Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 1
20 siðuv 46. árgangur 166. tbl. — Miðvikudagur 5. ágúst 1959 Prentsmiðja Morgunblaðsins Eisenhower og Krúsjeff sœkja hvor annan heim Ákvörðun Eisenhowers víða gagnrýnd Washington, Moskvu, París, London og Bonn, Jf. ágúst. U M L A N G T skeið hefur engin fregn af alþjóðavett- vangi vakið jafnmikla athygli og fyrirhugaðar gagnkvæm- ar heimsóknir Eisenhowers og Krúsjeffs í haust. Það var tilkynnt samtímis í Washington og Moskvu, að Krúsjeff færi vestur um ha( í boði Eisenhowers fyrri hluta september og Eisenhower kæmi austur síðar í haust. Fjölmargir stjórn- málamenn um allan heim hafa látið í Ijós vonir um, að viðræður leiðtoganna muni leiða til betri sambúðar austurs cg vesturs, a. m. k. í bili. Þó hafa fyrirhugaðar heimsóknir víða verið gagnrýndar, aðallega í Frakklandi og V-Þýzka- landi — svo og í Bandaríkjunum sjálfum. Hins vegar hefur því almennt verið fagnað, að Eisenhower ætlar að heim- sæki Macmillan, de Gaulle og Adenauer áður en Krúsjeff hemur vestur um haf. Ólafur K. Magnússon, Ijósmyndari Mbl., fór í gær í flugvél austur yfir m. a. þessa mynd sem sýnir hinn mikla vatnsflaum við varnargarðinn aðalvatnsmagnið flæðir nú í gegn. — Mýrdalssand og tók og skarðið, þar sem jt Frá Nixon komið Vafalaust er það að undirlagi Nixons, að Eisenhower hefur nú boðið Krúsjeff heim. Þessar gagn kvæmu heimsóknir virtust rreð öllu óhugsandi fyrir eir.ni viku — og það má heita furðulegt, hve skyndilega hefur skipt um af- stöðu Bandaríkjastjómar. Nixon hefur ekki farið dult með það í ræðum sínum eystra, að Ráð- stjórnarleiðtogarnir hefðu gott af því að koma til Bandaríkjanna og sjá lífið þar með eigin augum, ýmsir hinna rússnesku leiðtoga væru allt of fávísir um Vestur- lönd og afstöðu hinna frjalsu þjóða. Gagnrýni Áhrif þau, sem Nixon hef- ur haft, bæði á Eisenhower, Bandaríkjastjórn — og al- menningsálitið á Vesturlönd- um eru undraverð. Að vísu eru háværar raddir, sem gagn rýna mjög þessa ráðstöfun Á Vatnsftaumurinn á Mýrdalssandi rauf 2 skörð í varnargarðinn Bandaríkjaþingi eru menn mjög ósammála — og margir málsmetandi þingmenn, bæði úr hópi republikana og demo- krata hafa látið í ljós megna óánægju og vonbrigði með heimboð Eisenhowers. Á meginlandinu láta blöðin í V-Þýzkalandi og Frakklandi hæst óánægðra, telja hættu á því að Krúsjeff takist að snúa á Eis- enhower öllum hinum frjálsa heimi úl óbætanlegs tjóns, pví að fyrirfram sé vitað að af háííu Ráðstjórnarinnar sé engin stetnu breyting á döfinni. Hennar mark- mið sé eitt og hið sama, alger heimsyfirráð — og þessi heim- sókn verði notuð út í yztu æsar í þeirri baráttu. Annað er að heyra á bvezku blöðunum — og brezkum stjórn- málamönnum yfirleitt Þeir fagna væntanlegum viðræðum Krús- jeffs og Eisenhower. fhaldsmenn eru ánægðir og segja, að Macmillan hafði markað stefnuna með heimsókninni til Moskvu í vetur. Eru Bretar að gera ser vomr um að ríkisle.