Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 5. ágúst 1959
MORGVNBLAÐIÐ
13
Við fráfall Vernharðs Þor-
steinssonar kennara við MA
HANN var orðinn hniginn að
aldri, þegar hann hneig í valinn,
hafði lifað lífinu á margan veg
með öðru bragði én tíðkast meðal
xnanna af stétt hans á íslandi.
Hann dvelst árum saman í
Evrópu, þegar andlegt líf Vest-
urlanda er á blómaskeiði og mot-
ast af 19. öldinni, saekir þar.gað
menntun, sem reynist þyngri á
metunum — dýrari — en margt
af þvi, sem samtíð vor kennir vjö
akademiska menntun.
Vernharður var einn þessara
allra síðustu „geirfugla" í ís-
lenzkri menntamannastétt, sem
var svo menntaður, að hann átti
bágt með að vera uppskafningur,
að menntunin var honum sam-
gróin, náttúrleg, eins og lund
hans og geðfar. Hann var eðlileg
ur íslendingur, sem ekki sveik
uppruna sinn, menntun hans var
það ræktuð og göfguð, að hann
var fyrst og fremst íslendingur,
sem menntun hans gæddi persónu
töfrum, er stafaði að innan og
smitaði umhverfið og gaf því lit
og gott bragð.
Vernharður flyzt heim til ís-
lands skömmu eftir 1920 og tek-
ur að kenna norður á Akureyri
eftir 15 ára dvöl í Þýzkalandi,
Danmörku, Noregi, Frakklandi og
Sviss, hafði þá lokið fyrra hluta
prófi í heimspeki og að auki
skrifað doktorsritgerð í fagur-
fræði — um sónötur Beethovens
.— það vita fæstir. Getgátur leiða
að því, að uppstytta hafi orðið
milli prófessoranna og Vernharð
ar út af ritgerðinni. Ritgerðin
er enn í vörzlu háskólabókasafns
erlendis. Hending réð þvi, að ég
heyrði um þennan fólgna fjár-
sjóð. Síðar átti ég eftir að ympra
á þessu við Vernharð sáluga.
— Fallegt sumarkvöld fyrir
tveim árum var Vernharði og
greinarhöfundi gengið' til sam-
eiginlegs kunningja, sem hafði
eignazt hljómplötur með Beet-
hoven. Allt kvöldið var hlustað
<á milli þess sem Vernharður
fræddi — opnaði innsýn í sögu
verkanna. Hann gerði það meira
óafvitandi en hitt, því að hon-
um var ekki um að flika né full-
yrða, allra sízt um það, sem varð
aði stóra list. Svo listmenntaður
var hann, að honum voru frá-
hverf öll stór-yrði um fagrar list-
ir. Allt, sem hann sagði þá um
kvöldið, setti hann fram þannig,
að það átti helzt skylt við enska
hugtakið „understatement", þ.e.
þetta, að segja ekkert um of, eins
og yfirleitt er háttur þeirra, sem
þekkja mjög vel það, sem þeir
fjalla um, en lýsa því þeim mun
skarpara.
Þegar okkur skildi leiðir, þakk
aði hann okkur fyrir kvöldið og
sagði nokkuð, sem ekki er hægt
að endursegja, svo að vel fari:
„Þið getið ekki Jrúað því, hvað
ég er glaður yfir því að hafa feng
ið að eiga þessa stund með ykk-
ur i kvöld. Það er óþarfi að segja
ykkur hvers vegna ...
II.
Árin 1912—1920 — einkum
heimsstyrjaldarárin fyrri — er
sitt hvað á huldu um ævi hans.
Gamall vinur og bekkjarbróðir
og herbergisfélagi hans gistir að
honum í Kristjaníu á þessum
árum. Þá stundar Vernharður
blaðamennsku — reit greinar í
þýzkt blað, skrifaði í það reglu-
lega, hefur af eðlilegum ástæðum
verið hrifinn af vöggu mið-
evrópskrar menningar á þeim ár
um, Þýzkalandi, hlynntur mál-
stað þess, landi mestu tónlistar
heimsins og auðlind heimspeki.
