum á áróðurs- sviðinu gæti orffið jafn hættuleg. ur lýffræffisríkjunum og ósigur á vígvelli. Lagt var til, aff komiff yrffi á fót tveimur samvinnu- miffstöffvum frjálsra ríkja um gagnáróður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 120. tölublað (11.06.1959)
https://timarit.is/issue/110952

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

120. tölublað (11.06.1959)

Aðgerðir: