Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 19
MlSvik'udagur 22. júlí 1959 MORGUIVBL 4ÐIÐ 19 — / fáum orðum sagt Framh. af bls. 8 ar á nesinu niður við ána og lá í brekkunni, unz ég sofnaði út frá skælum. Ég hafði með mér stór- an hund svartan, sem Skuggi hét, og vinnumaðurinn átti.» Allt í einu vakna ég upp við það, að í kringum mig stendur stærðar kúahópur og naut í hópnum, svo ég varð logandi hrædd, sigaði hundinum á hópinn, tók til fót- anna og _Jj óp heim allan flóann, en það hefði ég ekki þorað nema vegna þess, hvernig á stóð. En ekki var ég rekin til baka í það skiptið. Ég spurði Maríu, hvort ekki hefði komið margt merkra manna í heimsókn til þeirra hjóna og svaraði hún því játandi. Hún kvaðst muna eítir sr. Matt- híasi Jochumssyni skáldi. — Hann var á suðurleið, þá nýgift- ur miðkonunni. Mér leizt bara ágætlega á hann, líklega vegna þess að ég vissi að hann var frændi minn. — Þú fórst með vísur eftir Jó- hannes gamla áðan. Gaztu ekki svarað í sömu mynt? — Ég, ónei. Ég hafði nú lítið vit á því. — En þú ert hagmælt. — Nei, r.ei, ég er ekki hagmælt. Ég segi alltaf, að ekki sé undar- legt, þó ég hafi ekki stóra sál, því ég kom strax árið eftir að tvíburarnir, Ólína og Herdís, fæddust — og allt vitið fór í þær. Annars voru foreldrar mínir bæði hagmælt og ég man eftir þulu, sem móðir mín setti saman um okkur systurnar: Jóhanna og Gunna gullsfögur nunna Ólína og Dísa drósum skal lýsa María og Steina má þeim ei leyna sjöunda Andrésa satt skal ég lesa Slaría Katrír mæta má henni við bæta þennan flokkinn fljóða faðirinn annist þjóða. Óhætt er að segja, að „faðirir.n þjóða“ hafi annazt mig vel. María Katrín var hálfsystir okkar og sú eina fyrir utan mig, sem enn er á lífi. Hún býr á Reyðarfiröi. Það er svo skrýtið, að við nöfn- urnar eigum sama afmælisdag. Hún er átta árum yngri en ég. Ég ímynda mér, að hún heiti í höfuðið á fyrri konu Sveinbjörns stúpa míns, en ég heiti eftir fæð- ingardegi mínum. — Lofaðu mér að heyra svo sem eina vísu eftir þig. Mér er sagt þú sért ekki ver hagmælt en Ólína og Herdís. — Ég get það ekki góði, húr* er ekki til. — Já, en mér er sagt að þú sért mjög hagmælt. — Það er svo mörgu skrökvað, góði minn. — En heldurðu ekki, að þú sért nú að skrökva að mér? — Nei, nei, ég segi alltaf satt. En heyrðu, ég er ekki búin að segja þér frá því, þegar við flutt- Umsf að Breiðabólstað á Skógar- strönd, þá var ég á 10. ári og þar var ég þangað til ég gifti nig, 22 ára gömul. Maðurinn minn, Daði Daníelsson, var á næsta bæ, Litla-Langadal, og þangað flutt- umst við og bjuggum tvö fyrstu árin, en síðan bjuggum við á ýmsum bæjum, þangað til ég hætti búskap 1930 og fór suður. — Hann var á næsta bæ?, sagðirðu. — Já, við sáumst oft, og kann- ski var það óhjákvæmilegt, að það endaði með giftingu. Við hittumst heima á bæjunum og svo fór hann oft í kirkju, líklega bara vegna þess að hann vissi að ég mundi vera þar. Ég sxal benda þér á Narfeyri á eftir. Það er yzti bærinn á Skógarströnd og annexía frá Breiöabólstað og þar bjuggum við í fimm ár. Við eign- uðumst 15 börn, 9 eru á lífi og elzta dóttir mín er 78 ára. Það er dálítið skrítið að eiga svo gamla dóttur. — Þótti þér ekki gaman að koma til