Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 2
V 2 MORWNBLAÐIÐ Miðvilíudagur 5. ágúst 195° Björn Pálsson ræðir kjördæmamálið á þingi: Klaufaskap Framsóknarflokks ins að kenna, hvernig komið er — en ekki þýðir að sakast um það héðan af I»RIÐJA umræða um kjördæmabreytinguna hélt áfram á fundi r«eðri deildar Alþingis eftir hádegi í gær. — Var þá með fjölmennasta móti á þingpöllum og höfðu ýmsir orð á, að þeir kæmu einkum til þess að hlýða á Björn Pálsson. þm. A-Húnvetninga, til þess að vita, hvort hann mundi endurtaka í þingsölum eitthvað af þeim skömmum, um flokksforingja sina, Hermann og Eystein, sem hann hefði viðhaft á framboðsfundum nyrðra fyrir kosningarnar. Þegar fundur hófst kom í ljós, einkum gegn Einari Olgeirssyni. að Björn var fyrstur á mælenda skrá. Hann byrjaði mál sitt með því að fara nokkrum orðum um þingræðið, kvað það tiltölulega ungt og hafa gefizt misjafnlega, en beztan árangur hefði það bor- ið, þar sem einmenningskjördæmi tíðkuðust. Stærri kjördæmi með hlutfallskosningum hefðu þó gengið þolanlega hjá öllum Norð urlöndunum nema Finnum. Engar ákveðnar tillögur Hann kvað flokksþing Fram- sóknarflokksins ekki hafa gert neinar ákveðnar tillögur um kjör dæmaskipunina, ekki þótt fært að binda hendur þingflokksins, en þó hefði legið á bak við, að það hefði verið fylgjandi einmenn- ingskjördæmum. Skiljanlegt væri að kommúnisrar vildu auka hlutfallskosningarnar, því að þar sem einmenningskjördæmin tíðk- uðust, væru þeir ails staðar utan- veltu, „eins og krunkandi hrafn- ar, sem ekki ná í ætið“, Með kommúnistum ættu Framsóknar- menn og aðrir hins vegar enga samleið. Alþyðufiokksinenn, sagði hann að alltaf hefðu barizt fyrir breytingum á kjördæmaskip aninni, því að þeir hefðu alltaf kennt henni eða einhverju öðru en sjálfum sér um fyigisieysi flokks síns. Hann hefði ekki allt- af verið hjúasæll. Og varhuga- vert væri líka að lána vinnumenn sína öðrum, því að cf þeim líkaði þar vel vistin, vært hætt við, að þeir kæmu ekki aftur. Ástæðulaust að vanþakka Þá ræúd. Björn um stjórnar- samstai'f Sjálfstæðisfiokksins og Framsóknarflokksiiis, sem ver- ið hefði með ágætum og tók m. a. svo til orða að mörgum Fram- sóknarmönnum heíöi þótt sam- starf Bjarna Bencdiktssonar og Eysteins Jónssonar alveg nógu gott, sumir raunar verið orðnir hálfhræddir um Eystein. „Ég hef aldrei séð neina ástæðu fyrir Framsóknarmenn til að vanþakka Sjálfstæðisflokknum það stjórn- arsamstarf," sagði Björn og lét þess um leið getið, að ekki mætti taka andstæð blaðaskrif of alvar- lega. Báðir flokkarnir hefðu gert sitt bezta og hefði hvorugum þeirra verið um að kenna, að ár- angurinn skyldi ekki hafa orðið varanlegri. Þegar fólkið hefði ár- ið 1955 verið farið að fá traust á gjaldmiðlinum fyrir aðgerðir þeirra, hefðu kommúnistar hrund ið á fót verkfalli, sem sett hefði efnahagsmálin úr skorðum. Þetta hefði verið ástæðan til þess, hvernig allt snerist á verri veg. í ræðu sinni kvað Björn alla vita, að breyting á kjördæma- skipaninni hefði verið nauðsyn- leg. Undir lok ræðu sinnar vék hann nokkuð að meðferð kjör- dæmamálsins og kvað mjög vafa- samt, hvort rétt hefði verið að ráð ast út í slíka breytingu á kjör- dæmaskipaninni. En vera mætti, að það væri að einhverju leyti klaufaskap Framsóknarflokksins að kenna, hvernig komið væri. Um það þýddi hins vegar ekki að sakast héðan af, enda hefði nú verið gert út um málið Skúli Guðmundsson