Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 16
16
MOnCVHBI/AÐlÐ
‘u'dagur 4. ágúst 1959
Aníóníó hélt vasaklút að kinn-
inni á sér. Það blæddi dálítið úr
henni, en honum virtist ekki
verða mikið um það. Yfir hið háa,
hrukkótta enni hans var ör eftir
djúpt sár. Það var ekki því líkt,
að lítil innfædd stúlka hefði veitt
honum það. Lúlúa settist hjá hon
um á stól, sem var orðinn auður.
Hún hallaði höfðinu fram á af-
greiðsluborðið og grét. Það þurftí
aldrei að refsa henni ,hún gerði
það alltaf sjálf.
„Ég get eV gert að því, að ég
elska þig svona mikið,“ sagði
hún.
Hann tæmdi glasið og svaraði
engu.
Zenta gekk á milli borðanna
og fór að syngja. Hún söng með
hásri rödd.
Lúlúa leit upp og vafði berum,
brúnum handleggjunum um háls
Antóniós.
„Þú ætlar að svíkja mig“, sagði
hún, „með hvítri konu“.
Hann losaði handleggi hennar
af hálsi sér eins og væri hún
frekur krakki.
„Auðvitað", sagði hann, „en
ekki endilega með hvítri konu“.
Það brann eldur úr augum
hennar. Nú voru þau alveg hvit,
eins og það væri ekkert sjáald-
ur á þeim.
„Þá mun ég verða þér að
bana“.
„Það þarf tvo til þess að verða
að bana“. Hann sneri sér að stúlk
unni fyrir aftan afgreiðsluborðið.
„Eitt viskýglas í viðbót“.
Lúlúla lagði sína litlu hönd á
handlegg afgreiðslustúlkunnar.
„Nei, hann drekkur ekki meira.
Við förum heim“.
Þótt undarlegt mætti virðast
yppti hann aðeins öxlum. Hann
tók utan um Lúlú og þau fóru.
Þau fóru fótgangandi. Jafnvel
hið breiða „Avenue Prince Baud-
ouin“, sem lá í gegn um inn-
fæddrahverfið, virtist sofa. í
hliðargötunum frá Avenue stóðu
ennþá nokkrir innfæddir með
krosslagða fætur framan við illa
lýstar vínkrár. Nóttin var stjörnu
laus og svört. Brátt myndi rigna.
í apríl voru stöðugar rigningar
í Leopoldville. Það fannst á, að
komið var nálægt Kongofljótinu.
Við fljótið var alltaf nokkru sval
ara. Það voru fen á fljótsbakk-
anum. Enginn vildi eiga heima á
fljótsbakkanum, sízt í austur-
hluta borgarinnar. Húsin urðu
lægri og fangahúsið eitt gnæfði
yfir hús hinna innfæddu. Það
voru ekki góðar íbúðir í grennd
við fangelsið. Stúlkan var farin
að leiða karlmanninn, en hún
gerði það eins og sá, sem er van-
ur að styðja. Þau námu staðar
við lítið, einnar hæðar hús. Ant-
óníó leitaði að lyklinum.
„Halló, Antóníó".
Maðurinn, sem ávarpaði hann,
kom fram úr skugganum við hús-
dyrnar'.
Antóníó þekkti hann ekki þeg-
ar í stað, en hann þekkti rödd-
ina.
„Hvað eruð þér að gera hérna,
Luvin?" spurði hann. Nú tók
hann líka eftir hinum hvíta
„Talbot“-vagni, sem var lagt
nokkrum húslengdum fjær.
„Ég verð að tala við yður, Ant-
óníó“, sagði maðurinn.
Þau gengu upp þrepin, sem
marraði í. Antóníó kveikti. Lúlúa
horfði tortryggin á gestinn, sem
kom svo síðla í heimsókn.
Herbergið, sem þau gengu inn
í, hefði komið hverjum þeim á
óvart, sem ekki hafði komið þang
að áður. Það var ekki aðeins
þrifalegt herbergi, þrifnaðurinn
skein út úr því. Húsgögnin voru
einföld, nærri því fátækleg. En
hvítu gluggatjöldin, blómin í
blómakerunum, bókaskápurinn,
sem rykið var þurrkað af og hin-
ir mörgu dúkar og smádúkar
settu þægilegan svip á herbergið.
Á veggnum hékk fjöldi ljós-
mynda, sem nærri því allar voru
af ungum manni í einkennisbún-
ingi þýzka flughersins.
Komumaður virtist ekki vera
ókunnugur í herberginu. Hann
tók sér umsvifalaust sæti undir
standlampanum með gula hjálm-
inum.
