Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 6
MORZUIVBL AÐtÐ Miðvik'udagur 5. ágúst 1959 Þegar íslenzka. flugið var á bernskuskeiði Þessa ljósmynd frá bernskudögum flugsins á tslandi dró Frank I rederickson fram új pússi sínu, er hann talaði við blaðamenn í gær. Myndin var tekin, þegar hann varð að nauðlenda í Landeyjum vegna benzínleysis. Hestarnir voru látnir draga flugvél- ina. Myndin hefur aldrei birzt áður. Frank segist ekki muna hvað bærinn heitir, sem hann nauðlenti hjá, en gaman væri að vita hvort einhver kannast við það. — Flaug fyrstu flugvel íslands - boðið heim á afmæli flugsins EINN af frumkvöðlum flugs- ins hér á landi var Vestur- íslendingurinn Frank Frede- rickson. Hann var annar maðurinn, sem stýrði flugvél á íslandi. Fyrstur var Bretinn Cecil Faber, sem kom hingað með fyrstu flugvél Flugfélags ís- lands, sumarið 1919. Næsta sumar fékk félagið Frank Frederickson, einn af fjórum Vestur-íslendingum, sem kunnir voru fyrir það að læra að fljúga í brezka flug- hernum í fyrri heimsstyrjöld- inni. Hinir Vestur-íslendingarnir, sem þetta höfðu lært, voru Bjössi Stefánsson,. Jón Davíðsson og Konni Jóhannesson, sá síðast- nefndi hefur síðan alla ævi starf- að við flug og má segja að hann sé eins konar fóstri íslenzku flug mannastéttarinnar — svo marg- ir lærðu að iljúga hjá honum í Kanada. En Frank Frederickson dvald- ist hér sumarið 1919 og flaug víða um landið á litlu Avro-flugvél- inni. Hans mun ætíð verða get- ið í sögu íslenzka flugsins sem brautryðjanda. Og nú er hann kominn hingað til lands. Flugfélagið Loftleiðir hefur boðið honum hingað í til- efni þess að flugið á íslandi er 40 ára. Frank var 25 ára, þegar hann var að fijúga hér á landi. Hann sagði íslenzKum blaðamönnum ýmsar endurminningar á fundi með þeim í gær. Hann langaði mest til að hitta Halldór Jóns- son frá Eiðum, en hann var mesti flugáhugamaður í gamla daga. Einnig spurði hann eftir séra Friðriki Friðrikssyni. Ég flaug með hann árið 1920*og hann þakkaði mér hjartanlega fyrir á eftir, því að ég hefði borið hann nær „himninum", en hann hefði komizt nokkru sinni fyrr. — Svo gerðum við tilraunir til að lenda í Vestmannaeyjum, sagði Frank Frederickson. Mest- ur áhugamaður í því var Sig- urður Sigurðsson bæjarfógeti. Hann vildi efna til fastra ferða milli Vestmannaeyja og lands til þess að bæta póstsamgöngurnar. Við flugum yfir Eyjar, en þorð- um ekki að lenda, vissum ekki hvernig vindhviðurnar væru í Eyjum og þar var engin flug- braut. Eftir að við höfðum flogið fjórum eða fimm sinnum í hring kringum Eyjar sá ég að ég var að verða benzínlaus, svo að ég þorði ekki annað en að snúa til lands. Og það passaði, ég var rétt slopp- inn inn yfir suðurströndina, þeg- ar benzínið þraut og varð að nauðlenda syðst í Landeyjum. Frank Frederickson er fyrir fleira frægur en flugið. Hann var á unga aldrei fyrirliði kanadíska íshockey-liðsins „Falcon“. I þvi voru eintómir Vestur-lslending- ar og varð það sigurvegari í sinni grein á Olympíuleikunum í Antverpen. Er Franks minnzt í Kanada, sem eins allra fræknasta íþróttamanns landsins. Frank er nú 64 ára að aldri. Hann býr í Vancouver á Kyrra- hafsströnd Kanada og er einn af 10 borgarráðsmönnum