Iteykjavíkur. — Jú, en ég kann samt alltaf bezt við mig í sveitinni. Hér í Hólminum er fallegt og ég karoi vel við mig, hér er svo frjáis- legt og sveitarlegt. En heyrðu góði, hefurðu séð Helgafell? Ég skal þenda þér á það á eftir, þeg- ar við göngum út fyrir. Eir.u sinni gekk ég á Helgafell, en þekkti ekki reglurnar og masaði um hitt og þetta á leiðinni upp fellið og óskaði mér aldrei neins. Ef ég hefði nú bara óskað mér .. o, jæja. Við Ásthildur, fóstur- systir míu, giftum okkur sama daginn. Hún giftist Pétri Thorst- einsson og bjó á Bíldudal. Hann var ágætur maður, aldrei heyrði ég annað. Ásthildur var dálítið hagmælt, hún flutti eftir sig ljóð heima á Breiðabólstað á þjóðhá tíðinni 1874. Þá var margt til skemmtunar og kaffi drukkið hlöðunni. — Það hefur verið skemmtileg- ur dagur, þegar þið giftuð ykkur. — Æ, ég veit ekki. Mér fannst alltaf li-ið eitthvað ömurlegt. En það var fjölmenni á Breiðabóls- stað á giftingardaginn og daginn eftir. Fyrst voru stórlaxarnir boðnir og daginn eftir var öllum hjónum í sveitinni boðið til a.ð kveðja Ásthildi, áður en hún færi vestur. Þetta var svo sem nógu gott. Guð vildi hafa þetta svona og hann varð að ráða. — Þú sagðist ekki hafa hitt móður þína nema einu sinni eftlr að þú fórst að heiman, en segðu mér, hittirðu aldrei Herdísi syst- ur þína? — Ójú, það var dálítið skrítið hvernig við Herdís hittumst fyrst. Þá var ég um fimmtugt og var að fara suður á Bessasxaði með Dóru dóttur mína að heim- sækja Theodóru og Skúla Thor- oddsen. Ég er búinn að gleyma, með hvaða skipi við fórum en þegar við komum inn i almenn- inginn og ætluðum að fá pláss til að sofa í, var allt fullt. Ég leit samt inn og sagði: — Hér er þröngt á þingi. Þá kölluðu xon- urnar í einum kór, að ekki væri hægt að bæta nokkurri mann- eskju við. En þá sé ég þar konu uppi í efri koju og þykist þek*.ja svip á henni. Ég herði upp hug- ann og spyr hana að heiti. Hún svarar stuttaralega: — Nú, ég heiti Herdís. — Andrésdóttú? spyr ég. — Já, segir hún undr- andi. — Jæja, ætli ættir okkar komi þá ekki saman, segi ég. Og þá var eins og haft var efiir karlinum: — Þá vissurr* við fyrst það vórum við. Svo kotraði Her- dís okkur niður og það fór ágæt- lega um okkur það sem eftir var ferðarinnar. Mig minnir Herdís koma frá Ólafsvík. — En að lokum: Datt þér nokk- urn tíma í hug María, þegar þú varst ung. að þú ættir eftir að verða svona gömul. — Ó-nei, það datt mér aldrei í hug. — Þú sagðir áðan, að þú hefðir alltaf orðið að láta í minni pok- ann, en ekki hefurðu orðið að láta í minni pokann fyrir Eili kerlingu. María leit upp úr prjónunum og horfði brosandi á mig: Fyrst um sinn að fella mig að velli, sagði séra Matthías, skal fremur verða leikseigt, kerling Elli. Áður en ég kvaddi Maríu Andrésdóttur, hafði ég orð á því við hana, að ég undraðist, hversu ern hún væri; sennilega væri hún ernasta manneskja á öllu lard- inu, komin á þennan aldur, og heyrði og sæi ekki ver en margur á miðjum aldri. Hún svaraði, að það væri ekki rétt, því sjóoin væri farin að deprast: ■— Það finnst mér verst, að ég get ekki lengur lesið og er alveg hætt að geta klórað kunn- ingjunum til. En það er ekki til að kvarta yfir. Ég hef fengið að