Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 19
Miðvilciiéfagur 5. agúst 1959 MORGVNBL4Ð1Ð 19 Hjartanlega þakka ég börnum mínum og vandamönn- um blóm, skeyti og gjafir á 75 ára afmæli mínu 26. júlí Guð blessi ykkur öll. Gísli H. Guðmundsson, bifreiðastjóri Grensásvegi 2 Alúðar þakkir færi ég öllum vinum mínum f jær og nær, sem glöddu mig á einn eða annan hátt á áttræðisafmæli mínu, þann 30. júlí s.l. Sólveig Elínborg Vigfúsdóttir, Mínar innilegustu þakkir til allra þeirra er glöddu mig með Jbeimsóknum, gjöfum og skeytum á sjötugsafmæli mínu 28. júlí 1959, svo dagurinn verður mér ógleyman- legur. Guð blessi ykkur öll. * Júlíus Björnsson, Garpsdal Vegna jarðarfarar Theodórs Jónssonar, forstjóra, verða verzlanir vorar lokaðar fimmtudaginn 6. ágúst. AIMDERSEIM & LAIJTH H.F. Kveðjuathöfn okkar ástkæru móður, systur, ömmu tengdamóður, KJETILRÍÐAR GUÐRÚNAR VETURLIÐADÓTTUR, frá Heste-yri, sem lézt þann 29. júlí, fer fram frá Fossvogskirkju, mií- vikudaginn 5. ágúst kl. 4,30 e.h. Athöfninni verður útvarp- að. Jarðarförin fer fram frá ísafjarðarkirkju þriðjudag- inn 11. ágúst kl. 2 e.h. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á ein- hverja líknarstofnun. Fyrir hönd aðstandenda. Bjarni Guðmundsson Konan mín, GUÐBÚN J. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Mosvöllum í Önundarfirði verður jarðsungin fimmtudaginn 6. ágúst kl. 2 e.h. Athöfnin fer fram í Fossvogskirkju og verður útvarpað Guðmundur Bjarnason Hjartans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við frá- fall og jarðarför HALLDÓBS VILHJÁLMSSONAR Smáratúni 14, Selfossi Sérstaklegar þakkir viljum við færa Guðnýu Kristjáns- dóttur og Vilhjálmi Jónssyni. Fyrir hönd vandamanna. Sigríður Björnsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför, EYRÚNAR jakobsdóttur Þorsteinn Bjarnason, börn og tengdabörn Innilegar þakkir til hinna mörgu, fjær og nær, sem vottað hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNLAUGS SIGFÚSSONAR — Alþingí Framh. af bls. 2. áxin hefði í langflestum atriðum verið dreifbýlinu í óhag m.a. hefði hann barizt gegn nýsköpuninni, sem bætt hefði upp aðstöðumun dreifbýlisins og þéttbýlisins í at- vinnulegu tilliti og enn væri und irstaða atvinnulífsins úti um landið. f þessuim efnum hefði þurft meiri stórhug en Framsókn armenn hefðu nokkru sinni átt til. Og þannig hefði hann ætíð staðið á móti hagsmunamálum dreifbýlisins þó að hann kannske væri ekki á móti þeim. Skilning- inn vantaði. SpiUingin í Framsóknar- flokknum Þá varði ræðumaður alllöngum tíma til að leiða rök að því að Framsóknarflokkurinn gæti aldrei orðið höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins eða í fylk- ingarbrjósti vinstri manna þar sem hann berðizt gegn launþegum sem væru um 75% landsmanna. í því sambandi skopaðist ræðu- maður að yfirlýsingum Framsókn armanna um að þeir berðust gegn fjárplógsstarfsemi og kvað ekk- ert mark á þeim takandi. Þeir hefðu þvert á móti hvarvetna gerzt baráttumenn fyrir fjárplógs starfsemi. Meðal annars hefðu þeir lýst því yfir að Sjálfstæðis- flokkurinn væri voðalegur flokk- ur af því að hann vildi afnema verðlagseftirlit. En sjálfur hefði Framsóknarflokkurinn svo skap- að grundvöll fyrir mesta gróða- brall sem dæmi væru til. — Þetta væri sú spilling sem orðið hefði í Framsóknarflokknum og Sam- vinnuhreyfingunni. I lokin fór Einar Olgeirsson hörðum orðum um Framsóknar- flokkinn fyrir aðgerðarleysi hans í sambandi við kjördæmaskipan- ina og kvað það algjöra fásinnu, sem haldið væri fram, að flokkur inn hefði ekki haft tækifæri til að ganga til samstarfs við aðra stjórnmálaflokka um breytingar á henni. Honum hefðu gefizt mörg slík tækifæri. Framsóknarmenn gkildu hins vegar aldrei nein tím anna tákn og hefðu haldið að þeir gætu setið rólegir í skjóli forrétt inda sinna. Þeir hefðu því meira að segja sleppt tækifærinu á þeim tíma, sem þeir hefðu skriflega skuldbundið sig til þess að semja um málið og leysa það. Fundinum var slitið kl. 16, en framhaldsumræður boðaðar kl 21. x Þegar fundur hófst að nýju kl. 9 í gærkvöldi hélt Björn