tók næstur til máls og beindi ræðu sinni Leitaðist hann sérstaklega við að færa sönnur á, að röng væru um- mæli hins síðarnefnda um að rétt ur verkalýðsins hefði verið fyr- ir borð borinn við þá kjördæma- skipan, sem nú er verið að breyta. Stefnt gegn forréttindum Einar Olgeirsson kvaddi sér síð an hljóðs og komst m.a. svo að orði, að kjördæmabreytingunni væri ekki stefnt gegn Framsókn- arflokknum ,eins og stuðnings- menn þess flokks reyndu að telja fólki trú um, heldur gegn forrétt- indunum. Framsóknarmenn létu einnig í veðri vaka, að ástæðan til þess, að kjördæmaskipaninni hefði verið breytt þrisvar sinnum á sl. 28 árum, væri sú, að í öllum tilvikunum hefði verið um flaust ur að ræða. Þeir staðhæfðu síðan, að svo væri einnig nú. Sannleik- urinn væri hins vegar sá, að for- réttindi Framsókn'arflokksins, sem hann hefði alla tíð reynt að halda í, hefðu verið svo mikil, að ekki hefði þeirra vegna verið fært að koma á réttlátri skipan nema smátt og smátt. Því næst sagði Einar að stefna Framsóknarflokksins síðustu 15 Framh. á bls. 19. Rússnesk — íslenzk viðskipti; Sérstnkor nefndir ræðn m.a. freknri karfaflakasölu nustur FORSXJÓRI Sölu- og inn- kaupastofnunnar Sovétríkj- anna, Stepanov, dvelst ennþá hér á landi. Hann hefur m. a. átt ítarleg samtöl við Emil Jónsson forsætisráðherra, svo og Gylfa Þ. Gíslasonar við- skiptamálaráðherra. Einnig hefur forstjórinn rætt »úð fulltrúa síldarútvegsnefndar og Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. í sérstakri nefnd, sem af fs- lands háfu hefur verið skipuð af ríkisstjórn í samráði við þing- flokka, hafa viðskiptamál Sovét- ríkjanna og fslands verið rædd. Taka þátt í þeim viðræðum Gylfi Þ. Gslason viðskiptamála- ráðherra, og alþingismennira’r Jóhann Hafstein, Gísli Guð- mundsson og Lúðvík Jósefsson. Á viðræðufundum nefndarir.n- ar hefur verið sérstaklega iætt um viðbótarsölu á saltsíld og frekari kaup Rússa á karfaflök- um. Er nú svo komið að hrað- frystihúsin eru búin að framleiða allt það magn karfaflaka sem bú- ið var að selja fyrirfram með milliríkjsamningum. Ensku blaðamennirnir: Alastair Burnet frá The Economist, Harry Dunn frá Th« Scotsman, Kingsley Martin frá The New Statesman, Adam Fergusson frá The Glasgow Herald, Eric Stev- ens frá The News Chronicle, Michael Stevens frá The Manchester Guardian og Guy Rais frá Tho Daily Telegraph. (Ljósm. P. Thomsen). Séra Sigtryggwr á Núpi látiim HINN víðkunni klerkur, séra Sigtryggur Guðlaugsson að Núpi í Dýrafirði, lézt í sjúkrahúsi fsa- fjarðar að morgni sl. mánudags. Hafði hann lengið slæmt kvef og legið um vikutíma heima hjá sér, áður en hann var fluttur í spítal- ann, en þar hafði hann verið í þrjá sólarhringa, er hann lézt. Séra Sigtryggur var fjörgam- all maður, sem kunnugt er, eða tæpra 97 ára, fæddur 27. sept. 1862. Mun ham> hafa verið elzti maður í íslenzkri klerkastétt. — Hann var kunnur kennimaður, sem fyrr segir, en auk þess mik- ill og vakandi áhugamaður á mÖrgum öðrum sviðum. Nægir þar að nefna brautryðjendastarf hans í skólamálum, en hann stofnaði og stjórnaði lýðháskóla á Ljósavatni á árunum 1903— 1905 og síðan stofnaði hann skól- ann að Núpi árið 1906 og var skólastjóri hans til 1929. — Þá var séra Sigtryggur ihikill áhuga maður um ræktunarmál, og lands frægur er blóma- og trjágarð- urinn að Núpi fyrir löngu. S/ö brezkir blaðamenn í vikudvöl hér á landi — Munu kynnast fiskframleiðslu, efna- hagslífi