Morgunblaðið - 05.08.1959, Blaðsíða 20
VEÐRID
Norðvestan kaldi og léttir til
síðdegis.
Níu Ijóð
íslenzk í einu víðlesnasta riti
heims. — Sjá bls. 11.
166. tbl. — Miðvikudagur 5. ágúst 1959
4 nótabátar og 6 síld-
arnætur týndust
SÍÐDEGIS á sunnudaginn brast snögglega á norðvestan hvassviðri
og urðu síldarbátar á Grímseyjarsundi og Héraðsflóa fyrir tjóni á
uótum og nótabátum. I gaerdag var búið að finna nokkra báta aft-
ur, en þá var vitað um sjö nætur, sem týnzt höfðu og fjóra báta.
Ir hér um gífurlegt tjón að ræða, því nætur kosta stórfé og bátar
•mnig. Mun tjónið vart vera undir um það bil 1 milljón króna.
★ Tveir menn í sjóinn
Svo snögglega skall óveðrið á,
að menn höfðu verið í bezta veðri
við veiðar, en stundarfjórðungi
Veðurstofan
spáði sæmilegu
veðri en...............
Raufarhöfn, 4 .ágúst.
NOKKUR skip lágu inni á
Raufarhöfn í gærdag. Skips-
menn þessara skipa ræddu
mikið um óveður það, sem
skall svo fyrirvaralítið á síld
veiðiflotann að kvöldi sunnu-
dagsins. Einn þessara manna,
skipstjórinn á Akranesbátnum
Bjarna Jóhannessyni, sem var
á Héraðsflóa er veðrið skall á,
sagði að spáð hefði verið vest-
an golu eða kalda, en um kl.
7 hafi verið komið NV hvass-
viðri og skafningsrok er lengra
leið á kvöldið.
Hvernig stóð á því, að spáin
var svona snarvitlaus og hví
var síldarleitin ekki beðin að
senda flotanum stormaðvör-
un? sagði skipstjórinn.
síðar voru komin sjö vindstig.
Vitað er, að á einum nótabát-
anna fóru tveir menn í sjóinn
í óveðrinu og munu hafa verið
allhætt komnir. Voru 'þeir af
Fram frá Akranesi. Bjargaðist
annar mannanna uppp i sitt eigið
skip, en hinum var bjargað yfir
í annan bát nærstaddan. Fram
missti í veðrinu bæði nótina og
bátinn, en eftir síðustu fregnum
i gær að dæma, hafði varðskipið
Albert fundið bátinn, en ekki
nótina. Fram var á Héraðsflóa
þegar óveðrið skall á og þar voru
einnig þessir bátar: Sigurfari frá
Hornafirði, sem missti nót og bát,
Bjarni Jóhannesson, sem líka
missti nót og bát, en hafði fund-
ið bátinn aftur í gær, Hrönn GK
sem missti bátinn og mun það
hafa verið einasti trébáturinn,
sem sökk, hinir voru ýmist stál-
bátar eða plast. Þar austur frá
hafði Helgi frá Hornarfirði einn-
ig verið og missti hann nót og
bát.
★ Missti bát
Á Grímseyjarsundi missti
Stjarni frá Njarðvík bát og nót,
en varðskipið Ægir hafði fundið
bátinn, — og Tjaldur frá Vest-
mannaeyjum misst bátinn. Þá
hafði Svanur misst grunnnót sína
út af dekkinu.
Nœr engin síldveiði
síðan tyrir helgi
Bafnandi veður á miðunum í gœr, en
ekki vitað um veiðihorfur — Brœðslu
lauk á Siglufirði í fyrrakvöld
SVO TIL engin síldveiði var
yfir helgina. Var yfirleitt all-
hvasst á miðunum og ekki veiði-
veður, nema helzt fyrir austan,
sunnan Langaness, en þar fengu
nokkur skip afla, sem þau fóru
með á Austfjarðahafnirnar, aðal-
lega Vopnafjörð og Neskaupstað.
