Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 3
T>riðjudagur 4. agúst 1959
UORCVTUtT/AÐlÐ
3
Þrjú glæsileg héraðsmót
Sjálfstæðismanna um sl. helgi
Mikið fjölmenni sótti mótin, á Egils-
stöðum, Sauðárkróki og Laugarbakka
UM síðastliðna helgi voru haldin þrjú héraðsmót Sjálfstæðis-
manna, á Austurlandi, í Skagafjarðarsýslu og Vestur-Húnavatns-
sýslu. — Voru mótin öll mjög fjölsótt og fóru hið bezta fram. —
Fara stuttar frásagnir af þeim hér á eftir.
HÉRAÐSMÓTIÐ á Austurlandi
var haldið að Egilsstöðum á Völl-
um. Var það geysif jölmennt _ og
sóttu það auk Austfirðinga gest-
ir hvaðanæva af landinu.
Að þessum skemmtiatriðum
loknum hófst dansleikur, sem
stóð til kl. 2 um nóttina.
Til héraðsmótsins kom fóik
víðs vegar að úr sveitum Skaga-
fjarðar, auk Sauðárkróksbúa, og
kom mönnum saman um, að mót-
ið hefði verið mjög ánægjulegt.
Mótið að Laugarbakka
Gott veður var, er héraðsmót
Sjálfstæðismanna í Vestur-Húna-
vatnssýslu hófst á sunnudaginn
að Laugarbakka í Miðfirði, og
hélzt svo daginn allan meðan
mótið stóð, en það þótti takast
hið bezta í alla staði.
Héraðsmótið hófs um kl. 5,30
síðdegis með því, að Sigurður
Pálmason á Hvammstanga setti
mótið með stuttri ræðu og bauð
alla mótsgesti velkomna, en Sig-
urður stjórnaði einnig mótinu.
Því næst fluttu þeir ræður
Guðjón Jósefsson, frambjóðandi
Sjálfstæðisflokksins í Vestur-
Húnavatnssýslu, séra Gunnar
Gíslason, alþingismaður, Glaum-
bæ, og Jón Pálmason, fýrrver-
andi alþingisforseti. Máli allra
ræðumanna var mjög vel tekið
og gerður hinn bezti rómur að.
Að því búnu hófust ýmis
skemmtiatriði, upplestur og gam-
anþættir, sem þeir fluttu, Har-
aldur Á. Sigurðsson, Ómar Ragn-
arsson og Hafliði Jónsson, en um
kvöldið hófst dansleikur og var
dansinn stiginn af miklu fjöri
fjöri fram eftir nóttu.
Mikið fjölmenni sótti héraðs-
mótið, sem fór í alla staði mjög
vel fram og þótti hið ánægjuleg-
asta
Fjölsótt skemmtun *
Laugardaginn 1. ágúst tóku bil
arnir að streyma að Egilsstaða-
skógi, en þar í skóginum tjöld-
uðu langflestir aðkomugesta. Erf-
itt -er að áætla hve margt fólk
sótti þetta mót, en á sunnudag-
inn, á meðan aðalhátíðin stóð
voru þar yfir 3000 manns. Hóp-
ferðabifreiðar komu víðs vegar
að af Norðurlandi, t.d. bæði úr
Skagafirði og af Akureyri, og
voru í þeirri ferð einni mikið á
annað hundrað manns. Fleiri hóp
ferðir voru farnar til Egilsstaða
um þessa helgi. Auk þess kom
þangað aragrúi smærri bifreiða
og mátti sjá bifreiðar með flest-
um eða öllum einkennisbókstöf-
um landsins saman komnar þar
fyrir austan.
Skemmtun þessi er orðin eink-
«r vinsæl, enda jafnan mjög vel
til hennar vandað. Jafnan eru
fengnir þjóðkunnir ræðumenn til
þess að tala á samkomunni og
einnig úrval skemmtikrafta.
