Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 16
16
MOJtavwnr 4 niÐ
Miðvikudagur 22. júlí 1959
50NN NJOSNAJZSA GA UR.
IFT/R M/CHAEL GRAT SOLT/KOW
HEIMSSTYRJOLD/NN/ S/ÐARl
lega við Karl um morguninn,
þegar hann kom til að fá fyrir-
mæli hjá Bleicher fyrir brottför-
ina. Karl unni Súsönnu þess, að
losna nú við keppinaut sinn fyrir
fullt og allt, en nú kom þessi
bobbi í bátinn. Mennirnir tveir
sem komu í kænunni, og hann
hélt að væru hásetar, áttu ekki
að róa til baka, heldur áttu þeir
að vera' kyrrir og njósna fyrir
fjandmennina, en Vomécourt og
„Læðan“ áttu að taka við róðrin-
um og það í þessum sjógangi.
Karl, sem auðvitað var ekki í
einkennisbúningi J þessu tilviki,
vildi mótmæla og láta þá skoðun
í Ijósi, að báðir óvina njósnararn
ir skyldu róa aftur út í hraðbát-
inn. En hvernig átti hann að fara
að því? Þar sem hann hvorki tal-
aði vel frönsku, né kunni orð í
ensku, hafði Bleicher lagt ríkt á
við hann að hann skyldi þegja í
viðurvist enska yfirmannsins. En
njósnararnir voru báðir búnir að
kveðja og farnir af stað í áttina
að húsi nokkru, sem sást frá
ströndinni. Hús þetta átti bónd-
inn Andreo Geoffroy, sem ekki
hafði hugboð um, að tveir enskir
njósnarar myndu leita fylgsnis
hjá honum, og stofna honum,
bóndanum, með því í hina mestu
hættu. Það gat verið, að bóndinn
Geoffroy yrði dag nokkurn dæmd
ur til dauða þeirra vegna.
Óðar en ensku njósnararnir
voru farnir bauð sjóliðsforinginn
,Jj*eðunni“ og Vomécourt að fara
út í kænuna hans. Karlmennirnir
hjálpuðu báðir „Læðunni", sem
var stirð vegna þess, að hún var
í þungri, síðri loðskinnskápu, en
um leið og hún steig út í hinn
veltandi bát, vildi óhappið til.
Stór alda reið undir bátinn, lyfti
honum upp og hvolfdi honum.
Útsogið dró bátinn með ræðurun-
um með sér og þau þrjú hurfu
í öldunum. Hingað til höfðu her-
mennirnir í klettunum horft á
með forvitni, en nú komu þeir
hlaupandi til hjálpar og björguðu
þeim þremur úr háskanum. Her-
mennirnir komu „skipsbrotsfólk-
inu“ upp í fjöru, en það skalf
af kulda í rennblautum fötun-
um. Þarna stóðu þau, og ískaldur
febrúarstormurinn næddi um
þau.
Þá kom Schön majór í herbif-
reið sinni með tveimur liðsfor-
ingjum úr flokki sínum niður að
ströndinni, því honum hafði verið
símað, að bátnum hvolfdi.
Majórinn stökk út úr vagnin-
um. Liðsforingi tilkynnir: „Herra
majór ,tveir óeinkennisklæddir
menn hafa falið sig á bóndabæn-
um þarna".
„Náið í þá liðsforingi"- Þvínæst
gekk majórinn til „Læðunnar",
kynnti sig fyrir henni og föru-
nautum hennar bauð henni kápu
sína og sagði:
„Gerið svo vel að fara upp í
vagninn minn. Þið getið fengið
lungnabólgu! Það er vel heitt hjá
rnér. Gerið svo vel að mótmæla
ekki — hvert ætluðu þið annars
að fara í rennvotum fötum?"
Án þess að hreyfa andmælum
fóru þau öll upp í herbifreiðina.
„Læðan" og Vomécourt voru
ekki viss um, hvort þau væru nú
gestir eða fangar majórsins.
Enski sjóliðsforinginn skildi nú
ekki neitt í neinu.