í fyrrinótt og í gærdag var enn
lítið um að vera á síldarmiðun-
um. Um 50 skip voru við Gríms-
ey í gærmorgun, og fengu 11
þeirra einhverja veiði, eða frá 80
og upp í 600 tunnur, að sögn
fréttaritara blaðsins á Siglufirði
Það af síld þessari, sem til Siglu-
fjarðar barst, var saltað, þótt
hún væri misjafnari en áður. Lok
ið var bræðslu á Siglufirði í fyrra
kvöld, og standa þrær allra verk-
smiðjanna nú tómar — og bíða
eftir meiri sild. — Fréttaritarinn
sagði sæmilegt veður á miðunum
út af Siglufirði í gærkvöldi og
væru allmörg skip þar um slóð-
ir, þótt meginhluti flotans væri
fyrir austan. Þoka var á, lág-
skýjað og kalt í veðri.
í fyrrinótt fengu nokkur skip
afla á austursvæðinu, eða út af
Bjarnarey, og fóru þau með síld-
ina á Austfjarðarhafnir. Er hér
um að ræða þessi skip: Kam-
baröst 300 mál, Blíðfari 250; Auð-
ur 350; Kópur 150 og Gissur
hvíti 600. Þá fékk Víðir II. 250
tunnur út af Dalatanga og lagði
upp á Seyðisfirði.
Samkvæmt fregnum frá Rauf-
arhöfn seint { gærkvöldi, var þá
batnandi veður á miðunum á aust
ursvæðinu, og voru flestir bátar,
sem inni höfðu legið, farnir út,
en ekkert hafði frétzt af veiði.
Síldarleitin á Raufarhöfn sagði
flotann mjög dreifðan, allmörg
skip væru við Grimsey, eins og
fyrr segir, sum á Þistilfirði og út
af Bjarnaey, og enn nokkur hluti
flotans á Seyðisfiarðar- og Norð-
fjarðardýpi. — Ekki væri vitað
um neina veiði.
Merki óþurrkanna: — Gulnuð tún eftir hrakin hey. — Myndin er tekin úr flugvél í gær yfir
Efra-Apavatni í Arnessýslu. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
Vikan var önnur mesta
aflavika síldarvertíðar-
mnar - SíldarafHnn
nálgast 800 þúsund
mál og tunnur
í GÆRKVÖLDI birti Fiskifélag íslands hið vikulega yfirlit sitt um
gang síldarvertíðarinnar nyrðra. Þar segir að vikan, sem leið, hafi
verið önnur mesta aflavika vertíðarinnar og hafi vikuaflinn verið
179,025 mál og tunnur og sé heildarsíldaraflinn nú orðinn 756.205
mál og tunnur. I vikulokin voru 214 skip búin að fá meira en 500
mál og tunnur síldar og er nú Faxaborg frá Hafnarfirði, skipstjóri
Gunnar Hermannsson, aflahæsta skipið í síldarflotanum með 12042
í íál. Víðis II. frá Garði, skipstjóri Eggert Guðjónsson, er næsta
skip með 11.967, og þriðja hæsta skip er Snæfellið frá Akureyri
með 10.957 mál og tunnur.
í skýrslu Fiskifélagsins er skipting síldaraflans eins og hér segir:
Á miðnætti laugard. 1. ágúst var síldaraflinn sem hér segir:
I salt 180.576 uppsaltaðar tunnur 1958 (217.564) 1957 (114.452)
í bræðslu 562.550 mál (153.858) (368.058)
í frystingu 13.079 uppmældar tunnur ( 10.138) ( 10.773)
Samtals 756.205 mál og tunnur (381.560) (493.283)
★ Jafnbetri síld
t skýrslu Fiskifélagsins seg-
ir, að veiði hafi verið allgóð
í vikunni og var síldin einkum
veidd á miðsvæðinu. Veiðiveð-
ur var gott nema tvo síðustu
dagana. Síldin var jafnbetri
en áður, einkum síldin af aust-
ursvæðinu.
★ Efstu skipin
Við athugun á skýrslunni um
afla einstakra skipa kemur fram,
að 10 skipin, sem mestan afla
hafa nú eru þessi: Guðmundur
Þórðarson, Reykjavík 10156,
hann kemur næst á eftir Snæfell-
inu frá Akureyri, en síðan koma
Jón Kjartansson, Eskifirði 9374,
Arnfirðingur, Reykjavík 8707,
Guðmundur á Sveinseyri, 7784,
Einar Hálfdáns, Bolungarvík
7738, Sigurður Bjarnason, Akur-
eyri 7414, Björgvin, Dalvík 7179
og strax á eftir þessu 10. skipi
kemur Hrafs Sveinbjarnarson
með 7171 mál og tunnur.