Kl. um 2,30 á sunnudaginn setti
Axel V. Tulinius, bæjarfógeti í
Neskaupstað mótið og bauð vel-
komna gesti og ennfremur þá er
fræða mundu og skemmta fólk-
inu með töluðu orði og hljómlist.
Fyrsta atriði dagskrárinnar
var að Guðmundur Guðjónsson,
óperusöngvari söng nokkur lög
með undirleik Skúla Halldórsson
ar tónskálds.
Ræða Bjarna Benediktssonar
í>ví næst flutti Bjarni Bene-
diktsson varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins ræðu og var gerður
góður rómur að máli hans.
Skemmtiskrá
Næst söng Guðmundur Guð-
Jónsson aftur nokkur lög, en síð-
an las Jón Aðils leikari upp Ijóð
eftir Tómas Guðmundsson. Þá
flutti leikararnir Bessi Bjarna-
son, Steindór Hjörleifsson og
Knútur Mágnússon, gamanþætti
og loks sýndi fjölmennur fim-
Jeikaflokkur undir stjórn Björns
Jónssonar á Seyðisfirði áhalda-
leikfimi. Var listamönnunum öll-
um vel fagnað. Um kvöldið var
síðan dansað.
Á laugardagskvöldið var að
vanda haldinn dansleikur, er fór
hið bezta fram. í heild var öll
þessi skemmtun hin glæsilegasta
og stjórnendum hennar til verð-
ugs sóma. Veðurblíða var á
sunnudagsmorgun, en dró fyrir
sólu er líða tók á daginn. Úrfelli
var þó ekki svo að veður til úti-
skemmtihalds mátti teljast sæmi-
legt.
Mótið á Sauðárkróki
Héraðsmótið í Skagafirði var
haldið í Bifröst á Sauðárkróki og
hófst kl. hálfníu á sunnudags-
kvöldið. — Séra Gunnar Gísla-
son, alþingismaður, setti mótið
með ræðu og stjórnaði því. — Að
ræðu hans lokinni tók til máls
Einar Ingimundarson, þingmaður
Siglfirðinga. — Var góður róm-
ur gerður að máli beggja ræðu-
mannanna.
Hófust síðan skemmtiatriði.
Haraldur Á. Sigurðsson, leikari
las upp og sagði skrítlur, Ómar
Ragnarsson fór með eftirhermur
og söng gamanvísur með undir-
leik Hafliða Jónssonar, sem
einnig lék einleik á planó.
Myndin sýnir hluta mannfjöldans, sem sótti hériðsmót Sjálfstæðismanna að Egilsstöðum sl.
sunnudag. (Ljósm. vig).
Nœr 3000 bílarfóru daglega um Kefla-
víkur- og Hellisheiðarveginn
um helgina —— Sœmilegt veður og
hlýindi voru um allt land
U M verzlunarmannahelgina
var hlýtt um land allt og víð-
ast hvar allsæmilegt veður.
Gífurlegur fjöldi fólks eyddi
helginni í ferðalög. Um Kefla-
víkurleiðina og veginn frá
Keykjavík austur fyrir fjall
fóru daglega um 2900 bílar.
Hátíðahöld fóru fram í Tivoli-
garðinum í tilefni dagsins, og
voru þau sæmilega sótt.
★ Veðrið.
Á laugardag var rigning að
heita mátti um land allt, en á
sunnudag var komið bjart veður
og víða sólskin sunnanlands, en
norðvestan strekkingur, skýjað
og sums staðar rigning á Norður-
landi. Á mánudag var hægviðri
og úrkomulaust alls staðar og
víða sólskin, nema á Vesturlandi,
þar var skýjað loft. Alls staðar
var hlýtt í veðri, fór hitinn t. d.
víða upp í 15—16 stig á mánu-
dag.
