Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 12
12 ,r MORCUNBL AÐÍÍ Miðvikudagur 5. ágúst 1959 Tómir trékassar til sölu JÓN JÓHANNESSON H.F. Sími 15821. Laus staBa Staða bókara á skrifstofu Landssímans í Reykjavík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launalögum. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi lokið verzlunar- skólanámi eða hafi hliðstæða menntun. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu hafa borist Póst- og símcimálastjórninni fyrir 1. sept. 1959. Nánari upplýsingar á skrifstofu Bæjarsímans í Reykjavik. PÓST- OG SlMAMÁLASTJÓRNIN Pappasaumur ógalf. Þakpappi Einangrunarkork Fyrirliggjandi. Siyhvatur Einarsson & Co. Skipholti 15 Sími 24133 og 24137 Laus staZa Staða teiknara við teiknistofu Landssímans er laus til umsóknar. Latm samkvæmt launalögum. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Póst- og símamálastjórninni fyrir 1. sept. 1959. Nánari upplýsingar á . skrifstofu Bæjarsímans í Reykjavík. PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNIN Útgerðarmenn ! Höfum jafnan til sölu lítið sem ekkert notaðar Bátavélar, einnig uppgerðar sem nýjar. Verðið er mjög hagkvæmt. Semjið við umboðsmann okkar Njál Þórarinsson, Tjarnargötu 10 Sími 16985. Ábyrgð fylgir hverri vél. Ships & Power, Inc., Miami, Florida Vilhjálmur Jónsson frá Ferstiklu — Kveðja VILHJÁLMUR Jónsson frá Fer- stiklu andaðist að Vífilsstöðum 27. júlí sl. eftir langa og stranga baráttu við hvíta dauðann. Vilhjálmur Jónsson var fæddur 29. apr. 1905 að Ferstiklu á Hval- fjarðarströnd. Foreldrar hans voru þau Jón Einarsson frá Stöðl um í ölfusi og kona hans, Guð- rún Jónsdóttir frá Apavatni. Vil- hjálmur kvæntist Margréti Am- björgu Jóhannsdóttur frá Stóru- Borg í Vesturhópi. Bjuggu þau í Ármóti í Akraneskaupstað. Þau eignuðust 2 dætur, Rósu oð Guð- rúnu Jónu, sem báðar eru hús- freyjur á Akranesi. Kona Vil- hjálms andaðist á Vífilsstöðum 1936. Heitkona Vilhjálms en síð- ari er Guðrún Björnsdóttir, ætt- uð úr Reykjavík. Þau eiga eina dóttur, Margréti Arnbjörgu, sem einnig er húsfreyja á Akranesi. Guðrún og Vilhjálmur bjuggu fyrst á Akranesi og í Reykjavík, en síðast á Miðsandi á Hvalfjarð- arströnd, það, sem þeim varð auð- ið samvista utan Vífilsstaða. En bæði hafa þau orðið að dvelja þar langdvölum hvað eftir ann- að. Árið 1934 veiktist Vilhjálmur af lungnaberklum, dvaldi hann þá á Vífilsstöðum til 1938. Um svipað leyti veiktist fyrri kona hans og andaðist hún á Vífils- stöðum, svo sem fyrr segir. Enn varð hann að hverfa til Vífils- staða 1949 og dvelja þar um hríð, en átti þá afturkvæmt að sinni. En 1953 tóku veikindi hans sig enn upp og eftir það hlaut hann að dvelja á Vífilsstöðum til ævi- loka. Árið 1954 veiktist Guðrún heitkona hans einnig enn, en hún var áður búin að dveljast öðru hvoru á Vífilsstöðum. En í þetta sinn fékk hún bót meina eftir ársdvöl. En Vilhjálmur settist ekki í sekk né ösku, þótt hann sæi fram á ævifjötra. Hann snéri sér ó- trauður að þeim vettvangi, sem hann var frjáls til starfa á, félags málum berklasjúklinga, og vann að þeim til síðasta dags. Vilhjálm ur var einn í nefnd þeirri, er starfaði að undirbúningi við stofnun Sambands íslenzkra berklasjúklinga, og gekk þar öt- ullega fram. Ritaði hann m.a. hvatningargrein fyrsta tölu- ALLT Á SAMA STAÐ Champion kraftkertin fáanleg í alla bíla Það er sama hvaða tegund bifreiða þér eigið, það borgar sig að nota CHAMPION - bifreiðakertin. E(|ill VilhjáSmsson h.f. Laugavegi 118. — Sími 2-22-40 LEIPZIG er viðskipta miðstöð austurs og vesturs í LEIPZiG 30. ágúst til 6. september 1959. Alþjóðlegt framboð allskonar neyzluvara. Góðar flugsamgöngur — Niðursett fargjöld með járnbrautum. Upplýsingar fást hjá öllum alþjóðlegum ferðaskrifstofum. Kaupstefnuskírteini, skipulagning hópferð- ar og fyrirgreiðslu veitir: KAUPSTEFNAN-REYJAVlK, Lækjargötu 6 a. — Símar 1-15-76 og 3-25-64 Upplýsingar og miðlun viðskiptasambanda veitir: Leipziger Messeamt. Hainstr. 