Til Þýzkalands hafði hann m.
a. sótt menntun ,sem gerði hann
að evrópskum heimsmanni með
siðfágun í glæsilegum stíl, með
lífræna snerting við allt hið
bezta, sem þá var að gerast í
menningarlífi Evrópu. örfáum
árum eftir hildarleikinn — Vern-
harður ritaði bækling, sem hann
kallaði tildrög ófriðarins mikla,
útg. 1914 á íslandi — flyzt hann
eins og eignalaus landflótta aðals
maður í fásinni við yzta haf
heima á Fróni, slítur sig með rót-
um upp úr jarðvegi, sem andi
hans hlaut að vera háður og sam
hæfður.
Sennilega hafa ytri aðstæður
valdið þessum hvörfum í lífi
hans. Síðan hann kom til Akur-
eyrar, lifði hann einlífi þar, sem
eftir var ævinnar. Eg get fáa
menn hugsað mér, sem hefur ver
ið slíkt óeðlilegra. Það hefur ekki
svo lítið reynt á kjark og karl-
mennsku. Fyrir kom, þegar hann
leit yfir farinn veg, að þó nokk-
urrar beiskju kenndi í fari hans,
einkum ef taugar hans voru ör-
lítið ýfðar eins og gengur: „Hugsa
sér þessi greni, sem maður var
að hýrast í hér á árunum. Hvern
ig maður fór að því, það skil ég
ekki stundum", heyrði ég hann
eitt sinn segja.
Hvernig átti maður, sem hafði
drukkið í sig smekk á fögru í líf-
inu með ástríðum, að þrífast sorg
ar- og vanzalaust sem einfari —
sólóisti — í fásinni úti við Norð-
urpól, stað, sem hlaut að bera
keim af einangrun og þröngum
sjóndeildarhring. Maður eins og
hann, sem var gæddur örum
hneigðum og stundum átti litla
biðlund. Maður, sem þurfti að
stunda talsvert einhæft vana-
bundið starf ®g gat engan veginn
fullnægt honum eða komið í stað
þeirrar hugmyndar, sem menn
gera sér 'um sjálfsagða lífsham-
ingju og sæmilegt einkalíf.
III.
Flest sumrin var hann í Möðru
dal og síðari ár ýmist á Víðirhóli
á Fjöllum eða Silfrastöðum í
Skagafirði. Hann var alltaf eins
og heima hjá sér á Víðirhóli; þar
var síðasta lögheimili hans. Hafði
að nokkru fóstrað húsmóðurina
— hún var honum eins og bezta
dóttir. Hann tók ríkan þátt i bú-
skapnum á Víðirhóli og lifði sig
inn í hann. Bóndinn Ólafur hef-
ur sagt, hversu óvenju fjárglögg-
ur hann hafi verið. Greinarhöf-
undur átti því láni að fagna að
vera á ferð með Vernharði austur
á Fjöllum að haustlagi. Það var
í göngum; góðir dagar í Tíbet ís-
lands. Vernharður trúði á háfjalla
loftið. Hann var þar unglings-
árin, áður en hann fór út í lífið.
Þangað sótti hann samneyti við
heilbrigt líf. Þar naut þessi sér-
vitra hamsúnska manngerð sín
út í fingurgóma, þetta skrýtna
sambland af en Drömmer og
heimsglöggum raunhyggjumanni.
Þar fékk hann og stundað gam-
algróið búandeðli, sem entist
fram í andlát.
IV.
Það voru ekki nema allra nán-
ustu vinir hans, hinir einu og fáu
sem eitthvað þekktu hann að ráði
sem höfðu hugboð um, hve harð-
ur hann gat verið við sjálfan sig,
þegar miðað var við aðstæður
manns eins og hans. Svo misk-
unnarlaus gat hann verið í karl-
mennsku sinni, að manni gat of-
boðið. Menntaðir menn með fág-
un hneigjast oft til sjáifmýktar,
kvenlegrar linku, þeim hættir til
að vera talsvert góðir við sjálfa
sig. Vernharður var-alltaf illharð-
ur á verstu stundum, jafnvel eft-
ir að heilsu hans var farið. að
hraka, til muna. Við bjuggum um
hríð saman í Heimavistarhúsi M.