hennar. Kona hans er með honum í ís- landsförinni. Féll i þróna - meiddist furðu lítið AKRANESI, 4. ágúst. — Það bar til hér um kl. 5 siðdegis á föstudaginn var, að 7 ára drengur féll niður í eina bró Síldar- og fiskimjölsverksmiðj unnar og slasaðist nokkuð. —- Litli drengurinn heitir Sigurð- ur Jónsson og á heima að Stekkjarholti 13. Mun hann hafa verið á gangi á brún þróarinnar eða eitthvað að sýsla þar, er óhappið vildi tiL í þrónni var aðeins slitringur af síld, og hvergi nærri botn- hylur. — Litli drengurinn hlaut stóran skurð á höku, og vatn hljóp á milli liða um hné, auk þess sem hann hlaut ýmsar skrámur og marðist nokkuð. Var hann þegar fluttur í sjúkrahúsið og gert þar að meiðslum hans. Liggur hann enn í sjúkrahúsinu, en líður eftir vonum vel. Segja má, að það gangi krafta- verki næst, að fallið skyldi ekki ríða drengnum að fullu, eða a. m. k. stórslasa hann, því að þróin er um 5 metra djúp og var sama sem tóm, eins og fyrr segir. — Ber nauðsyn til, að einhverjar varnir verði settar upp kringum þrær verksmiðjunnar svo að börn fari sér þar ekki að voða, en þetta er í annað skipti á skömm- um tíma, sem slíkt skeður þarna. & Frank flugmað- ur t. v. heilsar tveimur sem eru „í fluginu" á tslandi, Siguröi Magnússyni og Agnari Koefod Hansen. ☆ skrifar úr daglega lífinu J Leggja nótt með degi við undirbúning þjóðhátíðar VESTMANNAEYJUM, 4. ágúst. — Svo sem kunnugt er af fréttum, verður Þjóðhátíð Vestmannaeyja haldin föstudaginn og Iaugardag- inn hinn 7. og 8. þ. m. — Undirbúningur undir þessi sérstæðu hátíðahöld er nú að komast á lokastig, og leggja félagar í knatt- spyrnufélaginu Tý — en það félag sér um hátiðahöldin að þessu s,nni _ nótt með degi við undirbúningsvinnuna. Hátíðahöldin verða með líku sniði og undanfarin ár — en eitt- hvað munum við samt koma með nýtt, sagði Eggert Sigurlásson, formaður Týs, við mig í gær. — Við Djúp ÞÚFUM, N.-ís. 31. júlí — Brúar- gerðarmenn eru nú langt komnir að byggja þær tvær brýr hér í hreppnum, sem unnið hefir verið að undanfarið. — Héðan munu þær halda til brúargerðar á Skeggjastaðagiii i Laugardal. — Að vegagerð út með Mjóafirði vinna nu tvær jarðýtur, ásamt flokki vegagerðarmanna. P.P. Einnig tók hann það fram, að ekkert væri hæft í þeim fregn- um, að hermenn úr varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli myndu fjölmenna til Þjóðhátíðarinnar að þessu sinni. — Hermenn hafa aldrei verið á Þjóðhátíð í Eyjum, og svo mun ekki heldur verða í ár, sagði Eggert. Nokkuð er orðið gestkvæmt hér í Eyjum í sambandi við Þjóð- hátíðina. Er þar helzt um að ræða gamla Vestmannaeyinga, sem nota þessa daga til þess að heilsa upp á vini og ættingja hér og rifja upp gömul kynni og minningar við elda Þjóðhátíðar- innar. Bj. Guðm. Byrgja þarf brunninn IJRÉF Hannesar Jónssonar um ” mjólkurbílana á gangstéttun- um hefur orðið tilefni tveggja bréfa, hið fyrra frá „Borgara á hættusvæði". „Ég vil færa Hann- esi Jónassyni þakkir fyrir ha ns ágæta bréf á fimmtudaginn um bílana á gangstéttunum, aks*.ur þeirra á leiksvæði barna o. s. frv. En það er víðar pottur brotinn í þessum efnum og vil ég þá, því ég þykist vita að skrif Hannesar muni koma róti á mál þetta, benda á einn stað sem líkt er