A- Aukin umferð
Fjölmargir fóru út úr bæn-
um um helgina, eins og fyrr er
sagt. Vegmælar sýna að umferð-
in um vegina frá Reykjavík var
mjög mikil, en þó ekki sú mesta
sem verið hefur í sumar. Um
Suðurlandsbrautina fyrir ofan
Gunnarshólma fóru 1400—1600
bílar á dag, en venjulega fara
800—900 daglega. Einn sunnudag
fyrir hálfum mánuði fóru um
þennan veg 1700 bílar, en þann
dag var einstaklega gott veður.
Um verzlunarmannahelgina fóru
1300—1400 bílar um Keflavíkur-
-900,
veginn á dag á móti 800
sem daglega fara þar um.
í sumar eru engir teljarar á
Þingvallaleiðinni eða norðurleið-
inni, og því ekki hægt að segja
með vissu um hve mikil umferð-
in var þar um helgina. En Jónas
í Stardal, sem hefur séð um taln-
ingu þarna áður, kvaðst aldrei
hafa séð aðra eins umferð um
Kjalarnesveginn, eins og síðdegis
á laugardag. Var hann staddur
við veginn hjá Esjubergi frá kl.
2.30—6 og gizkar á að a.m.k. 150
bílar hafi farið um veginn á
klukkutíma. Um þann veg fóru
í fyrra, þegar talið var 1100—
1500 bílar á dag, þar með taldir
malarbílar að Esjubergi og Álfs-
nesi. Um Þingvallaveginn fóru
1700—1900 bílar á dag um helgar
í fyrra og 3400 sunnudaginn, sem
hestamannamótið var.
1 Reykjavík voru hátíðahöld
í Tivoligarðinum, bæði á sunnu-
dag og mánudag frá kl. 2 og lauk
þeim með dansi á palli bæði
kvöldin. Veður var sæmilegt,
hékk þurrt þangað til síðara
kvöldið. Þá fór að rigna er á leið
Var sæmileg aðsókn að f'arðin-
um. —
S T \ K S T EI \ \ li
„Mörgum kunnugt“
Tíminn og Þjóðviljinn hafa
reynt að gera tortryggilega frá-
sögn Morgunblaðsins á dögunum
um skipun séra Jóhanns Hann-
essonar í prófessorsembætti 5
guðfræðideild. Um þetta segir A1
þýðublaðið á laugardag:
.Tíminn og Þjóðviljinn hafa i
nokkur skipti minnzt á veitingu
menntamálaráðherra á prófess-
orsembætti í háskólanum með
sérstaklega kjánalegum hætti.
Það er athyglisvert, að hvorugt
blaðið treystir sér til þess að
gagnrýna veitinguna. Hins vegar
fjargviðrast blöðin út af því, að
Morgunblaðið hafi skýrt frá skip
uninni, áður en ráðherra undir-
ritaði skipunarbréfið. Hið sama
gerði Alþýðublaðið raunar líka,
en skýrði þá frá því strax daginn
eftir ,að embættið hafi ekki verið
veitt. Það hefur verið ofur ein-
falt fyrir Tímann og Þjóðviljann
að fá að vita hið sanna í þessu
máli. Guðfræðideild háskólans
afgreiddi málið hinn 30. júní, og
lögðu tveir prófessoranna tii, að
séra Jóhanni Hannessyni yrði
veitt embættið, en tveir, að séra
Jakobi Jónssyni væri veitt það,
en dómnefnd hafði talið þá báða
hæfa. Ráðherrann fór utan 5.
júlí, og vannst ekki tími til þess
að ganga formlega frá veitingu
embættisins fyrir þann tíma, en
ráðherrann mun ekki hafa farið
dult með það, hverjum hann
hygðist veita embættið, þegar af-
greiðsla guðfræðideildarinnar
varð, eins og raun bar vitni, og
mun því mörgum hafa verið
kunnugt um það. Hins vegar und-
irskrifaði hann ekki tillögu sína
til forseta fyrr en hann kom
heim aftur.“
„í ónákvæmri þýðingu“
Þjóðviljinn ræðir sl. föstudag
skrif Alþýðublaðsins um grein
Hannibals Valdimarssonar í zúss
neska tímaxitinu „Nýjum tám-
um“. Þjóðviljinn segir:
„Vegna þessara skrifa er hér
birt þessi grein Hannibals, eftir
handriti hans, en í sumum út-
gáfum tímaritsins hefur hún ver-
ið birt nokkuð stytt og í óná-
kvæmri þýðingu“.
