Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 10
10 MORCUlVnLAÐIÐ Miðvikudagur 22. júlí 1959 Utg.: H.t. Arvakur Reykjavlk. f’ramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýs’ngar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innaruands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. AF HVERJU HEFUR SÍS SÖLU■ BÚÐIR í REYKJAVÍK? M ENN getur greint á um það, hvort eignir eða viðskipti í félagi eigi að ráða at- kvæðisrétti manns þar eða ekki. Um hitt ætti ekki að þurfa að deila, að fari atkvæðisréttur eft- ir viðskiptamagni, þá sé ekki hægt að hrósa sér af því, að hver hafi „eitt atkvæði án tillits til viðskipta“, eins og sagði í fyrstu höfuðreglu Rochdalefélagsins. En það er viðskiptamagnið, sem tekið e" tillit til um val fulltrúa á aðalfund SÍS, svo sem sýnt hefur verið fram á hér í blað- inu. Vegna þeirrar reglu, sem SÍS hefur ákveðið, að magn viðskipta skuli ráða en ekki jafnrétti ein- staklinga, þá er svo komið, að Kaupfélag Árnesinga, sem ekki nær % af fjölda félagsmanna. á móts við KRON í Reykjavík, hef- ur jafn marga fulltrúa á áðal- fundi SÍS sem KRON. Reglan, sem þessu ræður, getur verið góð eða ill. Hvort heldur er, verða menn að átta sig á, að svona er hún og eftir henni er farið. Ekki nóg með það. Það* eru ekki félagsmennirnir sjálfir, sem kveða á um, hversu mikil við- skipti félag þeirra skuli hafa við SÍS og ráða þar með atkvæðis- réfti sínum. Ákvörðunarvaldið um það er í höndum stjórnenda SÍS en ekki mannanna, sem koma inn í búðir samvinnufélaga og gera þar kaup sín. Á Selfossi eða annarsstaðar í Árnessýslu eru engar SÍS búðir eða bílaverkstæði, sem rugla um fyrir samvinnumönnum hjá hverri deild hins mikla félags- skapar þeir skuli hafa viðskipti sin. Þess vegna er magn viðskipta þeirra við SÍS mikið og þeir hafa fullan atkvæðisrétt á aðalfund- um þess. í Reykjavík er þessu allt öðru vísi háttað. Eysteinn Jónsson hældi sér einu sinni af því, að hann hefði látið KRON fá inn- flutningsleyfi „sem vel hefði ver- ið hægt að úthluta til annarra". Þetta var á æskudögum hins ráð- snjalla manns. Nú er hann fyrir löngu búinn að læra betur. SÍS hefur í mörg ár búið svo að VÍSINDIN EFLA ALLA DÁÐ UTAN UR HEIMI Flugfnaðurinn varð móður og frœnda að bana og sœrði unnustu bróðurins — er hann steypti flugvelinni i kveðjuskyni Einstœður og í Danmörku KRON, að það hefur átt mjög í vök að verjast. Svo mjög, að ekki alls fyrir löngu varð það að leita til SÍS og Framsóknar um fram- kvæmdarstjóra. Á meðan fram- kvæmdarstjórinn var ekki af réttu sauðarhúsi, þá var þessu stærsta kaupfélagi landsins ekki veitt almenn þjónusta í aðalstöðv um heildarsamtaka samvinnu- manna. Jafnréttið var þó ekki þar með fengið. í Reykjavík heldur SÍS uppi öflugri samkeppni á móti stærsta samvinnufélagi landsins. Allir.þekkja sölubúð SÍS í Aust- urstræti. SÍS hefur einnig sina eigin bókabúð í Hafnarstræti, SÍS hefur ullarvörubúð í Kirkju- stræti, SÍS hefur rafmagnsbúð í Hafnarstræti, SÍS hefur bifreiða- verkstæði og bílaverzlun, er gengur undir nafninu Jötunn. SÍS hefur fyrirtæki, sem nefnist Dráttarvélar h.f., SÍS hefur mat- vörubúð, sem gengur undir nafn- inu Kjöt og grænmeti. Áreiðanlega er ekki allt talið með þessu. Vel má vera, að állt sé þetta nauðsynlegt vegna þess, að ekki séu jafn dugmiklir menn í stjórn KRON og SÍS. En