Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 18
18 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. ágúsf 1959 Fœreyja fiskimannafélagið hefur ekki kvartað við LÍÚ um vanskil á kaupi Yfirlýsing ÚÚ Í>ANN 26. júlí sl. birtist í dag- blöðum bæjarins viðtal við Jakup í Jakupsstuvu, ritara Færeyja Fiskimannafélags, þar sem því er haldið fram, að óþol- andi svik hafi verið hjá íslenzk- um útvegsmönnum á kaup- greiðslum til Færeyinga og því haldið fram, að enn væri ógreitt til Færeyja um þriðjungur af heildarlaunum þeirra, eða um 8 millj. ísl. króna. Þar sem hér er farið með^slík- ar firrur, vill LÍÚ fyrir hönd út- vegsmanna gefa eftirfarandi upp lýsingar: Miðvikudaginn 22. júlí sl. áttu fulltrúar LÍÚ viðræður við rit- ara F.F. um ráðningar á færeysk- um fiskimönnum ,sem áttu sér stað á þessu ári, svo og um yfir- færslur á vinnulaunum til Fær- eyja. Við þessar viðræður af- henti ritari F.F. fulltrúum LÍÚ lista með nöfnum yfir 246 fær- eyska sjómenn, sem hann taldi að ekki væri komið lokauppgjör fyrir frá síðustu vertíð. Að- spurður hvort téðir 246 menn hefðu kvartað við F.F. yfir van- skilum á launum þeirra gaf hann þau svör, að svo væri ekki, held- ur væri iistinn yfir þá menn, sem skrifstofa F.F. teldi að ekki hefðu fengið lokauppgjör skv. spjaldskrá félagsins. Með tilliti til þessara upplýs- inga hafði skrifstofa LÍÚ sam- band við vinnuveitendur þess- ara manna í síðustu viku og af viðtölum við þá kom í ljós, að af framangreindum 246 sjómönn- um sem á listanum voru, höfðu 157 þegar fengið fullnaðar- greiðslu er þeir fóru úr skip- rúmi, 52 voru enn hér á landi og höfðu fengið mánaðaryfir- færslur í samræmi við samning LÍÚ og F.F., eða kr. 4.000,00 pr. dvalarmánuð, en lokayfirfærslu á launum sínum fá hinir fær- eysku sjómenn þá fyrst, er þeir fara burt af landinu, en 37 höfðu enn eigi fengið laun sín að fullu greidd og mun sú upphæð, sem þannig er ógreidd vegna starfa færeyskra sjómanna hér á landi síðustu vertíð nema samtals um 259 þús. ísl. króna, en ekki 8 millj. kr. eins og haldið er fram í greindu viðtali. f>á vill LÍÚ leiðrétta það rang- hermi er fram kemur í greindu viðtali að ritari F.F. hafi inn- heimt á meðan á dvöl hans stóð hér nokkum eyri af launum færeyskra sjómanna, enda LÍÚ ókunnugt um, að hann hafi átt viðtal við nokkra útvegsmenn í sambandi við xnnheitmur á laun- um. Varðandi yfirfærslur á vinnu- launum færeyskra sjómanna, sem störfuðu á b.v. Brimnes NS 14 árið 1958 vill LÍÚ taka fram, að þann 12. jú!í sl. móttók LÍÚ heimild fjármálaráðuneytisins um undanþágu frá greiðslu 55% — Eisenhower Framh. af bl. 1. togafundur fylgi í kjölfar hinna gagnkvæmu heimsókna, en í Washington er að heyra á stjóin- málamönnum, að ríkisleiðtoga- fundur sé jafnfjarlægur og áður enn sem komið er a. m. k. ★ Hvar á að hýsa hann!! Þessi stóra fregn var ekki fyrr komin á kreik en þeir Macmillan, Adenauer og de Gaulle fóru að metast á um það, hver þeirra væri sjálfkjörinn gestgjafi Eisen- howers, þegar hann kæmi ál Evrópu til skrafs og ráðagerða áður