ð- Framh. á bls 18. Vegurinn er bráðófœr, en svonefnd „syðri leið44 fœr stórum bílum og jeppum. — Brúar- gerð á Blautukvísl flýtt eftir föngum þetta gerðist voru allar 4 jarðýturnar, sem vinna við garðinn staðsettar allmiklu vestar, þar sem unnið var að hækkun garðsins. Voru þær því of fjarri til að loka skarð- inu nógu fljótt, en það breikk- aði hratt og mikill vatns- flaumur brauzt í gegnum það. Varð þá við ekkert ráðið. Á" Annað skarð Einni til tveimur klukku- stundum síðar tók vatn að renna vestan við vesturenda varnar- garðsins. Vatnið var ekki mjög mikið, en mikill straumþungi í því. Rann það suður í svonefnda Blautukvíslarbotna, þar sem nú er hafin vinna við brúargerð. — Þarna gróf vatnið sér strax all- djúpan farveg. Var þá svo komið, . að varnargarðurinn mátti heita VÍK í MÝRDAL, 4. ágúst. — Um kl. 4 aðfaranótt sunnu- dagsins 2. ágúst rofnaði skarð í varnargarðinn austast á Mýrdalssandi, austur við svo- nefnt Langasker. Skarðið kom mjög snögglega, því að klukkustund áður hafði bíll ekið þar eftir garðinum og þá virtist allt vera í lagi. Er Miðvikudagur S. ágúst Efni blaðsins m.a.: Bls. 3: Héraðsmöt Sjálfstæðismanna. — 6: Flaug fyrstu flugvél íslands. — 8: íslenzk kvikmyndaleikkona. — 9: Kvikmyndir. — 10: Forystugreinin: Viðskilnaður Framsóknar við efnahagsmálin. Hjartað stanzaði í 45 mín. (Utan úr hcimi). — 11: Níu íslenk skáld. einangraður, skarð austast á honum og vatnsflaumur vestan við hann. Vestara skarðinu lokað Þegar var hafizt handa um að loka vatnsflaumnum vestan við garðinn, því ill- mögulegt er að vinna við brúna, ef mikið vatn rennur í Blautukvísl. Eftir 5—6 klst. tókst að hefta vatnið og veita því aftur austur með garðin- Framh. á bls 18. „Fjandinn hafi fallbyssubátana" — kveðja frá Anderson, flotaforingja LANDHELGISGÆZLAN sendi blaðinu í gær orðsendingu frá Barry Anderson, flotaforingja, til brezkra togara við ísland, en orðsendingin var tekin á segul- band um borð í varðskipinu Maríu Júlíu 23. júlí sl. — í ís- lenzkri þýðingu hljóðar orðsend- ing flotaforingjans svo: „Frá flotaforingjanum til allra brezkra skipstjóra og togarasjó- manna við ísland: Ég mun bráðlega yfirgefa H.M.S. Duncan og starf mitt hér og vil hér með þakka ykkur öll- um prýðilega samvinnu og skiln- ing. Það hefir verið mér bæði ánægja og heiður að starfa með ykkur öllum. Samvinnuandinn mun áfram lifa. Ég óska ykkur öllum góðrar veiði og sölu — og fjandinn hafi fallbyssubátana. Barry Anderson. Þá sendi Landhelgisgæzlan einnig út í gær orðsendingu þá frá Anderson til varðskipsins Þórs, sem birt var hér í blaðinu sl. sunnudag. Segir þar, að orð- sendingin hafi verið send út hinn 21. júlí s.L Undirróður kommúnista óhrifolaus Kaupmannahöfn, 3. ágúst. ■ Einkaskeyti til Mbl. \ FYRSTU bandarísku eldflaug- j unum af Nike-gerð, sem Danir J fá frá Bandarikjunum, var skipað á land úr bandarísku \ skipi í Árósum í dag. Uppskip í unin fór fram með eðlilegum \ tiætti og bar ekkert til tíðinda, s en kommúnistar höfðu róið að 1 þvi öllum árum, að hafnar- ^ verkamenn neituðu að skipa s eldflaugunum á land — og hindra þar með a.m.k. um ^ stundarsakir að þeim yrði s komið fyrir í Danmörk. Rockefeller trúlofast OSLÓ, 4. ágúst. — Steven Rocke- feller, sonur Nelsons Rockefeller fylkisstjóra í New York, hefur trúlofast-ungri kaupmannsdóttur í Kristiansand, Anne-Marie Ras- znussen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.