Morgunblaðið - 22.07.1959, Side 3

Morgunblaðið - 22.07.1959, Side 3
(VTið*ikudagur 22. Júlí 1959 UORCVIVBLAÐIÐ 3 Júli-bók Almenna bókafélagsins: íslenzk íbúðarhús éífir Hörð Bjarnason og Atla Má Forseti tslands og biskupinn ganga úr kirkju. — Sefning Aljjingis Framh. af bls. 1 í síðari hluta ræðu sinnar vék herra Sigurbjörn Einarsson, bisk up að því, hve rúmhelgin hpfði aukizt í þjóðfélaginu en heigin dvínað. Að lokum bað hann hinu nýja Alþingi Guðs blessunar. Allmargt kirkjugesta hlýddi prédikun þar á meðal fulltrúar erlendra ríkja. Gamalla þingskörunga saknað Að guðsþjónustu lokinni var gengið aftur til Alþingishússins og tóku þingmenn sér sæti í sal neðri deildar. Miklar breyting- ar hafa orðið á þingheimi síðan síðasta þing sat, en eins og skýrt var frá í blaðinu í gær hafa 15 þingmenn horfið úr þingsölum og nýir menn tekið sæti í þeirra stað. Var ekki laust við að menn söknuðu ýmissa gamalla þing- skörunga, sem setið hafa'á þingi óslitið síðustu áratugina. Nú voru komnir nýir menn í sæti þeirra, sem væntanlega eiga langa þing setu fyrir höndum margir hverj- Forseti sétti þingið Klukkan 2,40 gekk forseti ís- lands í þingsalinn. Setti hann þingið með svofelldum orðum: „Hinn 9. júlí 1959 var gefið út svohljóðandi forsetabréf: „Forseti Islands gjörir kunnugt: Eg hef ákveðið, samkvæmt stjórnarskrá hins íslenzka lýð- veldis, 17. júní 1944, að Alþingi skuli koma saman til aukafundar þriðjudaginn 21. júlí 1959. Um leið og ég birti þetta, er öllum, sem setu eiga á Alþingi, boðið að koma nefndan dag til Reykjavíkur og verður þá Al- þingi sett, eftir að guðsþjónusta hefur farið fram í Dómkirkjuhni, er hefst kl. 13,30. Gjört að Bessastöðum, 9. júlí 1959 Ásg. Ásgeirsson (L.S.) / Emil Jónsson. Forsetabréf er stefnir Alþingi saman til aukafundar þriðjudag- inn 21. júlí 1959“. Samkv. því bréfi, sem ég nú hefi lesið, lýsi ég yfir því, að Alþingi Islendinga er sett. Að svo mæltu bið ég alþingis- menn að minnast ættjarðarinnar með því að rísa úr sætum“. Þingmenn risu úr sætum, og forsætisráðherra mælti: „Heill forseta vorum og fóstur- jörð“, og tók þingheimur undir þau orð með ferföldu húrra- hrópi. „Samkv. 1. gr. þingskapa ber aldursforseta að stýra fundum ÚT ER kominn hjá Almenna bókafélaginu bók mánaðarins fyr ir júlí. Nefnist hún „íslenzk íbúð- arhús“ og hafa þeir Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins og Atli Már annazt útgáfuna að öllu leyti. Islenzk íbúðarhús er 168 bls. að stærð, en af því eru 110 myndasíður. Eru þar sýnd 31 íbúðarhús, frá smáíbúðarhúsum upp í fjölbýlishús, utan- og inn- anhússmyndir ásamt teikningu af grunnfleti húsanna og skýringum við þær. Við hvert hús er tekin fram stærð hússins, hver sé arki- tekt þess og eigandi íbúðarinnar. Ennfremur eru í bókinni tækni legar greinar og fylgja flestum þeirra nákvæmar skýringarmynd ir. Þessir eru höfundar grein anna: Hörður Bjarnason, sem skrifar alllangan formála, er hann nefnir Bókin og bygging- arnar. Fjallar sú grein m.a. all- ítarlega um hlutverk arkitektsins við byggingu hússins. Helgi Hall- grímsson, húsgagnaarkitekt, skrif SIAKSTEIM/VR ar um eldhúsinnréttingar, Sveinn Torfi Sveinsson, verkfræðingur, um einangrun og upphitun húsa, Jón Á. Bjarnason, verkfræðingur um lýsingu ábúða og dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir um hollustuhætti íbúðanna. Loks er þýdd grein, er nefnist Litir og lita val. Ljósmyndirnar hafa þeir Pétur Thomsen og Andrés Kolbeinsson tekið, setning