Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 10
10 MOR'GTnvnr. 4»ir> Miðvik'udagur 5. ágúst 1959 Utg.: H.t. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. VIÐSKILNAÐUR FRAMiSÓKNAR VIÐ EFNAHAGSMÁLIN FIAMSÓKNARMENN lýstu því yfir vorið 1956, að ekki væri hægt að leysa vandamál efnahagslífsins með Sjálfstæðisflokknum. Jafnframt ákváðu þeir að ganga til banda- lags og samstarfs við, kommún- ista. Nokkrum mánuðum áður hafði þó Eysteinn Jónsson sagt þjóðinni það í útvarpsræðum frá Alþingi, að þeir erfiðleikar sem við væri að etja á sviði efnahags- málanna væru fyrst og fremst sök kommúnsta, sem hefðu eyði- lagt jafnvægisstefnu þá, sem Sjálfstæðismenn höfðu markað í samvinnu við Framsóknarflokk- inn í stjórnartíð Ólafs Thors og Steingríms Steinþórssonar. En nú hugðist Framsóknarflokkurinn leysa efnahagsvandamálin með kommúnistum, sem beitt höfðu pólitskum verkföllum veturinn 1955 til þess að brjóta jafnvægis- stefnuna niður. Hver varð árangurinn? En hver varð svo árangurinn af efnahagsmálasamstarfi Fram- sóknarmanna og kommúnista? Um það er óþarfi að fjölyrða. Vinstri stjórnin reyndist þess gersamlega ómegnug að stöðva þá verðbólguskriðu, sem komm- únistar höfðu hleypt af stað. í stjórnartíð hennar hélt dýrtíðm stöðugt áfram að magnast og milljarðar króna voru lagðir á þjóðina í nýjum sköttum og toll- um. Viðskilnaður Framsóknar- manna við efnahagsmálin, þegar vinstri stjórnin gafst upp, er bezt lýst með orðum efnahagsmála- ráðunautar ríkisstjórnarinnar og sjálfs forsætisráðherrans. Efna- hagsmálaráðunauturinn sagði' „Við erum að ganga fram af brúninni". Hermann Jónasson sagði: „Ný verðbólgaalda er skoll- In yfir. — f ríkisst jórninni er ekki samstaða um nein úr- ræði.“ Þessi yfirlýsing forsætisráð- herra vinstri stjómarinnar er hrikalegasta pólitíska gjaldþrota yfirlýsing, sem nokkur forsætis- ráðherra á íslandi hefur nokk^u sinni gefið. Formaður Framsókn- arflokksins lýsti því yfir, að í stað þess að leysa efnahagsmálin hefði vinstri stjórnin leitt yfir þjóðina „nýja verðbólguöldu". Og hann lýsti því jafnframt yfir, 'að „í ríkisstjórninni væri ekki samstaða um nein úrræði“. Þannig skildi Framsóknarflokk urinn við íslenzk efnahagsmál, eftir að hafa haft 2Vz árs forystu í vinstri stjórn. Merkilegur lærdómur Þetta er vissulega merkilegur lærdómur fyrir íslenzku þjóðina. Þessa reynslu af Framsóknar- flokknum og vinstri stjórn vexð- ur hún fyrst og fremst að hafa í huga, þegar hún genguh- til kosninga að nýju á komandi hausti. Það þing, sem þá verður valið, verður að ráða fram úr þeim vanda á sviði efnahagsmála og fjármála, sem vinstri stjómin leiddi yfir þjóðina. Hvaða skyn- samur og ábyrgur maður getur treyst Framsóknarflokknum til þess að hafa forystu um lausn þessara vandasömu mála? Þessi flokkur hefur gerzt ber að ein- stæðri hentistefnu. Pólitískir klíkuhagsmunir hans og þjón- usta við voldugan auðhring hafa í öllu markað stefnu hans. Hann hefur ekki hugsað um það hvern- ig hægt væri að leysa vanda efna hagsmálanna á raunhæfan hátt og treysta fjárhagslegan grund- völl hins íslenzka þjóðfélags. Þvert á móti hefur hann ekki nik að við að hleypa verðbólgu og dýrtíð lausbeizlaðri eins og óarga dýri á almenning. Þegar á þetta er litið verður það auðsætt, að íslenzku þjóð- inni ber til þess brýna nauð- syn að draga rétta ályktun af viðskilnaði Framsóknarflokks ins við efnahagsmálin á síð- asta kjörtímabili. Hún verður að efla Sjálfstæðisflokkinn sem mest og gera aðstöðu hans sem sterkasta til þess að hafa forystu um efnahagslega viðreisn úr því öngþveiti, sem forysta