Majórinn og flokkur hans áttu
heima í einni af hinum litlu,
frönsku höllum, sem eru uppi i
landi og var fáeina kílómetra frá
ströndinni. í skálanum logaði á
stórum arni og við eldinn sátu
tólf þýzkir liðsforingjar að
drykkju. Þeir voru á ýmsum
aldri og mismunandi að tign.
Liðsforingjarnir við eldstæðið
spruttu á fætur og heilsuðu komu
mönnum dálítið hissa. Majórinn
var nú orðinn húsbóndi og gest-
gjafi.
Herrar mínir, við látum kynn-
inguna bíða, — fyrst verða gestir
okkar að fá þurr föt og sjáið þið
á meðan um sómasamlegan mat
og drykk.
Stundarfjórðungi síðar koma
„Læðan“, Vomécourt og enski
sjóliðsforinginn í kynlegum bún-
ingi. Það voru engin venjuleg föt
til á þessari herstöð, heldur að-
eins þýzkir einkennisbúningar,
og því voru þau þrjú í þýzkum
liðsforingjajökkum, hermanna-
buxum og leggstígvélum. Hin
litla og granna „Læða“ vakti eink
um mikla kátínu í einkennisjakk
anum með axlaskúfunum, sem
var allt of víður og í leggstigvél-
unum, sem voru allt of stór.
Á meðan hafði verið borið á
veizluborð og máltíðin byrjaði.
Það var drukkið fast, og það var
auðséð á þessum þýzku liðsfor-
ingjum, að þeim þótti vænt um
að fá loksins dálitla tilbreytingu.
sem létti þeim leiðindin í hinni
tilbr'eytingarlausu varðþjónustu
við strönd Ermarsunds.
Majórinn hafði „Læðuna" sér
til hægri við borðið, en de Vormé
court á vinstri hönd. Hann sagði
gestum sínum frá heimkynnum
sínum í Austur Prússlandi og frá
íandeign sinni, sem gamall ráðs-
maður sá nú um.
„Jæja, og þið, höfðingjafólk,
hvaða starf hafið þið nú í strið-
inu París gaf mér eitthvað í
skyn í síma sem ég ekki skildi.
Nú, segið mér frá því, hvað þér
starfið hérna í Frakklandi“.
De Vormécourt svarar ekki
nema eins atkvæðisorðum og
majórinn spyr:
„Má ég spyrja um stöðu yðar
í hernum?"
„Ég er kommandant í franska
hernum!"
„Kommandant, — það er að
segja majór. Það er einmitt mín
staða! Það er ástæða til að drekka
fyrir því! Majórinn endar borð-
haldið og þýzkur undirforingi
sezt við slaghörpuna og spilar.
„Lilli-Marleen“. Þýzku liðsfor-
ingarnir syngja með — og „Læð-
an“ líka. Hinn hái sopran hennar
liggur fyrir ofan karlmannaradd
irnar. Gestgjafarnir eru hrifnir
og þá sezt „Læðan“ við hljóðfær-
ið, verður skyndilega alvarleg og
segir:
„Herrar mínir, leyfið mér að
syngja ljóð frönsku stríðsfang-
anna?“
„Auðvitað, — hversvegna ætti
það ekki að vera“ — — — og
hún syngur:
„Dans un coin de mon pays
une fille me sourit--------"
Eftir nokkur tónbil tekur de
Vomécourt undir söng hennar:
„elle attendra mon retour
car je reviendrai um jour!"
Þegar „Læðan“ er búin, er
henni ákaft fagnað. Majórinn er
hrifinn:
„Mér hefir verið sagt, að þetta
sé líka ljóð andspyrnuhreyfing-
arinnar“. De Vormécourt stað-
festi það. Hann fór smátt og
smátt að kunna við sig í þessum
hóp, enda þótt honum mislíkaði,
að þýzku liðsforingjarnir hópuð-
ust um „Læðuna", sem einnig var
ástleitin og ögrandi í framkomu.