halda sjóninni lengi og því sem mér var lánað. En handavinna hennar sagði aðra sögu, því hún er unnin af smekk og listrænni skynjun og ber gömlum íslenzkum heimilis- iðnaði fagurt vitni. Um það /ar ekki rætt frekar og við gengum út á tröppurnar og hún benti mér á Helgafell. Svo kvöddumst við og ég ók suður aftur og úr Kol- beinsstaðahreppi móaði í Hest með hvítan ullarhnoðra bláu faxinu. M. Krúsjeff Enn barizt í írak, segja egypzk bloð BAGDAD, 21. júlí — Kutznetsov, I innar. Á fundi með fréttamönn- aðstoðarutanríkisráðherra Sovét- i svar- ríkjanna, dvelst nú í heimsókn í Irak og kom hann þangað í til- efni af eins árs afmæli byltingar- Framhald af bls. 2. að ákvörðun Sovétstjórnarinnar sé móðgun við forsætisráðherra Norðurlanda. Aktuelt, aðalmálgagn Social- demokrata £ Danmörku segir, að Rússar hafi sýnt Norðurlandabú- um mikið tillitsleysi með því að hætta við heimsókn Krúsjeffs með stuttum fyrirvara. Blaðið segir, að undirbúningi undir heim sóknina hafi verið lokið, leigt hafi verið húsnæði handa for- sætisráðherranum, föruneyti hans og 50 blaðamönnum, mat- seðlarnir hafi verið prentaðir fyrir veizlurnar, þúsundir lög- regluþjóna þjálfaðir í því að veita Krúsjeff nauðsynlega vernd og miklum fjárhæðum hafi verið var ið í allt þetta umstang. Blaðið bætir því þó við, að mikil fjár- fúlga muni sparast við sinna- skipti Krúsjeffs. Politiken segir, að búizt sé við, að danska stjórnin afhendi Sovét stjórninni svar sitt við orðsend- ingu Sovétstjórnarinnar og þar muni verða lögð áherzla á, að gestur í lýðræðislandi geti alls ekki ætlazt til þess að gagnrýni á hann sé þögguð niður eða ríkis- stjórnin setji ritskoðun á blöðin. Dagens Nyheter í Stokkholmi segir: Að krafa Rússa um, að rit- frelsi í Svíþjóð verði heft á sama hátt og gert er í Rússlandi, af- hjúpi tilgang og innræti gestanna. Enginn hefur borið fram jafn svívirðilega .kröfu við sænska ríkisstjórn síðan nasiztarnir voru lagðir að velli, segir blaðið enn- fremur. ★ Frá Lundúnum berast þær fregnir, að Tass-fréttastofan hafi í gær sent út fregn um ástæð- una fyrir því, að Krúsjeff hætti við heimsókn sína til Norður- landa. Fréttastofan segir, að af viðbrögðum ýmissa blaða á Norð- urlöndum hafi komið í ljós, að heimsókn Krúsjeff sé ekki tíma- bær og hafi henni því verið frest- að, e. t. v. um eitt ár, segir frétta- stofan. Þá segir fréttastofan enn- fremur að ákvörðun Sovétstjórn- arinnar muni ekki á nokkurn hátt skaða sambúð Sovétríkjanna og Norðurlanda. Þvert á móti verði þetta kannski til þess að bæta hana, segir fréttastofan. /Jbröf/ir Framh. af bls. 18. 3. V. Ovsepjan R. 17,67 4. V. Lipenis R. 16,61 Sleggjukast 1. Rudenkov R. 66,76 2. Conolly, B 66,10 3. Krivonosow R 62,94 4. Backus, B. 'M),48 4x100 m boðhlaup Bandaríkin 39,8 Rússland ' 40,0 4x400 m boðhlaup Bandaríkin, 3:07,0 Rússland 3:10,8 20 km. gaaga 1. Golubnitji, R. 1:38,20,2 2. Vedjakov, R. 1:39,38,4 3. Haluza, B 1:41,57,8 4. Timcoe, B. 1:54,01,2 10.000 m hlaup 1. Desjatsjikov, R. 31:40,6 2. Pyranakivi, R. 32:49,0 3. M. Truex, B. 33:13,0 Bob Soth, B. hættt. — Sinfóniu- hljómsveitin Framh. af bls. 6 ar til Norður- og Austurlands. Hin fyrri var farin sumarið 1957, og voru þá heimsóttir margir sömu