Framsóknarflokksins hefur leitt yfir efnahagslíf hennar. DREGUR ÚR KALDA STRÍÐINU? FREGNIRNAK um að þ°ir Eisenhower Bandaríkja- forseti og Krúsjeff, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, hafi boðið hvor öðrum heim og hygg- ist ferðast um lönd hvor annars á komandi hausti, hafa að vonum vakið heimsathygli. Nýjar vonir hafa vaknað um það, að þessar heimsóknir muni hafa í för með sér, að úr kalda stríðinu dragi og sambúðin milli hinna tveggja stór velda í austri og vestri kunni að batna. Nixon varaforseti Bandaríkj- anna hefur undanfarið verið i opinberri heimsókn í Sovétríkj- unum. Enda þótt ýmsar snurður hlypu á þráðinn í upphafi heim- sóknar hans, milli hans og KrUs- jeffs, virðist þó svo sem henni hafi lokið vinsamlega. Þar sem varaforsetinn fór um var honum víða mjög vel fagnað af rússnesk um almenningi og telja má ör- uggt, að útvarps og sjónvarps- ræður hans hafi haft góð áhrif í þá átt, að bæta sambúðina niilli Rússa og Bandaríkjamanna í Póllandi var Nixon einnig sár- staklega vel tekiö. Mun almennt litið svo á að för hans til komrn- únistaríkjanna hafi verið mjög vel heppr.uð og kunni að hafa veruleg pólitísk áhrif. Meðal almennings um heim all an er því áreiðanlega mjög vei fagnað, að æðstu menn Banda- ríkjanna og Sovétríkjnna sækja hvor annan heim. Enda þótt ekki verði fyrirfram fullyrt um árang urinn af þessum heimsóknum, verður þó frekar að gera ráð fyrir að hann verði jákvæður Leiðtog- ar hinna tveggja stórvelda fá gott tækifæri til þess að kynr.a þjóðunum sjónarmið sín og kynn ast viðhorfum þeirra. Hinn friðelskandi heimur fagnar hverju tækifæri sem gefst til þess að vinna að bættu samkomulagi í alþjóða- málum og eyða skaðlegri tor- tryggni milli þjóðanna. UTAN ÚR HEIMI Hjartað stanzaði i 45 mínút- ur — og sjúklingurinn lifirgóðu lífi — Möguleikar til að stöðva blóðrás algerlega með þvi að kæla blóðið niður i frostmark — Mikilvægt i sam- bandi við hjartauppskurði FYRIR alllöngu gerðu tveir bandarískir læknar mjög merkilegan uppskurð. Hér var um vandasaman hjarta- uppskurð að ræða — og var hjarta mannsins „stöðvað“ þrjá stundarfjórðunga, meðan aðgerðin fór fram. Sjúkling- urinn hefir nú fengið góðan bata af meini sínu og er hinn sprækasti. Læknarnir, Niazi og Lewis, „kældu“ sjúklinginn, þ. e. lækk- uðu líkamshita hans niður í 9 stig áður en þeir hófu uppskurð- inn. Að 45 mínútum liðnum var sjúklingurinn síðan „hitaður“ upp á nýjan leik.— og hjarta hans tók aftur að slá með eðli- legum hætti. Sagt er frá þessu afreki í hinu kunna, brezka læknariti, „The Lancet“, en þar greinir einnig frá fleiri svipuðum læknisaðgerð um, sem framkvæmdar hafa ver- ið með því móti að lækka lík- amshita viðkomandi sjúklinga meira eða minna. RÚSSAR hafa uppi stórar óætl- anir um það að gerbreyta lofts- laginu í Norður-Rússlandi og Síberíu — með því að hafa áhrif á hafstraumana. Helzti liður. þess arar stórkostlegu áætlunar er bygging risastíflu yfir Berings- sundið, frá Siberíu til Alaska. Verði þessar ráðagerðir fram- kvæmdar, gætu þær gerbreytt loftslaginu í stórum hlutum Sov- étríkjanna, Alaska og Kanada. ★ ★ ★ í áætluninni er gert ráð fyrir um hundrað mikilvirkum dælu- stöðvum á fyrrnefndum stíflu- garði, og mundu þær ganga fyrir kjarnorku. Hlutverk þeirra yrði að dæla hinum tiltölulega hlýja Til skamms tíma hefir það ver- ið helzta vandamálið við hjarta- uppskurði, í mörgum tilfellum a. m. k., hve miklum erfiðleikum það hefir verið bundið að stöðva starfsemi hjartans nægilega lengi til þess að læknirinn gæti haft „alla sína hentisemi". — Nokkr- ar vel heppnaðar