Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1959, Blaðsíða 1
20 siðui Forsetakosningum frestab k>ar til í dag Alþingi sett við hátiðlega athöfn i gær: Kjörbréf allra bingmanna sam- bykkt samhljóða ALÞINGI var sett við hátíðlega athöfn í gær. Hófst athöfnin með l*ví, að forseti islands, biskup og alþingismenn gengu fylktu liði frá Alþingishúsinu til Dómkirkjunnar og fór þar fram guðsþjónusta. Að henni lokinni var gengið aftur til Alþingishússins og las forseti Islands forsetabréf um þennan aukafund Alþingis og sagði þingið sett. Aldursforseti þingsins, Páll Zóphóníasson, tók því næst við fundarstjórn og voru kjörbréf tekin til rannsóknar og öll samþykkt í einu hljóði. Þá undirrituðu nýir þingmenn eiðstaf, en að því loknu var fundi frestað til næsta dags. I dag fer svo væntanlega fram for- setakjör á Alþingi. Þingmenn ganga til guðsþjónustu í Dómkirkjunni. ★-------------* Atlas-skeyti 9000 km. WASHINGTON, 21. júlí — Banda ríski flugherinn skaut í morgun á loft flugskeyti af Atlas-gerð og heppnaðist skotið vel. Skeytið féll í sunnanvert Atlantshafið eftir að hafa farið 9 þúsund km. í því voru mörg tæki til vísindalegra athugana. Skeyti þessi eiga að geta hitt í mark eftir 8000—9000 km flug og má geta þess, að Atlas-skeytið, sem Bandaríkjamen* skutu í morgun, fannst nákvæmlega, þar sem það átti að falla til jarðar. Miðvikudagur 22. júli Efni blaðsins m.a.: Bls. 6: Indverskur rithöfundur í heim- sókn hér. För sinfóniuhljómsveitarinnar. — 8: Samtal við Maríu Andrésdótttir 100 ára. — 9: Önnur skák Friðriks og Inga R. Jóhannssonar. — 10: Forystugreinarnar: „Af hverju hefur SIS sölubúðir í Reykja- vík“ og „Vísindin efla alla dáð“. Flugslys í Danmörku (Utan úr heimi). — 11: A Siglufirði. — 12: Finnar og friverzlunarsvæðið. — 13: Síldveiðiskýrsla Fiskifélagsins. — 18: ípróttir. *----------------------------* Gengið til kirkju. Laust eftir klukkan eitt f gær tóku alþingismenn að streyma til alþingishússins en áhorfendur söfnuðust saman á gangstéttmni við Austurvöll og virtu þingmenn ina fyrir sér. Tveir lögregluþjón- ar stóðu sitt hvoru megin við að- aldyr alþingishússins og heilsuðu í hvert sinn er þingmaður gekk inn í húsið. Laust fyrir klukkan hálftvö var klukkum Dómkirkjunear hringt og brátt gekk hin virðu- lega fylking út úr alþingishúsinu og til Dómkirkjunnar. Fremstir fóru forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson og herra Sigur- björn Einarsson, biskup næst gengu forsetafrú Dóra Þórhails- dóttir og Emil Jónsson, forsætis- ráðherra. Þar næst komu aðrir ráðherrar, en síðan alþingismenn og loks skrifstofustjóri Alþingis og ráðuneytisstjóri forsætisráðu- neytisins. Veður var þuirt, en loft þungbúið. Undirstaðan varðar mestu í Dómkirkjunni predikaði bisk- upinn. Lagði hann út af þessum orðum í 20. kapítula annarrar Mósebókar: Drottinn mælti við Móse: Þú skalt gjöra mér altari; alstaðar þar sem ég læt minnast nafns míns, mun ég koma til þín og blessa þig. í upphafi ræðu sinnar minnti hann á, að alþingishúsið og Dómkirkjan stæðu hlið við hlið og á einum grunni, en þsu stæðu einnig á sama grunni djúpt undir öllu yfirborði. Varð- aði mestu að leita að undirstöðu, fótfestu, öruggum og svikalaus- um grunni. Biskup sagði sögu af því, er lítið barr'. virti hann fyrir 3ér eitt sinn er hann hafði farið úr hempunni