Þórsmerkur
ferð Óðins
MÁLFUNDAFÉLAGIB Óðinn
efnir til ferðar í Þórsmörk um
næstu helgi, 8.—9. þ.m. Farið
verður frá Sjálfstæðishúsinu kl.
2 e.h. laugard. og komið til
Reykjavíkur á sunnudagskvöld.
Þátttaka tilkynnist í síma 14724
og 23616 og verða farmiðar af-
greiddir í Sjálfstæðishúsinu uppi,
fimmtudag kl. 8—10 s.d. Er því
nauðsynlegt að þátttakendur í
ferðinni hafi tilkynnt það fyrir
þann tíma.
Tunglfiskur dreginn
Ríkisútvarpið flutti eftirfar-
andi frétt í gærkvöldi:
„í morgun var vélbáturir.n
Meta frá Vestmannaeyjum á hum
arveiðum fyrir sunnan Súlna-
sker. Sáu skipverjar þá tungl-
Prodinforg í Moskvu kaupir
80,000 tunnur til viðbótar
Á LAUGARDAGINN var, 1. ágúst, hafði utanrikisráðuneytinu og
Síldarútvegsnefnd borizt skeyti frá sendiráði Islands í Moskvu,
um það að PRODINTORG, sölu- og innkaupastofnun Sovétríkj-
anna, muni kaupa 80.000 tunnur síldar til viðbótar þeim 40.060
tunnum, sem áður hafði verið búið að semja við Rússa um kaup á.
Skrifar undir hér
Það er gert ráð fyrir að for-
stöðumaður PRODIN-TORG,
Stepanov, sem hér dvelst um
þessar mundir, muni ganga end-
anlega frá samningum um þessa
viðbótarsólu áður en hann heldur
af landi brott, sem verða mun
á fimmtudaginn.
Ábyrgð óþörf
Þegar samningar hafa ver.ð
gerðir um þessa viðbótarsölu
saltsíldar þarf ekki á þeirri sér-
stöku ábyrgð að halda sem á-
kveðin var af ríkisstjórn og þing-
flokkunum fyrir helgina. Sama
máli gegnir um ákvörðun bank-
anna um útlán vegna þessarar
ábyrgðar, að hún kemur þá ekki
til framkvæmda. Fyrir hádegi á
laugardaginn höfðu Landsbank-
inn og Útvegsbankinn ákveðið að
lána síldarsaltendum út á þessa
ríkisábyrgð og Seðlabankinn að
endurkaupa slika víxla. Var þetta
atriði varðandi bankana rang-
hermt í Mbl. á sunnudaginm
fisk svamla í yfirborði sjávarins.
Kræktu þeir í fiskinn með haka
og innbyrtu hann. Reyr.dist hann
vera 140 cm langur og 180 cm
milli ugga á baki og kvið fisks-
ins. — Tunglfiskar eru mjög sjald
gæfir hér við land. Hafa aðeins
örfáir veiðzt hér áður. Vest-
mannaeyingar veiddu slíkan fisk
í fyrra, og var hann sendur á
Náttúrugripasafnið í Reykjavík".
Mbl. átti tal við dr. Finn Guð-
mundsson, náttúrufræðing í gær-
kvöldi út af frétt þessari. — Sagði
hann, að tunglfiskar væru yfir-
leitt ekki á svo norðlægum slóð-
um. Heimkynni þéirra væru
sunnar, svo sem í Miðjarðarhaf-
inu. Þó væru þess nokkur dæmi,
að fiskar þessir hefðu náðst hér
við land, bæði fyrir norðan og
sunnan. T. d. hefði einn slíkur
náðst í Húnavatni um síðustu
aldamót og annar skammt frá
Innra-Hólmi í Innri-Akranes-
hreppi árið 1902. Væri sá á Nátt
úrugripasafninu, ásamt Vest-
mannaeyjafisknum, sem veiddist
í hittifyrra, að því er dr. Finn-
ur sagði.