en Krúsjeff kemur í heim- sóknina. Allir vildu hýsa Eisen- hower og halda fund æðstu manna fjórveldanna (Bandaríkj- anna, Bretlands, Frakklands og Y-Þýzklands). Afleiðingarnar urðu þær, að Eisenhower ákvað að heimsækja þá alla sinn í hvoru lagi, eins og Dulles gerði forðum — og er búizt við að hann komi fyrst til London, um eða upp úr 20. ágúst, dveljist þar í 3-4 daga — og lialdi síðan til Parísar. Þar dvelst hann i tvo daga — og heldur síðan til fundar við Adenauer í Bonn. ★ Búizt er við því, að á þessum fundum muni Eisenhower gera grein fyrir því hvernig móttöku Krúsjeffs verður hagað og hvað hann ætlar að leggja áherzlu á í viðræðunum við rússnesku for- sætisráðherrann, sem er hinn fyrsti, sem kemur í heimsókn til Bandaríkjanna. Eisenhower mun Og leita ráða og stuðnings banda- manna sinna — og líklegt er talið, að hann hitti þá aftur að máli, þegar hann fer sjálfur til Moskvu síðar í haust. Heimsóknir þessar og viðræð- umar verða mjög vel undirbúnar. Eisenhower hefur hitt Krúsjeff áður, svo að hann er ekki neð öllu óvanur að umgangast rúss- neska leiðtogann. Fundum þeixra bar saman í Genf árið 1955, er Krúsjeff var í fylgdarliði Bulgan- ins á Genfarfundinum fræga, þeg ar „andinn frá Genf“ fæddist. .— Búizt er við því, að Krúsjeff dveljist 3 daga í Washington og ferðist um Bandarkin í 10 daga. Sennilega verður heimsókn Eis- enhowers ti) ftússlands hagað svipað. Meðal þeirra fyrstu, sem létu til sín heyra, eftir að fregnin um heimboðin var birt, var Macmill- an, sem fagnaði af heilum huga þróun málanna. Kvaðst hann alit af hafa verið þeirrar skoðunar, að persónulegar viðræður væru væn legri til árangurs en formlegir fundir — og ekki var að heyra á honum né öðrum leiðtogum Breta, að óttazt væri, að Eisen- hower mundi ekki standast Krús- jeff snúning í kappræðunum væntanlegu. Adenauer sagði, að hann vænti þess, að Eisenhower tækist að sannfæra Krúsjeff um, að lýð- ræðisþjóðirnar væru staðráðnar í að standa vörð um hinn frjálsa heim. Ekki var neina óánægju að heyra á v-þýzka forsætisráðherr- anum, en samstarfsmenn hans og aðrir v-þýzkir stjórnmálaforingj- ar drógu enga dul á það, að nú hefði Krúsjeff fengið máli sinu framgengt um einkaviðræður við Eisenhower — og það án allrar fyrirhafnar. Nú vantaði em- beittni og stefnufestu Dullesar. Nú væri eitt í dag og annað á morgun. De Gaulle hefur enn sem kom- ið er ekkert látið heyra frá sér, en tilkynnt var í kvöld, að hann mundi binda skjótan endi á sum- arleyfi sitt og hefjast handa um undirbúning að móttöku Eisen- howers, sem hann á von á til Parísar 27. ágúst að sögn tals- manns frönsku stjórnarinnar. Þessi talsmaður stjómarinnar lét og í veðri vaka, að fyrirhug- aðar einkaviðræður Eisenhow- ers og Krúsjeffs yllu Frökkum vonbrigðum. Það væri vitað má!, að þær mundu engan vanda leysa. Diefenbaker, forsætisráðherra Kanada, lét á sér skilja í dag, að stjóm hans hugleiddi, hvort ekki væri rétt að bjóða Krúsjeff til Kanada að aflokinni Bandaríkja- heimsókninni — og Cyrankie- wick, forseti Póllands, hóf í.