„Eigið þér eitthvað að drekka,
Antóníó?" spurði hann.
„Auðvitað".
Antóníó sótti hálfa viskýflösku.
Lúlúa kom með glas.
„Og annað handa mér“, muldr
aði Antóníó.
„Þú ert búinn að drekka nóg“,
sagði hún.
Antóníó settist líka. Hann
horfði spyrjandi á komumann.
Georg Luvin var dökkhærð-
ur maður, um hálffertugur, glæsi
lega búinn. Hann leit út eins og
sá, sem er af góðu fólki, en fjöl-
skyldan er ekki sérlega hreykin
af. Hreyfingar hans voru fjörleg-
ar eins og hjá tvítugum manni,
en andlit hans var eins og á
fertugum slarfcara.
„Antóníó“, tók Luvin til orða,
„ég verð nokkra daga fjarver-
andi frá Leopoldville. Ég vildi
gjarna eiga viðskipti við þig“.
„Ég hlusta með athygli“.
Luvin brosti.
„Það er von á heimsókn", sagði
hann.
„Þér talið eins og spákerling“.
„Bróðir yðar kemur til Leo-
poldville".
Antóníó roðnaði. Það var hægt
að sjá það, þótt hann væri mjög
útitekinn.
„Hvaða erindi á svínið hing-
að?“ spurði hann.
„Það ætla ég að fá að vita hjá
yður“.
Antóníó var búinn að jafna sig.
Hann reyndi líka að brosa og
mælti:
„Ef ég vildi vitna í biblíuna,
þá myndi ég spyrja: Á ég að
gæta bróður míns. En ég er hætt-
ur að vitna í biblíuna. Ef til
vill er ég Kain. En bróðir minn
er ekki Abel. Hann er svín. Hvað
veit ég um það, hvers vegna hann
kemur hingað?"
„Þér getið alls ekki vitað um
það, Antóníó", sagði Luvin. „Þér
vissuð meira að segja alls ekki,
að hann kæmi. En þér eigið að
komast að því“.
„Hann mun ekki heimsækja
mig. Við erum ekki miklir
tryggða vinir, Hermann og ég.
Við erum öllu fremur svarnir ó-
vinir, ef um það getur verið að
ræða“.
„Það er alveg sama. Þér getið
að minnsta kosti fengið tækifæri
til að tala við hann“.
„Ég mun ekki leita tækifæris
til þess. Hann er svín“.
„Það eruð þér búinn að segja.
Leggið þér nú öll tormerki yðar
á hilluna í eitt skipti, Antóníó.
Þér getið unnið yður inn tíu
þúsund franka. Ef til vill helm-
ingi eða þrisvar sinnum meira.
Það veltur á vitneskjunni, sem
þér veitið“.
Antóníó blístraði. Hann leit á
Lúlúu. Hún stóð við standlamp-
ann að baki Luvin og var með
alls konar óskiljanlega tilburði.
„Látið heyra“, sagði hann.
„Bróðir yðar ferðast á vegum
Delaporte. Það þýðir, að Dela-
Pökkunarstúlkur
óskast strax.
Hraðfrystihusið Frost h.f.
Hafnarfirði — Sími 50165
llllarkjólatau
einlit — mikið úr'" *
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 11
Afgreiðsl ustarf
Stúlka (ekki yngri en 20 ára) óskast til afgreiðslu-
starfa í sérverzlun í miðbænum.
Tilboð ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Verzlun—9152“,
fyrir föstudag.
a
r
í
ú
ó
IF YOU HAVE
ANY SUSPICIONS
ABOUT WARK,
YOU'RE BARK- .
ING UP THE
WRONG TREE,
MR. ROBERTS/.
WELL, IN A
CASE LIKE
THIS, ÍVE GOT
TO SUSPECT
EVERYBOPY/
THEN YOU KNOW
HIM PRETTY WELL,
RANGER, HOW LONG
HAVE YOU KNOWN ,
MARK TRAIL?
( I SURE POf...
i AND YOU WON'T
FIND A NICER, .
MORE HONEST
.__^ GUY/ . J
1) Hve lengi hafið þér þekkt
Markús, Tómas?
Við höfum verið góðir vinir um
tólí ára skeið.
2) Þá ættuð þéa að þekkja
hann býsna vel.
Að sjálfsögðu. Og ég get sagt
yður, að þér munuð vart finna
heiðarlegri sál.
3) Ef þér grunið Markús um
eitthvað misja.fnt, Ríkarður, þá
eruð þér áreiðanlega á rangri
leið.