Hdsetohlutur
60 þúsund kr.
) 4KRANESI, 4. ágúst. — Mb. \
| Sigrún, sem er aflahæst þeirra s
S Akranesbáta, er síldveiðar )
i itunda fyrir norðan, hefir nú J
| fengið um 7000 mál og tunn- \
S ar síldar. — Hásetahlutur á 'í
i Sigrúnu er líka orðinn bæri- ^
• legur, eða um 60 þúsund kr. s
S — Oddur í
12 mílna landhelgin
alvarleg hindrun
segir Information
KAUPMANNAHÖFN, 3. ágúst
Einkaskeyti til Mbl. — Orð-
rómur er á kreiki um það, að
íslendingar yfirvegi nú, hvort
þeir ættu að gerast aðilar
„ytra fríverzlunarsvæðisins“,
eins og verzlunarbandalag
Evrópuríkjanna sjö, sem ekki
eiga aðild að markaðsbanda-
laginu, er kallað.
Information ræðir málið og
segir m. a. að 12 mílna landhelg-
in sé í þessu tilliti alvarleg hindr-
un. Bretar hafi gefið ótvírætt til
kynna, að Norðmenn yrðu að
setja vissar tryggingar varðandi
fiskveiðilandhelgina, ef samning-
ur landanna sjö á að ná til sjávar-
afurða. Bretar vilja ekki opna
markaði sína fyrir norskum fiski
jafnframt því, að Norðmenn lok-
uðu fiskimiðum sínum fyrir Bret-
um, segir Information. Og blað-
ið heldur áfram:
Talið er, að Bretar séu and-
vígir þátttöku fslands í „ytra
fríverzlunarsvæðinu", ef íslend-
ingar halda fast við 12 mílna
landhelgina.
„Hættuboði bolsevisma“
Eitthvað hefur „handrit“ Hanni
bals sjálfs þó verið skrítið, því
að það byrjar svo:
„Fyrstu verkalýðsfélögin voru
stofnuð á íslandi um 1890. En þau
voru fá og dreifð, og gátu litlu
áorkað fyrstu árin. Samt lentu
þau fljótt í harðri baráttu við
atvinnurekendur sem vildu ráða
kaupi verkafólksins einir, eins og
þeir höfðu alltaf gert. Einnig
þóttust þeir sjá risandi hættu-
boða bolsevisma á íslandi, þar
sem verkalýðsfélögin voru“
Eftir þessu og öllu samhengi
greinarinnar er svo að sjá sem
menn hafi strax upp úr 1890 ótt-
azt „hættuboða bolsevisma“ hér
á landi. En hver hér á landi hafði
heyrt „bolsevisma“ getið fyrr en
a. m. k. aldarf jórðungi síðar?
„Flytja inn sjómenn“
Siðar í „handriti" sínu segir
Hannibal:
„Lífskjör vinnandi fólks’ á fs-
landi eru nú sambærileg við lífs-
kjörin í Skandinaviu og atvinnu-
leysi er ekkert. Sums staðar er
jafnvel skortur á vinnuafli Hef-
ur seinustu árin orðið að flytja
inn sjómenn frá Færeyjum“.
Hér á landi hafa kommúnistar
talið það til lasts en ekki lofs að
þurfa að sækja erlenda sjómenn
til landsins. Austur í Moskvu
hrósar Hannibal sér aftur á móti
af því, að þess hafi þurft!