áis á því við Nixon í dag, hvort Eis- enhower mundi ekki sjá sér fært að koma við í Póllandi í heim- leiðinni frá Rússlandi. Eisen- hower hefur ekki komið til Pól- lands síðan í stríðslok, en hann ber þá æðstu orðu, sem Pólverjar veita útlendingum. yfirfærslugjalds á téð vinnulaun, samtals að upphæð kr. 275.889,00 frá málfærsjumanni þeim, er hafði innheimtu þessa með hönd- um. Með bréfi LÍÚ 14. júlí var sótt um framlengingu á gjald- eyrisleyfi að sömu upphæð sem út var gefið af Innflutnings- skrifstofunni 19. júlí 1958 og mót- tók LÍÚ íeyfið framlengt þann 22. júlí sl. Samdægurs var leyfið sent Landsbanka íslands til fyr- irgreiðslu og var upphaéðin yfir- færð þann 25. júlí og var ritara F.F. fullkunnugt um þessa af- greiðslu áður en greint viðtal fór fram. Þess er rétt að geta, að LÍÚ höfðu engar kvartanir borizt frá F.F. á þessu ári um vanskil út- vegsmanna á launagreiðslum fyrr en greint viðtal birtist í blöðunum. Loks getur LÍÚ ekki látið hjá líða að lýsa óánægju sinni yfir því, að LÍÚ skuldi ekki gefinn kostur á að birta athugasemdir við margnefnt viðtal um leið og það birtist í blöðunum, þar sem á ósmekklegan hátt er veizt að einni stétt þjóðfélagsins af engu tilefni öðru en órökstuddum tékjuhugmyndum skrifstofu- manns í Færeyjum. Landssamband ísl. útvegsmanna. Eitt umferðarslys á vegum úti um helgina ÞRÁTT fyrir gífurlega um- ferð um verzlunarmannahelg ina á öllum vegum hér í nær- sveitum Reykjavíkur, var rannsóknarlögreglunni ekki kunnugt um nema eitt um- ferðarslys á vegum úti. Varð það slys á Sogsveginum, skammt fyrir ofan Álftavatn. Tveir bílar héðan úr Reykja- vík, stór amerískur bíll og lítill fjögurra manna Opel, rákust þar saman. Við árekst- urinn kastaðist Opel-bíllinn út af veginum, en í honum voru tvenn hjón með þrjú börn. Kona, sem sat í fram- sætinu, hlaut slæmt beinbrot á öðrum handlegg, en að öðru leyti hafði fólkið sloppið við meiðsl. Konan var strax flutt að Selfossi og var búið um beinbrotið þar til bráða- birgða. 1 gærdag hafði rannsóknarlög- reglan ekki íengið skýrslu um atburð þennan frá Selfossi, en enginn lögreglumaður var ná- lagt slysstaðnum. Voru öll helztu vitnin að árekstrinum þá farin af slysstaðnum og búið að flytja stóra bílinn ameríska þaðan. Það eru því vinsamleg tilmæli rann- sóknarlögreglunnar, að þeir, sem komu fyrst á staðinn eftir slysið, komi til viðtals hið fyrsta. Opel- bíllinn stórskemmdist við velt- una, en hinn skemmdist lítið, þótt ekki væri hann í ökufæru standi eftir áreksturinn. Ncyðarástand LONDON, 4. ágúst. — Stjómln f Laos hefiur lýst neyðarástandi í landinu og sent Hammarskjöld orðsendingu um ástandið. Vel vopnaðar sveitir kommúnist* ryðjast nú inn í Laos frá Norð- ur Vietnam. • ••<-••:, J Þessi mynd af skarðinu, sem tekin er á öðrum stað en hin fyrri, sýnir nokkuð stærð þess og hið mikla vatnsmagn, sem um það flæðir. — Mýrdalssandur Framhald af bls. 1. um. Til marks um straum- þunga vatnsins þarna má geta þess, að farvegurinn sem það gróf á þessum stutta tíma er víðast 2—3 m. á dýpt. Strax á