Pálsson stutta ræðu, þar sem hann m.a. taldi það rangt hjá Einari Olgeirs syni, að verkalýðurinn væri fyrst og fremst búsettur í þéttbýlinu. Það væri þess vegna ekki rétt hjá honum, að kaupfélagsstjórar Framsóknar úti í dreifbýlinu hefðu meiri áhrif á stjórn lands- ins en -verkalýðurinn. Næsti ræðumaður var Þórarinn Þórarinsson og gerði hann ræðu Einars Olgeirssonar líka að um- talsefni. Hann sagði m.a. að Fram sóknarflokkurinn hefði verið öfl ugasti andstæðingur Sjálfstæðis- flokksins á undanförnum árum. Þá hefðu kommúnistar reynzt launastettunum illa í kjarabar- áttunni. Eysteinn Jónsson ásakaði Einar Olgeirsson um að hafa sundrað vinstra samstarfinu að ástæðu- lausu og vekti nú fyrir honum að reyna að koma á stjórnarsam- vinnu við Sjálfstæðisflokkinn. Hann kvað kommúnista bera á- byrgð á gróða hinna auðugu, af því að þeir hefðu með því að knýja fram kaupkröfur sínar, valdið þeirri verðbólguþróun, er skapað hefði langmest af gróð anum. Þá vék ræðumaður að kjör- dæmamálinu og kvað Framsókn- armenn hafa lýst því yfir fyrir kosningar, að ef meirihluti fengist gegn kjördæmabreytingunni, yrði sá þingstyrkur fyrst og fremst notaður til þess að finna viðun- andi lausn á málinu. Umræðurnar stóðu enn yfir þeg ar vinnu lauk við blaðið seint í gærkvöldi. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Sigurðardóttir Njáll Gunnlaugsson, Sigfús Kr. Gunnlaugsson, Sigríður E. Sigfúsdóttir, Huida Gunnlaugsdóttir Jón M. Gunnlaugsson Ragnhildur E. Þórðardóttir, Arnór Þ. Sigfússon. Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR frá Hvassafelli Sérstaklega þökkum við in'nilega þá hlýju og samúð, sem við mættum af hendi Norðdælinga. Guðlaug Klemesdóttir, Hermann Guðmundsson Sveinbjörg Klemesdóttir, Guðmundur Magnússon ÍDómhildur Klemesdóttir, Beinódus Halldórsson, og barnabörn Móðir mín, JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, Laugavegi 98, andaðist 31. júlí. Jarðarförin fer fram mánudaginn 10. ágúst kl. 1,30 frá Fossvogskirkju. Aðalbjörg Jónsdóttir Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ■*' SKAFTI GUNNARSSON, lézt að heimili sínu Baugsvegi 9, sunnudaginn 2. ágúst Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 7. ágúst kl. 3 s.d. Guðfinna Ólafsdóttir, börn, tengdadóttir, barnabörn og systir hins látna Faðir minn, AÐALSTEINN ÁRNASON, frá Vopnafirði lézt ( Landspítalanum 2. ágúst. Sigurveig Aðalsteinsdóttir Maðurinn minn, LOFTUR SIGFÚSSON Brunnstíg 3, Hafnarfirði andaðist þann 1. ágúst s.l. á S.t. Jósepsspítala Hafnarfírði Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna. Kristín Salómonsdóttir Móðir mín og tengdamóðir, SESSELJA HELGADÓTTIR Efstasundi 53, andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu 2. ágúst. Fyrir hönd vandamanna. Kristín Björnsdóttir, Þórður Guðnason Maðurinn minn, RÚRIK N. JÓNSSON, vélstjóri andaðist í sjúkrahúsinu Sólvangí 3. þ.m! Vigfúsína Erlendsdóttir Konan mín, DAGBJÖRT JÓNSDÓTTIR frá Sæbóli andaðist í Bæjarsjúkrahúsinu, 3. ágúst. Jarðarförin verð- ur auglýst síðar. Fyrir hönd bama, systkina og tengdabarna. Júlíus Jakobsson Jarðarför konunnar minnar, SIGURJÓNU JÓNSDÓTTUR Bárugötu 35 sem tilkynnt var að færi fram frá Fossvogskirkju þriðju- dag 4 ágúst kl. 3, e.h. hefur verið frestað til föstudags 7 ágúst kl. 10,30 f.h. Árni Jónasson Elskulegur eiginmaður minn, Theodór Jónsson, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 6. ágúst kl. 10,30. Þeim, sem vildu minnast hans, er góðfúslega bent á styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Jóhanna Sigvaldadóttir Móðir okkar, MARGRÉT ÓLAFSDÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 6. þ.m. kl. 2 e.h. Jarðsett verður í gamla garðinum. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Helga Guðmundsdóttir, Ágúst Guðmundsson Ástríður Guðmundsdóttir, Ólafur Þ. Guðmundsson Guðrún Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson. Maðurinn minn, ÞORBERGUR GUNNARSSON Ingólfsstræti 9 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 5. ágúst kl. 13.30. Soffía Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.