leturs hefur ísa- foldarprentsmiðja annazt, en að öðru leyti hefur Lithoprent unn- ið bókina, og er frágangur allur hinn smekklegasti. Bókin hefiy verið send til um- boðsmanna Almenna bókafélags- ins um land allt, en félagsmenn í Reykjavík vitji hennar í af- greiðslu félagsins að Tjarnargötu 16. Aþenu, 20. júlí. — Grivas leggst gegn því að Kýpur verði meðlemur brezka samveldisins eftir að hún hefur öðlazt sjálf- stjórn. Þeir átta þingmeiui Sjálfstæðisflokksins, sem ekki áttu sæti á síðasta Alþingi. — Fremri röð frá vinstrl: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, þm. Vestur-lsfirðinga, Gísli Jónsson, þm. Barðstrendinga, Guðlaugur Gislason, þm. Vestmannaeyinga, Einar Ingimundarson, þm. Siglfirðinga. — Aftari röð frá vinstri: Séra Gunnar Gíslason, 2. þm. Skagfirðinga, Matthías Á. Mathiescn, þm. Hafnfirðinga, Jónas G. Rafnar, þm. Akureyringa og Jón Árnason, þm. Borgfirðinga. þar til forseti sameinaðs þings hefur verið kosinn. Aldursfor- seti er nú Páll Zóphóníasson, 1. þm. N.-Múl., og ég bið hann að ganga til forsetastóls“. Rannsókn kjörbréfa Tók Páll Zóphóníasson, 1. þm. Norðmýlinga við fundarstjórn. Minntist hann fyrst látir.s þing- manns, Magnúsar Péturssonar eins og skýrt er frá annarsstaðar í blaðinu. Þá tilnefndi hann sem fundarritara þá Skúla Guðmunds son, þm. Vestur-Húnvetninga og Magnús Jónsson 2. þm. Eyfirð- inga. Síðan var þingmönnum skipt niður í þrjár kjördeildir samkvæmt 1. gr. þingskapa til að athuga kjörbréf og var gert hálftíma fundarhlé á meðan sú athugun fór fram. Klukkan 3,45 var fundi fram haldið og skýrðu þá framsögu- menn kjördeilda frá athugun kjörbréfa. Bernharð Stefánsson, 1. þm. Ey firðinga hafði framsögu fyrirl. kjördeild, sem hafði rannsakað kjörbréf 3. kjördeildar. Kvað hann það samróma álit deildar- innar að ekkert væri við kjör- bréfin að athuga, en eftir fund kjördeildarinnar hefði sér verið afhent bréf um þrjú vafaatkvæði í Barðastrandasýslu. Þar sem ellefu atkvæða munur hefði ver- ið á þingmanninum og þeim sem næst honum hefði komizí gætu þessi þrjú atkvæði engum úr- siitum ráðið og virtist því ekki á- stæða til annars en taka kjörbréf þingmannsins gilt. Framsögumaður annarrar kjör deildar var Ólafur Jóhannesson, 1. þm. Skagfirðinga. Hafði sú kjördeild rannsakað kjörbréf 1. kjördeildar. Kvað hann kjörbréf allra þingmanna þeirrar deildar hafa borizt nema kjörbréf Bern- harðs S'efánssonar, en hins veg- ar hefði borizt staðfest sím- skeyti frá yfirkjörstjórn um að kjörbréf hans hefði verið gefið út. Legði 2. kjördeild því til að öll kjörbréf 1. kjördeildar yrðu samþykkt. Gísli Jónsson, þm. Barðstrend- inga var framsögumaður 3. kjör- deildar, sem rannsakaði kjörbréf 2. kjördeildar. Minntist hann fyrst á kjörbréf Björns Pálssonar þm. Austur-Húnvetninga og kvað kjördeildinni hafa borizt bréf frá dómsmálaráðuneytinu vegna kæru, sem fram hefði kom- ið vegna kosninganna. Hefði kjör deildin fallizt á úrskurð ráðu- neytisins og legði því til að þetta kjörbréf yrði tekið gilt. Þá kvað framsögumaður sé: hafa borizt bréf frá yfirkjörstjórn Skaga- fjarðarsýslu um þrjú vafaat- kvæði, en þar sem þau breyttu engu um úrslit kosninganna legði kjördeildin til að kjörbréf við- komandi þingmanns yrði tekið gilt. Voru nú tillögur kjördeilda bornar til atkvæða og kjörbréf allra þingmanna samþykkt með 52 samhljóða atkvæðum, en þing menn voru allir mættir til þings Þessu næst undirrituðu nýir þingmenn eiðstaf, og voru það þessir: Björn