um ástatt. Það er á Frakkastígnum milli Grettisgötu og Njálsgötu. Ég er búinn að leita hvað eftir annað til lögreglunnar og fcr- svarsmanna hennar, en þeir vísa aðeins hver til annars, og fast ekki til þess að gera neitt í mál- inu. Ég er þeirrar skoðunar, að umferðin á þessu litla svæði, sé svo hættuleg að hún sé óvíða öilu meiri miðað við hve hættusvæðið er takmarkað, en umferð þungra bíla mikil. Réttur húseiganda á þessum slóðum er svo herfilega fyrir borð borinn, að með fádæm- um má telja. Með því að allar mínar ferðir til forsvarsmanr.a lögreglunnar hafa ekki borið neinn árangur, þá myndi ég viija beina orðum mínum til umferðar nefndar Reykjavíkur. Ég heíi lesið það oft og iðulega í Mbl. í samtölum við framkvæmdastjóra nefndarinnar, að störf hans og nefndarinnar miðist að mjög miklu leyti að því að skapa aukið öryggi í umferðinni fyrir gar.g- andi. Með því að taka þessi mál föstum tökum sem við Hannes Jónsson höfum gert hér að um- talsefni, vinnur nefndirx vissulega þarft verk. — Það er líka mikil umferð barna við mót Grettis- götu og Frakkastíg og það skal haft í huga að betra er að byrgja brunninn áður en barnið er dott- ið ofaní. Víðar ponur brotinn HITT brófið er svar mjólkur- bílstjóra við fyrrnefndum skrifum. Ég þakka þér fyrir kveðjuna, sem þú sendir okkur mjólkurbíl- stjórum, í dálkum Velvakanda. Ég myndi ekki svara þessum skrifum þínum, ef þar væri farið með rétt mál, en því er nú ekki að heilsa. Það er t. d. ekki rétt, að við lokum gangstéttunum fyr- ir gangandi fólki. Hins vegar verðum við oft að leggja bifreið- um okkar að e. u. leyti upo á gangstéttir á meðan við afferm- um þær, við flestar mjólkurbúðir bæjarins, vegna umferðatruflana, sem við myndum annars valda. Mér finnst það dálítið einkenni legt, að þú skulir ekki minnast á bifreiðirnar, sem standa tugum saman hálfu og heilu dagana upp á gangstéttum við verkamanna- bústaðina. Og ekki er mér grun- laust að nærri þér kynni að verða höggvið, ef grenslast væri fyrir um eigendur þsirra. Að lokuna þetta: Hefði ekki verið skemmti- legra fyrir þig að nota íslenzka orðið fífl um okkur, heldur en dönskuslettuna „narra“. Geirshólmi — ekki Harðarhólmi FYRIR helgina synti ung og efnileg sundkona, alnafna Helgu dóttur Haraldar jarls á Gautlandi, svokallað Helgusund eða þá vegalengd, sem Helga synti forðum daga til að bjarga sér og sonum sínum, eftir víg Harðar Grímkelssonar, manns hennar. í einu dagblaði bæjarins er þessum atburði nákvæmlega lýst og í því sambandi rifjuð upp sag an af sundi Helgu jarlsdóttur. Sá galli er þó á frásögninni, að alltaf var talað um að Helga hefði synt úr „Harðarhólma’* í land. En hólminn heitir ekki þessu nafni, heldur Geirshólmi, enda merktur þannig á kortum. í Harðar sögu og Hólmverja er frá því skýrt er Hörður Grím- kelsson og Geir Grímsson, fóst- bróðir hans, fóru út í hólmann. „VÍl ek fara láta í hólm þann. er hér liggr fyrir landi á Hvalfirði fyrir Bláskeggsárósi fyrir utan Dögurðarnes. Sá hólmr er sæ- brattr og /íðr sem mikit stöðu- gerði“, sagði Hörður. „Þangat fóru þeir um þing með allt sitt .. Sá hólmr er nú kallaðr Geir- hólmr. Tók hann nafn af Geir Grímssyni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.