Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 11
Miðvik’udagur 22. júlí 195P MORCVIVBL AÐ1Ð II j Horft á síldarvinnu: 1 þessum vagni er síldinni ekið eftir bryggjunni og hellt úr honum í kerin sem stúlkurnar standa við. ' Biöja enn um kosningar A Siglufirði Stundum hrynur tunnustæðan og þá er að vara sig. Þessar tunnur eru geymdar inni í stóru mjöl- skemmunni. NÝJU DFXHI, 20. júlí — Leið- togar kongressflokksins' í Kerala- héraðinu hafa sent forseta Ind- iands orðsendingu, þar sem skor- að er á hann að skipa svo fyrir, að efnt verði til nýrra kosninga í Kerala. Kommúnistar ráða nú í hérað- inu og saka andstæðingar þeirra þá um að beita valdi sínu til þess eins að efla kommúnistaflokkinn og aðstöðu hans en skeyta engu um heill almennings og velferð- armála hans. Hefur mikið verið um óeirðir í héraðinu að undan- förnu. Tugþúsundir manna hafa tekið þátt í þeim bæði með verk- föllum og aðför að kommúnistum og stöðvum þeirra. Má nú heita, að andkommúnistar í héraðinu hafi risið upp sem einn maður gegn kommúnistum og yfirráðum þeirra. Nehru forsætisráðherra, ræddi í dag við forsetann um ástandið, en Nehru er formaður kongress- flokksins. ----------:---------- 7 AKRANESI, 20. júlí — Hér lönd- Uðu þrír reknetjabátar síld í dag: Guðbjörg H.F. 115 tunnum, Vík- ingur Í.S. 42 tunnum og Fylkir 20 tunnum. Goðafoss lestar frosinn fisk og hvalkjöt hér í dag og Álesund er að byrja að lesta hvalkjöt fyrir Englandsmarkað. — Oddur. VIÐ KOMUM til Siglufjarðar að- faranótt laugardagsins um kl. 2 e.m. Allt var þá orðið tiltölu- lega rólegt eftir strangan vinnu- dað. Erill dagsins var liðinn hjá og kyrrð næturinnar ríkti í stilli- logni hinnar mildu sumarnætur. Við ókum rólega um bæinn og virtum hann fyrir okkur. Eng- inn þarf að vera í vafa um það hvað er einna mest einkennandi fyrir Siglufjörð: það eru tunn- urnar. Allsstaðar, það er næstum sama hvert er litið, eru tunnur, tunnur smáar og stórar, tunnur nýjar og gamlar, tunnur fullar og tómar. Og þar sem ekki eru tunnur, þar eru tunnustafir og girði, sem bíða þess að beykirinn slái þær saman. Ég kann ekki að nefna plönln á Siglufirði, en þau eru líka ótrúlega mörg. Hvar sem gengið er meðfram höfninni eru plön, stór og smá. En þarna um nótt- ina ríkti þar sama kyrðin og annarsstaðar í bænum, utan hvað einn og einn maður á stangli var eitthvað að bardúsa við tunnur. Þó var á einstaka plani verið að þvo öll tæki eftir dagsins önn. Þar hafði söltun þá ekki lokið fyrr en í seinna lagi. Og þegar við förum fram hjá óásjálegum ,,bröggunum‘‘ þar sem síldar stúlkur búa, þá hangir þar þvott ur á snúrum til þerris. Og hjá bröggunum sjáum við annað, sem segja má að sé næststerk- asta einkenni Siglufjarðar: síld- arsvuntur. Þegar sleppir tunn- unum taka svunturnar við. Fyrst sér maður þær í búðargluggun- um ofar í bænum. Þær hanga að segja má í hverjum einasta glugga — nema kannski glugg- um kjötbúða og skartgripasala. Síðan sér maður svunturnar við íbúðarhúsin. Og ef farið er um bæinn að næturlagi hanga þær við hvert einasta hús, — að ég held undantekningarlaust. Og þá er ekki minnst af þessum gulu kjörgripum við bragga síldar- stúlknanna. Á snögum og nögl- um allt um kring braggana hanga þær, misjafnlega sterk- gular, en vel þvegnar og hreinar. Á tröppum húsanna og tröppum bragganna standa svo í skipu- legum röðum vaðstígvél stór og smá. íbúar og aðkomufólk Siglu- fjarðarkaupstaðar er starfsamt og starfsdagur þess iðulega lang- ur. Ungir menn hafa þann starfa að bera saltið að stúlkunum og þá er sennilega .eins gott að þær þurfi ekki að bíða eftir þvL Ég gæti trúað að þá snögghvessti hjá þeim. var söltunin eftir því. Saltað í yfir 14. þús. tunnur. Þegar ég spurði hann um hvar vænlegast væri að fara til þess að fá góðar myndir var hann fljótur til svars: — Það er svo til sama hvar er. Að vísu er ekki mikið um að vera í dag, aðeins saltað lítilsháttar á fáeinum plönum. En það er sama. Það er þá verið að gera eitthvað ahnað. Það þarf að loka tunnunum og koma þeim á sinn stað inni eða úti. Og hérna fyrir framan okk- ur er verið að vinna við síldar- nætur; bæta þær, mæla upp eða þvo þær og lita. Hingað kom norskt skip og bað um að fá nótina þvegna. Það varð að fá leyfi ríkisstjórnarinnar til þess Daginn fyrir þessa kyrru nótt hafði verið saltað í rúmlega 14 þús. tunnur. Það voru sárafá skip í höfn- inni. Þarna var Tungufoss og Skjaldbreið renndi upp að kæj- anum meðan við stóðum þar við. Þrír fjórir síldarbátar lágu við löndunarbryggjur með vélar í gangi, rétt við ,það að leggja af stað á miðin aftur. Daginn eftir hitti ég Guðjón Jónsson verkstjóra hjá Síldar- verksmiðjum ríkissins og frétta- ritara Morgunblaðsins á Siglu- firði um árabil. — Þú hefir betur komið hing- að í gærmorgun, karl minn, sagði hann. Þá var síldarlegt á Siglu- firði. Þá voru milli 90 og 100 skip í höfninni og gauragangur- inn rétt eins og hér áður fyrr þegar eitthvað var af síld. Allir hrópandi og öskrandi, þennan vantaði þetta en hinn hitt. Enda Og þarna standa stúlkurnar við að salta í tunnurnar. Þær eru furðulega handfljótar, þó virðast hinar eldri og þá sjálfsagt vanari, vera nokkru fljótari en hinar sem yngri eru. Aldraður maður, sem mokaði salti í fötur, sagði mér, að vön stúlka gæti lagt niður í tunnu á 18 mínútum. Þær geta því haft sæmilegt kaup þegar þær fá 25 kr. fyrir tunnuna. — og það fékkst. Byrjaðu bara að mynda á innsta planinu og gakktu síðan í áttina hingað og vittu til, þú sérð áreiðanlega sitt hvað skemmtilegt. Þetta reyndist rétt hjá Guðjóni. Sitthvað skemmtilegt sé ég og tók myndir af. Að vísu var ekki um mikla söltun að ræða þenn- an laugardag, en þó var verið að salta á nokkrum stöðum og það var gaman að sjá fólkið að starfi. Meðfylgjandi myndir voru teknað á leiðinni fram með I höfninni, byrjað á innsta planL ’ sem Haraldur Böðvarsson hefur og endað í mjölgeymslunni miklu, sem áður var mikið um talað og margir nefndu Ákavíti í höfuðið á Áka Jakobssyni, sem var ráðherra, þegar skemman var byggð. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.