Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 2
MORCVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 22. júlí 1959 Rambler-station, smíðaár 1959. Miðasola hafin úr happdrættisbiireiðinni 1 DAG hefst í Reykjavík sala á miðum í Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins. 1 happdrættinu eru 20 vinningar, og er stærsti vinningurinn Rambler-station fólksbifreið, smiðaár 1959. Næstu daga verða miðar seldir úr bifreiðinni, þar sem hún verður til sýnis við Útvegsbankann. Er ekki að efa, að margir hafa hug á að eignast þessa glæsilegu bifreið, svo og aðra vinn- inga í happdrættinu„ sem hefur verið vandað til eftir föngum, og munu því tryggja sér miða þegar í dag. Verð hvers miða er 50 krónur. Kjördæmafrumvarpið lagt fram d Alþingi í gær Samhljó&a frumvarpi er samþykkt var á siðasta þingi Á FYRSTA fundi Alþingis, sem nú situr, var útbýtt frum- varpi til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýð- veldisins íslands, 17. júní 1944. Frumvarp þetta, sem er sam- hljóða frumvarpi til stjórnskipunarlaga er flutt var á síðasta þingi af Ólafi Thors, Emil Jónssyni og Einari Olgeirssyni, er á þessa leið: 1. gr. 31. gr. stjórnarskrárinnar orð- ist svo: Á Alþingi eiga sæti 60 þjóð- kjörnir þingmenn, kosnir leyni- legum kosningum, þar af: a. 25 þingmenn kosnir hlut- bundinni kosningu í 5 fimm manna kjördæmum: Vesturlandskjördæmi: Borgar- fjarðarsýsla, Akraneskaupstaður, Mýrasýsla, Snæfellsness- og Hnapadalssýsla og Dalasýsla. Vestfjarðarkjördæmi: Barða- strandarsýsla, Vestur-ísafj arðar- sýsla, ísafjarðarkaupstaður, Norð ur-ísafjarðarsýsla og Stranda- sýsla. Norðurlandskjördæmi vestra: Vestur-Húnavatnssýsla, Austur- Húnavatnssýsla, Skagafjarðar- sýsla, Sauðárkrókskaupstaður og Sigluf j arðarkaupstaður. Austurlandskjördæmi: Norður- Múlasýsla, Seyðisfjarðarkaupstað ur, Suður-Múlasýsla, Neskaup- staður og Austur-Skaftafells- sýsla. Reykjaneskjördæmi: Gull- bringu- og Kjósarsýsla, Hafnar- fjarðarkaupstaður, Keflavíkur- kaupstaður og Kópavogskaup- staður. b. 12 þingmenn kosnir hlut- bundinni kosningu í 2 sex manna kjördæmum: Norðurlandskjördæmi eystra: Eyjafjarðarsýsla, Akureyrarkaup staður, Ólaf sf j arðarkaupstaður, Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavík- urkaupstaður og Norður-Þing- eyjarsýsla. Suðurlandskjördæmi: Vestur- Skaftafellssýsla, Vestmannaeyja- kaupstaður, Rangárvallasýsla og Árnessýsla. c. 12 þingmenn kosnir hlut- bundinni kosningu í Reykjavík. d. 11 landskjörnir þingmenn til jöfnunar milli þingflokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almennar kosningar. Þingmenn skulu kosnir til 4 ára. Á hverjum framboðslista skulu að jafnaði vera tvöfalt fleiri menn en kjósa á í því kjör- dæmi, og skulu varamenn, bæði fyrir kjördæmakosna þingmenn og landskjörna, vera svo margir sem til endist á listanum. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. 3. gr. Ákvæði um stundarsakir. Almennar kosningar til Al- þingis skulu fara fram, þegar stjórnarskipunarlög þessi öðlast gildi, og falla umboð þingmanna niður á kjördegi. Athugasemd við lagafrumvarp þetta. Frumvarp þetta, sem er sam- hljóða frumvarpi, sem samþykkt var á síðasta þingi, er lagt fyrir Alþingi samkvæmt ákvæðum 79. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Is- lands, 17. júní 1944. Krafa Krúsjeffs um rit- skoðun sýnir innrætið segir Dagens Nyheter, þegar það ræðir um dkvörðun hans um að hætta við Norðurlandaheimsókn í EINKASKEYTI til Mbl. í gær frá fréttaritara þess í Kaupmanna höfn segir, að margir hafi glaðzt yfir þeirri ákvörðun Krúsjeffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna, að hætta við Norðurlanda-heim- sókn sína en ýmsir hafi einnig harmað sinnaskipti forsætisráð- herrans. Dagens Nyheder í Kaupmanna- höfn segir, að í orðsendingu Sovét stjórnarinnar sé ekki allur sann- leikurinn í málinu, því að ein aðal ástæðan til þess að Krúsjeff hætti við heimsóknina, sé sú að hann sá fram á að hann gæti ekki haft áhrif á utanríkisstefnu Norð- urlanda. Blaðið bendir á að í orð- sendingu Sovétstjórnarinnar segi meðal annars, að í slíkum heim- sóknum verði að ræða stjórnmál, en þegar Rússar hafi séð, að Norð urlönd vildu ekki fallast á til- Krúsjeff ánœgður með ,árangur" í Ungverjalandi VARSJÁ, 21. júlí — Krúsjeff j\and hefði algerlega náð sér eft- flutti ræðu hér í borg í dag, en hann hefur verið á ferðalagi í Póllandi, eins og kunnugt er. í ræðunni ræddi hann einkum um landbúnaðarmál og hina ágætu sambúð Póllands og Sovétríkj- anna. Hann sagði, að Ungverja- ir byltingatilraunina og Komm- únistaflokkurinn þar í landi und- ir stjórn Kadars, hefði yfirstígið alla erfiðleika. Krúsjeff minntist ekki á það í ræðu sinni, að hann hefði hætt við heimsókn sína til Norðurlanda né á Genfarfundinn. lögu Krúsjeffs um kjarnorkulaust belti við Eystrasalt, þá hafi hann ekki viljað eyða 20 dögum í Norðurlandaför, þar eð litlar lík- ur hafi verið til, að Rússar fengju pólitískan hagnað af heimsókn- inni. Hann hafi því gripið til þess ráðs að kenna árásum blaða á sig og Sovétstjörnina um, hvernig til tókst. Blaðið segir enn fremur, Framhald á bls. 19. Magnúsar Péturssonar minnzt á Alþingi Er fundur hafði verið settur { sameinuðu Alþingi í gær tók ald ursforseti þingsins, Páll Zóp- hóníasson, til máls og minnt- ist fyrrverandi alþingismanns, Magnúsar Péturssonar, er lézt 8. júní sl. Fórust aldursforseta orð á þessa leið: Áður en Alþingi tekur til starfa að þessu sinni, skal minnzt nokkrum orðum fyrrverandi al- þingismanns, Magnúsar Péturs- sonar læknis, sem lézt í sjúkra- húsi hér í bæ 8. júní síðastliðinn, 78 ára að aldri. Magnús Pétursson fæddist 16. maí 1881 á Gunnsteinsstöðum í Langadal £ Húnavatnssýslu. For- eldrar hans voru Pétur bóndi þar Pétursson, síðar kaupmaður á Blönduósi, og kona hans, Anna Guðrún Magnúsdóttir bónda í Holti í Svínadal Magnússonar. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík árið 1904 og embætt- isprófi við læknaskólann 1909. Héraðslæknir í Strandahéraði var hann 1909—1922, en starfaði í sjúkrahúsum erlendis veturinn 1909—10. Árið 1922 varð hann bæjarlæknir í Reykjavík, en var settur héraðslæknir í Reykjavík- urhéraði 1931 og skipaður í það embætti 1932, er bæjarlæknisem bættið var lagt niður. Hann léc af embætti sökum aldurs í ársiok 1949. Frá 1926 gegndi hann jafn- framt embætti sínu læknisstörf- um við berklavarnir, fýrst í heilsuverndarstöð Líknar, síðar í Heilsuvarndarstöð Reykjavíkur, og-þar vann hann fram um síð- ustu áramóti, en lét þá af störf- um sökum vanheilsu. Magnúsi Péturssyni voru jafn- framt daglegum embættisverk- um falin trúnaðarstörf við heil- brigðismál þjóðarinnar og félags mál lækna. Árið 1919 var hann skipaður í milliþinganefnd um berklavarnir, sat í stjórnarnefnd ríkisspítalanna frá 1935 og í læknaráði 1942—1951. Hann var form. Hjúkrunarfélags Reykja- víkur 1929—1937, og á árunum 1930—1951. átti hann sæti í stjórn Læknafélags íslands, var for- maður þess lengst af eða { 18 ár alls. Af landsmálum hafði hann einnig nokkur opinber afskiptL Hann var skipaður þingmáður Strandamanna 1914—1923, sat á 11 þingum alls. í bankaráði ís- Iandsbanka átti hann sæti 1915— 1917. Magnús Pétursson var rúmlega þi^tugur, þegar Strandamenn kusu hann til þingsetu, og hann hélt því sæti, meðan hann var búsettur meðal þeirra. Á Alþingi lét hann allmikið að sér kveða við umræður og nefndastörf. Hann átti sæti í menntamálanefnd og fjárveitinganefnd og var á mörg- um þingum framsögumaður við afgreiðslu fjárlaga. Hann var kos inn í fullveldisnefnd á þingum 1917 og 1918 og var formaður þeirrar nefndar. 