sunnudagsmorgun þótti sýnt að ókleift mundi að loka skarðinu við Langasker, nema létta eitthvað vatnsþung- ann sem rann þar í gegn. Var þá það ráð tekið, að reyna að rjúfa skarð vestarlega á garðin- um og hleypa sem mestu vatni í gegn þar, sem það væri minnst til baga. Undirbúninái þess verks var lokið síðari hluta sunnudags, en þá kom nýtt óhapp fyrir. ic Nýtt óhapp Tæpum tveimur km. aust ar, eða nærri miðjum garði hafði vatnið hlaðið svo sandi undir sig norðan garðsins, að það tók að seitla yfir hann á kafla. Tvær jarðýtur voru þar að reyna að hækka garðinn, en fengu ekki við neitt ráðið. Skipti þá engum togum að vatnið brauzt í gegnum garð- inn. Á örskömmum tíma var þarna komið rúmlega 200 m. breitt skarð og vatnið fossaði gegn. Voru skörðin þá orðin þrjú og miðskarðið stærst og vatnsmest. Á mánudag var strax hafinn undirbúningur að því að loka austasta skarðinu, enda hafði vatnið í því minnkað mikið, eft- ir að hin tvö höfðu myndazt. — Sóttist verkið allgreitt og var öll- um undirbúningi lokið um 8 leytið um kvöldið. Þá var skarð- ið aðeins 60 m. á breidd, en mik- ill straumur orðínn í því. Tók síðan 2!4 klst. að loka skarðinu. Hafði þá tekizt að veita vatn- inu á ný austur í Skálm. Ýturn- ar unnu að því um nóttina að styrkja og breikka nýja garðinn. I morgun var síðan hafinn und- irbúningur að því að reyna að loka miðskarðinu, en viðbúið er að það verk sækist seint, því að það er bæði breitt og vatnsmik- ið, eins og fyrr segir. Hins veg- ar er ekki ráðgert að loka vest- asta skarðinu, fyrr en brúin er komin yfir Blautukvísl, en þá er ætlunin að reyna að veita sem mestu af vatninu undir þá brú. ýf Bílar fluttir yfir 1 dag voru nokkrir fólks- bílar fluttir á trukkum vestur yfir Mýrdalssand. Var þá far- in svonefnd syðri leið, beint vestur úr Álftaveri. Varnargarðurinn á Mýr- dalssandi mun vera orðinn tæplega 6 km. að lengd. Við hann vinna um 40 menn und- ir 'stjórn Brands Stefánssonar vegaverkstjóra. Hafa þeir til umráða 4 jarðýtur, 10—14 tonna, 12 vörubíla, 2 loft- pressur og 2 vélskóflur. Auk þess vinna 11 menn að brúar- smíðinni yfir Blautukvísl und ir stjórn Valmundar Björns- sonar, brúarsmiðs í Vík. — Fréttaritari. * Horfurnar Samkvæmt upplýsingura Vegamálaskrifstofunnar í gær kvöldi, fellur vatnið, sera brýzt gegnum hið stóra skarð á miðjum varnargarðinum, niður í svonefnda „Kælira“. Þar er hraunbotn, og er þvl syðri leiðin svonefnda sú, sem farin var í fyrra, er aðal- vegurinn varð ófær — nú fær stórum bílum og jeppum, en hins vegar ekki venjulegum fólksflutningabílum. — Mun svo væntanlega verða fram- vegis, ef vatnsmagnið á sand- inum eykst ekki frá því sem nú er. — Ef vatnið vex hins vegar að ráði, fylgir því sú hætta, að vatnsflaumurinn kunni að flæða yfir lönd bænda í Álftaveri. Eftir því sem Vegamála- skrifstofan upplýsti er þegar búið að koma fyrir 10 af 28 burðarstaurum brúarinnar á Blautukvísl, og gengur verk- ið greiðlega. — Ef allt fer að óskum, mun brúin verða full- gerð innan mánaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.