staðir og nú. Víðast hvar var aðsókn meiri nú en þá. Ork- ar ekki tvímælis, að þessi þáttur í starfsemi Sinfóníuhljómsveitar- innar er mjög mikilvægur, og getur orðið til að lyfta undir og auðga til mikilla muna tónlistar- líf’um byggðir landsins. Þessi tónleikaför stóð alls 13 daga og voru tónleikar haldnir á 15 stöðum. Á 6 stöðum höfðu sinfóníuhljómleikar ekki verið haldnir áður, 7 staðir voru nú heimsóttir í annað sinn, og 2, Akureyri og Skjólbrekka í Mý- vatnssveit, í þriðja sinn. — Jón Þórarinsson bað að láta þess get- ið með þakklæti, að félagsheimili og flest önnur samkomuhús, þar sem tónleikar voru haldnir, liafi verið léð ókeypis. í landskeppni kvenna unnu rúss- nesku stúlkurnar með miklum yfir- burðum eins og búizt var við. Þær hlutu 67 stig en þær badnarísku 40. Það er ennþá stærri sigur heldur en árið 1958 en þá unnu þær rússnesku með 63 stigum á móti 44. um í dag var hann m. a. spurður að því, hvort Sovétstjórnin hefði látið Iraksstjórn kjarnorkuvopn í té. Hann svaraði: — Við Rússar viljum draga úr útbreiðslu kjarn orkuvopna. Þá var hann spurður að því, hvort Rússar mundu af- henda íraksstjórn kjarnorku- vopn, ef hún færi þess á leit. — Ekki kvaðst ráðherrann hafa heimild til að svara þeirri spurn- ingu. Blöð í Egyptalandi halda því fram, að enn sé barizt í írak og mikið mannfall hafi orðið í bardögum þar í landi, einkum í Kirkuk, þar sem tæplega 1000 manns hafi fall- ið í bardögum, en eins og kunnugt er hafa kommúnistar gert byltingartilraun í land- inu, en stjórnarherinn látið hart mæta hörðu. Egypzka fréttastofan segir, að komm- únistar gangi vopnaðir um göturnar í Bagdad og ógni fólki. ÖRN CLAUSEN heraðsdomsiögmaður. Málf'utmngsskrifstofa. BankastræU 12 — Simi 10499. ÞAKKIR Hugheilar þakkir færi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig og glöddu á níræðis afmæli mínu 15. júlí s.l., með heim- sóknum, gjöfum og símskeytum. Sérstaklega þakka ég Bæjarstjórn Vestmannaeyja hlý- hug og höfðinglega gjöf í tilefni dagsins. Heill og hamingja fylgi ykkur ölium. Jón Jónsson, Brautarholti, Vestmannaeyjum Þakka innilega öllum þeim er sýndu mér vináttu á sjötugsafmæli mínu þann 7. júlí s.l. ' Þórður Kárason, Litla-Fljóti. Ég þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig á sjö- tugsafmæli mínu 16. júlí s.l. með heimsóknum, skeytum og rausnarlegum gjöfum. Guðrún Haraldsdðttir, Hrafkelsstöðum. Eiginmaður minn GUNNLAUGUR SIGFÚSSON trésmiður, Blómvallagötu 13, lézt í Bæjarspítalanum mánud. 20. júlí s.L Sigríður Sigurðardóttir. Jarðarför hjartkærar móður okkar og tengdamóður ÞURlÐAR GUÐRUNAR EYLEIFSDÖTTUR frá Árbæ, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtud. 23. júlí kl. 2 e.h. Jéu-ðarförinni verður útvarpað. Ásta og Björgvin Grímsson, Elín og Ralph Hannam, Stella og Leifur Guðlaugsson, Guðrún og Björgvin Einarsson, Erlendur Guðlaugsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför GlSLA RAGNARS GUÐMUNDSSONAR bókbindara. Systkini, móðursystir og aðrir vandamenn. Þakka innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför, STEFÁNS ÞORLÁKSSONAR, fyrrv. hreppstjóra Reykjadal, Mosfellssveit Sigurður N. Jakobsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.