Pálsson, þm. Aust ur-Húnvetninga, Guðlaugur Gísla son, þm. Vestmannaeyinga, Jón Árnason, þm. Borgfirðinga, Matt hías Á. Mathiesen, þm. Hafnfirð- inga, Óskar Jónsson, þm. Vestur- Skaftfellinga, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, þm. Vestur-ísfirð- inga og Þórarinn Þórarinsson, 7. þm. Reykvíkinga. Þessu næst skýrði forseti frá því, að þar sem þingmenn væru nýkomnir til bæjarins og hefðu ekki haft mikinn tíma til að ræð- ast við, yrði forsetakjöri frest- að til næsta dags og var fundi frestað til kl. 1,30 í dag. Hefja Framsóknarmenn málþóf? Það Alþing, sem kom saman í gær ætti að geta orðið stutt. Verkefni þess eru fyrst og fremst að samþykkja öðru sinni kjör- dæmabreytinguna og setja ný kosningalög. Þetta er einfalt verk og fljótunnið. Þrátt fyrir þetta kynni svo að fara að þinghaldið drægist á langinn. Ef Framsóknarmenn hefja málþóf um kjördæmamálið að nýju hlýtur það að lengja þingið verulega. Yfirgnæfandi meirihluti íslenzkra kjósenda hefur að vísu lýst yfir fylgi við stjórnarskrárbrcytinguna. Aðeins rúmlega 27% þeirra greiddu Framsóknarflokknum atkvæði. Nær 73% kusu þá flokka, sem beittu sér fyrir nýrri og lýðræðis legri kjördæmaskipan. En hin gamla maddama er sjálfri sér lík. Nú segir hún að forvígismönnum kjördæmabreyt- ingarinnar beri að hverfa frá henni, hætta við hana. ! ! Þannig er þá virðing Fram- sóknarmanna fyrir vilja þjóðar- innar og dómi hennar í frjálsum kosningum. Afturhaldið uppmálað Framsóknarflokkurinn hefur lengstum hamrað á því að hann sé „frjálslyndur milliflokkur". En í hverju birtist frjálslyndi hans? Ber það vott um frjálslyndi að hafa ævinlega barizt gegn leiðrétt ingum á kjördæmaskipan lands- ins? Vissulega ekki. Stjórnarfar þjóðarinnar er mjög háð því að Alþingi sé rétt mynd af vilja hennar. Löggjafarsamkoma, sem er skrípamynd af þjóðarviljanum getur ekki notið trausts og virð- ingar. Hún er heldur ekki fær um að leysa vandamál þjóðar Framsókn hefur afhjúpað aftur haldseðli sitt rækilega með því að ríghalda í rangláta kjördæmaskip an fyrr og síðar. Frjálslynt fólk, sem ann þróun og uppbyggingu í þjóðfélagi sínu á þess vegna enga samleið með þessum aftur- haldsama hentistefnuflokki. Síld og þjóðarhagur Þegar síldveiði glæðist fyrir Norðurlandi vakna jafnan vonir um það að hinir „góðu og gömlu síldartímar“ séu að renna upp. Sú var tiðin að öll skip komu hlaðin að landi af síldarmiðun- um og verksmiðjurnar höfðu ekki undan að bræða. Þá voru nýjar verksmiðjur byggðar og glæsileg og stærri skip keypt til veiðanna. En einmitt þá brá svo við að síld- in lét standa á sér. í 15 ár má segja að síldveiðin fyrir Norður- Iandi hafi aðeins verið svipur hjá sjón miðað við það, sem áður var. Hinar nýju verksmiðjur hafa staðið þöglar árum saman. Fróð- ustu menn hafa reiknað út að síldarleysið hafi valdið þjóðinni tjóni er nemur mörgum milljörð- um króna í erlendum gjaldeyri. Of snemmt er að fullyrða nokkuð um niðurstöður sildar- vertiðarinnar í ár. En horfur eru betri um góðan árangur en oft áður. Góð sildarvertíð í sumar gæti haft mikil áhrif á afkomu þjóð- arinnar. Gjaldeyrisaðstaðan hef- ur verið erfið og bátaútvegurinn berzt í bökkum. Mikill síldarafli mundi rétta við margra hag. Sjómönnum vélbátaflotans veitti heldur ekki af góðri síldar vertíð í sumar. Sívaxandi dýrtáð og verðbólga á stjórnartimabili vinstri stjórnarinnar hefur bitn- að á þeim ekki siður en öðrum J landsmönnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.