18a. Leipzig Cl. Deutsche Demokratische Republik blað Berklavarnar. Einnig var hann fulltrúi á stofnfundi S.I.B. S. og fyrsti skrifstofumaður sam bandsins um skeið. f stjórn Sjálfs varnar á Vífilsstöðum hafði hann setið árum saman og var hann formaður félagsins nokkur síð. ustu árin ,sem hann lifði. Núver- andi forseti S.Í.B.S. hefur látið svo um mælt í mín eyru að Vil. hjálmur hafi haft meira sam. band við aðalskrifstofú S.Í.B.S. en nokkur annar deildarformað. ur, að öðrum þó ólöstuðum. Sér- staklega lét hann sér annt um að fylgjast með tryggingamál- unum og hagnýta breytingar þær, er á þeim hafa orðið í þágu sjúkl- inga hér á Vífilsstöðum. Sparaðl hann sér þar en'gin ómök. Enda lét Kjartan Guðnason svo um mælt í viðtali við okkur, full- trúa félagsdeilda S.Í.B.S., er dvöldum í gistivist á Reykja- lundi í sumar, að hann vildi óska að hver félagsdeild ætti sinn Vil- hjálm í þeim efnum. Síðustu ár sín fékkst Vilhjálm- ur einnig töluvert við ritstörf og hafði gefið út eftir sig nokkur skáldrit og barnabækur. Vilhjálm ur var kappsmaður, að hverju sem hann gekk, og virtist sem ( kappið yxi eftir því sem kraftara ir minnkuðu. Er ég eitt sinn vakti máls á því við hann, hvort hann ofþreytti sig ekki, svaraði hann með sínu hógláta brosi: „Sá herra er mér ræður, deilir ekki við aðra um sinn tíma“. Svo gerla vissi Vilhjálmur, hvernig komið var högum hans. Síðasta árið, sem hann lifði, vann hann að nýrri skáldsögu og hafði þar í huga prestinn ástsæla í Saur- bæ, Hallgrím Pétursson. Ekki auðnaðist honum að ljúka því verki nema að fyrri hluta, en e. t.v. verður hann gefinn út síðar, En Vilhjálmur elskaði bæði æsku stöðvar sínar og mikilmennið, sem helgaði þær til minja. Hafði hann áður skrifað laglega smá- sögu um þau, prestshjónin í Saur bæ. Finnist einhverjum ekki vand að til ritstarfa hans sem skyldi, þá má ekki gleyma því, að þau eru brotasilfur af vanefnum þess manns, er alla ævi sat að hálfum hlut og höllu keri. Hin tvísýna barátta við veikindin kom í veg fyrir að hann gæti auðgað anda sinn svo sem hann vildi. Loks varð hann að þreyta kappgöngu við manninn með ljáinn meðan hann gerði bækur sínar úr garði og átti því ekki kost á að fága þær svo sem hann hefði óskað. Vilhjálmur elskaði börn og var furðu glöggur á sálarlíf þeirra; kemur það greinilega fram í barnabókum hans. Ekki er hægt að geta síðustu æviára Vilhjálms án þess að nefna þar til heitkonu hank, Gúð rúnu Björnsdóttur. Hún hefur hvað eftir annað verið sjúkling- ur á Vifilsstöðum sjálf, svo sem fyrr er sagt. En er þau gerðu sér ljóst, að hverju fór með sjúkdóm Vilhjálms, tók hún á sig gervi Auðar og réðst með honum í út- legðína. Réði hún sig þá sem þjónustustúlku að Vífilsstöðum, leit til með manni sínum og létti honum lifið til síðustu stundar. Þökk sé Vilhjálmi Jónssyni fyrir ötult starf hans og áhuga á málum okkar berklasjúklinga. Ég kveð hann í þeirri öruggu von, að nú megi honum í fyrsta skipti öðlast að ganga alheill að i verki. Helga Jónasardóttir, að Hólabaki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.