Menn skildust ekki fyr en fór að
birta at degi. „Læðan og Vormé-
eourt fengu tvö herbergi uppi á
lofti og voru dyr á milli þeirra.
Gestgjafarnir fylgdu þeim til
herbergja þeirra og kvöddu.
Enski sjóliðsforinginn var tekinn
í gæzlu með fullri kurteisi sem
stríðsfangi.
Eftir fáar mínútur sneri de
Vormécourt handfanginu á hurð-
inni inn í hliðarherbergið, en
dyrnar voru læstar. „Læðan“
sneri lyklinum og opnaði lítið
eitt, en hún stóð kyrr í dyrun-
um.
„Nei, ekki núna Pierre“, sagði
hún, „við ökum á morgun til baka
til Parísar og þá sé ég Bleicher
aftur“. Ég hef í margar klukku-
stundir verið að hugsa um það,
hvort hann hafi á meðan sótt
þessa Súsönnu heim í íbúð okkar.
Ef ég finn hana í íbúð okkar, þá
klóra ég úr henni augun. Fyrir-
gefðu mér, en ég get ekki að því
gert, að vera með allan hugann
við það. Það er annað mál með
þig, því annars hefðir þú ekki
sent mig til hans aftur".
★
Daginn eftir ók Karl ökumaður
þeim hraðboðanum frá þýzku
leyniþjónustunni í París, Vormé-
court og „Læðunni“ til baka til
Parísar. „Læðan“ bað Schön
majór að flytja enska ljóliðsfor-
ingjann og njósnarana, sem tekn-
ir höfðu verið, í stríðsfangabúðir
og segja þeim, að hann hefði auð
vitað orðið að taka þau frú Carré
og herra de Vormécourt föst líka.
— en þau yrðu send beint til
þýzku leyniþjónustunnar í París.
„Þér skiljið, herra majór, það
RAWLBOLTS
flýtir fyrir festingum!
Kawlbolts er lausnin á vandamálum varðandi
festingar. Festingin framkvæmd á fáeinum mínútum.
Ekkert J>arf að mala og ekki J>arf að bíða J>css að
eteypa harðni!
Borið bara gat, setjið Rawlbolt í J>að og herðið á.
Árangurinn verður mjög sterk festing.
Til eru tvær mismunandi tegundir af Raw!!joIl [yr'.r
gólf, loft og veggi. Fást i öllum boitastærðum allt
að 1 J>umL ^
THE RAWLPLUG COMPANY LIMITED
CROMWELL ROAD, LONDON, S.W. 7.
Upplýsingar og sýnishorn hjá umbcðmanni fyrir fsland
John Lindsay, Austurstraeti 14 — Reykjavtk
Pósthólf 724 Sími 15789
B 442
Skriistoíustúlka
óskast nú þegar. Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt:
„Skrifstofustúlka — 4458“.
' 1) Þér hafið verið mér svo góð-
m — svo góður....
v Og án þess Markús vexði þess
var, stingur leikkonan eyrnalokk-
unum í vasa hans.
2) Þér skuluð reyna að treina
kraftana, ungfrú Lane — við eig-1 3) Ungfrú
um aðeins stutt eftir niður af Lane!
fjallinu I
Lane...,
Ungfrú
er vegna leyndarinnar", sagði
hún og majórinn brosti.
Til allrar hamingju voru báðir
njósnararnir í nokkurs konar ein-
kennisbúningi, þegar þeir lentu,
svo að þeir gátu skoðazt stríðs-
fangar. Pokann með borgaralegu
fötunum skildu þeir eftir hjá
bóndanum.
Þegar „Læðan“ kom til París-
ar, lét hún skila sér við húsið
nr. 26 í Rue de la Faisanderie.
Hún hafði hjartslátt, þegar hún
hringdi dyrabjöllunni og rétt á
eftir opnaði Súsanna fyrir henni.
Báðar konurnar keppinautarn-
ir, stóðu nú andspænis hvor ann-
arri við sömu dyrnar og eitt sinn
áður, en sá var munurinn, að þá
stóð ,.Læðan“, húsmóðurin, fyrir
innan þær en Súsanna fyrir utan.