A. í vetur, sem leið. Ég kynntist
þessu þá í fari hans. Einn dag í
útmánuði skall á ofsastormur
eins og þegar verst lætur í norð-
lenzkum ýli. í dagverðarbilinu
er ég að sækja á diskinn minn í
matsalnum, sem er krökkur af
æskulýð. Ég stend í biðröðinni og
lít út um gluggann. Þá skellur á
vindhviða svo snörp, að dynur í
stóru rúðunum. Unglingarnir eru
á leið í mat neðan úr gamla skóla
húsinu. Þeir koma í loftköstum
og sumir þeirra missa bækurnar
út í veður og vind. Allt í einu sé
ég óhugnanlega sjón. Aldraði
lærifaðirinn kemur fyrir glugg-
ann á hendingsspretti, ber til
handleggina og fær ekki ráðið
ferðinni. Þetta gerðist eins og
leifting. Hann hverfur í norður í
áttina að útidyrunum. Það verður
ringulreið í salnum. Unga fólkið
þýtur út að glugganum. Óttasleg
in rödd segir: „Þetta var hann
Vernharður. Ætli hann hafi meitt
sig?“ Ég hraða mér út úr salnum.
Vernharður hefur komið fyrir sig
höndum og guðsmildi, að hann
skyldi ekki skella á steintröpp-
urnar við aðaldyrnar, hafði verið
svo snarráður að kasta sér flöt-
um, en mjóu munaði. Hópur nem
enda hans hefur safnazt í kring
um hann og ætlar að reisa hann
á fætur. Hann er stórhruflaður
og blóðugur. Hann segir: — Uss,
þetta var ekkert — hvað á þetta
að þýða hjá ykkur, hvað er þetta.
Hann bandar frá sér, þegar menn
ætla að fara að styðja hann, get-
ur varla náð andanum fyrir mæði
þenur brjóstið og teygir út hand-
leggina til að hjálpa lungunum.
Gengur síðan rólegur, kempuleg-
ur, upp tröppurnar og inn í hús-
ið og upp stigann, tvo stiga, stað-
næmist örstutt á pallskörinni og
segir: — Andarak, og svo bætir
hann við: — Þetta er skárra. —
Ég gat mér nærri um, hve hætt
hann var kominn í það sinnið
Hann heldur áfram, inn í herbergi
sitt, sezt ekki, fyrr en ég er bú-
inn að þrábiðja hann um það, tek
ur ekki í mál að leggja sig eða
að ég sækti lækni hans, svona til
öryggis. „Farðu niður“, segir
hann, „og haltu áfram að borða.
Ég kem rétt bráðum“.
Eftir fimm mínútur var hann
kominn niður í salinn eins og
ekkert hefði í skorizt og gerði
ekkert úr þessu. Hins vegar hafði
hann lengi eftir þetta unun af því
að henda gaman að þessu og í-
mynda sér, hve skopleg sjón það
hlyti að hafa verið að sjá sig
koma fyrir gluggann — jafnþung
færan karlinn, eins og hann sagði
— á 100 kílómetra hraða.
V.
Ár hans mörg-við Merintaskól-
ann á Akureyri, þar sem hann
kenndi dönsku, heldur illa þokk-
aða námsgrein, hafa kannski að
sumu leyti verið sóun á lífi skap-
gerðar, sem átti sér háleitari
mið en málfræðiþrugl og leiðrétt
ingar á stílum úr verkefnum viku
eftir viku og mánuð eftir mánuð
og vetur eftir vetur. Það var því
ekki að furða, þótt hann brygði
sér á leik og færi út fyrir efnið
og lesmálið í það og það sinnið.
Þegar Nexö og Johannes V. Jen-
sen bar á góma, var hann, fyrr
en varði, kominn yfir í Gógol og
Turgenjev og aðra rússneska höf
unda. En stundum gleymdi hann
því, að unglingarnir voru ekki
undir það búnir þroskalega að
taka við slíkri andlegri næringu.