Ja, í máli sem þesu verður mað
ur að gruna alla.
porte-mennimir hafa uppgötvað
úran á nýjum stöðum. Það er
um milljónir dollara að tefla“.
„Og þið ætlið að hafa mig af
ykkur með skítnum tíu þúsund
frönkum".
„Við vitum ekkert með vissu.
Það er ekki hægt að komast að
neinu hjá Delaporte. Hann er
gamall Kongó-refur. Alveg eins
og ég“. Hann lét skína í tenn-
urnar. Það var auðheyrt, að hann
var montinn af þvi, að vera sjálf-
ur Kongó-refur. Og hann var líka
refslegur í útliti, „En bróðir yð-
ar er óreyndur. Þar að auki get-
ur hann ekki ímyndað sér, að
þér hafið áhuga á milljónafyrir-
tækjum.“
„Nei, það getur hann áreiðarí-
lega ekki ímyndað sér“. Hann
hló.
„Mínir menn“, hélt Luvin á-
fram, „búast auðvitað ekki við
því, að þér framkvæmið jarð-
fræðileg störf. Þeir gera sig á-
nægða með það, að þér skýrið
mér frá atferli bróður yðar,
hverja hann hefir saman við að
sælda, hvert hann ferðast, hvern-
ig hann ver deginum . . .“
Nú tók Lúlúa fram í fyrir hon-
um.
„Antóníó á að njósna", sagði
hún.
Báðir karlmennirnir litu á
hana.
„Nú, og ef svo er“, sagði Lu-
vin, „þá er það ekki í fyrsta
skiptið". Hann stóð upp og klapp
aði á öxlina á Antóníó. „Jæja,
það er ekki í fyrsta skiptið, Ant-
óníó“.
„En það er bróðir hans“, sagði
stúlkan.
„Bróðir hans er svín“, sagði
komumaður.
Antóníó var líka staðinn upp.
Hann hristi hönd aðkomumanns
eins og óþægilega flugu af hin-
um breiðu herðum sínum.
„Þér verðið að greiða tuttugu
þúsund", sagði hann. „Svik við
bróður eru dýrari".
„Tuttugu þúsund — ef þér
komizt að einhverju, sem okkur
er að gagni“.
„Hver ákveður, hvað er að
gagni fyrir ykkur, Luvin?“
Hinn granni, dökkhærði maður
leit á hann hreinskilnislega og á-
sakandi.
„Hef ég nokkurn tíma svikið
þig, Antóníó?"
„Ekki mig, til þess er yður of
annt um líf yðar: Hvenær kemur
Hermann hingað?“.
„Ég læt yður vita það í tæka
tíð. Við vitum það ekki ennþá
sjálfir. Við vitum það eitt, að
Delaparte fór til Briissel til fund-
ar við hann“. Hann gekk að dyr-
unum.
„Handsöl?" Antóníó tók í hönd
hans.
Sflíltvarpiö
Miðvikudagur 5. ágúst.
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50—14.00 „Við vinnuna". Tón-
leikar af pl. 20.30 „Að tjaldabaki"
(Ævar Kvaran leikari). 20.50 Ein
söngur. 21.05 Upplestur: Gunnar
M. Magnúss les úr nýrri ljóðabók
sinni, „Spegilskrift". 21,15 Frá
Sibeliusar-vikunni í Helsinki í
júnímánuði sl. 21.45 Erindi: Púð
ursamsærið 1605 (Jón R. Hjálm-
arsson skólastjóri). 22.10 Kvöld-
sagan: „Tólfkóngavit" eftir Guð-
mund Friðjónsson VII. (Magnús
Guðmundsson). 22.30 í léttum
tón: 23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 6. ágúst
Fastir liðir eins og venjulega:
— 12.50—14.00 „Á frívaktinni“,
sjómannaþáttur (Guðrún Erlends
dóttir). — 19.00 Þringfréttir. —
Tónleikar. — 20.30 Erindi: Lok
franskrar skútualdar á Islandi
(Magni Guðmundsson hagfræð-
ingur). — 21.00 íslenzk tónlist:
Lög eftir Sigvalda Kaldalóns. —
21.30 Útvarpssagan: „Farandsal-
inn“ eftir Ivar Lo-Johansson;
XVII. (Hannes Sigfússon rithöf-
undur). — 22.10 Kvöldsagan:
„Tólfkóngavit" eftir Guðmund
Friðjónsson; VIII. (Magnús Guð-
mundsson). — 22.30 Sinfónískir
tónleikar. — 23.05 Dagskrárlok.