og landhelgismálinu SIÐDEGIS á mánudaginn komu hingað til lands í boði SölumtS- stöðvar Hraðfrystihúsanna 7 brezkir blaðamenn, sem næstu daga ruunu m. a. kynna sér íslenzka fiskframleiðslu og ræða við fiski- fræðinga og sérfræðinga í efnahagsmálum hér. Þátttakendurnir eru allir starf andi við kunn blöð í Bretlandi og eru nöfn þeirra: Alastaír Burnet „The Economist“, Harry Dunn, 48 stunda stöðvun ísíldarbræðslu Seyðisfjarðar eftir eldsvoða í gær Seyöisfirði 4. ágúst. tbrunnið og einnig rafmótorar En SILDARBRÆÐSLAN hér, hlutafélag sem Seyðisfjarðarbær á mest- ! það er álit Einars Magnússonar an hluta í, skemmdist verulega af eldi í morgun. Ráðamenn fyrir- lækisins gera sér þó nokkrar vonir um að hægt verði að hefja vinnslu í bræðslunni aftur eftir tvo sólarhringa. Lítið sem ekkert hiáefni var til vinnslu ef eldurinn kom upp. Eldsvoðinn Eldsins varð vart í mjö!- þurrkara bræðslunnar laust fyrir klukkan 7 í morgun. Þó strax væri hleypt gufu á þurrkarann til þess að kæfa eldinn, hafði hann læst sig út frá þurrkaranum og komst í þak hússins, án þess að menn yrðu þess varir. Þar gaus upp eldur skömmu síðar. Slökkvi- lið bæjarins, undir stjórn Pét- urs Blöndals, kom fljótt til skjalanna. Klukkan um 20 mín yfir sjö, hafði slökkviliðið slökkvistarfinu varð þó ekki lokið fyrr en um klukkan 9 30. Var þá þakið á húsinu að mestu brunnið. Erfiðast var við eldinn að fást, er hann komst í þak gömlu bygging- arinnar, en undir þakinu var einangrað með spónum. Aðal- hús síldarbræðslunnar er stál- grindarhús, sem byggt var er bræðslan var stækkuð fvrir nokkrum árum, sem kunnugt er. Tjón Athugun á brunaskemmdum náð yfirtökunum. Sjálfu j leiddi í ljós, að raflagnir haía forstöðumanns bræðslunnar, að hægt verði fljótlega að lagfæra það, sem eyðilagðist. Þrátt fyrir þessar bruna- skemmdir getur síldarbræðslan auðveldlega tekið á móti síld í bræðslu, en þrær hennar geta tekið um 15000 mál síldar. Við slökkvistarfið þurfti slökkviliðið að leggja allar sínar slöngur um alllanga leið. Hleypt hafði verið í sjóinn, af litlum síldarolíugeymum í Bræðslunni, en óttast var að eldurinn kynni að læsa sig í geymana. Varð að krækja alllanga leið fyrir hinn olíumengaða sjó. Vatnslaust var við Bræðsluna. Hús og vélar er allt vátryggt, .— Fréttaritari. ,The Scotsman", Kingsley Martin, „The New Statesman", Adam Ferguson, „The Glasgow Herald", Eric Stevens, „The News Chron- icle“, Michael Fran, „The Manc- hester Guardian" og Guy Rais, „The Daily Telegraph". í gærmorgun var ekið um bæ- inn með blaðamennina og þeim síðan sýndar tvær kvikmyndir, önnur almenn landkynningar- mynd en hin um frystingu fiskj- ar. Hádegisverð snæddu þeir að Hótel Borg, en skoðuðu að honum loknum fiskiðjuver í bænum. Þeir fengu síðan tækifæri til að rabba við hérlenda starfsbræður sína og í gærkvöldi borðuðu þeir í Þjóðleikhúskjallaranum með stjórn S. H. Hjá utanríkisráðherra Fyrir hádegi í dag er svo ráð- gert áð blaðamennirnir ræði við sérfræðinga í fiskveiðimálum, og kl. 4 síðdegis munu þeir ganga á fund utanríkisráðherra, Guðm. t Guðmundssonar, sem orðið hefur við beiðni SH um að skýra fyrir þeim sjónarmið íslendinga í land- helgismálinu. — f fyrramálið mun dr. Jóhannes Nordal bankastjóri svo svara spurningum þeirra um íslenzk efnahagsmál. Brezku blaðamennirnir munu dveljast hér á landi til næsta mánudags

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.