Þó skildu fjörsprettir hans eftir
óvenjulegt bragð, — smekk —
kannski eftir mörg löng ár. Það
áttu margir nemendur hans úr
M. A. eftir að finna.
Ég hef alltaf átt bágt með að
hugsa mér skólann á Akureyri
án Vernharðar. Hann var alltaf
sérstæður þáttur í þeirri stofnun,
hafinn yfir smásmuguleg sjónar-
mið, hafinn yfir persónuleg ná-
nasarsjónarmið á málum nem-
enda og skólans — sá þáttur, sem
gerði skólann mun meira aðlað-
andi fyrir menntunarleitandi ís-
lenzk ungmenni. Heiðursmaður í
raun, menningarmaður, sem gerði
lærðan s^óla og andrúmsloft
hans heilnæmara. Þannig var
Vernharður skólanum á Akur-
eyri og nemendum.
VI.
Hann kenndi við skólann á Ak-
ureyri samfleytt frá 1923—1952.
Kemur aftur að skólanum fyrir
3 árum. í vor — tæpum 3 vikum
áður en hann lézt — kom ég inn
í herbergið hans. Þetta var sunnu
dag í glampandi sólskini, byrjað
að grænka örlítið á flötinni fyrir
austan heimavistarbygginguna.
Hann stendur á fætur, segir: Nú
hitum við gott kaffi. Nú er ég að
Ijúka vi ðsíðasta stílinn, síðasta
árið mitt hér í skólanum — síð-
asta vorið eftir síðasta vetur
ljúka við síðasta stílinn, síðasta
sinn á ævinni — í allra-allra síð-
asta sinh.....Bíddu snöggvast,
ég er að verða búinn, og hann
sezt aftur og sveiflar rauða bíró-
pennanUm yfir örkina. Hann er
utanskóla þessi og anzi glúrinn
strákur, skal ég segja þér. Jæja,
nú mátfcu hafa kaffið ærlega
sterkt. Ég fór á fætur kl. sex i
mörgun og hef setið við síðan.
Klukkan var orðin fimm síð-
degis. Ég setti hraðsuðuketilinn
hans í samband, sem var alltaf
svo fljótur og notalegur í við-
brögðum, þegar mikið lá á. Á með
an ég stússaði við kaffigerðina,
lét hann gamanyrðin fjúka. Ég
þvoði pokann eins vel og ég gat
og tók fram alveg nýtt kaffiduft.
Það varð að vera keimur af kaff-
inu í það sinnið, síðasta sinnið,
sem við drukkum saman kaffi i
herberginu hans. Þetta var hans
„Farvel til Vábnene" við skól-
ann — síðasta kveðja til síðasta
stilsins hans af öllum stílunum
á ævinni. Fengið var sér gott að
reykja með blessuðum sopanum.
Edínaborg, 17. júlí 1959.
Steingrímur Sigurðsson.
60 ára í dag;
Frú Hólmfríður Sigurjóns-
dóttir Siglufirði
I DAG á frú Hólmfríður Sigur-
jónsdóttir, Siglufirði, 60 ára 'af-
mæli. Vagga hennar stóð á
Blönáuósi og fluttist hún barn-
ung að aldri með foreldrum sín-
um til Siglufjarðar. Þar ólst hún
upp, sigldi síðan til Kaupmanna-
hafnar, þá unglingsstúlka, en
hvarf eftir fjögurra ára dvö!
heim til íslands g dvaldi um 5
ára skeið á Akureyri. Þar kym.t-
ist hún manni sínum Gunnlaugi
Guðjónssyni útgerðarmanni og
giftist honum árið 1927. Fluttu
þau hjónin alfarin til Siglufjarð-
ar árið 1932 og hafa starfað þar
síðan. Starfsemi þeirra í þágu at-
vinnulífs og menningar hefur
markað þar djúp spor og lengi
mun þess verða minnzt. ffna
dóttur hafa þau hjón eignast,
Hólmfríði, er hún yfirflugþerna
hjá Flugfélagi fslands og kynnir
land sitt og þjóð svo sem 'oezt
verður á kosið, með dugnaði og
prúðri framkomu.
