Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 12
12 MORCT'VP.J 4 fílfí MlSvOtudagur júl! 1959 Teiknari Pravda varar Finna við að gerast aðili að fríverzl unarsvœðinu Verkfræðifirma vill ráða til sín góðan teiknara. Um- sóknir með upplýsingum um fyrri störf leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Teiknari—9482“. Vegna sumarleyfa verða skrifstofur vorar aðeins opnar frá kl. 13—17 til 15. ágúst. Verkfræðingafélag íslands Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Lokað þrjár til fjórar vikur vegna sumarleyfa. SIGURBJÖRN PÉTURSSON tannlæknir Tjarnargötu 16. Lokað vegna sumarleyfa til 10. ágúst. lady h.f. Liífstykkjaverksmiðja. Skrifstofan verður lokuð til 10. ágúst vegna sumarleyfa. Þó verður svarað í skrifstofusíma kl. 11—12 f.h. dag- lega. Cufugildrur Höfum til sölu lágþrýstar gufugildrur af flestum stærðum. Einarsson & Pálsson h.f. Jkólavörðustíg 3 A, Sími 13890 - Hvitt pífugluggatjaldaefni og án pífu (breitt). Gardínubúðin Laugaveg 28. Verkamenn og Vélamenn vantar okkur nú þegar. Almenna byggingafélagið h.f. Borgartúni 7. Ráðstefna í Stokkhólmi um fríverzlun sjo rikja VJÐSKIPTA- og fjármálaráðherrar sjö Evrópuríkja eru nú á fundi í Stokkhólmi til að ræða um stofnun „Litla fríverzlunarsvæðisins", sc-m svo hefur verið kallað. Ráðstefnan hefur verið gagnrýnd í V- í-ýzkalandi á þeim grundvelli, að fríverzlunarsvæðið muni verða til að reka fleyg milli Evrópuríkjanna. Þessu hefur verið harðlega mót- mælt af fulltrúum á ráðstefnunni og brezku og dönsku fulltrúarnir hafa lagt sérstaka áherzlu á, að nauðsynlegt sé að koma á sem nán- ustu samstarfi milli fríverzlunarsvæðisins og landanna, sem standa að tollabandalagi Evrópu. — Finnum hefur verið leyft að fylgjast neð umræðum á fundinum og skýra aðstöðu sína, en ekki verður akveðið fyrr en síðar um frekari þátttöku þeirra. AÐ „LITLA fríverzlunarsvæð- inu“ standa: Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Bretland, Portúgal, Sviss og Austurríki; sem nefnd hafa verið hin ytri ríki til að- greiningar frá sexveldunum, sem standa að tollabandalaginu; en þau eru; V-Þýzkaland, Frakk- land, Ítalía, Holland, Belgía og Luxemburg. Er gert ráð fyrir, að þess verði ekki langt að bíða að komist verði að endanlegum samningum um fríverzlunar- svæðið. Þessum löndum hefur gengið vel að komast að samkomulagi í aðalatriðum og ekki þykir líklegt að neinar stórvægilegir hagsmun- ir muni rekast á innan fríverzl- unarsvæðisins. Ráðgert er, að tollar verði lækkaðir smám saman á tíu ára tímabili. Fyrst í júli 1960 (um 20%) og síðast í ársbyrjun 1970. Ennfremur er gert ráð fyrir, að öll gjaldeyris- og innflutnings- höft milli landanna verði afnúm- in á jafnlöngu tímabili. , Landbúnaðar- og fiskafurðir verða aðalvandamálið eins og áður, meðan fríverzlunarmál voru mest rædd innan Efnahags- samvinnustofnunar Evrópu. Þetta skiptir Dani sérstaklega miklu máli, þar sem þeir flytja út landbúnaðarafurðir í stórum stíl og auk þess töluvert af fisk- afurðum. Bretar hafa nú boðist til að ívilna þeim verulega í sam- bandi við innflutning landbún- aðarafurða og myndi það vega að töluverðu leyti upp á móti versn andi aðstöðu Dana á V-þýzka- markaðnum, eftir því sem meir og meir kemur til framkvæmda af samningunum um tollabanda- lag sexveldanna. Eitt af því sem vekur mikla athygli í sambandi við þetta mál, er hin erfiða afstaða Finna, sem getur leitt til þess, að þeir standi alveg utan við friverzlunarsvæð- ið. Æ, síðan Finnar greiddu hin- ar geysiháu „stríðsskaðabætur" til Rússa, hafa þeir verið þeim mjög háðir efnahagslega, þar sem margar útflutningsafurðir