1919 var hann kosinn í launamálanefnd og gegndi þar einnig formannsstörf um. Magnús Pétursson þótti góður námsmaður á skólaárum sínum. Störf hans að félagsmálum og landsmálum benda til trausts af hálfu þeirra, sem höfðu kynni af honum. Þeir, sem þekktu hann bezt, bera honum það orð, að hann hafi verið prúðmenni í dag fari, glaður í vinahópi, en dulur í skapi og viðkvæmur. Ég vil biðja þingheim að minn ast Magnúsar Péturssonar með því að rísa rú sætum. Finnar ónægðir STOKKHÓLMI, 21 júlí — 1 dag lýstu fulltrúar Finna á fundi frí- verzlunarríkjanna yfir því, a9 þeir væru ánægðir með skilyrðin fyrir aðild Finnlands að væntan- legu fríverzlunarsvæði sjöveld- hvernig endaleg afstaða Finna anna. — Ekki er þó en vitað um, verður, því þingið á efir að fjalla um málið. — Viðskiptamálaráð- herra Finna hélt heim í dag. LONDON, 20. júlí. — Spánn gerS ist í dag meðlimur Efnahagssam- vinnustofnun Evrópu. Samkomulag um fríverzlunina STOKKHÓLMI, 21. júlí — Ráðherrafundur fríverzlunar- landanna í Saltsjöbaden lauk í dag og í sameiginlegri yfir- lýsingu, sem gefin var út að fundi loknum, segir, að náðst hafi algert samkomulag, og skorað er á ríkisstjórnir land- anna að stofna fríverzlunarsvæði og einnig að reyna að semja við ríki þau, sem aðild eiga að markaðsbandalagi Evrópu, um nána samvinnu við ríkin sjö. 1 yfirlýsingunni segir enn- fremur, að íeysa beri vandamálin í sambandi við fiskiðnað landanna sérstaklega og án þess, að því máli verði blandað saman við sölu á landbúnaðarafurðum. Sagt er, að rikis- stjórnirnar muni ræða það mál nánar. Fyrsta verkefni fríverzlunarlandanna verður að lækka tolla um '/5 og á því að verða lokið 1. júli 1960. Flestir landhelgisbrjótarnir fiska nú fyrir austan landiö Varðskipin aðstoða síldveiðiflotann SVOHLJÓÐANDI fréttatilkynn- ing um veiðar brezkra togara inn- an fiskveiðitakmarkanna að und- anförnu barst Mbl. frá Landhelg- isgæzlunni síðdegis í gær: Eins og áður hafa brezk her- skip undanfarið verndað brezka togara, sem stunda veiðiþjófnað á 3 nánar tilteknum svæðum, einu fyrir vestan, öðru fyrir norð- í an og hinu þriðja undan miðju i AusturlandL Fjöldi togaranna, sem stund að hafa þessar veiðar, hefur verið aUmisjafn, flestir sam- tals um 20 á öllu svæðum. Flestir hafa verið fyrir vestan, sjaldan fleiri en þrír í einu, og þá um eða rétt innan við tak- mörkin. Fyrir Austfjörðum hafa þeir hinsvegar alltaf ver- ið fleiri og oft alveg upp undir gömlu 4 milna takmörkin, t. d. við Glettinganes. Afli virtist um tíma vera góð- r fyrir Norðurlandi, en mjög lítill yfirleitt á hinum stöðunum, enda svæðin mjög oft flutt tiL Árekstrar milli herskipa og varð- skipa hafa ekki verið neinir svo teljandi sé undanfarið enda hafa varðskipin verið mjög upptekin við síldarleit og aðra aðstoð við síldveiðiflotann. í dag voru tveir brezkir tög- arar rétt innan takmarkanna fyr- ir vestan ásamt einu herskipi, 5 austur af Grímsey ásamt öðru her skipi og loks 6 togarar og 2 her- skip milli Glettinganess og Norð- fjarðarhorns. Vitað er um marga togara að veiðum djúpt útan tak- markanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.