ein af- leiðing þess er sú, að atkvæðisrétt ur hvers meðlims í KRON um fulltrúaval á aðalfund SÍS verð- ur minni en verið hefði, ef KRON hefði samskonar aðstöðu og kaupfélög úti á landi. Ráða- menn SÍS eru að kveða á um atkvæðisrétt manna innan þeirra samtaka, sem þeir veita forystu, um leið og þeir sýna dugnað sinn og framtakssemi í stofnun marg- háttaðrar starfrækslu hér 1 Reykjavík. Hér skal ekki um það dæmt, hvort þetta framtak SÍS er lofs- vert eða ekki, heldur einungis bent á þá staðreynd, að með því eru mennirnir, sem hæla sér af því, að í félagsskap þeirra sé hvorki tekið tillit til eigna né við skipta, að hagræða átti viðskipt- um stærsta samvinnufélags lands- ins við heildarsamtök samvinnu- félaga á íslandi svo, að atkvæðis- réttur verði sem allra ójafnast- ur og viðskiptamagn komi í stað mannréttinda. JpLUGTAKIÐ tókst vel. Flug maðurinn, Börge Öster Christensen, flaug einn hring yfir bænum, en stakk flug- vélinni síðan niður að litlum hóp fjölskyldumeðlima, sem stóðu á sléttum vellinum — að líkindum ,til þess að veifa til þeirra í kveðjuskyni. En hann fór aðeins of lágt. — átakanlegur atburður um sem steinrunnið af skelf- ingu. Þessi átakanlegi atburður gerð ist á Samsö í Danmörku á mið- vikudaginn í s.l. viku. — Hinn óhamingjusami flugmaður sem er 18 eða 19 ára gamall hefir um skeið stundað ljósmyndun úr lofti á vegum fyrirtækis Sylvest nokkurs Jensens í Odense, undir stjórn flugmanns að nafni Egil Jensen. — Báðir þessir menn hafa lýst því yfir í sambandi við þetta einstæða og óhugnanlega Annað lendingarhjólið banaði móður flugmannsins. Móðir hans og frændi biðu samstundis bana, er lending- arhjólin rákust á þau af feiknaafli — og unnusta bróð- ur flugmannsins, Else Iver- sen, lá meðvitundarlaus á grænum vellinum með blæð- andi höfuðsár, sem hún hlaut, þegar brak úr flugvélinni rakst á hana. — Flugvélin lenti magalendingu á túninu skammt undan. Flugmaður- inn staulaðist út úr henni og fleygði sér í grasið, yfirkom- inn af krampakenndum gráti, en hitt fólkið stóð hjá líkun- slys, að þeir séu mjög undrandi á því að slíkt sem þetta skyldi ®eta komið fyrir Christensen. Þeir töldu hann báðir ágætlega færan flugmann, athugulan og rólegan. — Raunar hafði hann nýlega verið sektaður fyrir að fljúga of lágt yfir Samsö, en það er haft eftir Eigil Jensen, að honum hafi virzt Christensen taka sér þann atburð svo nærri, að það hlyti að vera honum næg áminning til þess að láta slíkt ekki koma fyrir aftur. ★ Nánari atvik hins hryllilega atburðar, virðast vera þessi, sam- kvæmt fregnum dönsku blað anna, sem þó eru ekki fyllilega samhljóða. Síðdegis á miðvikudaginn fékk Börge öster Christensen lánaða flugvél þá, er hann venjulega flaug á vegum fyrirtækisins, til þess að skreppa í heimsókn til foreldra sinna, er búa á Brund- bygaard, fyrir vestan Ballen á Samsö. Hann var mjög kunnugur öllum staðháttum þar og skil- yrðum til flugs, því að hann hafði oft áður farið þangað í þessari sömu flugvél, sem er af gerðinni KZ—III, og aldrei hafði neins konar óhapp hent hann á þeim ferðum. — Hann hlaut rétt indi til þess að fljúga vél þessari í apríl s.l. og hafði lengst af siðan verið í þjónustu fyrrnefnds fyrirtækis Sylvest Jensens. En ætiun hans var að halda áfram flugnámi, með það fyrir augum að gerast atvinnuflugmaður. ★ Þegar Christensen kom