Finna hafa ekki verið seljanleg- ar annars staðar en í austurvegi. Hefur verðbólgan í Finnlandi átt mikinn þátt í þessu. Er þess skemmst að minnast hvernig Rússar notuðu þessa aðstöðu, er þeir með hótunum um viðskipta- bann gátu komið frá finnskri ríkisstjórn, sem þeir töldu sér sérstaklega andvíga. Áf þessum ástæðum og ýms- um fleiri höfðu Finnar mikinn hug á að taka þátt í efnahags- samstarfi V-Evrópu-þjóðanna, þótt þeir hyggðust áfram hafa mikil viðskipti við Rússa. Þetta töldu þeir sig geta gert, ef Norð urlöndin mynduðu fríverzlunar- svæði sín á milli, sem síðan yrði hluti af friverzlunarsvæðinu, sem áðan var getið. Mundu þeir þannig aðeins verða beinir að- ilar að samningum en hin Norð- urlöndin. Það var því mikið á- fall fyrir Finna nú fyrir skömmu þegar sýnt var að Norðurlönd- in þrjú töldu sig ekki geta stað- um. Mun Finnum þá hafa kom- um. Mun Finnum þó hafa kom- ið til hugar að gerast áttundi að- ilinn að bandalagi ytri rikjanna sjö. En um helgina birti Pravda aðalmálgagn rússnesku stjórn- arinnar viðvörun til Finna um að gerast ekki aðili og hlýtur það að minnka líkumar fyrir að svo verði. Helzt er nú talið, að Finnar ætli að vera í einhverju lauslegu sambandi við fríverzlunarsvæð- ið, ef hægt er. Margir spyrja nú hvað fram- undan sé í efnahagsmálunum og stjórnmálum V-Evrópu, þegar hún virðist vera að skiptast í tvær viðskiptaheildir. Eins og kunnugt er var lengi unnið að því að stofna miklu særra friverzl- unarsvæði innan Evrópu, eða allra 17 landa, sem sóðu að Efna hagssamvinnusofnuninni, og kom þessi hugmynd fram 'strax eftir að farið var að vinna að stofn- un tollabandalags sexveldanna, Hefðu sexveldin þá tengst hin- um ríkjunum ellefu. En eftir tveggja ára árangurslausas samn ingaumleitanir, þar sem mest bar á ósamkomulagi milli Englend- inga og Frakka var þeim hætt í nóvember s.I. Nú þegar samkomulag hefur orðið milli sóx landa annars veg- ar og er að takast milli sjö landa hinsvegar eru fjögur lönd utan við og það eru einmitt þau lönd- in, sem hafa hvað versta að- stöðuna efnahagslega og þvl mesta þörf fyrir samstöðu með öðrum löndum, þessi lönd eru: fsland (sem vegna verðbólgu og einhæfrar útflutningsframleiðslu er í erfðiri aðstöðu), frland, Grikkland og Tyrkland. Aftur á móti hafa Finnar aldrei verið aðilar að Efnahagssamvinnu- stofnun Evrópu. Þótt óvænlega horfi I bili er það álit margra, að aftur verði tekið til við samninga um stórt fríverzlunarsvæði í einhverri mynd og muni þá löndunum fjór- um, sem nú standa utan við, ekki gleymt. Og fullvist þykir, að einn höfuðtilgangurinn með samningum landanna sjö, sé að styrkja aðstöðu þeirra gagn- vart sexveldunum og knýja þau til samninga um gagnkvæm við- skiptafríðindi. Hinn vinsæli bandaríski pianóleikari Liberace sést hér á mynd- inni er hann gekk úr úr réttarsal í Lundúnum eftir að hafa unnið meiðyrðamál gegn brezka blaðinu Daily Mirror. Slúður- dálkahöfundur blaðsins hafði látið í það skína, að Liberace væri kynvilltur, en hafði ekkert fyrir sér í þvL Var blaðið dæmt til að greiða Liberace fébætur sem námu um 600 þúsund krónum. Sinaskeiðaólar ATHUG/Ð að borið saman við útbreiðslu nýjar smekklegar. Margir litir. er gtum ódyr ra að auglýsa í Morgunblaðinu, en í öðrum Aðeins 27.00. blöðum — Snyrtivöruúrvalið er hjá okkur. JfóorgfttinMabid Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn. Sigurður Olason Hæslarétlurlögmaður Clausenshúð Þorvaldur Lúðvíksson Héraðsdómsltigniaður Snyrtivörudeild — Laugaveg ■f' Múlflutningsskrifstnfa Auaturstræti J4. Siuii i.-55-35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.