Margan gest hefur borið að
garði hjá þeim hjónum þá ára-
tugi, sem þau hafa verið búsett
Rit Bókmenn!afélagsins
fyrir árið 1958
BLAÐINU hafa borizt rit Hins
íslenzka bókmenntafélags fyrir
árið 1958. Eins þeirra hefur þegar
verið getið, rits Matthíasar
Johannessens „Njála í íslenzkum
skáldskap“, sem er í öðrum flokki
í Safni til sögu íslands og ís-
lenzkra bókmennta. Þá er komið
út nýtt hefti af Annálum 1400—
1800 og er það nr. V, 3. í þessu
hefti er niðurlagið á Espihólsann-
áli, Þingmúlaannáll og upphaf
Desjamýrarannáls. Heftið er 50
bls.
Loks er að geta tímarits félags-
ins, Skírnis, sem að þessu sinni
er 288 gls. Af efni þess heftis má
nefna: Aldarminning Finns Jóns-
sonar prófessor, eftir Halldór
Halldórsson, íslenzk mállýzku-
landafræði eftir Karl-Hampus
Dahlstedt, Um gildi íslenzkra
fornsagna eftir Einar Ól. Sveins-
son, Um Brávallaþulu eftir
Bjarna Guðnason, Málþróunin í
Noregi eftir Ingvald Orvik, Jón
Thoroddsen og frásagnarlist ís-
lendingasagna eftir Peter Hall-
berg, Annarlega hæggengir smit-
sjúkdómar eftir Björn Sigurðs-
son, William Blake tvö hundruð
ára eftir Þórodd Guðmundsson,
íslenzkar mælieiningar eftir
Magnús Má Lárusson, Samtíning-
ur eftir Einar Ól. Sveinskon og
loks ritfregnir eftir þá Einar Ól.
Sveinsson, Kristján Eldjárn, Lár-
us Sigurbjörnsson, Árna Böðvars-
son, Halldór Halldórsson, Gunn-
ar Sveinsson, Gísla Jónsson og
Þórodd Guðmundsson.
Aftan við heftið eru skýrslur
og reikningar Bókmenntafélags-
ins fyrir árið 1957.
á Siglufijði, enda er gestrisni
þeirra viðbrugðið. Gestrisni þessi
er látin í té jöfnum höndum bem
sem koma þangað í atvnnuleit
sem öðrum.
Sú var tíðin að „braggarnir”
svokölluðu voru vart mannabú-
staðir, þótt notaðar væru sem
vistarverur sumarlangt. Á þessu
hefur þó orðið gerbreyting til
batnaðar síðustu árin og er það
alkunnugt, að á þessu sviði hafa
þau hjón frú Hólmfríður og
Gunnlaugur gengið á undan með
góðu fordæmi. Það er einnig al-
kunnugt, að hér hefur húsmóðir-
in átt drjúgan þátt í þeim endur-
bótum, sem gerðar hafa verið.
Með íslenzkri gestrisni hefur hún
beitt sér fyrir því að karlar og
konur, sem starfað hafa við at-
vinnurekstur manns hennar
fyndu til þeirrar hlýju, sem að-
eins gott heimili getur veitt —
Síldveiðitíininn á Siglufirði er
stuttur og á undanförnum árum
hefur hann verið alltof stuttur.
Langur vetur tekur við og með
honum fásinnið á mölinni. Unga
fólkið, karlar og konur, leita suð-
ur á bóginn, _ sem atvinnu er
von við útgerð og hraðfrystihús.
Mörg gamalmenni og einstakling
ar sitja eftir með áárt ennið og
mörgum verður á að gleyma þeim
í dægurþrasinu, jafnvei þeim sem
sízt skyldu. — Ég þekki að
minnsta kosti eina konu á Siglu-
firði, sem ekki gleymir þessum
enstæðingum, en það er frú Hólm
fríður Sigurjónsdóttir. Þegar
skammdegið grúfir yfir Siglu-
firði er það öðrum fremur hún,
sem hemsækir þetta fólk og stytt
ir því stundir á margan hátt, sem
of langt mál yrði að telja upp
hér. Þetta fólk veit, að það á
hauk í horni, þar sem frú Hólm-
fríður er.
Stórskáldið Björnsson sagði
einhverju sinni þessi orð: „Þar
sem góðir menn fara eru Guðs
vegir“.
Vinir þínir allir en þeir eru
margir munu á þessum degi
senda þér heillaóskakveðjur með
þessi orð í huga.
E. S.