í dag var það öfugt.
„Hvað eruð þér að gera hér
ennþá í París?“ spurði Súsanna,
„ég hélt að þér væruð komin til
Englands fyrir löngu".
„Flutningsbátnum hvolfdi, þess
vegna urðum við að fara aftur til
Parísar, en nú verð ég kyrr, nú
fer ég alls ekki framar til Eng-
í íbúðina okkar undir eins og ég
lands, úr því að Hugo tók yður
sneri við bakinu“.
„En hvaða rétt eigið þér á
henni? Þér eruð ástmey de
Vormécourt, þér voruð samþyklc
því, að fara til Englands — og
hvað ætli þér að gera hérna?"
Bleicher heyrði hávaðann í þeim,
kom út úr herbergi sínu og sagði
að því er virtist mjög meinleysis-
lega
„Jæja þá, Læða litla, ertu kom-
inn aftur? — Verið þið ekki að
gera þennan hávaða hérna úti í
stigahúsinu, telpur, komið þið inn
í stofu og þá getum við talað um
allt í ró og næði“.
Þau settust hvert á móti öðru,
öll þrjú. „Læðan“ skýrði frá því
með nokkrum orðum, hvernig
það mistókst, að komast út 1 skip-
íð. Bleicher lét sér fátt um finn-
ast.
SUÍItvarpiö
Miðvikudagur 22. júlí.
Fastir liðir eins og venjulega.
—12.50—-14.00 „Við vinnuna“:
Tónleikar af plötum. 20.30 Ein-
leikur á píanó: Dinu Lipatti leik-
ur verk eftir Chopin. 20.45 „Að
tjaldabaki" (Ævar Kvaran leik-
ari). 21.05 Tvísöngur: Lucia
Albanese og Jan Peerce syngja
dúetta úr óperunni „La Traviata"
eftir Verdi. 21.10 Upplestur:
„Læstir dagar", Ijóðaflokkur eft-
ir Arnfríði Jónatansdóttur (Vil-
borg Dagbjartsdóttir). 21.30 Tón-
leikar: „Ameríkumaður £ París",
hljómsveitarverk eftir George
Gershwin (Hljómsveit Gouid
leikur. 21.45 Erindi Eqador og
Venezuela (Baldur Bjarnason
magister). 22.10 Kvöldsagan:
„Tólfkóngavit" eftir Guðmund
Friðjónsson; I. (Magnús Guð-
mundsson). 22.30 1 léttum tón:
a) Nilla Pizzi syngur. b) Paul
Weston og hljómsveit hans leika.
23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 23. júlí.
Fastir liðir eins og venjulega.
—- 12.50—14.00 „Á frívaktinni",
sjómannaþáttur (Guðrún Erlends
dóttir). 20.30 Erindi með tónleik,-
um: Sumar í Björgvin; síðari
hluti (Ólafur Gunnarsson sálfræð
ingur). 20.55 Tónleikar: Atriði ur
óperunni „Hollendingurinn fljúg-
andi:: eftir Wagner (Josef
Greindl, Annelise Kupper, Wolf-
gang Windgassen, Sieglinde
Wagner, Ernst Háfliger, Josef
Metternich og Rias-kammerkór-
inn syngja; Sinfóníuhijómsveit
Berlínar leikur; Ference 'Fricsay
stjórnar). 21.30 Útvarpssagan:
Farandssalinn“ eftir Ivar Lo-Jo-
hansson; XIV. (Hannes Sigfússon
rithöfundur). 22.10 Kvöldsagan:
„Tólfkóngavit" eftir Guðmund
Friðjónsson; II. (Magnús Guð-
mundsson). 22.30 Frá tónleikum
austur-þýzka útvarpsms í Leip-
zig 1. f m.: Sinfónía nr. 5 eftlr
Dmitri Shostakovitstj (Gewand-
haus-hljómsveitin í Leipzig leik-
ur; Leopold Stokowsky stjórnar).
23,20 Dagskrárlk.