trl Brundbygaard voru þar gestir í heimsókn. Voru það móður- bróðir hans, Gunnar Kvorning frá Nyköbing, kona hans og tvö börn. Auk þess ung stúlka Else Iversen, sem mun hafa verið heitbundin bróður Christensens, Jörgen. Eftir nokkra dvöl í góð- um fagnaði á heimili foreldra sinna, bjó Christensen sig til brottferðar á ný, en hann þurfti að vera kominn til Odense fyrir vissan tíma um kvöldið. Foreldr- ar hans og gestirnir fylgdu hon- um að flugvélinni, sem stóð skammt frá bænum, þar sem hann var vanur að lenda, á sléttri grund. — Hinn litli fjöl- skylduhópur kvaddi þar unga manninn með óskum um að fá að sjá hann skjótt aftur. ★ Christensen settist inn í stjórn- klefann ræsti hreyfilinn, og inn- i stundar þaut hin litla flug- vél af stað eftir sléttri grundinni — og var komin á loft að vörmu spori. Vinir hans veifuðu í ákafa er hann flaug lítinn hring yfir bænum, fremur lágt. Skyndilega steypti hann flugvélinni niður að fólkinu — og þá varð hið hörmulega slys, sem fyrr er sagt. Sjónarvottar telja, að hann hafi þarna ætlað að leika þá list, sem flugmenn gera stundum, að „veifa“ til fólksins með vængj- um flugvélarinnar. Orsök slyssins virðist helzt hafa verið sú, að lendingarhjól flugvélarinnar hafi snert raf- magnsvír, er flugmaðurinn steypti vélinni og hjólaútbúnað- urinn við það brotnað af, en Christensen misst stjórn á flug vélinni. — Annað lendingarhjól- ið féll á móður flugmannsins, Helgu, sem var 57 ára gömul en Niels Kvorning, 17 ára sonur Framh. á bls. 13. „Jr AÐ sýndi sig, að moldin hér er mjög mikið frábrugðin því, sem er hjá flestum okkar ná- grannaþjóðum. — — — Eigin- leikar íslenzku moldarinnar eru frábrugðnir almennt ríkjandi skoðunum um jarðveg. Vegna þessara eiginleika ís- lenzku moldarinnar er tiltölulega lítið hægt að notfæra sér hér á landi þá jarðvegsþekkingu, sem nágrannaþjóðir okkar hafa afl- að sér, heldur verðum við ís- lendingar að byggja á eigin grunni og gera nauðsynlegar undirbúningsrannsóknir, áður en hægt er að bollaleggja nokkuð í þessum efnum, t.d. um notkun áburðar og innflutning nýrra gróðurtegunda. __ ___ — Er því augljóst að mold hér og mold þar hljóta að hafa mjög mismunandí eigin leika, jafnframt því sem aðrir þættir, er stuðla að jarðvegs- j mynduninni eru mjög frábrugðn l ir, eins og t. d. veðurfarið á ís- landi, sem tæpast á sinn líka ann- arsstaðar." Á þessa leið fórust dr. Bjarna Helgasyni orð við Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum. Þessi um- sögn sannar enn, hversu nauð- synlegt er að við íslendingar höldum uppi okkar eigin vísinda- og rannsóknarstarfi. Undirstöðu- þekkinguna verðum við að sækja til annarra. En land okkar er á margan veg svo frábrugðið öðr- um, að sá lærdómur, sem við fáum annarsstaðar á ekki aðeins við um landið sjálft, veðurfar og jarðveg, heldur einnig um þjóðfélagið. Þj óðfélagshættir eru að mörgu leyti frábrugðnir hér því sem gerist í öðrum stærri og fastmótaðri þjóðfélögum. Við getum lært mikið af öðrum, en lærdóminn verður að heimfæra hér. Það er kostnaðarsamt, en í þann kostnað verðum við að leggja, því að reynslan margfaldlega sannað, að verður látið í askana. ÉÉÉH bókvitið I Óhappaflugvélin. - Lendingarliljólin brotnuðu af, hæðarstýri laskaðist og fleiri skemmd. * á flugvélinni við slysiff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.