og sagði: „Þú ert bara maður“. Hér hefði litla barnið sagt mikinn sannleik. Hvaða stöðu sem menn hefðu á heocíi væru þeir fyrst og fremst bara menn í kirkjubekknum og frjá's- ir að opna huga sinn fyrir þeim sem væri bara Guð. — Biblíar kallaði menn til að minna þá á að þeir væru menn. Þannig segði hún mönnum að sættast við bróð- ur sinn áður en þeir gengju upp að altarinu og kristindómurinn væri ekki betur skýrður en í emu orði — hjálp; að látá hjálpast og verja öllu til að hjálpa öðrum. Lúther hefði einnig lagt á bað mikla áherzlu, að þjóna Guði væri að þjóna mönnunum. Framh. á bls. 3. > í Krúsjeff: I „Vér erum | i stolt þjó&"\ VARSJÁ, 21. júlí — í kvöld- verðarboði í rússneska sendi- ráðinu í Varsjá minntist Krús jeff á þá ákvörðun sína að hætta við heimsóknina til Norðurlanda. Hann sagði m. a.: „Vér erum stolt þjóð. Ef einhver hrækir á oss, heim- sækjum vér ekki þann, sem það gerir“. Er Genfarfundurinn Forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, setur Álþingi í gær út í sandinn? Rússar ósveigjanlegri en áður GENF, 21. júlí — Alláreiðanlegar heimildir í Genf segja að Herter, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi skýrt Gromyko, utanríkisráð- herra Bússa, frá því, að það sé álit Bandaríkjastjórnar, að Genfar- ráðstefnan fari út um þúfur, ef Rússar haldi fast í fyrri tillögu sína um sameiginlega nefnd þýzku ríkjanna til að fjalla um Þýzkalands- málin. Mun Herter hafa innt Gromyko eftir því, hvort Rússar væru cíáanlegir til að semja um Þýzkalandsmálin án þess að nefndar- skipunin væri með í þeim samningum. Heimildirnar herma, að Gromyko hafi ekki gefið nein skyr svör við spurningu Herters. — Ilerter mun hafa tilkynnt Eisenhower, að Rússar séu nú ósveigjan- legri í Genf en áður. Hafa hafnað tillögu Rússa Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum hafa Vesturveldin al- Á að halda áfram? Fréttaritari Reuters segir, að það sé skoðun bandarísku stjórn- að renna málamannanna í Genf, að á næstu tveim dögum verði skorið úr um það, hvort ástæða sé að halda Genfarráðstefnunni áfram. Þá berast ennfremur þær fregn ir frá Genf, að komið hafi til tals, að Nixon komi við í Genf, þegar hann flýgur heim úr Moskvuför sinni snemma í næsta mánuði, og ræði við Herter ut- anríkisráðherra. En auðvitað fell- ur slík ráðagerð um sjálfa sig, ef utanríkisráðherrafundi verður ó- vænt slitið. Fer til Berlínar Á laugardaginn flýgur Herter il Vesur-Berlínar í stutta heim- sókn og þar verður hann viðstadd ur hátíðlega athöfn, þegar einni af götum borgarinnar verð- ur gefið nafn John Foster DuIIes fyrirrennara hans i embæti utan- ríkisráðherra. Er skip Ólafs helga fundið? gerlega hafnað tillögum Rússa um þýzku nefndina. Vesturveld- in vilja ekkert aðhafast, sem gæti stuðlað að því, að Bonn-stjórnin væri neydd til að viðurkenna kommúnistastjórnina í Austur- Þýzkalandi. ÓSLÓ, 21. júlí — í dag fund- ust í Svíþjóð leyfar úr vík- ingaskipi, sem sérfræðingar telja, að verið geti úr skipi Ólafs konungs helga. Skipið fannst skammt fyrir sunnan Stokkhólm. Nokkur tími er liðinn síðan skipið fannst, en ekki hefur verið skýrt opin- berlega frá fundinum fyrr en í dag. Tvö önnur víkingaskip liggja á hafsbotni skammt frá stað þeim, sem þetta merki- lega skipsflak fannst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.