tilraunir með lækkun líkamshita eða kælingu blóðsins benda hins vegar til þess, að þetta vandamál sé að leysast. Tækninni hefir mjög fleygt fram undanfarið á þessu sviði. — Það er t.d. ekki öllu meira en ár síðan ekki var unnt að lækka líkamshita manna meira en nið- ur í 28 gráður, en með því móti gat læknir komizt að hjartanu nær blóðlausu í aðeins tíu mín- útur. — Nú er hins vegar hægt að lækka líkamshitann allt nxð- ur í 15 stig eða jafnvel meira, eins og fyrr segir, en þannig er unnt að stöðva hjartastarfsemina í þrjá stundarfjórðunga a. m. k. Lengi vel var sú aðferð við- höfð að „kæla“ líkamann með þar til gerðum íspúðum eða í sérstökum kæliskápum, það er sjó frá Kyrrahafinu í gegnum stífluna — inn í íshafssjóinn. Hin ir rússnesku vísindamenn þykj- ast þess fullvissir, að þannig væri unnt að bræða mikinn hluta heim skautsíssins — og gera veðurfar- ið mildara, ekki aðeins í Sovét- ríkjunum, heldur einnig í Norð- ur-Ameríku og jafnvel í Skand- inavíu. Telja þeir, að meðalárs- hiti mundi hækka um 5—6 gráð- ur á þessum slóðum. ★ ★ ★ Nokkur áhugi hefir komið fram í Bandaríkjunum á þessum fyrirætlunum Rússa, þótt banda- rískir vísindamenn dragi mjög í efa, að af framkvæmdum verði, a. m. k. í náinni framtið. að segja kælingin kom utan frá. Nú er hins vegar farið að gera þetta á þann hátt, að blóði sjúkl- ingsins er dælt í gegnum sérstakt tæki, þar sem kælingin fer fram, en að því búnu er því dælt í lík- amann á nýjan leik. ★ Bretar hafa gert margar at- hyglisverðar tilraunir á þessu sviði á ýmsum dýrum, einkum hundum — og fengið líkamshita þeirra allt niður í 3—5 gráður, Hjarta þeirra hreyfðist ekki í 45 mínútur — og læknisfræðilega séð voru þeir „dauðir“, þar Jil þeir voru „þíddir“ á nýjan leik. Átta af tíu hundum lifðu góðu lifi eftir þessa meðferð. ★ Þeir fáu menn, sem enn hafa verið „djúpfrystir" þannig, hafa verið mjög langt leiddir og því gripið til slíkrar aðgerðar sem örþrifaráðs, en tæknin á þessu sviði er ekki enn komin á það stig, að talið sé ráðlegt að beita aðferðinni nema um líf eða dauða sé að tefla. — Tilraunir þær, sem fram hafa farið, benda hins veg- ar til þess, að unnt muni reynast að kæla líkama manna og dýra alveg niður í frostmark, þannig ð blóðrásin stöðvaðist algerlega — en það mundi þýða að hjartað hætti starfsemi sinni allt upp í heila klukkustund. Það var sendi- herrann Hér er skemmtileg saga um Charles E. Bohlen, fyrrv. sendi- herra: Jörgen Jörgensen frá „Dansk Export-Udstilling“ átti fyrir nokkrum árum að sýna nokkrum Rússum, sem voru í heimsókn á danskri sýningu í Moskvu það markverðasta. En sá var hængurinn á, að hann gat ekki fengið nokkurn túlk. Allt í einu gaf sig fram elskulegux mað ur og bjargaði málinu — svo fór að hann var allan daginn túlkur og nokkurs konar fylgdarmaður og sendill fyrir Danina. En þegar Jörgen Jörgensen ætlaði að þakka honum fyrir þennan mikla greiða var hann horfinn. En sem betur fór kom hann nokkrum dögum seinna auga á hann í fínni veizlu. Hann spurði næsta mann hver þéssi maður væri, hann ætti honum skuld að gjalda. Þetta er Charles E. Bohlen, bandaríski sendiherrann, var svarið. Jörgen Jörgensen varð óneitan lega dálítið hvumsa við, þegar hann komst að því að helzti diplo mat í Moskvu hafði þannig af fúsum vilja gerzt nokkurs konar sendisveinn hjá dönsku sýningar- nefndinn. Þannig hugsar teiknari nokkur sér, að hin mikla stífla yfir Beringssund muni lita út. — En verður hún nokkurn tima að raunveruleika? Rússar vilja gera loftslagið mildara — i bókstaflegri merkingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.